Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1995, Blaðsíða 32
TÉ nn c Guðmundur Andri sá Ijósglætu. Eiturlyfj aætur og fyllibyttur „Eina ljósglætan í þróun mið- bæjarins var þegar McDonald’s reisti úr rústum Hressingarskál- ans sem kominn var í ömurlega niðumíslu svo að örlítil von er þó til að sjá í sjálfum miðbæ Reykjavíkur eitthvert annað fólk en eiturlyfjaætur, tötrughypjur, fyllibyttur, raslafótutínara og dettandi börn á hjólabrettum." Guömundur Andri Thorsson, i Alþýðublaöinu. Fréttnæmt frí „Ég er nú bara að fara í frí. Ég veit ekki hvort það er fréttnæmt." Siguróur Tómas Björgvinsson, i Al- þýðublaóinu. Ummæli Röggsamur borgari „Þegar ég kom austar í bæinn, áleiðis að lögreglustöðinni, fóru piltarnir að ókyrrast. Þá jók ég hraðann og ók beint að stöðinni. “ Bragi Einarsson, i DV. Veira D-listans „Veira af þessum D-stofni náði allar götur upp í Mosfellssveit með áætlun um að endursmíða gamalt fjós undir mynd eftir mann ofan úr Kjós.“ Ásgeir Hannes, i Tímanum. Geðvondur og skemmtilegur „Stjórnmálamaðurinn Hallgrím- ur Helgason virðist vera bæði geðvondur og fordómafullur meðan rithöfundurinn er léttur og skemmtilegur." Jón Kr„ i Timanum. Ekki eru allar bækur ódýrar. Dýr bók Hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir bók era 8.140.000 sterl- ingspund. Sú upphæð var greidd fyrir Guðspjallabók Hinriks ljóns, hertoga af Saxlandi, á upp- boði hjá Sotheby’s í London þann 6. desember 1983. Hermann, munkur í Helmers- hausen-klaustrinu um 1170, sá Blessuð veröldin um að fegra bókina en hún er 225 blaðsíður og 34,3 x 25,4 sentímetr- ar að stærð. í bókinni er 41 heils- íðumynd. Dýr einblöðungur Eintak af sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna er dýrasti ein- blöðungur sem keyptur hefur verið. Eitt eintak, af þeim 22 sem prentuð voru hjá Samuel T. Free- man og Co. í Fíladelfíu áriö 1776, var selt Chapin-bókasafninu í Williams College í Willamstown í Massachusetts í Bandaríkjun- um þann 22. apríl 1983. Þetta átti sér stað á uppboði hjá Christie í New York en verðið var 412.500 dalir. 44 MÁNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1995 Allvíða léttskýjað í dag er gert ráð fyrir breytilegri átt, víðast hvar fremur hægri. Reikna má með skúraleiðingum suðaustan- Veðriðídag lands, en í öðrum landshlutum verð- ur þurrt og allvíða léttskýjað. Hiti verður á bilinu 8-14 stig að deginum, hlýjast suðvestanlands. Á höfuðborgarsvæöinu verður hæg norðanátt, um tvö vindstig og hitinn um 13 stig. Sólarlag í Reykjavík: 20.35 Sólarupprás á morgun: 06.20 Síðdegisflóð í Reykjavík: 14.08 Árdegisflóð á morgun: 02.46 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 12 í gær: Akureyri skýjað 10 Akurnes súld 7 Bergsstaðir léttskýjað 10 Bolungarvík léttskýjað 8 Grímsey léttskýjað 6 Egilsstaðir skýjað 6 Kefla víkurflugvöllur skýjað 12 Kirkjubæjarkla ustur skúrásíð. klst. 9 Raufarhöfn léttskýjað 7 Reykjavík skýjað 11 Stórhöfði úrk. í grennd 9 Helsinki skýjað 25 Kaupmannahöfn rigning 13 Stokkhólmur rign. ásíð. 17 klst. Þórshöfn rigning 9 Amsterdam skúr 14 Barcelona skýjað 24 Chicago hálfskýjaö 17 Feneyjar skýjað 20 Glasgow skýjað 19 London skýjað . 19 LosAngeles skýjað 19 Mallorca hálfskýjað 30 New York léttskýjáð 19 Nice léttskýjað 27 Nuuk rigning 9 Orlando þokumóða 24 París hálfskýjað 19 Róm skýjaö 24 Vín skýjað 18 Winnipeg lágþokubl. 9 Ævintýrakona og dýravinur „Bangsi er allur að koma til. Hann er mjög ánægður með að vera kominn heim til sín. Bangsi er alveg alsæil og fjölskyldan sömuleiðis með að vera búin að endurheimta hann,“ segir Ríkey Ingimundardóttir myndlistarkona Maður dagsins en gæludýrið hennar, símasköttur- inn Bangsi, komst í fréttirnar á dögunum þegar hann komst loks- ins heim til sín eftir að hafa verið týndur í meira en ár. „Þetta er eins og að fá týnda son- inn aftur,“ sagði Ríkey enn fremur og var hin kátasta þegar við slógum á þráðinn til hennar á föstudaginn. „Eg er búin að eiga Bangsa í fimm ár en áður átti ég Kasper sem var líka símasköttur en ég er mikið fyrir þá. Ég átti líka einu sinni kött Ríkey Ingimundardóttir. sem hét Guðbrandur og hann elti mig hvert sem ég fór,“ bætir Ríkey við en hún er mikill dýravinur og hefur átti ketti í fíöldamörg ár. „Ég hef átt ketti síðan ég var krakki. Ég er mikill dýravinur og hef átt mörg gæludýr, t.d skjald- böku, froska, hamstra og naggrísi. Svo átti ég líka einu sinni hest og einu sinni átti ég iíka hund.