Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1995, Blaðsíða 22
22
LAUGARDAGUR 20. MAI 1995
Sérstæð sakamál
Morðið í bíl-
geymsluhúsinu
Lyftudyrnar höföu vart opnast
þegar aö eyrum fólksins sem í
henni var bárust skerandi neyð-
aróp. „Hættu! Þú ert aö drepa
mig...!“
Það var aö eyrum fjögurra mann-
eskja, Schofield- og Wheeler-hjón-
anna, sem ópin bárust. Þau voru
aö koma á áttundu hæö í bíl-
geymsluhúsi í Redditch á Englandi
til þess aö sækja bíl sem þau höfðu
skilið eftir þar.
Bílgeymsluhúsið var ekki sér-
staklega vel lýst og í fyrstu var erf-
itt að gera sér grein fyrir hvaðan
ópin bárust. Þarna voru langar
raðir bíla. Aftur heyrðust óp, en
síðan varð dauðaþögn.
Alex Schofield leit á konu sína,
Möru, og Wheeler-hjónin sem voru
með þeim í innkaupaferð þetta síð-
degi í febrúar 1986. „Það er verið
að myrða einhvern!" hrópaði hann,
lagði frá sér innkaupapokana í
lyftudyrunum og hljóp í áttina til
þess staðar sem hljóðið kom frá.
Kona hans og Wheeler-hjónin
fylgdu á eftir honum.
Ljótsjón
í dimmu homi komu þau að ljós-
hærðri konu í fanginu á ungum
manni. Henni blæddi mikið, og það
leyndi sér ekki að hún fann mikið
til. Hún hreyfði höfuðið í sífellu til
beggja hliða. Ungi maðurinn beygði
sig yfir hana, og andlit hans lýsti
mikilli hræðslu.
„Hjálpið mér, hjálpið mér,“ hróp-
aði hann. „Það reyndi einhver að
myrða hana.“
En konunni varö ekki bjargaö.
Hún opnaði munninn, eins og hún
vildi segja eitthvað, og reyndi síðan
að rísa upp. Enn hreyfði hún höfuð-
ið til beggja hliða, en nú var ljóst
að mjög var af henni dregið.
Skyndilega fóru kippir um líkam-
ann. Svo varö hún máttlaus í örm-
um unga mannsins. Hún var látin.
Lögreglunni var þegar í stað gert
aðvart, og það liðu ekki nema
nokkrar mínútur þar til hún kom
á staðinn. Þá sat ungi maðurinn,
sem reyndist heita Stuart Hopkins,
enn á gólfmu með líkiö í fanginu
og starði út í loftið. Hann virtist
vera í losti.
Schofields- og Wheelers-hjónin
voru einnig sem lömuð yfir þessu
grimmilega morði, því ljóst var aö
konan hafði með stungin mörgum
sinnum með hnífi.
Erfið byrjun
Rannsóknarlögreglufulltrúinn
sem fékk málið til meðferðar hét
Derek Light. Hann gat fljótlega
upplýst að konan hét Carol Martin
og átti tvö ung börn. Rætt var við
vini hennar og ættingja, ef vera
kynni að hún hefði átt einhverja
óvini. Þótti það í upphafi líklegasta
skýringin á morðinu, því Carol
hafði ekki verið misboðið kynferð-
islega og engu hafði verið stolið frá
henni í bílageymslunni. Taska
hennar hafði fundist við hlið henn-
ar og í henni voru þeir peningar
sem hún hafði farið út með.
Morðið hafði hins vegar verið
óvenjulega grimmilegt, eins og áð-
ur sagði. Morðinginn hafði stungið
hana um fimmtíu sinnum meö
hnífi í bakið.
Rannsóknarlögreglan lýsti sam-
dægurs eftir vitnum, en enginn gaf
sig fram. Ungi maðurinn, Stuart
Hopkins, sagðist aöeins hafa greint
ógreinilegan skugga rétt eftir að
hann heyrði neyðarópin, en síðan
komið að Carol Martin deyjandi.
Carol Martin.
Schofield-hjónin.
Stuart Hopkins meö móöur sinni.
„Hún reyndi að segja mér eitt-
hvað,“ sagði hann, „en gat engu
orðið komið upp. Svo varð hún
máttlaus og dó.“
Eftir fyrsta átakið til að upplýsa
morðið varð Light fulltrúi að viður-
kenna að hann væri í raun engu
nær.
Frekari rannsókn
Hjónin tvennu gátu staðfest þann
hluta frásagnar Hopkins aö Carol
Martin virtist hafa reynt að segja
eitthvað en engu orðið komið upp.
En hvernig gat morðingi beinlínis
gufað upp á áttundu hæð í bíl-
geymsluhúsi? Varðmaðurinn við
hliðið niðri gat staðfest að enginn
bíll hefði farið úr húsinu frá því
morðið var framiö og þangað til
lögreglan lét loka þvi.
Þá var ljóst að enginn hafði getað
farið með lyftunni af áttundu hæð-
inni, því Alex Schofield hafði lagt
innkaupapokana, sem hann og
kona hans voru með, í lyftudyrnar,
þannig að þær lokuðst ekki og lyft-
an stóð því kyrr.
Eftir íhugun ákvað Light fulltrúi
að taka Stuart Hopkins til yfir-
heyrslu á ný. Blóðblettir höfðu
fundist á fotum hans, og það var
ekki undarlegt því hann hafði tekið
konuna deyjandi í fang sér. En
skoðun á höndum hans leiddi nú í
ljós sár á fingri, og virtist það ný-
legt.
