Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1995, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1995, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 9 :e>v Stuttar fréttir Mannfail á Filippseyjum Tuttugu múslímskir öfgamenn og sjö hermenn voru drepnir í hörðum átökum á suðurhluta Filippseyja. Isrælargefaeftá’ ísraelar hafa komið til móts við Palestínumenn í viðræðum um sjálfstjórn hinna síðamefndu á Vesturbakkanum. Gefa þeir fyr- irheit um sams konar sjálfstjórn og er á Gazasvæðinu. Mandela ávarpar þingið Nelson :. Mandela, for- seti Suður-Afr- íku, ávarpaöi þingið eftir að hafa lent í pól- itísku illviðri sem varð þegar hann viður- kenndi að hafa geftð varðmönn- um Afríska þjóðarráösins leyfi til að drepa i þeim tilgangi að vernda aðalstöðvar’ ráðsins. Von í Norður-Kóreu Bandaríkjamenn segja aö kjamorkuviðræður við Norður- Kóreumenn gefi góö fyrirheit Hindra kjarnorkutilraumr Rainbow Warrior, skip Green- peace-samtakanna, er á leið til Kyrrahafseyjanna í þeim tilgangi að hindra að Frakkar heíji kjam- orkuvopnatilraunir á ný. Eboiaveira hæg w á sér Læknar em sannfærðir um aö útbreíösla Ebolaveirunnar í Zaire hafi náð hámarki. Um 200 manns hafa látist af völdum herniar. Tekur í hönd ráðherra Gerry Ad- ams, leiðtogi Sinn Fein, tók í fyrsta skipti í hönd bresks ráöherra á al- mannafæri i gær. Handa- bandið þykir tákn þess að friður sé í nánd á Norður-írlandi. Strútaræktihættu Sérstök nefnd á vegura Evrópu- sambandsins rannsakar hvort ræktun strúta í norðurhluta Evr- ópu, td. Noregi, gangi í berhögg viö dýraverndunarlög. Strútar geta ekki gert Qaðrir sínar vatns- heldar með því að smyrja þær fitu og verður kalt ef rignir. Deitt um erfðabreytt kjöt Andstaöa er innan ráðherra- neftidar Evrópusambandsins viö markaðstengingu kjöts erfða- breyttra dýra án sérstakrar merkingar. Danir, Þjóövetjar, Svíar, Asuturríkismenn og Grikkir viija merkja erfðabreytt kjöt sérstaklega. Villleyfafánabruna Ciinton Bandaríkjafor- seti er á móti stjórnar- skrárákvæðum sem banna aö bandaríski fáninn verði brenndur. Seg- ir hann slíkt bann stangast á við tjáningarfrelsi. Tóbaksframleiðandi í Banda- rikjunum hefur ftarlægt tóbaks- augiýsingar af íþróttavöllum sem voru þannig staðsettar að þær sáust reglulega í sjónvarpi. Reyndi hann þannig að fara fram þjá lögum um bann við sjón- varpsauglýsingum á tóbaki. Reuter/RB Útlönd Kanadískar stúlkur flykkjast á ógeðslegt morðmál: Pyntað og nauðgað á myndböndum - dómari vill ekki að hætt verði að nota myndböndin Kanadískar unglingsstúlkur flykkj- ast nú að réttarhúsi Torontoborgar í von um að komast inn í einn réttar- salinn og verða vitni að því þegar myndbönd með pyntingum og nauðgunum í einu viðbjóðslegasta morðmáh Kanada eru spiluð fyrir réttinum. Myndast biðraðir við húsið strax upp úr miðnætti. Um er að ræða morðmál sem kallað hefur verið morðmál aldarinnar í Kanada. Þrítugur endurskoðandi, Paul Bernado, er ákærður fyrir að hafa nauðgað og misnotað tvær ungl- ingsstúlkur kynferðislega í nokkra daga áður en hann myrti þær og henti misþyrmdum líkömum þeirra í stöðuvatn. Tók hann aðfarimar upp á myndbönd og eru þau helsta sönn- unargagn ákæruvaldsins. Eiginkona Bemados, sem þátt tók í ósköpunum, hefur þegar játað á sig manndráp og afplánar 20 ára fangelsisdóm. Einungis dómarinn, lögmenn og kviðdómendur hafa fengið að sjá myndböndin en aörir hafa einungis heyrt hljóðupptökurnar. Þar má heyra þjáðar unglingsstúlkur grát- biðja Bemado um miskunn meðan hann niðurlægir þær á allan hugsan- legan máta og heldur þeim í greipum óvissunnar. Þær eru með bundið fyr- ir augun og til að fá fýsnum sínum fullnægt segir Bernado að þær verði að standa sig eigi þær að fá plús í kladdann hjá sér, að öðmm kosti Leikkonan Tori Spelling, sem getiö hefur sér gott orö fyrir leik sinn í fram- haldsþáttunum Beverly Hills 