Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1995, Side 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ1995
Fréttir
Asdís Erla Gunnarsdóttir, vinnur af og til við ræstingar á Mömmu Rósu:
Vann skyndilega 6,8
milljónir í Gullpottinum
- á 22 bamaböm sem segja gjaman: „Amma, getur þú lánað mér pening?“
Ásdís Erla er 69 ára og hyggst borga skuldir og sennilega ferðast fyrir
milljónirnar sem hún vann á einn af þremur fimmtíuköllum sem hún setti
í Gullpottinn. DV-mynd GVA
Hugmyndir um breytt starfskjör þingmarma:
Starfskostnaður
komi ofan á
þingfararkaup
- gætiaukiötekjurþingmannaumhálfamilljónáári
„Þegar ég er hérna kemur einstaka
sinnum fyrir aö ég finn fimmtíukall í
skúffunum á vélunum eða á gólfinu.
Þá spila ég fyrir þaö, aldrei meira en
tvo, þijá fimmtíukalla. Um morguninn
setti ég þrjá peninga í og mér brá held-
ur betur. Skyndilega fór allt af stað í
vélinni, ljósin blikkuöu og tónlistin fór
af stað. Svo komu tölur. Ég sá aö þaö
voru sex milljónir og átta hundruð og
fimmtíu þúsund krónur. Ég ætlaði ekki
að trúa þessu," sagði Ásdís Erla Gunn-
arsdóttir, 69 ára Reykvíkingur, sem
fékk gullpottinn í veitingasalnum
Mömmu Rósu í Hamraborg 11 í Kópa-
vogi í gærmorgun.
Stuttar fréttir
Þjódyefjar tala
máli íslendinga
Þjóðverjar hafa boöist til aö tala
máli íslendinga á vettvangi Evr-
ópusambandsins. Mbl. hafði
þetta eftir Halldóri Ásgrímssyni
utanríkisráðherra.
Reykingafólk í meðferð
Ingibjörg Pálmadóttir telur
æskilegt aö koma á fót meöferð-
arstofnun fyrir fólk sem þarf að
hætta að reykja. RÖV greindi frá
þessu.
Skólastjóri hættir
Alfreð Eyjólfsson, skólastjóri
Austurbæjarskóla, hefur sagt
starfi sinu lausu frá og með 1.
ágúst í sumar.
Gagnslaus mælir
Yfirlæknir á kvennadeild
Landspitalans telur frjósemis-
mælinn Donnu, sem seldur er
hérlendis, ekkert gagn gera. Stöð
tvö skýrði frá þessu.
Landhelgin i 250 milur?
Halldór Ásgrímsson lýsti því
yfir á fundi Varðbergs í gær að
hann legöi áherslu á að árangur
næðist á úthafsveiðiráðstefnu
S.Þ. Að öðrum kosti útilokaöi
hann ekki að norðlægar þjóðir
færðu fiskveiðilögsöguna út í 250
mílur.
Kröfu hafnað
Samkeppnisráð hefur hafnaö
kröfu kaupmanns um að fá að
kaupa vörur af Bónusi til endur-
sölu í eigin verslunum. Sjónvarp-
iðgreindifráþessu. -kaa
„Mér vitanlega er ekki verið að
ræða um það núna að taka upp bein-
ar kostnaöargreiðslur til þingmanna.
Þetta var í umræðunni, síðast fyrir
einu ári. Þá var rætt um þetta í
tengslum við endurskoðun á starfs-
kostnaði þingmanna," segir Karl M.
Kristjánsson, fjármálastjóri hjá Al-
þingi.
Samkvæmt heimildum DV hafa
ýmsir þingmenn hug á að breyta lög-
um um starfskjör sín í þeim tilgangi
aö fá auk þingfararkaups tiltekna
upphæð mánaðarlega til að standa
straum af kostnaði sem hlýst af störf-
um þeirra utan þinghússins. í þessu
sambandi hefur verið rætt um 40
þúsund krónur á mánuði, eða tæp-
lega hálfa milljón króna á ári.
Að sögn Karls tíðkast álíka greiðsl-
ur víðast hvar erlendis, oftast nær á
bilinu 30 til 70 þúsund krónur. Ýmis
rök mæh með því að slíkar greiðslur
verði teknar upp hér á landi en í því
sambandi þurfi að huga að starfs-
kjörum þingmánna í heild. Fyrir
löngu sé orðin þörf á slíkri endur-
skoðun.
