Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1995, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1995, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995 33 dv Menning I berjalandinu eftir Gunnellu. Gömul gildi hjá Gunnellu í List- húsinu Laugardal Þau gildi málverksins sem málarar eins og Edvard Munch og James Ensor héldu eitt sinn á lofti og beindust aö því aö birta innra hugará- stand mannsins, einsemd hans, martraðir og dulda óra, hafa ekki veriö áberandi í listaflórunni upp á síðkastið en þó eru inná milli sýningar sem bera keim af þeim. Jóhanna Kristín Yngvadóttir heitin náði ágæta vel að skapa persónulegan heim er túlkaði slíka einsemd í málverki. Fleiri listamenn hafa fylgt í kjölfarið og nú hefur Guörún Elín Ólafsdóttir, er nefnir sig Gunnellu, sett upp sýningu í Listhúsinu í Laugardal á verkum sem sum hver bera svip af þvi sálræna táknsæi sem Munch og Ensor fönguðu á striga. Gerólík stílbrögð Verk eins og Næturlíf (nr. 12) og Frelsi (nr. 15) eru sérstaklega áber- andi tilvitnanir í fyrrnefnda málara. Bæði myndskipun, myndefni og litir draga dám af þeim hugmyndaheimi sem verk þeirra byggðu á fyrir hundr- að árum. Raunar má finna samsvörun við verk annarra erlendra meist- ara hjá Gunnellu og má í því sambandi nefna paradísarmálarann og toll- Myndlist Ólafur J. Engilbertsson heimtumanninn Henri Rousseau sem á talsvert í bestu verkum sýningar- innar, Horft á nýju fötin keisarans (nr. 20) og í berjalandinu (nr. 21). Eins má finna Matisse-drætti hér og hvar, einkum þó í smærri verkunum. Svo eru þar fyrir utan nánast abstrakt landslagsstemmur sem eru gerólíkar öllum hinum gerólíku stílbrögðunum. Nýju fötin keisarans? Okosturinn við stílbrigðafjöldann á þessari sýningu er fyrst og fremst sá að hér virðist hvorki vera um að ræða meövitaðar tilvitnanir í póstmód- emískum anda né persónulega úrvinnslu nema ef vera skyldi í fyrmefnd- um tveimur verkum. Það er eins og listakonan sé of upptekin við að uppgötvasnilli gömlu meistaranna til að finna eigin stíl. Nýju fótin keisar- ans geta engu síður falist í því að sýna ekkert sjálfstætt en að sýna ein- falda naumhyggju sem listakonan virðist vera að skopast að í verki nr. 20. Hitt er annað mál að vissulega þarf hugrekki til að mála upp á gamla mátann á þessum meinlætatímum. Fyrir næstu sýningu ætti Gunnella samt sem áður að hugleiða í hvaða átt hún kýs að beina list sinni; inná barnslega paradísarvelli Rousseaus, Matisse eða eitthvað annað. Sýning Gunnellu í Listhúsinu í Laugardal stendur til 21. maí. Víólutónleikar í Gerðarsafni Hinn mæti tónlistarmaður og víóluleikari Ingvar Jónasson efndi til tón- leika ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara í Gerðarsafni sl. mánudag. Fyrir nokkm kom Ingvar fram á kammertónleikum þar sem hann kvaddi þá tegund tónlistar sem flytjandi, en með þessum tónleikum kvaddi hann sem einleikari. Verkin vom heldur ekki af lakara taginu, Sónata í f-moll op. 120, nr. 1 fyrir víólu og píanó eftir Brahms, nýtt verk eftir Jón Nordal, Piccola musica nottuma, og Sónata fyrir víólu og píanó op. 147 eftir Sjostakovits. Samleikur þeirra Ingvars og Önnu Guðnýjar var með ágætum. Anna Guðný lék öll verkin með glæsibrag, en það var eins og Ingvar heföi mest að segja/gefa í ágætu