Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1995, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1995, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995 43 íslensk hross könnuð í Þýskalandi vegna HM Brynja frá Hafsteinsstöðum stóð efst sex vetra hryssn- Náttar frá Miðfelli. Annað hvert ár hafa íslenskir kyn- bótahrossadómarar farið til Þýska- lands að dæma kynbótahross vegna heimsmeistarakeppni í hestaíþrótt- um (HM). Á HM eru jafnframt dæmd kynbótahross. Fulltrúar íslands á HM hafa í mörgum tilvikum komið frá Þýskalandi. Stutt er að fara þaðan til annarra landa í Evrópu og eigendumir ákafir í að auglýsa hrossin sín. íslensk- ir kynbótahrossaeigendur eru ekki eins æstir að senda hrossin sín út. Kristinn Hugason kynbótahrossa- dómari og Guðmundur Sigurðsson, ráðunautur í Borgamesi, dæmdu hrossin, en þeim til aðstoðar var Rafn Jónsson, ritstjóri Eiðfaxa. „Við dæmdum um það bil 30 hross á búgarðinum Vindhólum þar býr Einar Hennannss.,“ segir Kristinn Hugason. Öll hrossin era fædd á íslandi nema eitt. Þetta vora mjög góð hross, góðir knapar og ánægjulegt að vinna þarna, enda framkvæmd mótsins með miklum ágætum. Dómum var komið í ferðatölvu jafnóðum og niöurstöður keyrðar út strax. Yfirlitssýningar voru á báðum stöðum: Noregi og Þýskalandi. Mörg hross hátt dæmd í Þýskalandi Öll hrossin í Þýskalandi utan eitt fæddust á íslandi. Flestir stóðhest- anna hafa verið dæmdir áður á ís- landi og fengið. ágætar einkunnir. Fullnaðardóm fengu níu hestar, fjór- ir þeirra 8,00 eða meir og sjö 7,75 eða anna á kynbótasýningu f Þýskalandi björn Bárðarson. meir. Engin fjögurra vetra hross voru dæmd. Sjö hestar í elsta flokki fengu fulln- aöardóm og fimm þeirra 7,75 eða meir. Náttar frá Miðfelli stóð efstur með 8,14 í aðaleinkunn. Hann er und- an Náttfara frá Ytra-Dalsgerði og Viku frá Vatnsleysu. Náttar fékk 7,78 fyrir byggingu og 8,51 fyrir hæfileika. Ásaþór frá Stóra-Hofi kom næstur með 8,08 í aðaleinkunn. Hann er und- an Hrafni frá Holtsmúla og Rimmu frá Stóra-Hofi og fékk 7,90 fyrir bygg- ingu og 8,26 fyrir hæfileika. Knapi er Sigur- Funi frá Stóra-Hofi, undan Kjarval frá Sauðárkróki og Nótt frá Krögg- ólfsstöðum, var þriðji með 7,96 í aðal- einkunn. Hann fékk 8,08 fyrir bygg- ingu og 7,84 fyrir hæfileika. Næstur kom Aldur frá Votmúla með 7,94 og Vorboði frá Lundi 7,85. Fimm vetra hestarnir meö háar einkunnir Tveir fimm vetra stóðhestar fengu fullnaðardóm og háar einkunnir. Knapi er Þorvaldur Kristinsson. DV-myndir E.J. Gandur frá Skjálg, undan Náttfara frá Ytra-Dalsgerði og Skör frá Skjálg, fékk 8,28 í aðaleinkunn sem var jafn- framt hæsta aðaleinkunn mótsins. Gandur fékk 8,18 fyrir byggingu og 8,39 fyrir hæfileika. Breki frá Eyrarbakka, undan Brenni frá Kirkjubæ og Perlu frá Haga, fékk 8,14 í aðaleinkunn. Hann fékk 7,90 fyrir byggingu og 8,37 fyrir hæfileika. Hryssur með betra móti Tuttugu og ein hryssa fékk fullnað- ardóm í elsta flokki hryssna og allar nema ein þeirra 7,50 í aðaleinkunn eða meir. Sex þessara hryssna fengu 8,00 eöa meir í aðaleinkunn. Hryssu- sýningin heppnaðist vel og eru ein- kunnir þeirra með betra móti. Brynja frá Hafsteinsstöðum, undan Þætti frá Kirkjubæ og Vöku frá Haf- steinsstöðum, stóð efst hryssna í flokki sex vetra og eldri. Hún fékk 8,25 fyrir byggingu, 8,19 fyrir hæfi- leika og 8,22 í aðaleinkunn. Kvika frá Traöarholti, undan Dreyra frá Álfsnesi og Brúnku frá Traðarholti, fékk 7,98 fyrir byggingu, 8,30 fyrir hæfileika og 8,14 í aðalein- kunn. Frökk frá Skammbeinsstöðum, undan Ljóra frá Kirkjubæ og Hrefnu frá Stóra-Hofi, fékk 7,78 fyrir bygg- ingu, 8,49 fyrir hæfileika og 8,13 í aðaleinkunn. Næstar komu: Rán frá Efri-Rauðá- læk með 8,04 í aöaleinkunn, Skutl- blesa frá Neubronn meö 8,03 í aðal- einkunn og Mandla frá Stóra-Hofi með 8,02 í aðaleinkunn. Sýn frá Ingólfshvoli, undan Ófeigi frá Flugumýri og Sneglu úr Kópa- vogi, fékk ein fimm vetra hryssna fullnaðardóm. Sýn fékk 7,78 fyrir byggingu, 7,90 fyrir hæfileika og 7,84 í aðaleinkunn. ClubCar Kynnum einnig Vatnagorðum B4 Sími 568-9900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.