90210, kemur til frumsýningar kvikmyndarinn- ar Congo í Los Angeles i gærkvöldi. Myndin fjallar um leiðangur sem held- ur til ókannaðs landsvæðis í Afríku. Þess má geta að Tori er dóttir Arons Spellings, helsta sápuóperu- og framhaldsþáttaframleiðanda Hollywood. Slmamynd Reuter muni þær ekki eiga sjö dagana sæla. En þó stúlkurnar hafi svalað sjúkleg- um fýsnum Berados og eiginkonu hans kyrkir hann þær að lokum með rafmagnssnúm, steypir fæturna nið- ur og fleygir líkunum í stöðuvatn. Kaldhæðni örlaganna er að önnur stúlkan kom að læstum dyrum heima hjá sér þar sem hún kom of seint heim um kvöld. Bernado kom þá akandi í bíl og bauð henni sígar- ettu. Þar vom örlög hennar ráðin. „Þetta er ótrúlega sjúkt,“ segir ein tvítug stúlka sem hlustað hefur á myndböndin og önnur bætir við: „Ég er ári eldri en fómarlömbin og þetta hefði getaö hent mig. Ég vil komast að því hvað gerðist." Móðir annarrar stúlkunnar og veijendur hennar hafa þráfaldlega reynt að stöðva spilun myndband- anna fyrir rétti en ekki orðið ágengt. Á meðan flykkjast unglingsstúlkur, jafnaldrar fórnarlambanna, að rétt- arsalnum. Reuter Nr. Leikur: Röðín 1. Brasilía - Sviþjóð 1 - - 2. Assyriska - Luleá 1 - - 3. Forward - Umeá - -2 4. Lira - Visby -X - 5. GIF Sundsv - Gefle --2 6. Vásby - Brage_________1 - - 7. Falkenberg - Ljungskile - -2 8. GAIS - Hássleholm 1 - - 9. Hácken - Elfsborg_____1 - - 10. Landskrona - Myresjö --2 11. Norrby - Gunnilse 1 - - 12. Skövde - Oddevold --2 13. Stenungsun - Kalmar FF 1 - - Heildarvinningsupphæð: 66 milljónir 13 réttir 1.369.690 kr. 12 réttir 11 réttir 10 réttir 45.200 4.360 1.320 kr. kr. kr. Supermanfær að setjast upp írúmisínu Superman- leikarinn Christopher Reeve fékk að setjast upp víð dogg í rúmi sínu í gær í fyrsta sinn frá því að hann hálsbraut sig þegar hann kastað- ist af hestbaki í síðustu viku. Reeve lamaðist við slysið. Leikarinn gekkst undir sex klukkustunda aðgerö á mánudag þar sem efstu hryggjarliðirnir tveir voru festir við neðsta hluta höfuðkúpu hans til þess að hann gæti haldið höfði. John Jane, læknirinn sem ann- ast Reeve á háskólasjúkrahúsinu í Virginíu, sagði líkur á því að Reeve fengi brátt aö setjast í stól. „Hann er hress í bragöi," sagði John Jane. Mæna leikarans fór ekki í sund- ur við slysið. Læknarnir notuöu ellefu granna víra úr títani og bein sem tekið var úr mjöðm Reeves til að festa hryggjariiöina saman, Jane sagði að Reeve kynni að fá einhvem mátt í efri hluta lík- amans en of snemmt væri þó að segjatilumþað. Reutcr Nr. Lelkur: RöOln Nr. Lelkur:_______________Röðln 1. Fiorentina - Milan --2 2. Napoli - Parma 1 - - 3. Bari - Sampdoria______- -2 4. Juventus - Cagliari 1 - - 5. Genoa - Torino 1 - - 6. Cremoriese - Roma --2 7. Inter - Padova 1 - - 8. Reggiana - Foggia -X - 9. Lazio - Brescia_______1 - - 10. Cesena - Ancona 1 -- 11. Ascoli-Udinese --2 12. Chievo - Vicenza --2 13. Salernitan - Lucchese -X - Heildarvinningsupphæð: 10 milljónir 13 réttir 12 réttir 11 réttir 10 réttir kr. kr. kr. kr. John Major stend- urmeðráðherran- umsínum John Major, forsætisráðherra Bretlands, stendur með ráðherra í stjórn sinni sem sakaður er um að gefa þinginu „ósannar" upplýsingar um stefnu stjórnvalda í vopnasölu til íraks á árunum áður en Persaflóa- stríöið var háð árið 1991. Ráðherrann, Wilham Waldegrave, lýsti því yfir í gær að hann ætlaði ekki að segja af sér vegna málsins. Bráðabirgðaskýrslu, seth opinber rannsóknarnefnd samdi um vopna- söluna, var lekiö til fjölmiðla en loka- skýrslan er ekki væntanleg fyrr en í haust. John Major setti rannsóknamefnd- ina á laggimar til að kanna staöhæf- ingar um að breska ríkisstjórnin heíði horft fram hjá vopnasölu til íraks á níunda áratugnum á meðan landið átti í stríði við íran. Vopna- sala til íraks var bönnuð á þeim tíma. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.