verki Jóns Nordals. Það hefst á kraftmiklum hljómum í píanói, sem síðan dvína og stuttur einleikur tekur við á víól- una. Síðan skiptast hljóðfærin tvö á nokkmm strófum, aðallega í djúpu Tónlist Áskell Másson regístri áður en geysifallegum samleikskafla er náö. Undir lok verksins er höföað stuttlega til upphafsins á ný. Víólusónata Sjostakovits er um margt sérstæð tónsmíð. Hún var m.a. síöasta tónverkið sem hann samdi og þótt miðþátturinn sé vissulega nokk- uð dæmigert skersó fyrir höfundinn, þá er t.d. sérkennilegt hvemig fyrsti þáttur Tunglskinssónötu Beethovens eins og svífur yfir vötnum í þriðja þættinum. Átök verksins og dulræna komu vel fram í flutningi þeirra Ingvars og Önnu Guðnýjar. Þegar mætur tónlistarmaður með langan feril kveður, sem Ingvar nú, er vert að þakka fyrir. Ingvar mun þó áfram leika sem hljómsveitarmað- ur með Sinfóníuhljómsveit íslands og er það vel. Leikhús SÍOT> ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Sími 11200 Stóra sviðið STAKKASKIPTI eftir Guðmund Steinsson 6. sýn. á morgun, nokkur sœti laus, 7. sýn. Id. 20/5, örfá sœti laus. 8. sýn. sud. 21/5, nokkur sœti laus. Ath. Ekki veröa fieiri sýn- ingar á þessu leikári. Söngleikurinn WEST SIDE STORY eftir Jerome Robbins og Arthur Laurents við tónlist Leonards Bern- stelns kl. 20.00 Föd. 19/5, örlá sœtl laus, mvd. 24/5, örlá sœti laus, föd. 26/5, nokkur sœti laus, Id. 27/5, nokkur sœti laus, föd. 2/6, mád. 5/6, föd.9/6, ld.10/6. Sýningum lýkur í júni. íslenski dansflokkurlnn: HEITIR DANSAR Á efnisskránni eru: Carmen eftir Svein- björgu Alexanders við tónlist eftir Bizet/- Shedrin, Sólardansar eftir Lambros Lambrou við tónlist eftir Yannis Markopou- los, Til Láru eftir Per Jonsson viö tónlist Hjálmars H. Ragnarssonar, Adagietto eftir Charles Czarny við tónlist eftir Mahler. Frumsýning i kvöld kl. 20.00, fáein sœti laus. 2. sýn. sud. 21/5 kl. 14.00,3. sýn. fid. 25/5 kl. 20.00,4. sýn. sud. 28/5 kl. 20.00. Smiðaverkstæöið TAKTU LAGIÐ, LÓA! eftir Jim Cartwright kl. 20.00. I kvöld, uppselt, föd. 19/5, uppselt. Síðustu sýningar á þessu leikári. Gjafakort í leikhús - sígild og skemmtileg gjöf. Miöasala Þjóöleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 18 og fram að sýningu sýningardaga. Einnig símaþjónusta frá kl. 10.00 virka daga. Grœna iínan 99 61 60. Bréfsími 6112 00. Sími 112 00 - Greiðslukortaþjónusta. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Stóra sviðiö kl. 20. VIÐ BORGUM EKKI, VIÐ BORGUM EKKI eftir Dario Fo Föstud. 19/5, lau. 20/5, föstud. 26/5, næst siðasta sýning, laugard. 27/5, siöasta sýn- ing. Litla sviðkl. 20.30. Leikhópurinn Erlendur sýnir: KERTALOG eftir Jökul Jakobsson Fimmtud. 18/5, laugard. 20/5. Allra síðustu sýnlngar. Mlðaverö 1200 kr. Munið gjafakortin okkar. Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-20, auk þess er tekið á móti pöntunum í sima frá kl. 10-12 alla virka daga. Simi miðasölu 680680. Greiösiukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavikur- Borgarleikhús Leikfélag Akureyrar DJÖFLAEYJAN Föstud. 19/5, kl. 20.30, laud. 20/5, kl. 20.30, mlðvd. 24/5 kl. 20.30, föstud. 26/5 kl. 20.30, laugard. 