Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1995, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 15. MAÍ 1995 17 Fréttir Borgarfjörður eystra: Alf aborgin frumsýnd Öm Ragnaisson, DV, Hðum; „Álfaborgin, margt er þaö í steinin- um sem mennirnir ekki sjá" er nýtt leikrit eftir systurnar Kristínu og Sigríði Eyjólfsdætur. Leikfélagið Vaka á Borgarfirði eystra frumflutti verkið 2. maí síðastiiðinn. Leikstjóri var Andrés Sigurvinsson. Alls taka 22 leikarar þátt í sýningunni en að uppsetningunni komu rúmlega fjörutíu manns. Það er vá fyrir dyrum. Misvitrir sóknarnefndarmenn eru að ráðgera að byggja nýja kirkju uppi á Alfa- borginni. Þaðan sér vítt um hérað og ekki verður dónalegt að horfa á upplýsta kirkjuna uppi á borginni í haustmyrkrinu. Þó verður erfltt með útfarir og þess háttar nema auðvitað að leggja veg þangað upp. Álfadrottn- ingin Borghildur kemur í veg fyrir óhappaverk þetta með því að birtast sóknarnefndarmanninum Stefáni í draumi og hóta honum öllu illu ef af byggingunni yrði en lofa hins veg- ar ævarandi vináttu álfa, hagsæld og ríkidæmi ef kirkjan yrði byggð á melnum norðan Álfaborgarinnar. Sóknarnefnd skiptir um skoðun og álfarnir launa fyrir sig með því að birtast öllum mönnum í Borgarfirði, glæsilega búnir, og það er slegið upp veislu fyrir mannfólk sem álfa og gerð sáttargjörð um samvinnu, vin- skap og bræðralag þeirra á meðal. Þetta er í stórum dráttum innihald Álfaborgarinnar. Inn í verkið er svo blandað þjóðsögum og álfasögum frá Borgarfirði svo og sögnum af sér- kennilegum karakterum sem alið hafa aldur sinn á Borgarfirði. Leikfélagið Vaka má vera ánægt með árangurinn, einkum er vert að Akranes: Athyglisverð námsbraut Daniel Ólafsson, DV, Akranesi: í undirbúningi er stofnun nýrrar námsbrautar við Fjölbrautaskóla Vesturlands. Námsbrautin snýr að umhirðu grasvalla og er það Hann- es Þorsteinsson golfvallahönnuður sem skipuleggur hana. Af þessari námsbraut er hægt að fara í fram- haldsnám erlendis. Þetta hefur fengið góða dóma hjá Knattspyrnusambamdi íslands og íþróttasambándi íslands en menntamálaráðuneytið hefur ekki gefið umsögn sína eða tekið afstöðu þótt bréf hafi verið sent ráðuneyt- inu þann 30. desember sl. Skólanefnd Fjölbrautaskólans lýsti á síðasta fundi sínum yrir furðu sinni á því hve umsögn og afstaða ráðuneytisins hefði dregist. Ásta S. Geirsdóttir í hlutverkl sínu sem Þórunn húsfreyja. DV-mynd Örn Ragnarsson hrósa ungu kynslóðinni, sér í lagi þeim Olgeiri Péturssyni og Elsu Arn- eyju Helgadóttur, þá er rétt að nefna Astu S. Geirsdóttur en á hennar herðum var að leiða verkið áfram, segja sögurnar o.s.frv. Túlkun Péturs Eiðssonar á furðufughnum Halldóri Hómer var einnig athyglisverð og vakti kátínu. Aðrir skiluðu hlutverk- um sínum þokkalega. Verkið í heild sinni byggist á álfa- trúnni og því að við, mannfólkið, erum ekki öll búin þeim hæfileikum að sjá huldufólk, hvað þá að eiga við það náin samskipti. Verkið er átaka- íaust, samsett af svipmyndum þar sem spunnið er saman í einn þráð þjóðsögur, ævintýri og mannlíf eins og það gæti hafa verið á ofanverðri síðustu öld, en missir á stundum dampinn, einkum þegar verið er að segja börnunum sögur af álfum, tröllum og óvættum. Leikstjórinn hefur náð að virkja Borgfirðinga vel. Framsögn var með ágætum hjá flestum en stundum fannst mér hreyfingar á sviðinu vera óskipulegar og oft til þess eins að hafa ekki of mikla kyrrstöðu. Áhorf- endur tóku verkinu afar vel á frum- sýningunni enda flestir Borgfirðing- ar. Ferðafólk á hálendi íslands Nú er snjór farinn að minnka á hálendinu og aurbleyta að myndast á helstu leiðum. Ferðaklúbburinn 4x4 beinir því þeim tilmælum til félags- manna og alls feröafólks að það hlífi hálendi íslands við akstri þar til það er tilbúið að taka við okkur að nýju. Göngum vel um náttúru lands- ins. Umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4 Gerðu góðan díl! . ... :;;¦.;;¦ ICIJ[»i;ill RRC-500CD ferðatæki með geislaspilara, einf. segulb. og útvarpi. Verð áður kr. 17.680. Verðnú kr. 11.900 stgr. aiu/a CX-Z670 Hljómtæki með 3 diska geislaspilara, tvöf. segulb. og fjarstýr- ingu. Verð áður kr. 66.600. Verð núkr. 44.900 stgr. I ? 1 ? [• B ¦ 11 j HCD-330 ferðageislaspilari, heyrnartól og spennubreytir fylgja, Verð áður kr. 14.480. Verðnúkr. 9.980 stgr. 11 ^ I ? [•! ^ÍTl RR-6480 ferðatæki með geislaspilara, tvöf. segulb., út- varp. Verð áður kr. 24.480. Verð nú kr. 15.980 stgr. Raðgreiöslur til allt að 24 mán. Raðgreiðslur til nllt að 36 mán. n IBSIÍS ÁRMÚLA38 (Selmúlamegin), 108 Reykjavik SÍMI: 553 1133

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.