Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1995, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995 13 Fréttir 199.900, Styrkir til nýsköpunar: Flestar umsóknir frá Norðurlandi vestra Þórhallur Asmundsson, DV, Sauðárkróki: Hlutfallslega langílestar umsóknir komu frá aöilum á Norðurlandi vestra um styrki til nýsköpunar og uppbyggingar atvinnulífs á lands- byggöinni sem Byggðastofnun aug- lýsti fyrir skömmu. Af 400 umsókn- um voru 86 frá Norðurlandi vestra og að sögn Jóns Magnússonar hjá Byggðastofnun voru margar þeirra mjög áhugaverðar. „Þetta er mikil hvatning fyrir aöila sem eru að reyna að stuðla að at- vinnuuppbyggingu, eins og t.d. Byggðastofnun. Þessi viðbrögö og fjöldi umsókna sýnir að fólk er ekki dautt úr öllum æöum og vekur þetta bjartsýni hjá okkur. Það sorglega er að ekki skuli vera úr meiri fjármun um að spila,“ segir Jón Magnússon, en til ráðstöfunar eru 115 milljónir. Umsóknirnar voru um styrki upp á rúmar 600 milljónir. „Það bíður okkar erfitt verk, að vega og meta umsóknir, og við verð- um að biðja umsækjendur að sýna þohnmæði. Ég á von á því að úthlut- unum styrkja verði endanlega lokið um næstu mánaðamót," segir Jón Magnússon hjá Byggðastofnun. Vopnafjörður: Unglingar sniffa gas Nokkrir unglingar á Vopnafirði voru um helgina staðnir að því að „sniffa gas“, eins og það er kallað, eða anda að sér gasi til að komast í vímu. Lögreglan vill koma þeim til- mælum til foreldra að þeir ræði við börn sín um skaðsemi þessa í þeirri von að hægt sé að koma í veg fyrir það. Að sögn lögreglu er ekki ljóst hvað kom börnunum til að taka upp á þessu en í samtali við einn ungling- anna kom fram að nýveriö hefði ver- iö sýnd heimildarmynd í grunnskól- anum um skaðsemi „sniffs". -pp Norðurland vestra: Seiðaskiljur valda vand- ræðumá rækjuveiðum Guöfinnur Finnbogaaon, DV, Hótaiavflc Veiðará úthafsrækju hófusthjá Hólmavikurbátum síðarí hluta aprílmánaðar og gengu vel og fékkst mjög góð rækja sem taldist allt niður í 130 stk. i kg. 1. maí sl. tók gildi reglugerð sem skyldar alla báta til að vera með svokallaða seiðaskilju í vörp- unni. „Með þessu er nánast veriö að gera minni bátum ókleift að stunda rækjuveiðar hér á hefð- bundinni rækjuslóð fyrir Norð- urlandi. Þeir ráða ekki yfir þeim togkrafti að geta dregið á nægi- lega miklum hraða þegar eitt- hvað er að veðri með þessa þungu járngrind í trollinu," segir Bene- dikt S. Pétursson, skipstjóri á Ásbjörgu frá Hólmavík. Hann segir að sjómenn telji mikla slysahættu fylgja notkun þessar- ar seiðaskilju. í þessum minni bátum sé hvorki pláss né sá mannskapur sem þarf til þess að þetta geti gengið með þægilegu móti, það sé alvarlegt mál. HMTILBOÐ Landslibib okkar samanstendur af sterkum leikmönnum ! Samsung CB-3335T er 14" sjónvarp með ísl. textavarpi, inni- loftneti, Scart-tengi o.m.fl. Samsung CB-5035T er 20" sjónvarp með ísl. textavarpi, Scart- tengi o.m Goldstar CB-21A80X er 21" sjónvarp með flatskjá, íslensku textavarpi, Scart- tengi o.m.fl. Vill kvikmynda ef ni úr næstu bók Óttars Telefunken F-531 er 28" sjónvarp með Black Matrix-skjá, ísl. textavarpi, 40 W Nicam Stereo Surround-magnara, 2 Scart-tengjum o.fl. Nordmende SC-72 SFN er 29" síónvarp með Black D.I.V.A-skjá (svartur skjár), íslensku textavarpi, 40 W Nicam Stereo Surround- magnara, 2 Scart-tengjum, Zoom o.fl. Nordmende Futura 84 er 33" sjónvarp með Black Matrix-skjá, textavarpi, 40 W A-2 Stereo Surround-magnara, 2 Scart-tengjum, Zoom o.fl. - möguleiki að þátturinn setji á svið í sumar slys sem varð á Snæfellsjökli árið 1991 Telefunken Cinevision 20 er 32“ breibtjalds- sjónvarp með 16:9 Black Matrix-skjá, textavarpi, 40 W Nicam Stereo Surround-magnara, 2 Scart- tengjum, Zoom o.fl. ásamt sjónvarpsskáp. NordmendeV-1242 