Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1995, Qupperneq 32
FRÉTTASKOTIÐ
562*2525
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í sima
562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaó í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið i hverri viku greið-
ast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
RITSTiÓRN - AUGLYSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563 2700
BLAÐAAFGREIÐSLA 0G
ÁSKRIFT ER OPUt:
Laugardaga: 6-14
Sunnudaga: lokað
Mánudaga: 6-20
Þriðjudaga - föstudaga: 9-20
BEINN SÍMI BLAÐA-
AFGREIÐSLU: 563 2777
KL 6*8 LAUGARDAGS- OG MANUDAGSMORGNA
Frjálst,óháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 1995,
Pétur Gunnlaugsson:
Ég varaði
við þessum
voða-
atburðum
- svaraö „meö skætingi“
„Ég var búinn aö vara við þessum
atburðum. Ég sendi bréf stílað á
bæjarstjórn Hafnarfjarðar fyrir
hönd Éjölskylduverndar þann 28.
mars. Margir einstaklingar og fjöl-
skyldur hafa komið fram með lýsing-
ar á skelfilegum vinnubrögðum
starfsmanna félagsmálayfirvalda
Hafnarfjarðar, þar á meðal í máli
Sigurgeirs. 2. maí síðastliðinn kom
bréf frá bæjarlögmanni þar sem
þessu var svarað með skætingi,"
sagði Pétur Gunnlaugsson, formaður
Fjölskylduverndar, við DV í morgun.
Lýsti yfir áhyggjum
Pétur telur að koma hefði mátt í
veg fyrir deilur og jafnvel þann voða-
atburð sem átti sér stað í Hafnarfirði
á föstudag þegar ekið var á Sigurgeir
Sigurðsson með þeim aíleiðingum að
hann lést. Pétur hafði fylgst náiö með
málinu hjá félagsmálayfirvöldum.
í bréfinu lýsti ég yfir áhyggjum
samtakanna vegna meðferðar mála
í Hafnarfirði. Ég benti sérstaklega á
mál Sigurgeirs Sigurðssonar og sendi
mikið af gögnum með máhnu til stað-
festingar. Þetta tók ég sem dæmi um
mál þar sem aðilar og starfsmenn
bæjarfélagsins vilja ekki viöurkenna
mistök. Ég lagði áherslu á vanhugs-
aðar aðgerðir sem höfðu lagt íjöl-
skyldulíf Sigurgeirs í rúst. Síðan var
bent á rökstudda kæru Sigurgeirs
sem hann hafði lagt fram. Einnig var
skorað á bæjarstjórnina að láta fara
fram rannsókn á starfsháttum
starfsmanna félagsmálakerfisins í
Hafnarfirði," sagði Pétur.
Ekki svaraverðar dylgjur
„Þessu bréfi Fjölskylduverndar
var svarað með skætingi 2. maí síð-
astliðinn. Þar svaraði bæjarlögmað-
ur erindinu á þá leið að þetta væru
bara dylgjur og ásakanir og ekki
svaraverðar," sagði Pétur.
Pétur sagði að í bréfinu hefði hann
í raun verið að fara fram á að „sæmi-
lega skynsamlega yrði tekið á mál-
um.“ „Við erum ekki að tala um að
yfirvöld geti ekki gert sín mistök.
Þetta eru erfið mál. En þetta fólk
vill greinilega ekki viðurkenna neitt
slíkt. Hér er um að ræða viðkvæm
og tilfinningarík mál sem leiðast út
í farveg sem verður illmögulegt að
leysa eftir langan tíma, eins og raun
bar vitni í þessu máli,“ sagði Pétur
Gunnlaugsson. -Ótt
LOKI
Eigum við ekki að vona að
Rússarnirkomi-og fari!
Rússneskur vaktmaður á landbúnaðarsýningu í Litháen:
Reif mig út og
lamdi með byssu
- kunningi minn róaði hann niður, segir Armann Rúnar Ármannsson
„Ég var á vakt yfir hrossum á
landbúnaðarsýningu. Rússi sem
vaktaði svæði fyrir Þjóðvexja kom
yfir á okkar svæði, reif upp dyr á
bílnum sem við vorum í og reif mig
út. Ég tók á móti honum svo að
hann lamdi mig niður meö byss-
unni og svo var byssunni bara mið-
að á mann. Ég var svo vondur að
ég ætlaði að rjúka á hann og það
var ekki fyrr en daginn eftir að ég
áttaði mig á því að hann hefði ver-
ið með byssu. Maður veit ekki hvað
heföi getað gerst. Þetta var mjög
sérstök liísreynsla," segir Ármann
Rúnar Ármannsson, tamninga-
maður á íslenska hestabúgarðin-
um í Litháen.
Meðan Ármann Rúnar var í Lit-
háen var forsvarsmönnum
hestabúgarðsins boðið að senda
hest á landbúnaöarsýningu nærri
Vilnius og ákváðu þeir að láta slag
standa. Ármann Rúnar var sendur
á sýninguna ásamt Litháa sem tal-
ar ensku og rússnesku og var það
lán í óláni þvi að rússneski byssu-
maöurinn skildi enga ensku.
Taldi bílinn stolinn
„Ég veit ekki af hverju hann réðst
á okkur því að svæöið sem hann
var aö vakta var svolítið langt í
burtu og hann var kominn út af
þvi. Þetta var um miðnætti og eng-
inn í nágrenninu. Rússinn virtist
halda að við heföum stolið bfinum
sem við sátum í. Hann skildi ekk-
ert hvað ég sagði og ég ætlaði bara
að stökkva á hann þegar hann reif
mig út en kunningi minn bjargaði
málunum og róaði hann niður svo
hann fór,“ segir Ármann Rúnar.
