Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1995, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995 Utlönd Nýjasta tækni árangurslaus 1 baráttunni gegn dauðarefsingu: Dauðafanginn baðst vægðar á Internetinu Gervies Davis, 37 ára gamall fangi í dauðadeild ríkisfangelsisins í Uli- nois, sem reyndi að bjarga lífi sínu með því að senda beiðni upp á Inter- netið, var tekinn af lífi með eitursp- rautu snemma í morgun. Stuönings- menn hans sögðu hann vera fórnar- lamb kynþáttamisréttis og lögreglu- harðræðis. Davis var tekinn af lífi í Stateville fangelsinu sunnan við Chicago að- eins nokkrum klukkustundum eftir að Jim Edgar, fylkisstjóri Illinois, neitaði að stöðva aftökuna og sagði að Davis hefði framið viðbjóðslegan og grimmilegan glæp. Þetta var fimmta aftakan í Illinois frá því dauðarefsing vr endurvakin í Bandaríkjunum. Davis neitaði að snæða síðustu máltíðina. Óvenjumikill styr stóð um mál Davis vegna handskrifaðrar játning- ar sem gerð var á þeim tíma þegar hann sagðist hvorki hafa kunnað að lesa né skrifa. Þá olli það líka deilum að í kviðdóminum sem dæmdi Davis fyrir fimmtán árum voru aðeins hvítir menn og konur en Davis er blökkumaður. Hópurinn sem barðist fyrir lífi Da- vis hélt því fram aö játningin væri folsuö og þvinguð fram af lögregl- unni, nokkuð sem saksóknarar vís- uðu á bug. Hópurinn sagði að málið snerist um „hvítt fómarlamb, svart- an sökudólg og alhvítan kviödóm, hefðbundna uppskrift að aftöku án dóms og laga“. Lögfræðingar Davis settu beiðni hans um vægð upp á Internetið í apríl, ásamt htmynd af honum og raddboðum sem sögðu: „Ég er ekki Gervies Davis var tekinn af lifi í morgun. Simamynd Reuter morðingi og ég get ekki iðrast ein- hvers sem ég hef ekki gert.“ Davis hafði veriö fundinn sekur um fjögur morð en dæmdur til dauða fyrir aðeins eitt, fyrir morðið á 89 ára gömlum manni í hjólastól á heimili hans árið 1978. Davis hleypti ekki af skotinu og enginn var nokkru sinni sóttur til saka fyrir að skjóta. Davis sagði í nýlegu viðtah við New York Times aö kvöldið sem hann undirritaði játninguna hefðu lög- regluþjónar ekið um með hann í margar klukkustundir, stöðvað loks bíhnn, tekið af sér byssubeltin og sagt að hann gæti annaðhvort skrifað undir eða tekið til fótanna. „Ég undirritaði aht sem þeir voru með. Ég óttaðist um líf mitt,“ sagði Davis. Reuter í I * H '/yl Bf * mml iIiSWIk 'i / .-l^n P|WLá, SÍM1! Kona frá Kikwit í Sair horfir á gröf einnar af itölsku nunnunum fimm sem hafa látist af völdum hinnar bráðdrepandi ebola-veiru sem hefur orðiö hátt í eitt hundrað manns að fjörtjóni. Mikill ótti hefur gripið um sig í Saír vegna farsóttarinnar og neita fjölskyldur fórnarlambanna að grafa hina látnu af ótta viö smit. Miklar varúðarráðstafanir hafa verið gerðar viö höfuðborgina til að koma í veg fyrir að smitaðir einstakiingar komist þangað. Simamynd Reuter Della Dana og Norðmanna um Síldarsmuguna magnast: Danir boða að fleiri skip konti til veiða Þýskaland: lögreglan sökuð umofbeldi Mannréttíndasamtökin Am- nesty Intemational saka þýsku lögregluna um að beita hand- tekna einstaklinga ofbeldi, sér- staklega innflytjendur. f ítarlegri skýrslu samtakanna segir frá sjö- tíu tilfellum grófe ofbeldis af hendi þýsku lögreglunnar frá ársbyrjun 1992 tíl mars í ár. Inn- flytjendur eru oftast fómarlömb ofbeldisins og í meira en helmingi tilfella á lögregian í Berhn hlut að máh. Talsmaður Amnesty Int- emational segir að tíöni og eðh ofbeldismálanna sé þannig aö ekki sé hægt aö skoöa þau sem einangruö tilfelh. í stað