SV ervandab 3 hausa myndbands- tæki meb Long Play sjálfhreinsandi búnabi á myndhaus, ásamt Show View o.fl. Nordmende Prestige-72 KH er 100 Mz 29“ sjónvarp meö Black D.I.V.A-skjá (svartur skjár), textavarpi, 80 W Nicam Stereo Surround-magnara, 5 hátalara kerfi, 2 Scart- tengjum, Zoom o.fl. ásamt sjónvarpsskáp. Telefunken M-9460 nic. er 6 hausa Nicam Stereo-myndbandstaeki meb Long Play, NTSC- afspilun, 2 Scart-tengjum, Show View o.m.fl. ATH! 10 heppnir kaupendur HM-tilboða fá 1 sœtismiba hver á úrslitaleik HM, hverab verbmœti 7.900,- kr. Dregiö veröur föstud. 19. maí. „Ég veit ekki hvort íslendingar gera sér grein fyrir því hvers konar land- kynning þetta yrði því áhorf á þátt- inn er með því allra mesta sem ger- ist í heiminum. Fegurð landsins kæmist vel til skila og fram kæmi að hér býr vel tæknivædd þjóö sem kann að bregðast við ef eitthvað kem- ur fyrir,“ segir Örlygur Hálfdánar- son bókaútgefandi. Örlygur hefur verið í sambandi við framleiöendur sjónvarpsþáttarins Neyðarlínunnar eða Rescue 911. Þátturinn hefur áhuga á að taka upp efni úr bók Ótt- ars Sveinssonar blaðamanns sem kemur út fyrir næstu jól. Fyrir síðustu jól gaf Bókaklúbbur Arnar og Örlygs út metsölúbók Ótt- ars, Útkall Alfa TF-SIF. Þar er fjallað um björgunarafrek þyrluflugsveitar Landhelgisgæslunnar. Þegar hún kom út hafði Örlygur samband við framleiðendur Neyðarlínunnar, samkvæmt uppástungu Matthíasar sonar hans, en þátturinn er eitt allra vinsælasta sjónvarpsefnið í Banda- ríkjunum. Aðstandendum Neyðar- línunnar var sagt frá því að efni þyrlubókarinnar gæti verið áhuga- - vert fyrir sjónvarpsþætti sem þessa. Framleiðendurnir sýndu strax áhuga og óskuðu eftir efni úr bókinni og voru tveir kaflar þýddir og sendir utan. Eftir það setti Rescue 911 sig í samband við söguhetjur úr köflun- um. Eftir mikil samskipti við höfund- inn í vor bentu Örlygur og Óttar framleiðendunum á atburð er gerðist á Snæfellsjökli í júní 1991 þegar hjón á vélsleða hröpuðu 20 metra niður í þrönga sprungu. Óttar er að skrifa þá sögu sem vérður meðal annars í næstu bók hans. Björgunarþyrla frá Varnarliðinu kom á vettvang en hlekktist á etj björgunarsveitarmenn frá Snæfellsnesi sigu niður í sprung- una ásamt lækni og fólkinu var bjargað á dramatískan hátt. Hjónin voru mjög mikið slösuð. Þessi atburður vakti mikla athygli Neyðarlínumanna enda þykir þeim Nordmende RP-46 er 46” sjónvarp með innbyggðum skjávarpa, textavarpi, 40 W magnara, 2 Scart-tengjum, S-VHS-tenqi, fjölkerfa móttöku (Pal, Secam og NTSC), tímarofa o.fl. Nordmende V-3445 SV er hágæba 6 hausa Nicam Stereo- myndbandstæki meb Long Play, jog-hjóli, hæg- og kyrmiynd, NTSC-afspilun og 2 Scart-tengjum ásamt Show View o.fl. SKIPHOLT119 SÍMI 99800 Hjón hröpuðu á vélsleða um tuttugu metra niður í sprungu á Snæfells- jökli i júní 1991 og slösuðust illa. Aðstandendur þáttanna Rescue 911 hafa mikinn hug á að koma til lands- ins og sviðsetja atburðinn í sumar. Snæfellsjökull og langur sólargang- ur hér á sumrin mjög áhugaverður. Þátturinn hefur þegar rætt við lækn- inn og aðrar söguhetjur og á fundi í Hollywood fyrir tveimur vikum valdi úrtökunefnd þáttanna þennan at- burð í fyrsta sæti á forgangslista sem lagður var fl'rir framleiðendurna. Aö sögn Örlygs er ekki frágengið hvort af því verður að tökulið komi til landsins til að sviðsetja slysið. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þættirnir verða áfram í rekstri CBS-sjónvarpsstöðvarinnar á næsta ári en þeir munu vera óhemjudýrir í framleiðslu. Ákvörðun á að liggja fyrir í lok mánaðarins, að sögn Örl- ygs. Ef þættirnir halda áfram eru miklar líkur á því að myndað verði hér á landi í sumar, samkvæmt upp- lýsingum Neyðarlínunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.