Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1995, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1995, Qupperneq 24
32 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 1995 Sviðsljós Chelsi Smith, 21 árs fegurðardís frá Bandarikjunum, var kjörin ungfrú alheimur 1995 við hátiðlega athöfn í Namibíu um helgina. Með henni á myndinni eru ungfrú Indland, t.v., sem varð í öðru sæti, og ungfrú Kanada sem varð i því þriðja. Fulltrúi íslands, Margrét Skúladóttir Sigurz, komst ekki í úrslita- keppnina. Simamynd Reuter Fínt fólk og lágaðall Evrópu í veislu í Portúgal: Brúðkaup aldarinnar Brúðkaup aldarinnar í Portúgal var haldiö á laugardag þegar hinn 49 ára fyrrum orrustuflugmaður, Duarte af Braganza, sem gerir tilkall til portúgölsku krúnunnar, gekk að eiga 29 ára aðalsmey, Isabel de Here- dia. Þúsundir manna komu til að fylgj- ast meö herlegheitunum. Óbreyttir borgarar stilltu sér upp á götum Lissabon en fínt fólk af borgaraleg- um uppruna og lægra sett kóngafólk úr Evrópu sótti veisluna og gæddi sér á krásunum sem voru á borð bomar. Brúðurin ljómaði af ánægju þegar Talaðu við okkur um BÍLARÉTTINGAR ' ASPRAUTUN Varmi Auðbrekku 14, sími 64 21 41 VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN VINNINGAR FJÖLDI UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA VINNINGSHAFA 1.5 8.217.780 2.1 157.930 3.. 200 5.440 4.: 5.177 490 Heildarvinningsupphæð: 12.474.230 JAr BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Duarte af Braganza, sem gerir tilkall til portúgölsku krúnunnar, býr sig undir að kyssa brúði sina, Isabel de Heredia. Hún er aðalsmær en hann fyrrum orrustufiugmaður. Símamynd Reuter Spike Lee leikstýr- ir Madonnu og Naomi Campbell Kvikmyndaleikstjórinn Spike Lee virtist ekki í vafa þegar hann valdi leikara í nýjustu mynd sína sem nefnist „Girl Sex“. Hann haföi strax samband við söngkonuna Madonnu og tók hún starfinu án þess að hugsa sig tvisvar um. Þá leitaði hann einnig á náðir fyrir- sætunnar Naomi Campbell og tók hún einnig vel í erindi Lees. Mynd- in fjallar um fyrirtæki sem rekur kynlífssímaþjónustu. Á Madonna að leika stjórnanda fyrirtækisins en ekkert hefur verið geflð upp um hlutverk Naomi. Forvitnir fá fyrst svalað forvitni sinni næsta vetur en þá er áætlað að frumsýna mynd- ina. hún sá allan manníjöldann sem fagn- aði þeim skötuhjúunum, sumir hveijir í þjóðbúningum, veifandi fán- um með skjaldarmerki konungsíjöl- skyldunnar. „Ég bjóst svo sannarlega ekki við þessu,“ sagði hún. Þótt Duarte af Braganza geri tilkall til hásætis i Portúgal er orðið ansi langt síðan íbúar landsins losuðu sig við kóngsa og sendu í útlegð til Eng- iands. Það gerðist árið 1910. Kóngur þá var Manuel II., fjarskyldur ætt- ingi brúðgumans. Enn lengra er síðan brúðkaup rík- isarfa var haldið á portúgölsku landi, en þaö var áriö 1886, þegar Carlos, faöir Manuels, gekk í hjónaband með Amelíu af Orléans. Skoðanakönnun, sem gerö var skömmu fyrir brúðkaupið, leiddi í ljós að aðeins 14,3 prósent Portúgala vilja endurreisa konungdæmið. En brúðhjónin ungu láta það ekki trufla sig í brúðkaupsferðinni til fyrrum nýlenduríkisins Mósambik þar sem þau ætla að dvelja í hálfan mánuð. Naomi Campbell. í stað Keatons Woody Harrelson hefur fallist á að taka við hlutverki í gaman- myndinni Kingpin sem Michael Keaton átti upphaflega að leika en hætti við. Mynd þessi íjallar um keiluspilsmeistara og ævin- týri hans og er fyrsta gaman- mynd Woodys frá því hann lék í körfuboltamynd um hvíta menn sem kunna ekki að hoppa. Pitney ferðast Popparinn gamalkunni Gene Pitney hefur nýlokið við að taka upp sólóplötu, eins og þaö hét í þá dúga, hina fyrstu í tuttugu ár. Hann er væntanlegur til Bret- lánds innan skamms til að syngja fyrir þarlenda, nokkuð sem hann hefur ekki gert í tvö ár. Poppsöngkonan Courtney Love, ekkja Kurts Cobains, er með fullt af alls kyns trúartengd- um hlutum í stofunni hjá sér. „Mér finnst gaman að hafa engl- ana allt í kringum mig af því aö ég tel þá vernda mig og dóttur mína. Eg meina, pabbi hennar er engill," segir Courtney. Framleiðsla nýjustu stórmynd- arinnar með Kevin Costner, Wat- erworld, hefur gengið heldur brösulega. Kostnaður hefur farið langt fram úr áætlun og leikstjór- inn hætti í fússi. Nú er hins vegar búið að sýna myndina, ekki full- klippta, áhorfendum í Sacra- mento og segir sagan að þeim hafi vel líkað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.