Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1995, Page 13
ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 1995
13
dv Fréttir
Páll Jónsson, Jaðri:
Spáir jarðhræring-
umogeldgosi
Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki:
„Þegar mesti rosinn var í tíðarfar-
inu í vetur spáði ég því að það mundi
lagast 23. apríl og það gekk eftir þó
svo að hlýindin hafl látið á sér
standa," segir Páll Jónsson, bóndi á
Jaöri í Skagafirði. Páll segist gjarnan
leika sér að því um miðjan vetur að
spá fyrir um vorkomuna og það hafi
oft gengið eftir, hins vegar hafi hann
ekki reynt að spá fyrir um sumar-
komuna enda sé slíkt ógjörningur.
Spár sínar byggir Páll gjarnan á
draumum.
En það er fleira en vorkoman sem
Páll sér fyrir. Hann á von á því að
nokkuð muni bera á jarðhræringum
þegar líður á vorið og ef draumur
sem hann dreymdi í vetur rætist
verði mikiö eldgos ásamt tilheyrandi
jarðhræringum í haust. Það hvort
þarna gæti verið á ferðinni hinn
margumtalaði Suðurlandsskjálfti
vill hann ekki segja til um.
„Annars er ákaflega eríitt að sjá
fyrir með vissu hvað framtíðin ber í
skauti sér og ég á ekki von á því að
jarðfræðingar eða náttúrufræðingar
sjái fyrir sér eldgos á þessu ári. En
mér sýnist enginn vafi á því að erfið-
leikar séu fram undan,“ segir Páll
og býst greinilega við þvi versta frá
móður náttúru þegar líður á árið.
Það eru sem sagt til fleiri spámenn
í Skagafirði en Lauga á Kárastöðum
enda hefur heyrst af fólki í héraðinu
sem er að fást við spádóma svo sem
langtímaveðurspár.
Sjómenn
veiði ekki
í Síldar-
smugunni
„Það hefúr komið fram hjá
Norðmönnum að ekki sé samn-
ingsvilji af okkar hálfu en hann
er fyrir hendi. Við erum meö
þessu að sýna samningsvilja og
við viljum ná samningum,“ segir
Halldór Ásgrímsson utanrikis-
ráðherra vegna tilmæla til út-
gerðarmanna og sjómanna um að
þeir veiði ekki i Síldarsmugunni.
Halldór segir engar samninga-
viðræður fyrirhugaöar við Norð-
menn og Rússa en það sé sam-
band á milli þjóðanna um málið.
-rt
Farþegar á Keflavíkurflugvelli koma að lokuðum dyrum á flugstöðinni í verstu veðrunum. DV-mynd ÆMK
Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli:
Koma að lokuðum dyrum
Ægir Már Káiason, DV, Suðumesjum:
„Það kemur fyrir nokkrum sinnum
á vetri að grípa þarf til þess ráðs að
loka útidyrunum í brottfararsal og
taka farþegana inn komufarþega-
megin. Þetta er gert í aftakaveðrum
í útsynningi. Þetta eru viss óþægindi
fyrir farþegana en þetta er sem betur
fer mjög sjaldan," segir Pétur Guð-
mundsson, ílugvallarstjóri Keflavík-
urflugvallar.
Farþegar, sem hafa átt leið til út-
landa í vetur, hafa stundum komið
að lokuðum útidyrum á flugstöðinni
þegar vindur hefur staðið beint á
þær.
Til að komast inn í flugstöðina
þurfa farþegar að ganga í kringum
stöðina með þungan farangur sinn í
aftakaveðri. Margir hafa lent í mikl-
um erfiðleikum þegar þeir hafa þurft
að berjast gegn óveðrinu.
Þeir sem DV talaði við sögðu að
nú væri kominn tími til að setja upp
nýjar hurðir en þessar sem fyrir eru
ættu heima þar sem sól og blíða
væri allan ársins hring.
Að sögn Péturs er verið að skoða
þessi mál. Hann segir að reynt verði
að leysa þetta í eitt skipti fyrir öll
fyrir næsta vor.
Dagsprent:
Greiðir400 þúsund
í skaðabætur
Þórhailur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki:
Héraðsdómur Norðurlands eystra
hefur dæmt Dagsprent til að greiða
Sigríði Þorgrímsdóttur, fyrrverandi
blaðamanni Dags á Sauðárkróki, 400
þúsund krónur í skaðabætur. Sigríð-
ur höfðaði mál á þeim forsendum að
hún taldi uppsögn sína úr starfi síð-
sumars árið 1993 tengjast fæðingar-
orlofi en uppsagnarfrestur hennar
rann út um svipað leyti og orlof
hennar hófst. Dagsmenn færðu hins
vegar þau rök fyrir uppsögninni að
ritstjórn Dags á Sauöárkróki hefði
verið lokað vegna bágrar fjárhags-
stöðu fyrirtækisins. Uppsögnin væri
liður í samdráttaraögerðum.