27/5 kl. 20.30. Sýnlngum fer að Ijúka. • • • • J.V.J. Dagsljós Miðasalan i Samkomuhúsinu er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýningardaga fram aö sýn- ingu. Simi 24073. Greiöslukortaþjónusta. Tilkyimmgar Ný barnafataverslun Ný barnafataverslun, Bamastigur, var opnuð laugardaginn 22. apríl sl. að Skóla- vörðustig 8 (við hliðina á Komelíusi). í Bamastig fæst vandaður og fallegur fatn- aður á böm frá 3ja mán.-12 ára aldurs, t.d. frá IKKS, Frakklandi, MANI, Dan- mörku, kjóla frá GINA DIWAN, Frakk- landi, Animal Farm frá Danmörku og MP sokka og sokkabuxur frá Danmörku. Með haustinu verða einnig á boðstólum ítalskar vömr og meira úrval af fatnaði frá Frakklandi. Eigendur Bamastígs em Magdalena Kjartansdóttir og Markús E. Jensen. Heildsöluversiunin opnuð í Fellsmúla Heildsöluverslunin flutti nýlega í nýtt ög rúmgott húsnæði á einni hæð í Fellsmúla ofan við „Gullaugað" þar sem afgreiðsla IKEA var áður. Heildsöluverslunin, sem hefur verið starfrækt í Faxafeni frá því í október 1993, var stofnuð með það að markmiði að bjóða neytendum á Islandi Leiðrétting Vegna fréttar DV á mánudag um vinnu íslendings viö hljóðritun á plötu með vinningslaginu í Evrópsku söngvakeppninni skal tekið fram að Skífan er eigandi Stúdíós Sýrlands. Stúdíóið er í Reykjavík. Leiðrétting Nafn misritaðist í myndatexta í mánudagsblaðinu. Þar spilaði Ásgeir Hraundal á sög. Beðist er velvirðing- ar á þessu. / Sinfóníuhljómsveit Islands sími 562 2255 Tónleikar Háskólabíói fimmtudaginn 18. maí, kl. 20.00 Hljómsveitar'stjóri: Osmo Vanska Einleikari: Evelyn Glennie Efnisskrá Magnus Lmdberg: , Marea Askell Másson: Marimbakonseit Claude Debussy: La Mer Miðasala á skrifstofutíma og við innganginn við upphaf tónleika. Greiðsiukortabiónusta. vlssa vömflokka á sambærilegu eða lægra verði en best gerist í nágranna- löndum. Með tilkomu nýja húsnæðisins hefur vömúrval verið stóraukið og er nú boðið upp á öll tæki í eldhús og bað, hand- verkfæri, rafmagnsverkfæri, garð- yrkjuáhöld, bílafylgihluti, bamahjól, vinnufatnaö og margt fleira. HeUdsölu- verslunin er opin daglega frá kl. 9-18 og laugardaga frá kl. 10-14. Náttúruminjaganga Ferða- félags íslands Miðvikudagur 17. maí kl. 20: BúrfeUs- gjá - Kaldársel. í fimmta áfanga náttúm- minjagöngu Ferðafélagsins er gengið frá Vífilsstaðahfið í BúrfeUsgjá. Með í for verður Jón Jónsson jarðfræðingur. Brottfór frá BSÍ, austanmegin, og Mörk- inni 6. Tapaðfundið Fjallareiðhjól hvarf í Garðabæ Svart fjallareiðhjól var tekið ófrjálsri hendi frá íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ sunnudaginn 14. maí sl. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 5653479. 99*1 7 • 00 Verð aöeins 39,90 mín. BJ Fótbolti 2 Handbolti 31 Körfubolti 4! Enski boltinn 5 j ítalski boltinn 6 j Þýski boltinn ; 71 Önnur úrslit ' 8 j NBA-deildin 1J Vikutilboð stórmarkaðanna _2J Uppskriftir JLj Læknavaktin [2J Apótek jy Gengi 11 Dagskrá Sjónv. 2j Dagskrá St. 2 3 j Dagskrá rásar 1 41 Myndbandalisti vikunnar - topp 20 : 5 j Myndbandagagnrýni 6 j ísl. listinn -topp 40 7 j Tónlistargagnrýni 8 j Nýjustu myndböndin BBsifr/r.ir.iifsmiii 2 | Dansstaðir 3 jLeikhús 4j Leikhúsgagnrýni UBIÓ jBJ Kvikmgagnrýni 6 ýisiumui-sÆuMi lj Lottó 2 j Víkingalottó j;3 [ Getraunir 1 j Dagskrá líkamsræktar- stöðvanna AÍIJI Ifi ailflll iŒaj 9 9*1 7*00 Verð aðeins 39,90 mín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.