Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1995, Blaðsíða 16
1'6
LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995
Skák
Ólympíumeistarar!
íslenska skáksveitin á ólympíu-
móti 15 ára og yngri í Las Palmas á
Kanaríeyjum tryggði sér eftirminni-
legan sigur með glæsilegum enda-
spretti. Sveitin hlaut 19 vinninga úr
28 skákum og varð hálfum öðrum
vinningi fyrir ofan sveit Ungverja,
með Peter Leko - yngsta stórmeist-
ara hgims - á fyrsta borði. Alls tefldu
22 sveitir á mótinu, frá 18 þjóðlönd-
um.
Haraldur Baldursson var liðs- og
fararstjóri piltanna en sveitina skip-
uðu Jón Viktor Gunnarsson, Berg-
steinn Einarsson og bræðumir Bragi
og Bjöm Þorfinnssynir, auk Einars
Hjalta Jenssonar, sem var til taks ef
á þyrfti að halda. Leikar fóru raunar
svo að piltarnir íjórir í aðalhðinu
tefldu svo vel að liðsstjórinn leyfði
þeim ekki að hvíla sig!
í lokaumferðunum gekk allt upp
hjá íslensku piltunum. Eftir yfir-
burðasigur gegn Norðmönnum, 3,5-
0,5, í þriðju síðustu umferð var ís-
lenska sveitin komin í 2.-4. sæti.
Taflið við Júgóslava í næstsíðustu
umferð var því afar mikilvægt en
fyrir umferðina höfðu Júgóslavar
hálfs annars vinnings forystu. Að
sögn Haraldar, var þetta einhver
ótrúlegasta umferð á skákmóti sem
hann man eftir. Um tíma leit út fyrir
að íslenska sveitin mundi tapa viður-
eigninni en piltunum tókst að snúa
stöðum sínum við og unnu Júgóslava
að lokum stórt, meö 3,5 gegn 0,5 vinn-
ingum.
Fyrir síðustu umferð höfðu íslend-
ingarnir vinningsforskot á Georgíu
en allt gat gerst. Þeir sýndu hins
vegar mikinn styrk, unnu Englend-
inga með 2,5 v. gegn 1,5 og voru þar
með orðnir ólympíumeistarar!
Sigurinn getum við þakkað jafn-
góðum árangri allra sveitarmanna.
Islendingarnir náðu ekki verðlaun-
um fyrir bestan árangur á einstöku
borði en átakið var þeim mun sam-
stilltara. Jón Viktor Gunnarsson
fékk 4,5 v. af 7 á 1. borði; Bragi Þor-
fmnsson 5 v. af 7 á 2. borði; Berg-
steinn Einarsson 4 v. af 7 á 3. borði
og Bjöm Þorfmnsson 5,5 v. af 7 á 4.
borði. Piltarnir töpuðu aðeins fyrir
Georgiu, gerðu jafnt viö Argentínu
en unnu sveitir Kanaríeyja, Noregs,
Júgóslavíu og Englands að ógleymd-
um Rússum.
Þetta er í þriðja sinn sem ólympíu-
mót yngri en 16 ára er haldið en
Rússar sigruðu í tvö fyrri skiptin.
Anatoly Karpov er forseti ólympíu-
nefndarinnar og hefur sjálfur séð um
skipulagningu mótsins frá upphafi.
Hann afhenti verðlaun við mótsslit
og hafði uppi fogur orð uín okkar
fámennu þjóð en ríkulegu skákheíð.
Forseti spænska skáksambandsins
minntist einnig taflmennsku Frið-
riks í Las Palmas fyrir tuttugu árum
þegar hann vann m.a. sjálfan Tal
með glæsilegri leikfléttu. Talsvert
var íjallaö um mótið í fjölmiðlum
ytra og vakti framganga íslending-
anna að vonum mikla athygli.
íslensku ólympíumeistararnir búa
yfir miklum hæfileikum en á hæfi-
leikunum einum saman komast
menn ekki langt. Piltarnir hafa alhr
fengið góðan stuðning fjölskyldna
sinna og skákhreyfingin hefur stutt
við bakið á þeim eftir föngum. Trú-
lega er stofnun Skákskóla íslands
fyrir fimm árum nú að skila ár-
angri. Ólympíumeistaramir hafa þar
aUir notið ókeypis kennslu og leið-
sagnar stórmeistaranna. Dagana fyr-
Umsjón
Jón L. Árnason
ir mótið gaf Margeir Pétursson þeim
góð ráð og meðan á keppni stóð var
hann sveitinni til aðstoðar úr fjar-
lægð. Ef pUtamir lentu í vandræðum
við undirbúning skáka sinna sendu
þeir Margeiri símbréf, sem svaraði
um hæl! Þetta hefur eflaust ekki síð-
ur veitt strákunum andlegan en
fræðilegan styrk. Þá höfðu þeir með-
ferðis öfluga ferðatölvu sem Einar
J. Skúlason lét þeim í té og Rökver
hf. í Kópavogi lagði þeim tU „chess
assistant" gagnagmnninn hrað-
virka. Óhætt er því að segja að strák-
amir hafi tekið nútímalega tækni i
þjónustu sína og vinnubrögð sem
atvinnumenn í faginu gætu verið
fuUsæmdir af.