Tímamótadómur
Um tímamótadóm er að ræða þar
sem aldrei áður hefur verið tekist á
um þennan rétt kvenna fyrir dómi,
en samkvæmt lögum er bannað að
segja konum upp vinnu í fæðingaror-
lofi nema gildar ástæður hggi að
baki. Sigríöur Þorgrímsdóttir segist
vera mjög ánægð með þessa niður-
stöðu. Hún hafi ekki hugsað þetta
mál eingöngu út frá eigin hagsmun-
um heldur meira sem réttindamál
og vonandi verði þessi niðurstaða
hvatning fyrir aðrar konur.
Hörður Blöndal, framkvæmda-
stjóri Dagsprents, segir í Degi sl.
fimmtudag að ekki hafi verið tekin
um það ákvörðun hvort málinu verði
áfrýjað. Um niðurstöðuna segir hann
að í áliti dómsins komi fram villandi
ummæh þar sem skilja megi að 1993
hafi rekstrarvandi fyrirtækisins ver-
iö vegna sölutaps eigna. Hið rétta sé
að tap af reglulegri starfsemi hafi það
ár verið 23,2 mhljónir króna og aldr-
ei meira í sögu félagsins.
Dagsprenti var einnig gert að
greiða málskostnað, rúmlega 150
þúsund krónur.
Hótel ísland kynnir skemmtidagskrána
Matseðill
Súpa: Koníakstónuð humarsúpa
meó rjómatoppi
Adalréttur: Lambapiparsteik meö
gljáðu grœnmeti, kryddsteiklum
jarðeplum og rjómapiparsósu
Eftirréttur: Grand Marnier istoppur
með hnetum og súkkuðlaði,
karamellusósu og ávöxtum
Verð kr. 4.600 - Sýningarv. kr. 2.000
Dansleikur kr. 800
Sértilboö á hótelgistingu
sími 688999
Bordapantanir
i sima 687111
BJORGVIN HALLDORSSON - 25 ARA AFMÆLISTÓNLEIKAR
BJÖRGVIN HAI.I.DÓRSSON lítur yfir dagstcrkid sem dægurlagasöngxari á
hijómplötum í aldarfjóröung, og vlð heyrum nær 60 lög frá
glæstum ferli - frá 1969 til okkar daga
v.t©1 **. Siðustu sýninqar:
20-maí
»lrn 4L3I 27. mai
Gestasöngvari:
SIGRÍOUR BEINTEINSDÓ’
Leikm.vnd og leikstjórn:
BJÖRN G. BJÖR.NSSON
Hljómsveitarsljórn:
GUN.N'AR ÞÓRÐARSON
ásanit 10 manna hljómsveit
Kvnnlr: ,
JÓ.N AXEL ÓLAFSSON *
Danshöfundur:
HELENA JÓNSDÓTTIR
Dansarar úr BATTII tlokknum
HÚS & GARÐAR
fSÆÆjrffssssjrjr/ffrsfffSffffSfjrffi.
Aukablað
HÚS OG GARÐAR
Miðvikudaginn 31. maí mun aukablað um hús og
garða fylgja DV.
Meðal efnis:
• Sumarblómin (gróðursetning og umhirða)
• Margt um rósir
• Verkfæri í garðinn
• Eitrun gegn maðki og illgresi
• Bekkir og borð í garðinn eða sumarhúsið
• Og margt fleira
Þeir auglýsendur sem hafa hug á að auglýsa í þessu
aukablaði vinsamlega hafi samband við Fríðu Sjöfn
Lúðvíksdóttur, auglýsingadeild DV,
hið fyrsta í síma 563-2721.
Vinsamlega athugið að síðasti skiladagur auglýsinga
er föstudagurinn 26. maí.
ATH.i Bréfasími okkar er 563-2727
ATH.I
Vissir þú að um 70% þjóðarinnar eru með sérgarð við heimili sitt
og 74% þeirra sem hafa sérgarð við heimili sitt lesa DV í viku hverri.
(Skv. könnun Félagsvísindastofnunar Háskólans 1994.)