Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1995, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1995, Side 4
4 MÁNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1995 DV Landspítalinn: Reykurvegna eidsfbil Mikill reykur myndaðist á lóð Landspítalans, bak viö Blóðbank- ann, um miðjan dag í gær þegar kvíknaði i bíl sem stóð við svo- kallað ketilhús. Bíllinn hafði ver- ið 1 viögerð inni í húsinu þegar kviknaði í honum og starfsmenn spitalans komu honum út í tæka tiö. Þar slökktu slökkviliðsmenn eldinn. Reykur komst ekki inn í sjúkra- deildir heldur truflaði fyrst og fremst eldvamakerfið. Flautur fóru víða í gang um spítalann og ollutöluverðuónæði. -bjb ÖlvuníKeflavík: Tvær líkams- árásir Talsverð ölvun var í miðbæ Keflavíkur um helgina. Lögregl- unni höfðu í gær borist tvær kærur vegna minni háttar lík- amsárása sem áttu sér stað á göt- um Keflavíkur, önnur aðfaranótt laugardags og hin aðfaranótt sunnudags. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu voru líkamsárásirnar svip- aðar eölis. í báðum tilvikum var um að ræða átök milli tveggja manna. Meiösl þeirra vom minni háttar. -bjb InnbrotílObíla: Hliðarrúður brotnarupp Rannsóknarlögregla ríkisins er með í rannsókn 10 innbrot í bíla víðs vegar um höfuöborgarsvæð- ið eftir heigina. Dýrum útvarps- tækjum og/eöa geislaspilurum og -diskum var stolið úr þeim öllum. Verömæti þýfisins í þessum 10 innbrotum er í kringutn 1 milljón. Innbrot í bíla hafa tekið á sig nýja mynd. Þjófarnir eru farnir að brjóta hliðarrúður til að kom- ast inn í bílana þannig að ekki nægir að læsa þeim. Sérstök tól virðast vera notuö til verksins því að rúðurnar eru brotnar án nokkurs hávaöa, samkvæmt því semRLRkemstnæst. -bjb Fréttir Kvennaráðstefna Sameinuðu þjóðanna 1 Peking: Ótrúleg gæsla á Torgi hins himneska friðar „Við sem tökum þátt hinni opin- beru ráðstefnu SÞ hér í Peking höf- um ekki orðið fyrir neinum töfum eða öðrum óþægindum. Allt rann mjög ljúflega í gegn á flugvelhnum þegar við komum til Kína. Eins gekk allt vel fyrir sig á hótelinu. Við fórum svo skömmu eftir komuna hingað að Torgi hins himneska friðar til að hitta þar aöra þátttakendur frá Vest- urlöndum. Um leið og við komum út úr leigubifreiðunum voru teknar ljósmyndir af okkur og það var hreint ótrúleg gæsla þarna. Hún bitnaði þó ekki á okkur en maður varð mikið var við lögreglumenn. Það var greinilegt að þarna átti ekki að leyfa neins konar uppákomur," sagði Kristín Ástgeirsdóttir þing- kona en hún er ,einn af fulltrúum íslands á opinberu kvennaráðstefn- unni í Peking sem hefst í dag. Hún sagði að þær hefðu fariö í gær, þrjár íslenskar konur, á óopin- beru kvennaráðstefnuna. Þaðan hafa borist fréttir um töluverða spennu og að kínversk yfirvöld væru að gera mörgum þátttakendum lífið leitt. Þar sagöist Kristín hafa hitt íslenska þátttakendur sem haldi því fram að fréttirnar af þvi sem þarna hefur gerst séu orðum auknar. „Þaö er hins vegar ljóst að sumar konur hafa lent þarna í erfiðleikum vegna framkomu kínverskra yfir- valda. Það er til að mynda alveg ljóst að framkoma yfirvalda í garð útlaga- kvenna frá Tíbet hefur verið óþol- andi. Yfirvöldum voru enda settir úrslitakostir.'Annaðhvort létu þau af þessum ofsóknum gegn tíbetsku konunum eða ráðstefnunni yrði slit- ið. Það er alveg ljóst að kínverskir ráðamenn hafa tekið mark á þeim hótunum þvi að við þrjá sem komu þama að frá Peking urðum ekki var- ar við neinar hindranir eða gæslu á ráðstefnusvæðinu," ságði Kristín. - segirKristínAstgeirsdóttirþingkona Opinberri heimsókn Vigdisar Finnbogadóttur, forseta islands, til Kína lauk i gær. I dag mun hún hins vegar flytja ávarp við setningu kvennaráöstefnu Sameinu þjóðanna i Peking. Hér er Vigdís að heilsa ungri kínverskri stúlku sem tók á móti henni á einum staðnum í hinni opinberu heimsókn. OV-símamynd GTK Hin opinbera ’ kvennaráðstefna hefst Peking í dag, mánudag. Hún hefst með hátíðardagskrá í Höll al- þýðunnar þar sem Vigdís Finnboga- dóttir, forseti íslands, flytur hátíð- árávarp og þakkar fyrir hönd þjóða heims því hún er hæst setti embætt- ismaður