Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1995, Síða 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 1995
Neytendur
DV ber saman vöruverö í mars og maí:
Vöruverð svipað
fráþvíímars
- óverulegar verðbreytingar, sumt hækkar en annað lækkar
Vöruverð hefur ýmist hækkað eða lækkað frá mars til maí eftir þvi hvaða versiun á i hlut. Eina vörutegundin i
könnuninni, sem alls staðar hefur hækkað, er nautagúllas.
Súkkulaði-
mousse
Hérna kemur ein gimileg fyrir
Samkvæmt vísitölu neysluverðs
hefur verð á matvöru hækkað um
1,2% milli apríl og maí og er þaö
aðallega rakið til verðhækkana á
grænmeti, nautakjöti, kartöflum og
innfluttum mat- og drykkjarvörum.
Vegur þar þyngst hin árstíðabundna
verðhækkun á grænmeti þegar nýja
grænmetið kemur á markað en hluta
skýringarinnar er einnig að finna í
brauðhækkuninni í síöasta mánuði.
Þá hafa orðið töluverðar breytingar
á kjötverði á þessum tíma. Nautakjöt
hefur hækkað töluvert þegar á heiíd-
ina er litið en kindakjötið hefur hins
vegar lækkað.
Ef litið er á tímabilið frá maí til
maí hafa matvörur hækkað um 3,8%
sl. ár. Ef hins vegar farið er lengra
aftur í tímann og litið á vísitöluna frá
maí 1993 til dagsins í dag er hún nán-
ast óbreytt. Sveiflurnar geta því ver-
ið miklar eða litlar, allt eftir því
hvaða tímabil eru borin saman.
Að sögn Rósmundar Guðnasonar
hjá Hagstofunni tekur vísitalan yfir-
leitt kipp í maí sem stafar af ártíða-
bundnum og tímabundnum hækk-
unum. Núna varð t.d. um 1,2%
hækkun á matvörum milh mánaða
svo ef eingöngu er horft til maímán-
aðar hefur matarverð hækkað álíka
mikiö og vísitala neysluverðs á einu
ári. Tólf mánaða breytingin er 1,3%
en mánaðarbreytingin 1,2%. Ef hins
vegar miðað er við apríl í fyrra til
aprílmánaðar í ár hefur matvöru-
verð hækkað um 0,6% sem er undir
verðbólguþróun.
Óverulegar verðbreytingar
„Ég held því að verðbreytingarnar
hafi ekki veriö svo miklar þegar á
heildina er litið. Mikið af þeim hækk-
unum sem nú verða stafa af því að
innfluttu matar- og drykkjarvörum-
ar hækka. Þar er hækkunin á milli
apríl og mai t.d. 2,7% eða 0,09% af
0,2% hækkun matvöruverðs í vísi-
tölunni. Hækkun á innflutningsverö-
lagi á því stóran þátt í þessum breyt-
ingum núna,“ sagði Rósmundur.
Verðsamanburður
Til að fá hugmynd um hverSu mik-
ið vöruverð hefur breyst í verslunum
frá því í mars könnuðum við verð á
16 vörutegundum í fjórum verslun-
um sl. föstudag og bárum saman við
verð sem Samkeppnisstofnun tók
niður á þessum sömu vörutegundum
í þessum sömu verslunum í mars.
Niðurstaðan var athyglisverð.
Verðið hafði ýmist hækkað eða
lækkað eftir því í hvaða verslun við
vorum. Eina vörutegundin sem alls
staöar hafði hækkað var nautagúll-
as, enda hefur verð á nautakjöti
hækkað á línuna, en fyrir kom að
sama varan hefði hækkað í einni
verslun á sama tíma og hún lækkaði
í annarri.
Markaðurinn ræður
Hagkaup í Skeifunni hafði hækkað
flestar vörurnar, eða þrjár af sextán,
en Kjöt og fiskur í Mjódd hafði hins
vegar lækkað flestar, eða sex af sext-
án. Verðhækkanimar voru hins veg-
ar óverulegar hjá Hagkaupi, mest 2
krónur og sagði Óskar Magnússon,
forstjóri fyrirtækisins, að rekja
mætti þær til lögmála markaðarins.
