Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1995, Blaðsíða 8
8
LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995
Vísnaþáttur
Ingunn
Hallgrímsdóttir
Ingunn Hallgrímsdóttir í Rauðu-
skriðu var móðir Baldvins nokkurs
Jónssonar er nefndur var skáldi
eða Kvenna-Baldvin. Ingunn þessi
var skörp talin að gáfum og skáld-
mælt vel. Eftir hana er vísa þessi:
Vínið hrindir mennskri mynd,
magnar lyndi skitið,
gerir yndið allt að synd
og steinblindar vitið.
í nágrenni Ingunnar voru piltur
og stúlka sem trúlofuðust en upp
úr því slitnaði eftir stuttan tíma.
Ingunn kvað:
Mæðustand er minnisvert
mínum anda hryggðum,
hvernig íjandinn kubbar þvert
kærleiksband í tryggðum.
Kristín Guðmundsdóttir frá
Skollatungu orti á ferð með Jökul-
fellinu:
Valt og hristist fagurt fley,
fallega risti báru.
Stundum kyssti maður mey.
Margir þyrstir váru.
Halldóra Hjartardóttir, húsfreyja
í Árdal, sendi Ingvari Magnússyni,
bónda á Hofsstöðum í Stafholts-
tungum, afmæliskveðju þessa:
Um ævi langa eg þér kýs
eigirðu stranga vöku
hlaupi í fang þér heilladís
með hlýjan vanga og stöku.
Guðrún Benónýsdóttir, systir
hins víðkunna vísnasmiðs Valdi-
mars Benónýssonar, kveður svo
um vísnasmíðina:
Vísa hver sem vel er gerð
viða nýtur hylli,
leggur upp í langa ferð
landshornanna á milli.
Svo kveður Ólína Jónasdóttir
skáldkona á sjúkrabeði:
Hugarþræði hljóð ég rek,
hér er næði og friður,
meðan úr æðum allt mitt þrek
er að blæða niður.
Þessa hringhendu kveður Ólöf
frá Hlöðum til sólar:
Inn méð lónum leiftri slær,
lengra sjónum bendir.
Gengur á sjónum glóey skær,
geislapijónum hendir.
Vísnaþáttur
Valdimar Tómasson
Þórhildur Sveinsdóttir frá Hóli í
Svartárdal heyrði konu lýsa eigin-
manni sínum og kvað svo um þá
lýsingu:
Hrindir löngum drykkju dúr
drattast fram úr latur.
Alltaf fúll og alltaf súr
eins og skemmdur matur.
Ragnheiður Magnúsdóttir frá
Prestbakka á Síðu orti viö andláts-
fregn:
Hjartarætur hryggðin sker,
heljarvakir gína.
Alda dauðans burtu ber
bestu vini mína.
En svo rofar til og heiðið skartar
á ný og Ragnheiður kveður:
Vegir greiðast, vorsins þrá
vermir inn að hjarta.
Vesturleiðum öllum á
anga blóm og skarta.
Trygging hf.
óskar eftir tilboðum í neðanskráðar bifreiðar sem
hafa skemmst í umferðaróhöppum. Bifreiðarnar
verða seldar í því ástandi sem þær eru í og kaupend-
ur skulu kynna sér á staðnum.
Toyota Corolla 1995
Toyota Corolla 1994
Toyota Carina 1991
Honda Civic 1991
Lada Samara 1500 1990
Lada Samara 1300 1990
MMC Lancer 1989
Mazda 626 1987
Nissan Sunny 1987
VWGolf 1987
Lada1300 1986
Opel Kadett 1985
Ford Fiesta 1985
Honda Prelude 1983
BMW316 1982
Vélsleði, PolarisXLT 1993
Bifreiðarnar verða til sýnis mánudaginn 22. maí 1995
í Skipholti 35, (kjallara) frá kl. 9-15. Tilboðum ósk-
ast skilað fyrir kl. 16 sama dag til Tryggingar hf„
Laugavegi 178, 105 Reykjavík, sími 562 1110.
Matgæðingrir vikunnar
Fiskur í potti
og konfektterta
Kristín Andersen, sem rekur gistiheimilið Árvelli á
Kjalarnesi, er matgæðingur vikunnar að þessu sinni.
Hún býður upp á ljúffengan fiskrétt og konfekttertu.
„Við borðum mikið af fiski. Hingað koma margir
útlendingar. Þeir vilja fá fisk í matinn þegar þeir eru
spurðir og eru mjög hrifnir af honum. Annars þykir
mér gaman að búa til allan mat og sérstaklega veislu-
mat,“ greinir Kristín frá.
Fiskur í potti
1 kg lúðuflök
1 msk. olía
1 stór laukur
1/2 blaðlaukur
2 msk. tómatkraftur
3 msk. salsa
1/2 dl hvítvínsedik
2 lárviðarlauf
hvítlaukspipar
salt
smjör
Laukurinn saxaður og hitaður í potti í smjörinu og
olíunni, hvítlaukspipar og salti stráð yfir. Bætið síðan
út í tómatkrafti, salsa, hvítvínsediki og lárviðarlauf-
um. Sjóðið í um það bil 10 mínútur.