“ „Mér þykir mjög heimilislegt að hafa dýr og við hugsum mjög vel um þau. Það eru allir í mimii fíöl- skyldu miklír dýravinir og stelp- umar mínar þrjái', sem era upp- komnar, eru allar með gæludýr," segir Ríkey en margir kannast trú- lega við nafn hennar enda er hún listakona og hefur haldið sýningar á verkum sínum. „Ég hef líka gaman af því að gera myndir af dýrum og hef gert bæði styttur af köttum og hestum. Ég er útskrifuð sem myndhöggvari en lærði málun áður og var svo þrjú og hálft ár í keramik.“ Rikey bjó í Bandaríkjunum og kunni því mjög vel. Hún segir að hver dagur hafi verið eins og ævin- týri og hún gæti alveg hugsað sér að búa þar aftur enda sé hún ævin- týrakona. Myndgátan Óframfærinn maður Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði. Tveir leikir í 1. deild karla Fimmtándu umferð fslands- mótsins í 1. deild karla í knatt- spyrnu lýkur í kvöld en þá fara fram tveir leikir, annar í Reykja- vík en hinn í Keflavík. Reykjavíkurrisarnir Valur og KR leika á Hlíöarenda og Fram- arar sækja ÍBK heim suður með sjó. Bæði Fram og Valur era í mik- illi fahhættu og þurfa nauðsyn- lega á stigum að halda. KR og ÍBK eru hins vegar í efri hluta deildar- innar. KR-ingar hafa verið á núklu skriði að undanförnu en Keflvíkingar hafa eilítið gefið eft- ir. Skák Lev Polugajevsky er látinn í París eftir langvinn veikindi, á 61. aldursári. Hann var einn fremsti stórmeistari heims um árabil, varð þrívegis efstur ásamt öðrum á skákþingi Sovétríkjanna og tefldi marg- sinnis í áskorendakeppni. Poluggjevsky tók þátt í fjórum alþjóðlegum mótum hér á landi, fyrst á heimsmeistaramóti stúd- enta 1957, síðast á Reykjavíkurskákmót- inu 1988. Polugajevsky var þekktur fyrir útsjón- arsemi sína í erfiöum stöðum og gott auga fyrir óvæntum möguleikum. Hér hefur hann hvítt og á leik gegn Bilek 1969: 30. Bxf6! Hel+ 31. ,Kh2 Hxcl Svo gæti virst sem hvítur hefði leikið illilega af sér, þvi að drotmingin er nú leppur og má sig hvergi hræra. Polugajevsky hafði hins vegar séð þetta fyrir og lauk skák- inni meö 32. Bd5 +! og svartur gaf. Ef 32. - Hxd5 33. Dxb8 +, eða 32. - Kf8 33. Bg7 + Ke8 34. Bf7 mát! Bridge Þetta spil kom fyrir í spilaklúbbi í New York fyrir fimm árum. Góð tilþrif sáust í sókn og vöm en sagnir gengu þannig: ♦ ÁK2 • ¥ KD8 ♦ ÁK732 + 82 * 109863 ¥ 765 ♦ DG8 + K3 * DG75 ¥ Á1093 ♦ 104 + G97 + ÁD10654 Austur Suður Vestur pass pass pass pass 1 G pass pass 3 G p/h Norður 14 2 G Útspil vesturs var spaðatían, sagnhafi drap strax á ásinn og austur setti drottn- inguna til að sýna gosann í litnum. Sagn- hafi spilaö strax laufi á tíuna og austur sýndi góða vörn með því að setja lítiö spil. Ef hann hefði drepið á kóng, var eftirleikurinn auðveldur. Suður spilaði þá tígli á ás og siðan hjartakóng. Austur drap á ás og spilaöi lágum spaða. Sagn- hafi gaf einu sinni, drap síðan á kóng og austur losaði sig við gosann. Sagnhafi tók nú tvo slagi á hjarta, tígulkóng og staðan var þessi: ¥ II ♦ 732 + 8 ♦ 96 ¥ -- ♦ G + K * 7 ¥ 10 + G9 * -- ¥ - - ♦ -- + ÁD65 Nú kom laufáttan og austur setti níuna (betri vörn hefði veriö að setja gosann) og sagnhafi reyndi að lesa stöðuna. Sagn- hafi bjóst við að austur hefði opnun- ardoblaö með DG í spaða, hjartaásinn og KG í laufi. Meö það fyrir augum setti hann laufásinn og átti afganginn af slög- unum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.