Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1995, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 15. MAÍ 1995 Fréttir Samningurinn undirritaður, frá vinstri: Stefán Bjarkason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Sólveig Gunnarsdóttir, sund- deild Keflavíkur, Leifur Gunnlaugsson, knattspyrnudeild Njarðvíkur, Skúli Skúlason, íþrótta- og ungmennafélagi Keflavíkur, Haraldur Helgason, tómstundaráði, Ragnar Örn Pétursson, formaður iþróttaráðs bæjarfélagsins, Hauk- ur Örn Jóhannesson, Ungmennafélagi Njarövikur, Birgir Þór Runólfsson, knattspyrnudeild Keflavíkur, Margrét Sanders íþróttakennari, Steinþór Gunnarsson íþróttakennari. DV-mynd Ægir Már fþróttahreyfingin á Suöurnesjum: Nær 13 milljóna vinnusamningur Ægir Már Káiason, DV, Suðumesjum: íþróttaráö Keflavíkur, Njarövíkur og Hafna hefur samþykkt aö ganga til samninga viö íþróttahreyfinguna í Keflavík og Njarövík og munu þessi félög taka að sér rekstur og viðhald íþróttamannvirkja á svæðunum. Samningurinn hljóðar upp á tæpar 13 milljómr en íþróttahreyfingin þarf að leggja út vinnu til að halda hreyf- ingunni gangandi. Síðan var gerður samningur við íþrótta- og ungmennafélagið í Kefla- vík og Ungmennafélag Njarðvíkur um að félögin taki að sér rekstur íþrótta- og leikjanámskeiða í bæjar- félaginu í sumar. Þá var gerður samningur um rekst- ur sundnámskeiða í bæjarfélaginu þar sem rekstraraðilar námskeið- anna fá þátttökugjöld og greiða ekki fyrir afnot af sundmannvirkjum. Tómstundaráð samdi við íþrótta- og ungmennafélagið í Keflavík og Ungmennafélag Njarövíkur um framkvæmd 17. júní hátíðahalda. Ishmdsbanki flytur höfuðstöðvar sínar á Kirkjusand Flutningar á höfubstöbvum íslandsbanka aö Kirkjusandi 2 standa nú yfir og eftirtaldar deildir eru þegar fluttar: Markaös- og þjónustudeild Reikningshald og áœtlanir Tœknideild Þahn 19. maí nk. flytja: Hluthafaskrá Rekstrardeild Starfsmannaþjónusta Þann 2. júní nk. flytja: Alþjóbadeild fjárstýring Lánaeftirlit Útibú íslandsbanka í Kringlunni 7 starfar áfram meb óbreyttu snibi. ISLANDSBANKI - í takt viö nýja tíma! Nýtt vallariiús á Akranesi Daníel Ólafsson, DV, Akranesi: Nú í sumar verður tekið í notkun nýtt vallarhús í íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum á Akranesi. Hluti hússins, búningsaðstaða, sturtur og húsvarðaraðstaða, verður tekinn í notkun um miðjan maí en um mán- aðamótin maí-júní nýtt anddyri íþróttamiðstöðvarinnar og aðstaða fyrir starfsmenn íþróttamiöstöðvar- innar. Seinna á árínu verður tilbúinn glæsilegur salur og eldhús á efri hæð vallarhússins. Tréiðja Akraness hf. sér um bygginguna og er heildar- kostnaður við verkið áætlaður um 40 milljónir. Djúpivogur: Lokafrágangur Dvalarheimilis aldraðra króna. Gert er ráð fyrir að húsið verði tilbúið 15. ágúst nk. og formlega opnað 1. september. Rými veröur fyrir 12 vistmenn og einnig dagvist- un. Fyrsta skóflustungan var tekin árið 1989. Háfdís Erla Bogadóttir, DV, Djúpavogi: Samiö hefur verið viö Trésmiðju Djúpavogs um lokafrágang á Dvalar- heimili aldraðra á Djúpavogi. Áætl- aður kostnaður er um 15 milljónir Olgeir Helgi Ragnarsson, DV, Borgamesi: Samkór Mýramanna í Mýrasýslu hélt vorhátíð í félagsheimilinu Lyng- brekku á dögunum. Kórinn fékk góða gesti úr Vestur-Húnavatns- sýslu, en þar voru á ferð karlakórinn Lóuþrælar og söngsveitin Sand- lóurnar. Kórsöngur skipaði eðlilega stóran sess á dagskrá kvöldsins. Einnig söng Dagrún Hjartardóttir, söng- stjóri Mýramanna, einsöng við und- irleik Jerzy Tosik-Warszawiak. Fjöl- menni sótti samkomuna en sungið var og dansað fram eftir nóttu. Breiðdalsvík: Dagvist f yrir eldri borgara Sigursteinn Melsted, DV, Breiðdalsvflc Öldrunarnefnd og Breiðdalshrepp- ur hafa ákveðið að koma á fót dag- vist aldraðra að Hrauntúni 10 á Breiðdalsvík og er húsnæðið tilbúið til notkunar. Öldruð kona, Hildur Eiríksdóttir, arfleiddi hreppinn og kirkjuna að öllum eigum sínum. Var hlutur hreppsins notaöur í þetta verkefni. Verður opið alla virka daga en þar verður boðiö upp á heitan mat í há- deginu, hvíldaraðstöðu og aðstöðu til þvotta. Opið hús fyrir aldraða flutti á laug- ardag inn í húsnæðið úr grunnskól- anum. Listakonur spjalla, Guðrún Gunn- arsdóttir, t.v., ræðir við Elísabetu Haraldsdóttur, leirlistarkonu frá Hvanneyri. DV-mynd Olgeir Helgi Vef list í Borgarnesi Olgeir Helgi Fagnarsson, DV, Borgamesi: Veflistarkonan Guðrún Gunnars- dóttir opnaði sýningu á verkum sín- um í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borg- arnesi um mánaðamótin. Á sýning- unni eru tíu verk. Guðrún er fædd í Borgarnesi árið 1948 og bjó þar til 14 ára aldurs. Hún stundaði vefnaðarnám í Kaup- mannahöfn og í Bandaríkjunum. Árneshreppur: Síðbúin af mælisveisla Regina Thorarensen, DV, Selíossi: Þóröur Magnússon, sjómaður í Djúpuvík, varð 60 ára 25. febrúar sl. Vegna ófærðar gat hann ekki haldið upp á afmælið fyrr en um síðustu helgi en var þó aðeins búinn að smakka á áfenginu til að vita hvort það hrifi ekki. Konur tóku sig saman og bökuðu og var veisla haldin í félagsheimilinu í Trékyllisvík. Mættu allir sem gátu komist í þetta skemmtilega afmæli sem stóð frá því um eftirmiðdags- kaffi og fram á morgun. Þeir kunna svo sannarlega að skemmta sér í Árneshreppi. Sönghópurinn Sandlóurnar úr Vestur-Húnavatnssýslu hoimsótti Mýramenn og tók þátt í vorhátið Samkórs Mýramanna. DV-myndir Olgeir Helgi Söngur og gleði á Mýrum: Uppskeruhátíð hjá Samkór Mýramanna * . u-,_- u™.™„. ™r t.~____:. lóurnar. 1 S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.