Að sögn Haraidar fór vel um pflt-
ana á Las Palmas. Þeir bjuggu á góðu
hóteU með sundlaug og stutt var tU
strandar. Baðferðir urðu þó stopuUi
eftir því sem á mótið leiö og spennan
magnaðist.
Nú eigum við heimsmeistara ungl-
inga, ólympíumeistara og fleiri ung-
menni sem eru með þeim sterkustu
í sínum aldursflokki. Hér hefur
myndast öflugur kjarni ungra skák-
manna sem gætu náð enn lengra en
tíl þess þarf mikla ástundun og fóm-
fýsi. Óhætt er að óska piltunum og
íslenskum skákunnendum tU ham-
ingju með einstætt afrek.
Lítum á sigurskákir íslendinganna
úr síðustu umferð, sem skUuðu
ólympíumeistaratitlinum í höfn. í
fyrri skákinni byggir Jón Viktor upp
sterka sóknarstöðu og þegar hann
lætur loks til skarar skríða verður
svörtum fljótt fótaskortur. Eftir það
var sigurinn aldrei í hættu, þótt Jón
væri naumur á tíma.
Hvítt: Jón Viktor Gunnarsson
Svart: S. Williams (Englandi)
Frönsk vörn.
1. e4 e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3 Rc6 5.
Be3 Db6 6. Dd2 Bd7 7. f4 Rh6 8. Rf3
Hc8 9. Be2 cxd4 10. cxd4 Ra5 11. Rc3
Rc4 12. Bxc4 Hxc4 13. h3 Rf5 14. Bf2
Bb4 15. g4 Re7 16. 0-0 Da5 17. Hfcl 0-0
18. De3 Bxc3 19. bxc3 Ha4 20. Hc2 Bb5
21. Bh4 Rg6 22. Bel Da6 23. Hd2 Bd7
24. Hg2 Dc4 25. h4 Re7 26. h5 Ha3
H*
A A áA
A
A A A
'Hf A A A
2® A ®a
A s
s & #
ABCDEFGH
27. f5! exf5 28. Dg5! fxg4 29. Dxe7 Bb5
Ef 29. - gxf3 30. Hxg7 + ! Kxg7 31.
Df6+ Kg8 32. h6 og óveijandi mát.
30. Dxa3 Dfl+ 31. Kh2 gxf3 32. Hf2
Dd3 33. De7 f6 34. De6+ Kh8 35. Dd6
He8 36. exf6 DÍ5 37. f7 Dxf7 38. h6
Dh5+ 39. Kgl Dg4+ 40. Khl Dh4+
41. Dh2 Df6 42. Dh5 He4 43. Hxf3
-Og svartur gafst upp.
Bragi lenti í erfiðri stöðu gegn Ruth
Sheidom, sem hafði biskupaparið í
opnu tafli upp úr krafsinu, eftir
flækjur miðtaflsins. Vörnina tefldi
Bragi hins vegar vel og nýtti tæki-
færið sem gafst tU gagnsóknar. Hann
náði ógnandi frelsingja á b-línunni
og ruddi brautina upp í borð á lagleg-
an hátt.
Hvítt: R. Sheldom (Englandi)
Svart: Bragi Þorfinnsson
Nimzo-indversk vörn.
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Bg5
c5 5. d5 exd5 6. cxd5 d6 7. e3 Rbd7 8.
Bd3 Da5 9. Re2 Rxd5 10. 0-0 Rxc3 11.
bxc3 Bxc3 12. Rxc3 Dxc3 13. Bc2 0-0
14. Hcl De5 15. Bf4 Df6 16. Bxd6 He8
17. Dd5 Rb6 18. Dxc5 Bd719. Bg3 Hac8
20. Da5 a6 21. Bd3 Hc6 22. h3 De6 23.
Hxc6 Dxc6 24. Hbl Rd5 25. Da3 Hc8
26. Be4 Be6 27. Dd3 g6 28. Hdl Hd8 29.
Bf3 Hd7 30. Da3 Db5 31. Hcl Rb6 32.
