Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1995, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1995, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 1995 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SlMI: (91) 563 2700 FAX: Auglýsingar: (91) 563 2727 - Aðrar deildir: (91) 563 2999 GRÆN númer: Auglýsingar: 99-6272. Áskrift: 99-6270 Stafræn útgáfa: Heimasiða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritstj* ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl* ismennt.is. - Dreifing: dvdreif* ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: (96)25013, blaðam.: (96)26613, fax: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Stjörnuhröp ístjórnmálum Viðurkenndum stjómmálaforingjum á íslandi hefur fækkað úr þremur í tvo við kosningar og stjórnarskipti á þessu vori. Formenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks tróna nú einir á tindi skoðanakönnunar DV um vinsæld- ir og óvinsældir íslenzkra stj órnmálamanna. Vinsældir Davíðs Oddssonar og HaUdórs Ásgrímsson- ar hafa aukizt og óvinsældir þeirra minnkað svo, að þær em vart mælanlegar. Einkum á það við um Halldór, sem á sér fáa óvildarmenn í hverri könnuninni á fætur ann- arri. Hann hefur 23% vinsældir og 0,5% óvinsældir. Stjörnuhrap skoðanakönnunarinnar er hjá formanni Þjóðvaka, Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún var áður annar vinsælasti stjórnmálamaðurinn, næst á eftir Davíð Odds- syni. Staða hennar hefur gerbreytzt til hins verra. Nú er hún orðin meðal óvinsælustu stjómmálamannanna. í janúar í vetur hafði Jóhanna 16,2% í plús og 4,0% í mínus. Nú er plúsinn kominn niður í 2,3% og mínusinn upp í 7,5%. Aðeins Jón Baldvin Hannibalsson og Ólafur Ragnar Grímsson eru óvinsælli en hún. Þetta er mesta stjömuhrapið frá upphafi kannana af þessu tagi. Breytingar á vinsældum Davíðs, Halldórs og Jóhönnu benda til, að fólk styðji sigurvegara, en ekki þá, sem bíða ósigur. Jóhanna var allt síðasta kjörtímabil vinsæl, fyrst fyrir andóf í þáverandi ríkisstjóm og síðan sem formaður nýs stjómmálaflokks með mikið fylgi á tímabili. Þegar Þjóðvaki náði ekki árangri í kosningunum, hrundu vinsældir Jóhönnu. Henni dugði ekki að hafa stundað vinsælt andóf í ríkisstjóm og hafa stofnað eigin flokk, sem um tíma náði yfir 20% fylgi í skoðanakönnun- um. Að leikslokum var hún afskrifuð sem pólitískt afl. Hefð virðist vera fyrir því, að vinsældir aukist og óvin- sældir minnki hjá stjómmálamönnum, sem annaðhvort vinna kosningasigur eða komast í ríkisstjóm og helzt hvort tveggja, og að þessu sé öfugt farið með hina, sem tapa í kosningum eða komast ekki í ríkisstjóm. Fall Jóhönnu er hins vegar mun meira en venjulegt má teljast. Sennilega endurspeglar það væntingar, sem hafa brugðizt. Skiptir þá engu, hvað telja má sann- gjamt. Ósigur í einum kosningum virðist nægja til að tvístra stuðningsmönnum og hrekja þá á flótta. Borgarstjórinn í Reykjavík hefur sigið úr fjórða sæti vinsældalistans 1 það sjötta. Sennilega endurspeglar það lélegt gengi Kvennalistans í Reykjavík, sem var áður helzta vígi hans. Em þó vinsældir Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur yfirgnæfandi meiri en óvinsældirnar. Kvennalistinn skaðaðist við að fórna Ingibjörgu í þágu Reykjavíkurhstans í borgarstjóm. Við það varð Kvenna- hstinn