„Rætt hefur verið um að breyta
fyrkomulagi á húsaleigustyrknum
og dagpeningum til lækkunnar en
taka jafnframt upp svokallaðar
kostnaöargreiöslur sem væru hugs-
aðar til að standa undir kostnaði við
fundi, námskeið, kaup á tímaritum
og mörgu fleira sem Alþingi greiðir
ekki beint en sem embættismenn rík-
issins fá greitt samkvæmt reikn-
ingi,“ segir Karl.
-kaa
Lögbannskrafa á Bónustölvur samþykkt:
Sauðaþjófar nútímans
- segir Jóhannes í Bónusi um eigendur Bónustölva
Sýslumaðurinn í Reykjavík féllst í
gær á lögbannskröfu Bónuss á aug-
lýsingar og heiti verslunarinnar
Bónustölva við Grensásveg, sem er í
eigu Tæknivals. Eigendum Bónus-
tölva var gert að fjarlægja skilti fyrir
utan versíunina og eyðileggja alla
pappíra sem innihéldu nafnið.
„Eg er mjög sáttur við þessa niður-
stöðu því mér finnst þetta vera ein-
hver grófasti þjófnaður í viðskiptalíf-
inu sem ég hef séð. Öllum sem ég hef
talað við finnst þetta mjög til minnk-
unar fyrir Tæknival. Það er ekki einu
stolið heldur öllu. Ég kalla þá sauða-
þjófa nútímans að stela því sem aðrir
koma á legg. Það er synd að við-
skiptalífið skuli hafa svona guðsgeld-
inga um borð,“ sagði Jóhannes Jóns-
son, eigandi Bónuss, ómyrkur í máli
við DV eftir að niðurstaða sýslu-
manns lá fyrir.
Málið mun fara fyrir Héraðsdóm
Reykjavíkur. Jóhannes sagði að ef
dómurinn yrði Bónusi í vil þá myndi
hann krefast lögbanns á fyrirtækið
Bónusradíó sem Radíóbúðin starf-
rækir við Grensásveg.
Ásdís Erla er móðir eiganda veit-
ingahússins og kemur stundum til
aö aðstoöa við ræstingar og annaö.
Hún sagði að peningarnir kæmu sér
afar vel.
„Þetta er algjör tilviljun. Ég hef
aldrei unnið neitt nema 1.700 krónur
í lottóinu. Ég hef spilað í mörg ár í
happdrætti og ekki unniö nokkurn
skapaðan hlut. Þetta kemur sér mjög
vel. Ég get nú borgað skuldimar
mínar. Það eiga ekki allir nóg þó það
sé orðið fullorðið fólk. Sumir halda
að það hafi lagt fyrir en það er ekki
í mínu tilfelli. Maðurinn minn, sem
er hjartasjúklingur, hefur verið ör-
yrki í 16 ár og er orðinn ellilífeyris-
þegi. Þetta kemur sér því afskaplega
vel aö fá þennan vinning.
Við búum í 90 fermetra kjaUara-
íbúð í Reykjavík. Mér Ðnnst engin
ástæða til að breyta því þar sem við
eigum svo góða nágranna í húsinu.
Auk þess er íbúðin hentug fyrir
manninn minn,“ sagði Ásdís Erla.
Hún sagði að peningarnir yrðu
sennilega að einhverju leyti notaðir
til að ferðast.
„Annars á ég 22 barnabörn sem
koma gjaman til mín og segja:
„Amma, getur þú lánað mér pen-
ing?“ -Ótt
Gæsluvarðhald
og geðrannsókn
Pilturinn, sem ók á fyrrum stjúp-
föður sinn, Sigurgeir Sigurðsson, í
Hafnarfirði sl. föstudagskvöld með
þeim afleiðingum að hann beið bana
hefur verið úrskurðaður í gæslu-
varðhald aö kröfu Rannsóknarlög-
reglu ríkisins til 31. mai. Úrskurður-
inn var kveðinn upp í Héraðsdómi
Reykjaness en piltinum, sem er 18
ára, var ennfremur gert að sæta geð-
rannsókn. Samkvæmt upplýsingum
DV mun geðrannsókn fara fram
vegna fyrra háttemis piltsins, upp-
lýsinga sem komu fram við rannsókn
málsins og vegna framburðar pilts-
ins við yfirheyrslur.
Rannsókn málsins stendur enn yfir
en pilturinn heldur því fram að hann
hafi ekki ekið á Sigurgeir að yfir-
lögðu ráöi heldur hafi hann einungis
ætlaö að ná tali af honum með fyrr-
greindum aíleiöingum. Yfirheyrslur
yfir piltinum munu halda áfram
næstu daga. -pp
Pilturinn var færður fyrir dómara i gær og úrskurðaður i gæsluvarðhald til
maíloka. Honum var einnig gert að sæta geörannsókn. DV-mynd ÞÖk