Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1995, Síða 3
ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 1995
3
Fréttir
Skiptum enn ekki lokið í þrotabúi EG í Bolungarvík:
llm 600 milljónir króna
tapast í gjaldþrotinu
enn ekki tekist að greiða búskröfur
Skiptum í þrotabúi Einars Guð-
finnsonar hf. í Bolungarvík er enn
ekki lokið þrátt fyrir að liðið sé tals-
vert á þriðja ár frá því að óskað var
eftir gjaldþrotaskiptum. Fyrirtækið
var lýst gjaldþrota 15. febrúar 1993
en haföi áður verið í greiðslustöðvun
frá 23. október 1992.
Áður en óskað var eftir gjaldþrota-
skiptum var fyrirtækið í greiðslu-
stöðvun. Ljóst þykir að fyrirtækið
hafi safnað verulegum skuldum
meðan á greiðslustöðvuninni stóð.
Samkvæmt lögum verða fyrirtæki
að standa við ákveðnar greiðslur á
greiðslustöðvunartímanum og mega
ekki efna til nýrra skuldbindinga
meðan á greiðslustöðvun stendur.
Reiknað er með að fyrirtæki standi
undir daglegum rekstri meðan það
er rekið undir greiðslustöðvun.
Stofni það til skulda eru þær skil-
greindar sem búskröfur og njóta for-
gangs fram yfir allar aðrar kröfur.
Takist fyrirtæki ekki að greiða slíkar
kröfur er mögulegt að kalla stjórn-
endur fyrirtækis til ábyrgðar fyrir
dómstólum. Páll Arnór Pálsson, ann-
ar tveggja skiptastjóra, segir aö ekki
sé um það að ræða að lög hafi verið
brotin á greiðslustöðvunartímanum.
„Reyndar var reksturinn afleitur
en það var vegna verðfalls og ann-
arra ytri aðstæðna. Þetta greiðslu-
stöðvunartímabil kom ekkert vel út,“
segir Páll.
Alls voru gerðar kröfur í þrotabúið
upp á 1,6 milljarða. Við uppboð á
eignum fyrirtækisins fengust 900
milljónir upp í þær kröfur. Búskröf-
ur voru að sögn Páls um 50 milljónir
og hann segir helming þeirra þegar
hafa verið greiddan. Hann segir að
með sölu eignarhlutar þrotabúsins í
Sölumiöstöð Hraðfrystihúsanna eigi
að nást fyrir afganginum af búskröf-
unum.
„Þaö næst að greiða þetta og eitt-
hvað fæst upp í forgangskröfur. Ég
veit ekki hversu há fjárhæð fæst fyr-
ir eignarhlutinn í SH en þar er um
að ræða tugi milljóna; líklega á bihnu
40 til 50 miíljónir. Það nægir til að
standa við búskröfurnar. Ég á von á
að það gangi í gegn á næstunni og
það takist að ljúka skiptum á næstu
mánuöum,“ segir Páll. -rt
íscLQörður:
Nýtt skip í f lotann
- fer á veiðar eftir mánuð
Gisli Hjartarson, DV, Isafiröi:
Frystitogarinn Orri ÍS 20 kom til
ísafjaröar í fyrsta sinn á miöviku-
dagskvöldið, 3. maí. Skipiö, sem er
770 lestir og 50 metrar að lengd, er
10 ára gamalt og smíðað í Frakklandi.
Norðurtanginn hf. á ísafirði keypti
skipið þaðan í stað línu- og rækju-
bátsins Orra og togarans Guðbjarts
ÍS.
Að sögn Hans W. Haraldssonar hjá
Norðurtanganum mun Orri hefja
veiðar eftir u.þ.b. mánuð.
Skipstjórar til skiptis verða þeir
Hörður Guðbjartsson og Skarphéð-
inn Gíslason.
Orri fánum skreyttur r Sundahöfn á ísafirði. DV-mynd GH
Farmannadeilan:
Talið ólíklegt að
miðlunartillagan
verði samþykkt
Atkvæðagreiðsla stendur nú yfir
innan Sjómannafélags Reykjavíkur
um miðlunartillögu þá sem ríkis-
sáttasemjari lagði fram í kjaradeilu
farmanna og viðsemjenda þeirra.
Atkvæðagreiðslunni lýkur 29. maí.
Kristinn Skúlason, einn samninga-
manna Sjómannafélags Reykjavík-
ur, sagði farmenn ekkert yfir sig
hrifna af miðlunartillögunni og allt
eins gæti fariö svo að hún yrði felld.
Opið virka daga frá kl. 9-18
laugardaga 10-16.
Hyundai Pony LS 1300 '94,
5 g., 4 d., rauður, ek. 6.000
km. V. 820.000.
Toyota LandCruiser 2600
'88, 5 g„ 3 d„ brúnn, ek.
112.000 km. V. 1.150.000.
Lada Samara 1500 '90, 5
g„ 5 d„ grár, ek. 33.000 km.
V. 330.000.
MMC Colt GL 1300 '89, 5
g„ 3 d„ rauður, ek. 93.000
km. V. 580.000.
MMC Colt GLX 1500 '90,
sjálfsk., 3 d„ grænn, ek.
95.000 km. V. 680.000.
Subaru Justy 1200 '91,
sjálfsk., 5 d„ vínrauður, ek.
70.000 km. V. 630.000.
Mercury Topaz '86, sjálfsk.,
4 d„ grár, ek. 112.000 km.
V. 280.000.
Hyundai Pony LS 1300 '92,
5 g„ 3 d„ grænn, ek. 57.000
km. V. 640.000.
NOTAÐIR BILAR
SUÐURLANDSBRAUT 12. SÍMI: 568 1200, BEINN SÍMI: 581 4060
Peugeot 205xR 1400 '87, 5
g„ 5 d„ rauður, ek. 112.000
km. V. 310.000.
VW Jetta Carat 1800 '88, 5
g„ 4 d„ ek. 120 þ. km. Toppl.,
álf. geislasp., þjófav. V. 740.000.
Mazda 323 4x4 1 800 '91, 5
g„ 4 d„ rauður, ek. 75.000
km. V. 1.080.000.
Renault Twingo 1300 '94, 5
g„ 3 d„ rauður, ek. 7.000
km. V. 770.
Ford Bronco 2900i
sjálfsk., 3 d„ blár. V.
780.000.
Lada station 1500 '92, 5 g„
5 d„ hvítur, ek. 32.000 km.
V. 390.000.
Renault Express 1400 '92,
5 g„ 4 d„ hvítur, ek. 66.000
km. V. 800.000.
- HYUnDHI IUM
©
Grciðshikjör íil alll að 36 niánaða án úíbor^unar
v
REMAULT
GOÐIR NOTAÐIR BITAM