í Reykjavík að höfuðlausum her. Á toppnum er þar afar htlaus þingmaður, sem af augljósu dómgreindar- leysi kenndi borgarstjóra að nokkru um sínar ófarir. Alþýðubandalagið losnar við Ólaf Ragnar Grímsson sem formann í haust og getur þá byijað að taka þátt í samstaríi flokka. Enn er tómt mál að tala um samstarf milli flokka með Alþýðubandalagið innanborðs, af því að fáir þora að reyna að vinna með formanni þess. Óvinsældir Ólafs Ragnars em miklar og vaxandi, bæði meðal hugsanlegra smstarfsaðila í öðmm flokkum og meðal almennings, svo sem skoðanakönnunin sýnir. Sérkennilegt er, að helzti baráttumaður vinstra sam- starfs skuh um leið vera helzti þröskuldur þess. Undantekning á reglunni um auknar vinsældir sigur- vegara er svo Finnur Ingólfsson ráðherra, sem á fáum vikum hefur lyfzt úr engu í fjórða sæti óvinsælda. Jónas Kristjánsson „Mér var engin launung á að vagnstjórar SVR höfðu ekki fengið störf sín réttlátlega metin til launa miðað við álag og ábyrgð...“ segir Markús Örn m.a. í grein sinni. Misstu af strætó Fyrirliði vagnstjóra hjá SVR skýrði frá því nýlega að þeir teldu sig eiga skilið að fá launahækkanir hjá núverandi stjórnendum Reykjavíkurborgar fyrir hjálpina sem þeir veittu R-hstanum við aö vinna borgina í kosningunum í fyrra. Ég læt aðra um að dæma þennan málflutning og þessar nýju og athyglisverðu upplýsingar um að deilurnar, sem stóðu um SVR á árunum 1993 og 1994, hafi verið magnaðar upp í þeim pólitíska til- gangi að koma R-listanum til valda. Sjaldan í seinni tíð hefur forsvars- maður launþegahóps viðurkennt jafn grímulausa, pólitíska misbeit- ingu baráttutækja launþega. Nú hvarflar ekki að mér að vagn- stjórar SVR hafi almennt ætlaö að gerast málaliðar R-hstans og þiggia fyrir það launahækkanir eftir kosningar. En þessar nýju fréttir sýna umbúðalaust hvað fyrirlið- amir höfðust að og það sem fyrir þeim vakti. Þegar kjaramál vagnstjóra ber enn á ný á góma, og nú í kjölfar þess að kröfur þeirra fá engan hljómgrunn hjá borgaryfirvöldum, get ég ekki látið hjá höa að benda á að stórir starfshópar hafa verið ákaflega óánægðir með stöðu sína innan Starfsmannafélags Reykja- víkurborgar. Átti þetta sérstaklega við um fóstrur, slökkvihðsmenn og vagnstjóra SVR. Tveir fyrrnefndu hópamir eru komnir út úr Starfs- mannafélaginu og semja fyrir sig á öðrum vettvangi. Slökkviliðsmenn töldu hag sín- um betur borgið utan starfsmanna- félagsins og gengu í Landssamband slökkvihðsmanna. Hið nýja lands- samband þurfti að hafa töluvert fyrir því að fá samningsrétt sinn viðurkenndan og lengi stóð í nokkru þrefi um túlkun laga- ákvæða. En borgaryfirvöld lýstu stuöningi sínum við málaleitan slökkvihðsmanna og vildu semja við þá sér. Kjállarinn Markús Örn Antonsson fyrrv. borgarstjóri álag og ábyrgð sem þeim fylgir. Átök hafa litlu skilað En starfsmenn SVR ræddu aldrei þennan möguleika. Þeim var það heilagt mál að vera áfram í Starfs- mannafélaginu og BSRB eins og alhr muna. Sérfræðingar borgar- innar gáfu það áht að við stofnun hlutafélagsins yrðu starfsmenn SVR að fara úr Starfsmannafélag- inu. Þetta reyndist ekki rétt eins og síðar kom á daginn, þegar þáver- andi borgarritari fann leið til að höggva á hnútinn og SVR-fólki var gert kleift að halda félagsaðild sinni að Starfsmannafélaginu. í milhtíðinni haíði stéttarfélags- aðhd þeirra orðið thefni harkalegra átaka milh BSRB og ASÍ. Félagsgjöld viðkomandi starfs- manna upp á rúma eina mhljón „Félagsgjöld viðkomandi starfsmanna upp á rúma eina milljón króna vöru vænt búsílag sem bitist var um. Það upphlaup virðist litlu hafa skilað hin- um almennu félagsmönnum.