Lúðan er skorin í litla bita og látin malla í aðrar 10
mínútur undir loki. Borið fram í pottinum með soönum
kartöflum og grófu brauði.
Konfektkaka
100 g rúsínur
2 msk. sérrí
100 g valhnetur
10 makkarónukökur
1/2 dós perur
100 g kókosmjöl
2 msk. kakó
6 msk. ijómi
Rúsínurnar eru lagðar í bleyti í sérrí yfir nótt. Val-
hneturnar eru saxaðar og perurnar stappaðar. Öllu
blandað saman, sett í form og látið bíða í 4 til 6 klukku-
stundir.
Kristín Andersen.
Skreyting:
2 msk. olía
200 g suðusúkkulaði
200 g marsipan
1 til 2 msk. jarðarbeijasulta
súkkulaðilauf
kokkteilber
Kakan tekin úr forminu, sultu smurt á hana, marsip-
anið flatt út þunnt og sett yfir.
Súkkulaðið er brætt ásamt olíunni og kakan þakin
með því. Skreytt með súkkulaðilaufum, kokkteilbeij-
um og afganginum af marsipaninu.
Kristín skorar á Hrafnhildi Björnsdóttur, sem rekur
Knudsen veitingahúsið í Stykkishólmi, að vera næsti
matgæðingur. „Hún hefur verið mikið með köld borð
en er góður kokkur að öllu leyti,“ segir Kristín.
Eftir helgina má fá uppskriftina í Símatorgi DV. Síma-
númerið er 99 17 00.
Hinhliðin
Langar að hitta Madonnu
- segir Halldóra Geirharðsdóttir leikkona
Halldóra Geirharðsdóttir eða
Dóra Wonder, eins og hún er köll-
uð, er ein af þeim sem útskrifast
úr Leiklistarskóla íslands í dag.
Útskriftarnemarnir hafa undanfar-
ið sýnt Maríusögur eftir Þorstein
Þorvaldsson hjá Nemendaleikhús-
inu en sýningum á leikritinu fer
nú að ljúka. Um miðjan júní fara
af stað æfingar á söngleiknum
Rocky Horror og þar mun Halldóra
fara með hlutverk Magentu. Sýn-
ingar á Rocky Horror munu síðan
hefjast um miðjan júlí í Héðinshús-
inu. Það er hin unga leikkona sem
sýnir hina hliðina að þessu sinni:
Halldóra Geirharðsdóttir (Dóra
Wonder).
Fæðingardagur og ár: 12. ágúst
1968.
Kærasti: Skjöldur.
Börn: Steiney, fimm ára.
Bifreið: Engin.
Starf: Leikkona.
Laun: Engin.
Áhugamál: Ég á ekkert sérstakt
áhugamál nema allt það sem ég get
skemmt mér við.
Hefur þú unnið í happdrætti eða
lottói? Nei, aldrei.
Hvað fmnst þér skemmtilegast að
gera? Mér finnst skemmtilegast að
missa mig þegar þannig stendur
á...
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Þrífa.
Uppáhaldsmatur: Svartfugl sem
steiktur er á pönnu en er aðeins
Halldóra Geirharðsdóttir er aö út-
skrifast sem leikkona í dag.
DV-mynd GVA
blóöugur. Einnig fmnast mér rjúp-
ur mjög góðar.
Uppáhaldsdrykkur: Kamparí.
Hvaða íþróttamaður stendur
fremstur i dag? Bræður mínir, sem
eru Íslandsmeistarar í öldunga-
flokkum á skíöum, Helgi og Þor-
steinn Geirharðssynir.
Uppáhaldstímarit: Kunstforum
sem er þýskt listablað (Halli með-
leigjandi minn kemur stundum
með það heim).
Hver er fallegasti karl sem þú hefur
séð? Pabbi og bræður mínir.
Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjórn-
inni? Andvíg.
Hvaða persónu langar þig mest að
hitta? Madonnu.
Uppáhaldsleikari: Dennis Hopper.
Uppáhaldsleikkona: Steina.
Uppáhaldssöngvari: Steinunn
Ólína Þorsteinsdóttir.
Uppáhaldsstj órnmálamaður:
Gvendur úr öfgasinnuðum jafnað-
armönnum.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Steinríkur.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Stundin
okkar.
Uppáhaldsmatsölustaður: Hótel
Holt og Grillið.
Hvaða bók langar þig mest að lesa?
Enga.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Rás tvö.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Jórunn
Sigurðardóttir.
Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið
eða Stöð 2? Ætli ég horfi ekki meira
á Sjónvarpiö en ég horfi annars lít-
ið á sjónvarp.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Jón
Viðar Jónsson.
Uppáhaldsskemmtistaður: Kaffi
Reykjavík.
Uppáhaldsfélag í íþróttum: Víking-
ur.
Stefnir þú að einhveiju sérstöku í
framtíðinni? Já.
Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí-
inu? Ég fæ ekkert sumarfrí, verð
að æfa Rocky Horror.