Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1995, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1995, Blaðsíða 36
44 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995 Sviðsljós Mia Farrow hefur hafið nýtt líf: Býr á sveitabæ með tólf bömum Tvö og hálft ár eru liðin síðan Mia Farrow fann nektarmyndir af fóstur- dóttur sinni, Soon-Yi, sem fyrrum eiginmaður hennar, Woody Allen, tók. „Ég er orðin sterkari en ég var,“ segir leikkonan. „Ég er ekki eins hrædd og ég var en veit hins vegar ekki hvort ég þori að elska nokkurn karlmann aftur." „Böm að leik“ stendur á skilti við veginn að húsi Miu Farrow í Connecticut í Bandaríkjunum. Þang- að flutti hún eftir skilnaðinn við Woody Allen. Skilnaðurinn varð til þess að ættleidd dóttir hennar, Soon- Yi, og Woody tóku saman og eru nú par. „Það var hrikalegt áfall þegar ég fann þessar myndir og ekki síst fyrir þá sök að þær voru teknar af mann- inum sem ég elskaði og treysti. Getur maður nokkurn tíma treyst nokkurri manneskju eftir að hafa búið með manni í tólf ár og komast síðan aö því að maöur þekkir hann ekki?“ segir hún. Mia heldur á yngsta ættleidda barni sínu sem er ársgamalt. Hún á nú tólf börn og þar af em fjögur hennar eigin. Mörg barnanna koma frá fátækum löndum. Mia segist vera að reyna að ná sér eftir þessa erfiðu tíma. Hún stóð í hatrammri deilu við Woody um hvort hann fengi að um- gangast son þeirra, Satchel. Woody fær aö sjá hann sex tíma einn dag í viku undir eftirliti. Mia vill helst taka fyrir það þar sem hún telur soninn ekki hafa gott af að vera meö fóður sínum. Bjartari tímar „Nú finnast mér vera bjartari tímar fram undan. Mig hefur alltaf- langað að búa úti á landi þannig að gamall draumur er að rætast. Nú get ég ræktað mitt eigið grænmeti og við ætlum okkur að koma upp útihúsum þannig að við getum fengiö okkur hesta, hænur og fleiri dýr. Mia Farrow og Woody Allen kynnt- ust í nýársveislu árið 1980. Þau unnu tíu kvikmyndir saman en giftu sig aldrei. Þrátt fyrir að þau væru kær- ustupar bjuggu þau ekki í sömu íbúð en í sömu blokk við Central Park í New York. Rætt var um þau sem fyrirmyndarpar. Mia Farrow er með írska barnapíu enda veitir ekki af hjálpinni á þessu stóra heimili. Ein dóttirin, hin viet- namska Tam, er nær blind en syndir þó engu að síður í nærliggjandi vatni eins og fiskur. Mia Farrow er kaþólsk og segist hafa styrkst í trúnni á undanfornum árum. Hún hefur einstakt dálæti á börnum og alls staðar eru börn sem þrá að eignast heimili, segir hún. „Ég vel ekki bömin eftir neinu kerfl. Fólk hringir oft til mín og bend- ir mér á börn sem þurfa aðstoð. Mér var nýlega sagt frá litlum indíána- strák og væntanlega verður hann einn af okkur. Ég vil reyna að gera veröldina betri og kenna börnum mínum heiðarleika.“ Mia Farrow er af írskum ættum og í framtiðinni sér hún ekki sjálfa sig sem kvikmyndastjörnu heldur ömmu á írlandi. „Ég ætla að verða skrítin amma sem hangir á börunum og drekkur Guinness," segir hún. Mia Farrow er að ná sér eftir erfiða tima, skilnaðinn við Woody Allen. Sannleikurinn um ABBA í nýútkominni bók: Agneta og Fríða slógust i nýútkominni bók um hljómsveitina ABBA kemur í ljós að á bak við glitr- andi ímynd ríkti ágreiningur og óvinátta. Samtímis því sem tugir milljóna streymdu í kassann leystist hljómsveitin smátt og smátt upp vegna deilna Fríðu og Agnetu, að því að fullyrt er í bókinni sem ber heitið ABBA, The Name of the Game. Bók- in er skrifuð af Englendingunum Andrew Oldham og Tony Calder sem sagðir eru þekkja vel til í poppheim- inum. Það hversu Fríða og Agneta voru ólíkar var styrkur hljómsveitarinnar í sviðsljósinu en hafði jafnframt ör- lagarík áhrif. Þegar ABBA var stofn- uð voru Björn Ulvaeus og Benny Andersson góðir vinir. Fjórmenning- amir eyddu miklum tíma saman. í kjölfar sigursins í Evrópusöngva- keppninni 1974 tóku við fjölmargar tónleikaferðir. Fríðu leið vel á þess- um ferðum. Hún hafði stefnt að því að verða stjarna og hún sólaði sig í frægðinni. Agnetu dreymdi um kyrrlátt fjölskyldulíf. Henni leið illa í tónleikaferðunum og saknaði bam- anna sinna heima í Svíþjóð. Hún átti erfitt með að aðlaga sig lífi þotufólks- henni. Agnetu fannst Fríða snobbuö en fékk einnig minnimáttarkennd þegar hún bar sig saman við hana. í bókinni segir að ástandið hafi versn- aö smátt og smátt og í lokin hafi stúlkurnar ekki þolað hvor aðra. í einni tónleikaferðinni slógust þær og þurfti umboðsmaðurinn að greiða fyrir skemmdir á hótelherbergi. Þegar ABBA var í sinni síðustu hljómleikaferð i Bandaríkjunum 1979 vissu allir að það var í síðasta sinn sem Svíarnir íjórir, er lögðu heiminn að fótum sér, stæðu á sviði ABBA, Svíarnir fjórir sem lögðu heiminn að fótum sér. Fríðu leið vel innan um þotuliðið sviðsljósinu. Agnetu létti þegar ABBA var leyst upp. Nú lifir hún eins konar Gretu Garbo-lifi og kemur sjaldan fram opinberlega. ... að leikkonan Olivia Newton- John værl nú með eigln sjón- varpsmyndatlokk þar sem hún heirnsæklr náttúruunnendur víða um heim. í Bandaríkjunum dvaldi hún nokkra daga hjá Patrick Swayze sem ræktar arabahesta. ... að fyrirsætan Rachel Hunter, eiginkona söngvarans Rods Stewarts, hefði gaman af iþrótta- grein sem er blanda af hnefaleik- um og karate þar sem allt mögu- legt er leyfilegt. Rachel segir að í fyrstu hafl sér }>ótt þetta gróf grein en nú sé hún alveg freisuð. ... að Tom Cruise og kona hans Nicole væru búin að ættleiða lit- inn dreng sem fengið hefur nafn- ið Connor. Áður höfðu þau æft- leitt lltla stúlku, ísabellu, sem er tveggja ára. Ekki er langt sfðan leikkonumar isabella Rossellini og Michelle Pfeíffer ættleiddu lít- il böm. ... að ástin blómstraði enn hjá David Bowíe og Iman konu hans eftir nokkurra ára hjónaband. Þau eiga von á erfingja i sumar og hlakka mikið til. Nýlega keyptu þau sér „sumarbústað" i Karíbahafinu fyrir 200 milljónir króna. ... að sænska stúlkan Ulrika Jonsson, sem eitt sinn var í ást- arsambandi við Játvarð Breta- priris, væri ein af 50 hæst laun- uöu sjónvarpskonum Bretlands meö um $0 milljónir króna i árs- tekjur. Ulrlka er gift kvikmynda- tökumanninum John Turnbuli og eiga þau einn son.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.