Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1995, Blaðsíða 24
< 32 Sviðsljós_________________ Venjulegi maðurinn sem varð stórstjama Gene Hackman er einhver eftir- sóttasti leikarinn í Holly wood og hef- ur verið um langt árabil. Hann ætl- aði sér þó aldrei að verða stjama, enda hafði hann úthtið víst ekki með sér, þykir allt of venjulegur. „Mér fannst gaman að leika og vissi að ég yrði hamingjusamur svo lengi sem ég fengi að gera það. Ég átti mér aldrei nein stórkostleg markmið. Ég þénaði mjög svo lítið í fyrsta starfi mínu á Broadway og ég var samt mjög ánægður með það,“ segir Gene Hackman, 65 ára stórstjama með sextíu kvikmyndir að baki. Hann sér ákveðna kosti við það að vera ekkert allt of sætur og hann er einkar laginn við að sannfæra leik- stjóra um að sleppa öllum ástarsen- um sem persónur hans áttu að taka þátt í. Gene vill miklu fremur láta dæma sig af dugnaðinum og þraut- seigjunni, sem htið er víst um í Holly- wood á þessum síðustu og verstu tím- um. „Ef leikari getur gert sem minnst fyrir hlutverkið og komist upp með það, fer sá leikari að halda að hann þurfi ekki að gera meira. Ég hef ekki farið þannig að á ferli mínum. Ég gef alltaf eins mikið af mér og ég mögu- lega get, bara til að vera viss,“ segir Hackman. Nýjasta mynd Hackmans, Crimson Tide, var frumsýnd vestanhafs fyrir helgi. Það er æsingamynd þar sem Hackman leikur skipstjóra banda- rísks kafbáts sem er um það bil að Gene Hackman leggur alltaf sál sína í hlutverkin sem hann leikur. skjóta á loft kjarnorkusprengju. „Æth hann sé ekki að mörgu leyti ósköp venjulegur maður," segir Hackman um þessa nýjustu persónu sína. Hann hefur hka orð á sér fyrir að leika einkum slíka menn. „Það er th khsja um hinn venjuleg mann sem kemst í óvenjulegar aðstæður. Mér finnst gaman að leika slíka menn. Mér tekst ahtaf að sjá nýjar hhðar á hverri persónu til að gera þær áhugaverðar." Gene Hackman fékk fyrsta stóra hlutverkið sitt í myndinni Bonnie og Clyde árið 1967 og óskarsverðlaunin fékk hann fyrir French Connection, einhveija bestu hasarmynd síns tíma. Die Hard númerþrjú frumsýnd í NewYork Ekki spuming. Die Hard-myndirn- ar með Bruce Whhs eru skemmtileg- ustu hasarmyndir sem gerðar hafa verið síðustu árin. Ekki spurning. Nú em myndirnar loksins orðnar þrjár. Sú nýjasta, Die Hard with að Vengence, var fumsýnd í New York á mánudagskvöld. Samuel L. Jackson leikur eitt aöal- hlutverkanna á móti Bruce og hefur hann látið hafa eftir sér að mikið sé bölvað í myndinni og að blóðið fljóti í stríðum straumum. / Samuel L. Jackson, sá góði leikari. Hjónakornin Bruce Willis og Demi Moore voru viðstödd frumsýningu á Die Hard 3 í New York. Simamyndir Reuter - hagnýtar upplýsingar þegar þér hentar Verð aðeins 39,90 mínútan. Skipti um trú Jemima Goldsmith, dóttir fransk- breska auðkýfingsins Jimmys Goldsmiths, hefur opinberað trúlof- un sína með pakistanska krikket- leikaranum og glaumgosanum fyrr- verandi Imran Khan og ganga þau í hjónaband í næsta mánuði. Hann er 42 ára en hún 21. Khan er strangtrúaður múslimi og hefur brúðurin thvonandi snúist th réttrar trúar og kvíðir í engu mú- slímalífi í heimalandi brúðgumans. Ráðahagur þessi kom á óvart. Jemima Goldsmith. MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995 Raquel í toppformi Raquel Welch, hin barmfagra leikkona, þykir hta betur út en nokkru sinni, nú 54 ára gömul. Hún afhenti verðlaun fyrir besta karlhlutverk þegar BAFTA-verö- laununum var úthlutað í London á dögunum. Eitthvað þótti henni ganga iha að lesa nöfn leikaranna sem tilnefndir voru og fór það eitthvað í taugarnar á þeim sem finnst hún ekkert hafa á milli eyrnanna. En aðrir benda á að Raquel þurfi ekki að hafa áhyggj- ur af lestri meðan hún lítur út fyrir að vera þrjátíu og fimm. Shaq galdramaður Körfuboltasnihingurinn Shaquihe O'Neih þarf ekki að kvíða aðgerðaleysi í sumarfríi sínu. í sumar vinnur hann. við tökur kvikmyndarinnar „Kaza- am“ þar sem hann leikur kjöftug- an galdramann. Næsta sumar mun Shaq leika í annarri mynd, „Shaq Fu“, um körfuboltamann sem verður ninja-bardagamaður. Gamllngjar rokka Gömlu rokkaramir Little Ric- hard, Chuck Berry og Fats Dom- ino ætla að rifja upp gamla daga á tónleikaferö sem farin verður um Bretland á næstunni. Little Richard segir að fólk verði að sjá sig meðan hann tóri en hann er 62 ára gamall. Hann erþó yngstur þremenninganna þar sem Fats Domino er 67 og Chuck Berry 68 ára. Crystal heillar Frakka Leikarinn Bihy Crystal leikur aðalhlutverkið í nýrri mynd sem nefnist „Forget Paris“ eða Gleym- um París. Ófáum Parísarbúum finnst gamh spaugarinn Jerry Lewis vera hinn eini sanni banda- ríski gamanleikari. En eftir tveggja vikna veru Crystals í Par- ís hefur haxm öðlast sama sess og Lewis og þykir jafhvel betri ef marka má orö Frakka nokkurs sem vann að tökum myndarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.