þess að njóta verndar verði innflytjendur kerflsbundiö fyrir hnefahöggum, spörkum og kylfuhöggum. Það sé ógnvekjandi staðreynd. Beuter Dönsk stjórnvöld segja að fimm dönsk skip séu að veiðum í Síldar- smugunni og vænta þess að mun fleiri skip haldi til veiða á svæðinu. Þetta kemur fram í formlegu svari Dana til norskra stjómvalda vegna ásakana þeirra síðarnefndu um veið- ar Dana í Síldarsmugunni. Danir fuhyrða að veiöarnar séu löglegar. En þeir séu engu að síður reiðubúnir th að ræða stjórnun veiða á svæðinu innan Norður-Atlantshafsfiskveiði- ráðsins (NAFO). Deilur Dana og Norðmanna um veiðar í Síldarsmugunni hafa magn- ast undanfarið. Danskir sjómenn saka Norðmenn um stríðsrekstur gagnvart dönskum sjómönnum og krefjast þess að norskum skipum verði meinað að landa afla sínum í Danmörku eða öðrum ESB-ríkjum. Danskir sjómenn vilja auk þess að framkvæmdastjórn ESB veröi beitt þrýstingi til að stöðva viðskipti við Noreg ef ekki verði lát á framferði Norðmanna. Talsmaður danskra sjó- manna segir að þar sem Norðmenn neiti dönskum skipum um löndun í Noregi veröi ESB að endurskoða við- skipti sín við Norðmenn. Niels Helveg Petersen, utanríkis- ráðherra Dana, segist skilja áhyggjur Norömanna af ofveiði í Síldarsmug- unni og því vilji hann ræöa stjómun veiðanna á vettvangi NAFO. Danir hafa kynnt Færeyingum afstöðu sína og styðja þeir viö bakið á dönskum stjómvöldum í máhnu. RB Stuttar fréttir dv Japanir ætla að leita stuönings í baráttunni gegn viðskiptaþving- unum Bandarikjanna. ReísHotlar Bandarisk stjórnvöld ætla að sefja 100 prósent refsitolla á 13 geröir japanskra bfla vegna lok- aðra markaða í Japan. ViiHeysa vandann Borís Jeltsín Rússlandsfor- setisagðihelstu ráðherrum sín- um í gær að Rússar yrðu að leysaöllágrein- ingsmál við Úkrainu fljótt og vel en Kremlverjar ætla þó ekki að slaka til í skiptingu Svartahafeflotans. Engin (lóðbylgja Öflugur jarðskjálfti varð í Suö- ur-Kyrrahafi en ekkert varð úr flóðbylgju, eins og menn óttuðust. BlóðbaðíSarajevo Fimm létust og tugir særðust í blóðugum árásum á Sarajevo í gær, hinum verstu í langan tíma. SÞ íhuga að endurskipuleggja og fækka : gæsluhðinu í Bosniu þar sem átökin stofni lífi gæslu- hða í hættu. Santer, forseti framkvæmda- stjórnar ESB, vísar á bug gagn- rýni á stofnunina og segir skrif- ræðið þar ekki mikið. Chiracverðorforseti Jacques Chirac tekur við embætti forseta Frakk- lands í dag af Francois Mit- terrand sem er búinn að gegna embættinu í flóitán ár og búist er við að Chirac skipi Alain Juppé sem for- sætisráðherra. Blóðáhanska Blóð á hanska sem fannst heima hjá O.J. Simpson er sama flokks og blóð myrtrar eiginkonu hans og kærasta hennar SaabimtkaSarbða Saab bfiaverksmiðjumar hafa innkallað um 53 þúsund Saab 9000 bíla af árgerð 1992 tii skoðun- ar vegna gruns umbremsugalla. VWfyrirgefahórdóm Skoskur biskup segir genin ábyrg fyrir löngunum manna til að stunda hórdóm. Því eigi kirkj- an aö veita oftar fyrirgefningu. Clintonskuldarfúlgur Chnton Bandaríkjafor- seti skuldar milli eina og tvær milljónir dollara í lög- fræðikostnaö vegna White- water-málsins og málaferla vegna ásakana fyrr- um starfemanns um kynferðis- lega áreitni. Vonfyrirfeita Breskir vísindamenn hafa gert vel heppnaðar tilraunir á svínum og sauðfé þar sem efni sem drep- ur fitufrumur er sprautað í fitu- lagið. Rannsóknir á mönnum hefjast innan fárra ára. Cannesídag Kvikmyndahátíðin í Cannes hefst í dag og er búist við fríöum flokki stórstima og smástima. Reuter, TT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.