“ Hlutafélagavæðing á dagskrá Á árinu 1993 var unnið að því að breyta Strætisvögnum Reykjavík- ur í hlutafélag, alfarið í eigu borg- arinnar. Slík hlutafélagavæðing í opinberum rekstri er nú komin á verkefnalista núverandi borgar- stjóra. Á fundi mínum með vagn- stjórum í byrjun júní 1993 var stétt- arfélagsaðild þeirra th umræðu. Ég hvatti til þess að starfsmenn SVR stofnuðu eigið starfsmannafé- lag, sem semdi um kjör félags- manna sinna við hlutafélagið og þar með borgina, því að hún yrði eini eigandi þess. Mér var engin launung á að vagnstjórar SVR höfðu ekki fengið störf sín rétt- látlega metin th launa miðað við króna voru vænt búsílag sem bitist var um. Það upphlaup virðist htlu hafa skhað hinum almennu félags- mönnum. Um endalok hlutafélagsins SVR þarf ekki að fjölyrða. Verkfallshót- unum var beitt og nú er viðurkennt að það hafi verið gert í hreinum póhtískum tilgangi. En þegar kjaraumræðu vagn- stjóra SVR ber enn á ný á góma í ljósi vonbrigða þeirra með eftir- tekjuna hjá núverandi meirihluta borgarstjómar, getur maður ekki legið á þeirri skoðun sinni að vagn- stjórar hafi misst af strætisvagnin- um þegar þeir sinntu ekki thboði um sjálfstæðart samningsrétt við SVR hf. eftir fundinn 8. júní 1993. Markús Örn Antonsson Skoðanir annarra Órói vegna verðhækkana „Kjarasamningarnir, sem gerðir vom í vetur, voru afrek út af fyrir sig, en tæpast fer á milli mála, að launþegum finnst þeir hafa fengið lítið í sinn hlut. Á sama tíma og fréttir berast um aukinn hagnað stóru fyrirtækjanna í landinu er hætt við að vaxandi óánægju gæti meðal launþega yfir því, að þeir fái ekki nægilega hlutdeild í batnandi þjóðarhag. Finni fólk umtalsverða hækkun á matvælaveröi má búast við að sá órói aukist." Úr forystugrein Mbl. 14. mai. Verstu ótíðindin „Nú velta menn því fyrir sér hvort eitthvað sé að gerast í ríki náttúrannar sem valdi því að við gætum lent varanlega öfugu megin við strikiö.... Norskur vísindamaður benti á það í vetur að þessi breyting gæti hugsanlega orðið til þess að Golfstraumurinn breytti um farveg og nái þá ekki, eða í mun minna mæh th íslands. Sé sú hætta fyrir hendi, og jafnvel að það geti gerst talsvert skyndhega, þá em önnur ótíðindi svo sem af ónógri arðsemi fyrirtækja eða minnkun þorskstofnsins, afar léttvæg. Hér er um það að ræða hvort ísland verður bygghegt land í þeim mæli sem verið hefur, eða hvort hér verða fá- einar verstöðvar í nánd við skriðjökla sem ganga í sjó fram eins og á Grænlandi." Gísli Sigurðsson i Lesbókarrabbi Mbl. 13. mai. Sjónvarpið og börnin „Börn em oft furðu fljót að tileinka sér tækni sem margir fuhorðnir hafa ekki á valdi sínu.... Veröld rafeindanna er þeirra heimur og sú veröld, sem umlykur okkur og við köhum náttúrlega, er þeim framandi. Af sjálfu leiðir að gjá myndast milli barn- anna, sem þroskast við rafeindaskjái, og foreldra og annarra náinna. Sjónvarp er notað th að losa.fólk við að sinna bömum.“ Úr forystugrein Tímans 13. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.