Ármann Rúnar hefur starfað við
tamningar á hestum á íslenska
hestabúgarðinum 1 Litháen í þrjá
mánuöi og er nýkomiim hingað til
lands í mánaðarfrí. Óákveðið er
ennþá hvort hann fer aftur í tamn-
ingar til Litháens.
-GHS
Þorskkvótinn:
5 þúsund tonna
viðbóttil báta
- segir Þorsteinn Pálsson
„Við erum að reyna aö finna svig-
rúm til að hægt sé að bæta stöðu
þeirra sem verst hafa farið út úr
kvótaskerðingunni. Þar erum við
fyrst og fremst að huga að því að
stækka Jöfnunarsjóðinn. Hann er
með 12 þúsund tonn og við erum í
dag að tala um sérstaka viðbót sem
yrði úthlutað þannig að hlutfallslega
kæmi það minnstu bátunum best,“
segir Þorsteinn Pálsson sjávarút-
vegsráðherra vegna boðaðra aðgerða
ríkisstjórnar til aðstoðar bátaflotan-
um. Hann segir að um sé að ræða í
kringum 5 þúsund tonna viðbót sem
úthlutað yrði eftir ákveðnum regl-
um.
„Við erum að tala um tímabundna
viðbót við þennan sjóð meðan þorsk-
stofninn er í lágmarki. Þessi úthlut-
un verður væntanlega með ein-
hveiju þaki,“ segir Þorsteinn
Þorsteinn segir engan ágreining
milli sín og Halldórs Ásgrímssonar.
„Þaö er greinilegt á frétt Morgun-
blaðsins um þessi mál að verið er að
reyna að búa til einhvem ágreining
semekkiertilstaðar." -rt
Sænsku landsliðsmennirnir i handknattleik eru orðnir forfallnir sjóstanga-
veiðimenn eftir dvöl sína á Akureyri. í gær héldu þeir veiðikeppni innan
liðsins og hér sést hinn heimskunni leikmaður Magnus Wislander hampa
„þeim gula“ þegar komið var að bryggju eftir veiðiferð um Eyjafjörð. í
kvöld er það svo alvaran hjá Svíum, en þá mæta þeir Alsíringum í 16-liða
úrslitum HM-mótsins. DV-mynd gk
w Sjálfstæöisflokkurinn:
Atök um for-
mennsku í nokkr-
um þingnef ndum
- Geir H. Haarde líklega formaður utanríkismálanefndar
Mikil átök hafa átt sér stað undan-
farna daga innan þingflokks Sjálf-
stæðisflokksins um formennsku í
nokkrum nefndum þingsins og sæti
í hinni valdamiklu fjárlaganefnd.
Málin munu að mestu leyti leyst en
þó sögðu sumir viðmælendur DV í
morgun að til atkvæðagreiðslu gæti
komið um einhver embættin á þing-
flokksfundi í dag.
Lára Margrét Ragnarsdóttir átti
sæti í utanríkismálanefnd á síðasta
kjörtímabili. Hún hefur sótt það mjög
fast að verða formaður nefndarinnar
nú enda unnið mikið í erlendum
samskiptum eftir að hún varð þing-
maður. Sólveig Pétursdóttir og Tóm-
as Ingi Olrich hafa einnig sýnt áhuga
á formennsku í nefndinni. Æðstu
valdamenn flokksins hafa hins vegar
lagt að Geir H. Haarde að taka for-
mennskuna að sér. í morgun var tal-
ið vist að hann myndi gera það.
Heilmildir DV segja að Einar K.
Guðfinnsson fari úr fjárlaganefnd og
taki við formennsku í samgöngu-
nefnd og einnig að hann taki sæti í
stjórn Byggðastofnunar. Sjálfstæðis-
menn áttu fjóra menn í fjárlaganefnd
í fyrra en fá nú fimm. Fullyrt er að
Hjálmar Jónsson og Arnbjörg
Sveinsdóttir komi nú inn í fjárlaga-
nefnd.
Egill Jónsson var formaður land-
búnaðarnefndar á síðasta kjörtíma-
bili. Hann lætur af því starfi en mun
fá formennsku í stjóm Byggðastofn-
unar og einnig mun hann sitja í sam-
göngunefnd.
Enn er óvíst í hvaða nefndum
stjórnarandstaðan fær formennsku.
Þess vegna hefur ekki verið gengið
frá því hver verður formaður sjávar-
útvegsnefndar. Hins vegar er fullyrt
að ef Sjálfstæðisflokkurinn fær for-
mennsku í nefndinni verði Einar
Oddur Kristjánsson formaður henn-
ar.
Veörið á morgun:
Á morgun verður norðan- og
norðvestanátt, víðast fremur
hæg. Sums staðar slydduél á
Vestfjöröum og við norður- og
norðausturströndina en annars
staðar þurrt, léttskýjaö verður
sunnan- og suðvestanlands. Veð-
ur fer lítiö eitt hlýnandi en þó
má búast við næturfrosti, einkum
inn til landsins.
Veðrið 1 dag er á bls. 36
RAFMÓTORAR
1*oulsen
SuAurtandsbraut 10. 8. 686480.
LfDf
timfelldUCTp
alltaf á
Miövikudö^um
■■■HnaaHBa