Kh2 Rc4 33. Dc3 Dg5 34. h4 De7 35.
Be2 b5 36. Bf3 f5 37. Bc6 Hd2 38. Hbl
Hxa2 39. Hal Hxal 40. Dxal b4 41.
Dxa6 b3 42. Db5 b2 43. Db8+ Kg7 44.
Ba4
44. - f4! 45. Bxf4 Bf5 46. Bg5 De5+
- Og hvítur gaf.
Velkomin á vorhátíð í
Gamla Vesturbænum
dagana 20.-28. maí
Hátíðin er haldin af Reykjavíkurborg. Víðsvegar um Vesturbaeinn eru sýningar, skemmtanir og aðrar uppákomur. Auk
listviðburða af ýmsu tagi gefst kostur á að skoða nokkur fyrirtæki í Vesturbænum og starfsemi þeirra. Fræðist, gleðjist,
skemmtið ykkur og kynnist Vesturbæ fyrri tíma og Vesturbænum eins og hann er nú. Dagskráin er mjög fjölbreytt og
þátttakendur á öllum aldri.
Laugardagur 20. maí | 10:00
Öldukot við Öldugötu
Stýrimannaskólinn
Opnun sýningar
Stýrimannaskólinn
Stýrimannaskólin n
ólinnj
«1.
óljnn |
Opnun þemasýningar um fugla
Fjölskylduganga
Ljósmyndasýning opnar
Sögufélagið
Vesturbæjarskólinn
Ljósmyndamaraþon
Opið hús
Vesturgata 7
Otibú borgarstofnana opna
Geysishús
Framtíðarskipulag - stefnumót íbúa og
borgaryfirvalda
Miðvikudagur 24. maí
Stýrimannaskólinn
Stýrimannaskólinn
Gönguferð, „Framtiðin í hverfinu"
Kaffi Reykjavík
Gönguferð - Vesturgatan
Opnun og skrúðganga
IBM
Vorhátíð
Fischersund
Vesturbæjarskólinn | Vesturbænum
Opnun sýningar „Húsin í gamla
Kynslóðirnar mætast
Vesturgata 7
Sérstök athygli er vakin á eftirfarandi atriðum
Sunnudagur 21. maí
Hátiðin hefst.
20. mai kl. 14:30
Opnun hátíðarinnar og skrúðganga
frá Stýrimannaskólanum.
Frumflutningur
á íslandi.
25. maí kl. 21:00
Prestsvígsla
©
Dómkirkja
UMHVI Hitt húsið í GeysishúsiJ K^opi fyrir hjólatúr
Borgarstjori hefur opið hus fyrir ______________
Stýrimannaskólinn
unglinga í Vesturbæ
Stýrimannaskólinn
Stýrimannaskólinn
Hjólatúr um Grandann
Fyrir unglinga.
22. maí kl. 17-19:00
Kaffileikhúsið Vesturgötu 7
frumflytur sumarhrollvekju sína
„Herbergi Veróniku" eftir Ira Levin.
13-17:00 Vesturgata 7 Gönguferð, „Framtíðin í hverfinu“
Opið hús Þriðjudagur 23. maí
Kóramót
Hafnarhúsportið
Hitt húsið í Geysishúsi. Borgarstjóri
hefur opið hús fyrir unglinga í
Vesturbæ. 0
0
| Fógetagarðurinn við Aðalstræti
Hafnarhúsið
Gönguferð um kirkjuslóðir. Leiðsögn: GönguferðTHólat07í
Séra Þórir Stephensen.
Stýrimannaskóli Opnun sýningarinnar „Island og hafið“
Hlaðvarpinn
Konur og karlar,
börn og aldraðir
24. maí kl. 17:30
Kóramót í Hafnarhúsportinu. Fjórir
kórar syngja. Karlakór Reykjavíkur,
Kvennakór Reykjavíkur,
Kór félagsstarfs aldraðra n
og Kór Vesturbæjarskóla.
Dagskrá hátíðarinnar liggur frammi í
Ráðhúsi Reykjavíkur, BYKO við
Hringbraut og annars staðar þar
sem sýningar eru.
Upplýsingamiðstöð um skipulagsmál
opnar í BYKO við Hringbraut
kl. 15:00, mánudaginn 22. mai.
Mánudagur 22. mai
Sögur, Ijóð og jazz
0
Gönguferð um Grjótaþorp
Sögufélagið
10-15:00
Opið hús hjá Búseta
Hamragarðar
BYKO
@BÚNAÐARBANKINN
- Traustur banki
Við byggjum á Breiddinni