Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1995, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995 9 Utlönd Sænska fyrirtækið Gránges endurlifgar Atlantal-fyrirtækjahópinn 1 sumar: Dusta rykið af áætlun um álver á Keilisnesi Fyrirtækin í Atlantal-hópnum, sænska fyrirtækið Granges, hol- lenska fyrirtækið Hoogovens og bandaríska fyrirtækið Alumax, ætla aö hefja viðræður að nýju síðla sum- ars um byggingu risaálvers á Keilis- nesi. Haustið 1991 tilkynntu fyrir- tækin að byggingu álvers á íslandi yrði skotið á frest um óákveðinn tíma. En nú hyggjast þau dusta rykið af fyrri áætlunum um sameiginiegt álver á Keilisnesi. Áætlaður kostnað- ur viö byggingu álvers hér var um 50 milljarðar króna „Við höfum ekki tekið neina ákvörðun ennþá en um þessar mundir er mikili hagnaður af áifram- leiðslu,“ sagði Lars Westerberg, for- stjóri Gránges, í samtali við sænsku fréttastofuna TT í gær. Tiðindin af endurnýjuðu starfi Atl- antalhópsins komu í kjölfar frétta um fyrirætlanir Gránges lun að end- urnýja og stækka álver sem fyrir- tækið rekur í Sundsvall í Svíþjóð. Eiga þær framkvæmdir að kosta um 7 milljarða króna. Sagði Westerberg að vegna hagstæöra skilyfða í ál- framleiðslu hefði fyrirtækið dustað rykið af tveimur áformum sem legið hefðu í salti í samdrætti þeim sem hófst í álviðskiptum upp úr 1990. Westerberg segir að engar ákvarðan- ir verði teknar fyrr en orkumálin fáist á hreint en orkukostnaður sé þungamiðjaviðreksturálvers. tt kóngi græjur Margrét Þór- hildur Dana- drottning gaf Albex-ti Belgíu- konungi og Pa- ólu drottningu hans stereo- græjur þegar þau komu í þriggja daga heim- sókn til Danmerkur i gær. í fréttaskeytum segir að græjumar hafi verið hinar glæsilegustu. Að auki gaf drottning þeim klassiska danska tónlist á geisla- diski og djass á snældu. Albert konungur gaf gestgjafa sínum öllu hefðbundnari gjöf við komrnia til Danmerkur, eða for- láta gamalt skrifborð. Díana prinsessa var i Glasgow í gær þar sem hún hlustaði undirleit á ræður i hádegisverðarboði sem haldið var til styrktar góðgerðarsamtökunum Turnin^ Point sem styðja við bakið á fólki sem stríðir við geðræn vanda- mál og ofneyslu áfengis og lyfja. Díana er verndari samtakanna. Símamynd Reuter Sprengjutilræöið í Oklahoma: Viðurkennir ábyrgð Timothy McVeigh, sem hefur verið ákærður fyrir sprengjutilræðið í Oklahomaborg, hefur viðurkennt að bera ábyrgð á verknaöinum, að því er bandaríska blaðið New York Times sagði í morgun. Blaðiö sagði í fréttinni að McVeigh hefði sagt tveimur maimeskjum í fangelsinu þar sem hann er í haldi að Alfred P. Murrah stjómsýslu- byggingin hefði orðið fyrir valinu þar sem hún hýsti opinberar skrifstofur og væri veikbyggð, en harm hefði ekki vitað að þar væri rekið dag- heimili. Ekki var greint frá því hveijir það voru sem McVeigh talaði við, en blaðið sagði aö hann hefði rætt um sprengjutilræðið og skipulagningu þess, líf sitt undanfarin ár og ástæður tilræðisins sem varð 167 manns að bana þann 19. apríl. Reuter Símanúmera- breytingarnar taka gildi laugar- daginn 3. Númer breytast sem hér segir: 55 bætist framan við fimm stafa símanúmer á höfuðborgarsvæðinu 5 bætist fráman við sex stafa símanúmer á höfuðborgarsvæðinu 42 bætist framan við öll símanúmer á Suðurnesjum 43 bætist framan við öll símanúmer á Vesturlandi 456 bætist framan við öll símanúmer á Vestfjörðum 45 bætist framan við öll símanúmer á Norðurlandi vestra 46 bætist framan við öll símanúmer á Norðurlandi eystra 47 bætist framan við öll símanúmer á Austurlandi 48 bætist framan við öll símanúmer á Suðurlandi Eftir breytingarnar þarf ekki lengur að velja svæðisnúmer. Farsíma- og boðtækjanúmer. Talan 9 fellur burt þannig að farsímanúmer byrja á 85, GSM númer á 89 og boðtækjanúmer á 84. Dæmi: 985 489 89 verður 854 8989. PÓSTUR OG SfMI mundu! 81 ÚÉ m •>- t i ) stafa símanúmer LVA PARK- FANALSSTRÖNDINNI - COSTA BRAVA Seljum síðustu fbúðirnar fyrir maílok Glæsilegar 82 fermetra íbúðir, búnar öllum helstu þægindum til baðstranda- dvalar. Stór garður með sundlaug. Aðstaða til þrekþjólfunar. Barnaklúbbur starfræktur. Góð baðsfrönd 100 m. fró íbúðunum. Sérstök f jölskyldutilboð í júlí Dæmi: Hjón með 2 börn, eitt undir 12 óra og annað undir 16 óra í 2 vikur kr.55 þós. ó mann en 3 vikur kr.68.500ó mann utan skatta. Beintflug m/Flugleiðum KEF-BCN-KEF Ferðaskrifstofa Kjartans - ístravel hf. Gnoðavogur 44 sími 568-6255 Opiðfrá 7:30-18 mánud. til föstudaga ISTRAVEL ----------1: 1 'v1.. 'w» —-““m**™™***’ Fepðaskpilstofa KJartans

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.