Hnífurinn
Þótt leitað heföi verið á áttundu
hæðinni strax eftir að lögreglan
kom á vettvang var nú gerð þar
nákvæm leit, enda hafði morð-
vopnið ekki fundist. Meðan hún
stóð yfir varð Light fulltrúa litið
út um gluggann, og þar sá hann
opið klóaksrör. Hann skipaði nú
mönnum sínum að leita í því þar
sem honum kom til hugar að morð-
inginn kynni að hafa kastað hnífn-
um út um gluggann og hefði hann
getað lent í rörinu.
Klukkutíma síðar birtist einn
rannsóknarlögreglumannanna
sigrihrósandi með blóðugan eld-
húshníf í hendi. Hann var þegar í
stað sendur á rannsóknarstofu.
Meðan þar var kannað hvort blóðið
á hnífnum svaraði til blóðsýnis úr
hinni myrtu var Hopkins tekinn til
fmgrafararannsóknar.
Brátt lágu niðurstöður beggja
rannsóknanna fyrir. Blóðið á
hnífnum kom heim og saman við
blóðsýnin úr Carol Martin og
fingraforin á hnífsskaftinu voru
eftir Stuart Hopkins.
Light fulltrúi fékk nú heimild til
húsleitar hjá Hopkins og hélt þang-
að með nokkra af mönnum sínum.
Óvæntur fundur
Light og menn hans höfðu ekki
verið lengi heima hjá Hopkins þeg-
ar þeim varð ljóst að eitthvað mjög
óvenjulegt var að. Á rúmi unga
mannsins lá stór bangsi, og á veggj-
unum héngu myndir sem höfðu
verið klipptar út úr barnabókum.
í einu horni herbergisins lá stafli
af teiknimyndasögublöðum, sams
konar og fundist höfðu í aftursæti
bíls Carol Martin í bílgeymsluhús-
inu. Þau höfðu reynst vera í eigu
barna hennar.
Light tók nú móður Hopkins tali,
og hann hafði ekki rætt lengi við
hana þegar honum varö ljóst að
ungi maðurinn var haldinn Ödip-
usarduld. Hann var meö öðrum
orðum með óvenjulega sterkar til-
finningar til móður sinnar.
Stuart Hopkins átti ekki kærustu
og hafði aldrei átt neinar vinkonur.
Hann hafði engan áhuga á íþrótt-
um, og uppáhaldsdægradvöl hans,
þegar hann var ekki að lesa teikni-
myndasögur, var að sitja í stól og
láta móöur sína lagfæra á sér hárið.
Ástæðan
Tæknimenn gátu nú greint frá
því, eftir frekari rannsókn á blóð-
inu sem fundist hafði í fötum Hopk-
ins, að hluti þess væri úr honum
sjálfum. Þótti það staðfesting á því
að hann hefði skorið sig í fingur
þegar hann myrti Carol Martin.
Hann var nú tekinn til strangrar
yfirheyrslu og játaði á sig morðiö.
Hann sagðist hafa verið á gangi
á áttundu hæð bílgeymsluhússins
þetta síödegi til að vita hvort hann
kæmi ekki auga á fólk elskast í ein-
hveijum bílanna, en það kvaðst
hann stundum hafa séð í húsinu. í
þetta sinn hefði hann ekkert par
séð, en þess í stað hefði hann séð
stafla af teiknimyndasögublöðum í
afursæti eins bílsins.
Hann sagðist hafa verið að reyna
að brjótast inn í bílinn til að stela
blöðunum þegar Carol Martin
hefði komið að honum. Hún hefði
spurt hann reiðilega hvað hann
væri að gera.
„Reyndu að haga þér eins og full-
orðirin maður,“ hafði hún sagt,
þegar hann sagði henni að hann
hefði verið að reyna að komast yfir
teiknimyndasögublöðin. Jafnframt
hafði hún sagt honum aö hún
myndi tilkynna verðinum niðri
hvað hann hefði verið að gera.
Genginn í gildru
Á þessu augnabliki missti Hopk-
ins alla stjórn á sér. Hvað segöi
móðir hans ef hún kæmist að því
að hann færi í bílgeymsluhús til
þess að fylgjast í laumi með elsk-
endum og reyndi að brjótast inn í
bíla? Hann snerist gegn Carol, sem
reyndi að berjast á móti af öllum
kröftum. Hún var sterk, en hann
var með hnífmn og stakk hana
hvað eftir annað.
Þegar hún hné niður var það
hugmynd hans að skilja hana eftir
milli bílanna, en þegar hann heyrði
í lyftunni varð honum skyndilega
ljóst að hann var genginn í gildru.
Hann kastaði hnífnum út um
glugga og var svo heppinn að hann
lenti beint ofan í klóaksrörinu.
í nokkur augnablik stóð Hopkins
og íhugaði hvað hann ætti að gera.
Þegar hann heyrði fótatak nálgast
ákvað hann að láta líta út sem hann
hefði heyrt ópin í Carol Martin og
væri að huga að henni.
Svörvið síðustu
spurningunum
Nú rann upp fyrir Light fulltrúa
hvers vegna Carol Martin hafði í
sífellu hreyft höfuðið til beggja
hliða þegar hjónin tvennu, fjór-
meningarnir, komu að henni. Hún
var búin að missa málið, en var að
reyna að segja „nei“, það er að lýsa
yfir því aö Hopkins væri ekki aö
reyna að hjálpa henni. Hún hafði
verið að reyna að segja að maður-
inn sem hélt henni í fangi sér og
þóttist vera mismunsami Samverj-
inn væri í raun sjálfur morðinginn.
Stuart Hopkins var dæindur í
ævilangt fangelsi.