„Markaðurinn ræður verði og gætir
hagsmuna neytenda með mikilli
samkeppni. Það leiðir til tilfærslna í
verði sem þó verða aldrei meiri en
svo að í heildina sé neytandinn ekki
verr settur," sagði Óskar. Hann á
m.ö.o. viö að kaupmenn hækki og
lækki vöruverð um örfáar krónur til
að bregðast við samkeppni og því séu
alltaf einhverjar verðbreytingar í
gangi. Hvaða vörur eru krónu lægri
eða hærri hverju sinni er samkvæmt
því tilviljunum háð.
Skýringu verðlækkana í Kjöti og
fiski sagði Björn Sveinsson, eigandi
verslunarinnar, vera hagstæðari
samninga við heildsídana. „Við höf-
um alltaf keyrt á eins lágri álagningu
og við getum og höfum því almennt
verið með svipað verð og aðrir. Við
höfum hins vegar aldrei lagt áherslu
á að lækka sérstaklega verð á þeim
vörum sem oft eru teknar í verð-
kannanir eins og sumar verslanir
spila inn á. Þær eru þá bara með sína
álagningu á öðrum vörum í stað-
inn,“ sagði Björn.
sælkerana. Þetta ku vera hið
mesta lostæti og upplagt í fínan
eftirrétt. Hráefnið er ósvikiö. sem
og óhollustan!
80-100 g suðusúkkulaði
3-4 egg
1 msk. sykur
1 tsk. neskafíiduft
1-2 msk. romm, koníak eða sérrí,
ef vill
1/2 dós niöursoðnar perui’
21/2dlrjómi-
Bræðið súkkulaðið við vægan
hita í vatnsbaði. Hafið lok yfír í-
látinu svo gufan komist ekki að
súkkulaðinu og gætið þess að hit-
inn fari ekki yfir 50°C. Hrærið
eggjarauðurnar vel með sykrin-
um og neskaffmu, bætið víni í ef
vill og blandið síöan bræddu
súkkulaðinu, stiíþeyttum hvítun-
um og rjómanum varlega saman
við. Látið ábætinn í skál ásamt
perubitum og kælið í nokkrar
klst. Skreytið meöþeyttumrjóma
sem tekinn hefur veriö frá, peru-
bitum og rifnu súkkulaði.
ÁTVRfærvið-
urkenningu
„Þetta heita Hvatningarverð-
laun Gæðastjórnunarfélags ís-
lands og voru m.a. veitt til ÁTVR
í nóvember síðastliðnum. Þar er
bæðí tekið tillit til kerfislegrar
uppbyggingar og mats fólks sem
viðskiptavina," sagði Davíð Lúð-
viksson, fínrum formaður félags-
ins, sem nú situr í varastjórn
þess.
ÁTVR var eitt af fiórum fyrir-
tækjum í opinberri þjónustu sem
hlaut 'flestar 'tiinefningar félags-
manna og voru rökin m.a. þau
að fyrirtækið hefði fíölgað sölu-
stöðum og að útlit þeirra hefði
tekið stakkaskiptum. Einnig var
nefnt að biðtíminn heföi styst, að
viðskiptavinirnir ættu nú kost á
að velja vörur án aðstoðar af-
greiðslufólks og að þeir ættu nú
kost á sérpöntunarþjónustu.
Helstahlutverk vítamfna
Efnaskipti
próteins
og myndun
taugaboðefna
B-6
Pyridoxin
Helsta hlutverk:
Tekur þátt í
efnaskiptum próteins
og myndun tauga-
boöefna
Uppspretta:
Fiskur, kjöt og
kornvörur
Næringarfræðingar svara lesendum DV:
Hvort er óhollara, sykur eða fita?
Þær Anna E. Ólafsdóttir og Borghildur Sigurbergsdóttir svara lesendum
DV um allt er viðkemur mataræði. DV-mynd GVA
Næringarfræðingarnir Anna E.
