Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1995, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1995, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995 31 Fréttir Bankamenn hafa undirritað nýjan kjarasamning: Orlofsréttindum fórnað fyrir aðf angadag jóla - mikil óánægja, segir Axel Pálmason, formaður Starfsmannafélags Seðlabankans „Þaö ríkir mikil óánægja með þennan kjarasamning sem hefur verið undirritaður og kosið verður um í dag og á morgun. Það eru ekki forystumenn Sambands ís- lenskra bankamanna eða forystu- menn aðildarfélaga þess sem eru óánægðir heldur hinn almenni bankamaður, grasrótin ef maður getur orðað það svo,“ sagði Axel Pálmason, formaður Starfsmanna- félags Seðlabankans, í samtali við DV. Launahækkun sú sem gert er ráð fyrir í nýja samningnum er á sömu nótum og samið hefur verið um á almennum markaði í vetur. Það eru hins vegar ýmis réttindamál sem fólki þykir sem verið sé að ganga á, að sögn Axels. „Það hefur verið þannig að samn- ingar bankamanna hafa verið aft- urvirkir og þess vegna voru banka- menn aldrei að troða sér fremstir í samningaviðræðum. Nú hefur þetta breyst. Þá er enn einu sinni látið vera að breyta launakerfi sem verið hefur krafa bankamanna í fjölda ára. En það sem veldur ef til vill mestri óánægju er að verið er að saxa á orlofsrétt okkar. Það er verið að versla með orlofsréttindi. Það gerist þannig að skipt er á or- lofsréttindum og því að ekki verði í framtíðinni unnið á aðfangadag jóla,“ sagði Axel. Hann sagði að það hefði verið við lýði að greitt væri 25 prósenta álag á orlof sem tekið hefur verið utan sumartíma. í samningnum að þessu sinni er gert ráð fyrir að álag- ið verði fellt niður frá 15. desember til 15. janúar og í vikunni fyrir og eftir páska. „Síðan gerist það að orlofsréttur- inn hefur verið tengdur launa- flokkum. Það þýðir að flestir sér- fræðingar koma til starfa með 27 eða 30 daga orlofsréttindi en í lægri launaflokkum eru það 24 dagar eins og á almennum vinnumark- aði. Nú gerist það að þessu er jafn- að niður á við þannig að allir byrja með sama dagafjölda eða 24 daga virka. Það mun taka frá 10 upp í 35 ár að ná 27 daga orlofi eða 15 ár eða fimmtugsaldur að ná 30 orlofs- dögum. Öllu þessu er fórnað fyrir að vinna ekki á aðfangadag jóla,“ sagði Axel Pálmason. Svalbarði c-3(Noregur)/V' Norsk-íslenska síldin Bjarnarey /(iNoregur) Jan Mayen (Noregur) Islensku skipin Síldar- göngur Veiðisvæði síldarinnar Mokveiðist af norsk-íslensku síldinni: Hef aldrei upplifað aðra eins veiði - segir Viðar Karlsson, skipstjóri á Víkingi AK „Það er mokveiði hérna og ég hef aldrei upplifað annað eins síðan ég byijaði sem skipstjóri á síld um 1960. Það er verið að taka hér 600 tonna köst og fylla þessa stóru báta í tveim- ur köstum. Þetta er áður óþekkt fyr- irbæri í okkar hugum,“ sagði Viðar Karlsson, skipstjóri á Víkingi AK, þar sem hann var staddur á síldar- miðunum í færeysku lögsögunni. Þegar DV ræddi við hann síðdegis í gær var hann með 600 tonna kast á síðunni og hafði fengið annað eins kast skömmu áður. Viðar segir að síldin sé farin að halda norður eftir og stefni á Jan Mayen svæöið. „Þetta er blandaðri síld en við höf- um verið að fá áður. Það var miklu stærri síld hérna norðar sem gekk suður í landhelgina hjá þeim. Það er ekki nóg að éta fyrir síldin hér; hún þarf að komast norður á Jan Mayen svæðið til að fá nóg. Þetta er svo stór stofn að hann þarf mikið æti,“ segir Viðar. Hann segir meira af síld vera vest- ar sem mögulegt sé að gangi inn í íslenska lögsögu. „Það er mikið af síld hérna sunnar, vestur undir 5 gráðum vestur. Það er von til að sú síld gangi inn í ís- lenska lögsögu. Það eru að koma inn í þetta geysilega sterkir árgangar," segir Viðar. Hann segir áríðandi að samið verði um þennan stofn og menn gæti hóf- semi. „Það er von mín að menn fari gæti- lega í þetta allt saman og gæti hóf- semi. Við þurfum á því að halda alhr að þaö náist samkomulag um veið- arnar svo við endurtökum ekki sömu vitleysuna og fyrir þijátíu árum,“ segirViðar. -rt Raf maqnsstaurar brotmr Guðfinnur Fmnbogasan, DV, Hólmavilc „Verkefni sumarsins verða sjáan- lega næg, víða þarf að skipta um staura, bæði vegna snjóflóða og ís- ingar. Ekki er víst hve mikið er brot- ið af staurum þar sem snjór heldur enn að þeim,“ segir Eysteinn Gunn- arsson línumaður, starfsmaður Orkubús Vestfjaröa á Hólmavík. Hann segir ástandið einna verst í utanverðum Reykjarfirði, Trékyllis- vík og í Bitrufirði þar sem snjóflóð féllu á línuna. Besta vorhjálpin bregst í sauðburðinum Guðfinnur Finribogasan, DV, Hólmavflc í hönd fara erfiðir dagar víða í sveitum landsins þar sem sauðfjár- búskapur er stundaður. Sauðburður er nú hafinn á sumum bæjum. Víða er mikill snjór á túnum og því sjáan- legt að fé veröur alllengi enn á húsi. Við þetta bætist svo að vegna kenn- araverkfallsins í vetur losna ungl- ingar ekki úr skólum fyrr en um næstu mánaðamót. Bregst því að þessu sinni besta vorhjálp sauðfiár- bænda sem þeir hafa hingað til alltaf getað reitt sig á. Flestir bændur eru birgir af heyj- um og áttu sumir nóg til tveggja vetra sl. haust að mati forðagæslumanna. tvær nýjar bækur komnar! Miðaldamunkurinn ógleymanlegi er þegar kominn í flokk sígildra sögupersóna og höfundínum, Ellis Peters, er skipað ó bekk með snillingum spennusögunnar eins og Agöthu Christie og Arthur Conan Doyle. ITV sjónvarpið breska hefur gert sjónvarpskvikmyndir eftir fjórum bókanna með Sir Derek Jacobi í aðalhlutverki. Vinsœldirnar eru pvílíkar að 6 í viðbót eru í undirbúningi! Sjónvarpskvikmyndimar um bróðir CADFAEL sýndar í Sjónvarpinu. Bróðir Cadfael 3: Líkprói maðurinn Bróðir Cadfael 4: Athvarf öreigans Aðeins 895 krónur bókin - eða sérstakt kynningarboð: Bóðar saman í pakka ó 1.3401 Á næsta sölustað 'pllts Peters Jiróði r I CADI’AF.I, öretgan FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. l

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.