sem staddur er á ráðstefn- unni. Ráðstefnan sjálf hefst svo form- lega klukkan 15 í dag og byrjar með ávarpi Benazir Bhutto, forsætisráð- herra Pakistan. Kristín Ástgeirsdótt- ir segir að talað sé um að hún hafi troðið sér fram fyrir forseta íslands með sitt ávarp. Vigdís flytur sitt ávarp strax á eftir. Formannsslagurinn Um fátt er meira talað þessa dag- ana en formannskosninguna í Al- þýðubandalaglnu. Þúsundir er- lendra fréttamanna flykkjast til landsins, augu alheimsins beinast að íslandi og íslenska þjóðin sjálf stendur agndofa af spenningi yfir þvi hvort verði kosið formaður, Steingrímur J. Sigfússon eða Margrét Frímannsdóttir. DV tók frambjóðenduma báða tali um helgina, enda hefur þeim fjölmiðlum fækkað í seinni tíð sem hafa getað setið á sér um að taka afstöðu. Til að mynda hefur Stein- grímur sérstaklega kvartað undan því að Alþýðublaðið styður Margr- éti sem hann telur aö geti haft af- gerandi áhrif á kosningaúrslit. Þess vegna er Steingrímur ánægð- ur með að DV skuli vilja hafa við sig viðtal, því hann fær ekki inni í Alþýðublaðinu. Blaðamaður DV: Og hver er svo munurinn á ykkur? Steingrímur: Ég er karl, hún er kona. Margrét: Ég er kona, hann er karl. Blaðamaður: Ja, ég meina póli- tískan mun. Steingrímur: Þetta er ekki spum- ing um pólitík, við eram bæði í sama flokknum. Þetta er frekar spurning um persónur sem eiga að leiða flokkinn. Margrét: Munurinn er ekki mik- ill í pólitískum skilningi, annars værum við ekki í sama flokki. Þetta er frekar spuming um hver eigi að ráða í flokknum. Ég vil hafa meiri samráð við flokkinn, flokksmenn hafa ekki verið spuröir álits þegar stefnan hefur verið mörkuð. Blaðamaður: Hverjum er það að kenna? Steingrímur: Það er engum aö kenna. Flokksmönnum hefur fækkað, forystan hefur þurft að taka völdin. Annars getur Margrét ekki kvartað, hún hefur verið í for- ystunni, hún situr í miðstjórn. Margrét: Ég er ekki að kvarta, en forystan hefur týnt fólkinu og flokknum. Þessu vil ég breyta. Það þarf að finna fólkið í flokknum svo hægt sé að spyrja það hvað það vilji aö flokkurinn geri. Blaðamaður: Era þið þá sitt í hvorri klíkunni, sitt í hvoram arm- inum? Steingrímur: Ég er ekki í neinum armi. Eg er armur sjálfur. Margrét: Ef þú heldur að ég sé í ólafsarminum, þá er það ekki rétt. Ólafur Ragnar hefur verið ágætur formaður en hann hefur bara ekki fundið fólkið. Það er ekki honum að kernia, heldur fólkinu. Þaö er farið. Úr þessu vil ég bæta. Blaðamaður: Vilt þú ekki finna fólkið eins og Margrét, Steingrím- ur? Steingrímur: Ég vil finna flokk- inn. Blaðamaður: Er þá flokkurinn týndur eða er hann kannski ekki lengur til. Viljið þið sameiningu við aðra flokka? Steingrímur: Sameining er ekki á dagskrá. Ekki strax, ekki fyrr en viö höfum fundiö út hvort flokkur- inn sé enn þá til, svo hægt sé að sameina hann öðram flokkum undir forystu Alþýðubandalagsins. Alþýðubandalagið hefur hlutverki að gegna í þeirri sameiningu, þegar við höfum fundið Alþýðubandalag- iö. Margrét: Sameining er ekki núm- er eitt, tvö og þrjú. Sameining er háð því hvort fólkið í flokknum vill sameiningu og það þarf að spyrja fólkið og fólkiö verður ekki spurt fyrr en við finnum það, vegna þess að við finnum ekki flokkinn ef við finnum ekki fólkið og meðan við finnum hvoragt vitum viö ekki hverja við erum aö sameina. Þess vegna verður sameiningin að bíða. Blaðamaöur: Um hvað er þá bar- ist á milli ykkar? Steingrímur: Við berjumst til aö sleppa heil frá þessum bardaga. Ég vil ekki koma kalinn á hjarta út úr þessari kosningabaráttu. Það er mitt markmið. Ég vil að flokks- menn viti það. Margrét: Baráttan stendur um það hvort okkar verður kosið. Það breytir í sjálfu sér ekki miklu hvort okkar verður kosið. En um það snýst þessi kosning. Alþýðubanda- lagið verður að fá nýja forystu, það er aðalatriðiö. Þetta er ekki pólitík, við erum bæði í sama flokki. Þetta snýst ekki um kynferði, ég er kona og hann er karl. Blaðamaöur: En hver verður þá munurinn? Steingrímur: Ég er karl en hún er kona. Margrét: Ég er kona, hann er karl. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.