Ólafsdóttir og Borghildur Sigur-
bergsdóttir hjá Næringarráðgjöf-
inni sf. svara hér spurningum les-
enda en hægt verður að bera fram
spurningar til föstudagsins 19. maí.
Það eina sem þið þuríið að gera er
að hringja í síma 99 1500, velja 2
fyrir neytendur og lesa inn spum-
inguna. (Mínútan kostar 39,90 kr.)
Svörin birtast hér á neytendasíð-
unni næstu þriðjudaga.
1. Hvort er óhollara, sykur eða fita?
Sykur og fita eru bæði orkuefni en
fita gefur rúmlega helmingi meiri
orku miðað við sömu þyngd. Hún
er því meira fitandi en sykur og
verður að gæta hófs í neyslu henn-
ar. Því harðari sem hún er því
óhollari er hún. Hófleg neysla á fitu
er hins vegar líffræðilega nauðsyn-
leg á meðan neysla á hreinum sykri
er það ekki.
2. Hvernig er hægt að ráða við syk-
urþörf? Er eitthvað í líkamanum
sem kallar á sykur? Ef það er til
líffræðileg skýring á sykurþörf
skilar ávaxtasykur sér ekki síður
hratt út í blóðið en venjulegur syk-
ur, t.d. í súkkulaði. Ferskur, þrosk-
aður ávöxtur ætti því að gera sama
gagn og súkkulaði. Ef hann dugar
ekki er líklega um sterkan vana að
ræða og e.t.v. lítinn viljastyrk. Ef
orkuþörf er fullnægt meö reglu-
bundnum máltíðum er síður hætta
á óstjórnlegri löngun í sykur.
3. Á hvað á maður eð leggja meg-
ináherslu í megrun? Þessari spurn-
ingu er erfitt að svara í stuttu máli
en þrír mikilvægir punktar eru: a.
Þú verður að vera tilbúinn. Megr-
un krefst hugarfarsbreytingar ef
ná á fram varanlegum breytingum
á vepjum. b. Borðaðu reglulega, 4-5
sinnum á dag, að millimáltíðum
meðtöldum. Ekki sleppa úr máltíð-
um. c. Dragðu úr fituneyslu og
mundu að margt smátt gerir eitt
stórt. Neyttu að sama skapi meiri
kolvetna og trefjaefna.
4. Er fita nauðsynleg ungbörnum?
Já. Að 2-3 ára aldri þurfa börn fitu-
ríkara fæði en þeir sem eldri eru
en eftir það er næringarþörf þeirra
orðin svipuð og hjá fullorðnum, þó
munur sé á magni. Það er því rétt
að gefa börnum nýmjólk frekar en
léttmjólk þegar byrjað er að gefa
kúamjólk.
5. Er barnamatur í krukkum holl-
ur? Hvað næringarefnainnihald
varðar er hann ekki frábrugðinn
heimatilbúnum mat en hann gefur
ekki fullnægjandi næringu þar sem
fituinnihald er yfirleitt mjög lágt.
Það er því nauðsynlegt að blanda
grænmetis- og kjötrétti með matar-
olíu eða smjöri eins og þegar matur
er eldaður heima. Krukkumatur
inniheldur engin rotvarnarefni en
geymsluþol er tryggt með suðu.
Barnið fer því á mis við ferskleika
nýrra ávaxta ef eingöngu er notað
ávaxtamauk. Einnig er hætta á að
barnið læri seinna (eða síöur) að
tyggja og borða grófari mat ef ein-
göngu er notaður krukkumatur.
6. Hvort er óhollara í eggjum, hvít-
an eða rauðan? Eggjarauðan inni-
heldur mikiö af kólesteróh og því
hægt að segja að hún sé óhollari.
Hvítan inniheldur hvorki fltu né
kólesteról. Þó skal það tekið fram
að egg eru afbragðs hollur matur,
þau innihalda mikið af próteinum
í háum gæðaflokki, auk vítamína
og steinefna.