Þjóðviljinn - 24.12.1955, Qupperneq 5
5
; ... .. i.
Þrjár stúlkur standa við
Nýja bió að skoða myndir af
þeLm ójarðnesku undravei-um
sem hafa runnið í gegnum
einhverja guðdómlega trekt
á þann geografíska púnkt sem
heitir Hollywood: þar líður
fólkið um með sælubros á vör
frá morgni til kvölds og þarf
skrúflykil til að ná himna-
grímunni af andlitum þess á
kvöldin til þess að það geti
farið að sofa í hausinn á sér.
Og sem þær belgja sig út af
angan ævintýrsins þá kemur
ameríkumaður úr hernámslið-
inu dulbúinn sem borgari í
rauðum molskinnsjakka sem
einskonar chargé d’ affaires
þessa draumareits. Hann seil-
ist til þeirra, hnippir í eina.
Þau taka tal saman. Hann
kallar í félaga sinn sem hefur
norpað út á götunni.. þ, þe^s-.^
ari sérlegu sendisveit eru tveir
menn; stúlkurnar íslenzku
þrjár: skjaldmeyjar íslenzkra
kvendyggða.
Þau fara saman.
II.
Á Arnarhóli setjumst við
undir styttu Ingólfs Arnarson-
ar. Hins fyrsta landnáms-
manns sem stendur steigurlát-
ur yfir plássi sínu. Undir hon-
um sitja gamlir menn um
daga og spjalla saman um sinn
tíma og útlista hin gagngeru
ómerkílegheit þess tíma sem
nú er. En við girðinguna hjá
Sænska frystihúsinu eru hinar
iharðsnúnu sveitir Bakkusar
tveir þrir eða fjórir saman í
hóp. Þessir hópar riðlast,
renna saman, sundrast á ný
eiiis og Ijósbrot á vatni. Á
gangstígnum standa tveir og
halda samtimis sömu ræðuna
hvor framan í annan um að
vera og vera þó ekki og vera
þó kannski samt og eru eins og
tveir speglar sem horfa hvor
við öðrum án þess að nokkur
maður hafi gengið á milli.
Hinir ræða skáldskap og
fegurð og vændiskonur. Yfir
túnið gengur einmana negri af
flutningaskipi og raular og
reykir hvíta sígarettu. Sundin
eru eins og véltækur blár ak-
ur endalaust sléttur og sól
sem linnir ekki rausn sinni
fyrr en einhvern tíma seint í
nótt að hún les sig eftir reipi
sínu niður um hið heimsfræga
gat á Snæfellsjökli. En hann
bíður hér og hljóður og kald-
ur við sjónhring og veit að
hann fær líka yl í magann.
ffl.
Hjá gömlu mönnunum stend-
ur kíkir. í hann horfir drengur
á köflóttri skyrtu með graslit
á hnjánum og hann sér að úti
á sundunum potar ósýnilegur
sjávarguðsfingur áfram litlu
hvítu skipi með lítinn hvítan
reykháf með rauðum röndum
og fölbleikan taum upp úr
blandaðan brúnum keim.
Gömlu mennirnir segja: O
það er útlendingur.
Nei, segir einn 'þeirra: Það
er hann Drangajökull.
Enn horfir drengurinn í kík-
inn. Þeir eru á skaki þarna
úti villevekk, segir drengur-
ínn.
Hvað ætli þeir fiski, segir
einn gömlu mannanna og hef-
ur tekið að sér að vera sér-
fræðingur um alla útgerð og
raunar Iandshagi yfirleitt.
Thor Vilhjálmsson
Gengið um bæinn
einn sumardag
Ætli það sé ekki meira að
þeir látist vera að þessu en
fiskirí, sagði hann.
Enginn hreyfir athugasemd
við því. Þeir horfa út á sjó-
inn eins og tortryggnar papa-
gaujur á varir hins eineyga
témjára og vérðá áð hafa það
eitt yfir sem hann hefur kennt
þeim meðan litir frumskógar-
ins öðlast ekki sitt ljóð.
Hinn sérfróði heldur áfram:
Það er eitthvað annað núna en
þegar hami Sæmundur minn
var að fá hann héma í bugt-
inni.
Já, segir annar; það liefur
ekkert verið að fá síðan ensku
togararnir komu.
Sá þriðji minnist þess þegar
íslenzku skipin komu: Já það
var mikið smátt á dekkinu hjá
þeim. Þetta var bölvað smælki
margt. Og skelfiskur og þang
mestallt. Og allskonar helvítis
puserí. Já þetta skrapaði alveg
botninn. Og það varð bókstaf-
lega ekkert eftir.
Úr tiltölulega meinlausum
fiskfræðingamóti ætlar þetta
að snúast upp í heiftarlega
togarahaturssamkomu. En hér
geta engin átok orðið. Þeir eru
allir sammála. Enginn and-:
mælir öðrum. Þettta er heið-
ursklúbbur gamalla manna
með húðina eins og víðan
vettling á höndunum sem erú
vaxnir upp úr því að verá
annað en sammálá. Þegar líð-
ur á daginn finnst þeim út-
flutningurinn. ætti að vera
meiri en innflutningurinn en
segja að innflutningurinn sé
meiri en útflutningurinn. Það
sé önnur meiningin uppi um
búvísindin en hjá honum
Bjama mínum í Hólminum
þegar hann var að reita þetta
saman á fjörðunum.
IV.
Hjá stakkétistum er kyrrt.
Þeir tala saman lágum hás-
um rómi. Meðal þeirra má
finna ýmsa eðlisprúðustu og
háttvísustu borgara þessa
bæjar, Ég hef séð það í blöð-
unum að skikkanlegu fólki
vaxi í augum og hafi af því
angur að sjá þessa meinlausu
menn sitja við grindverkið og
ræða alvarleg málefni og
skiptast á fagurfræðilegum
sjónarmiðum og halda menn-
ingarviljanum vakandi með
því að súpa stundum á flösku
þegar vel ber í veiði. Og sum-
ir hinna ákaflyndu dagblaða-
höfunda skrifa um þessa menn
eins og áðumefnt tiltæki
þeirra verðskuldi fangelsisvist,
vilja helzt láta aka þeim út
á öskuhaugana eða setja þá í
búr á almannafæri. Væri ekki
nær að láta þá hafa ókeypis
Ijóðabækur svo að þeir þurfi
ekki að leggja á minnið ? Eng-
um mönnum er nauðsynlegra
að hafa mikinn skáldskap til-
tækan til að létta sér lífsbar-
áttuna. Og þeir borgarar
þessa bæjar sem mega missa
túkall ættu ekki að gera sér
leik að því að neita neinum
þessara manna um hann nema
þeir geri þá ráðstafanir til að
útvega þeim sama læknishjálp
og hælisvist.
V.
Svo kom kona reikul i spori
og slæpt og segir: Má ég
kíkja?
Það kostar krónu ,sagði
einn þeirra gömlu.
Áttu krónu? segir hún við
mann sem situr á bekk með
gráslegna miðaldra skegg-
brodda.
Alveg sjálfsagt, segir hann.
Hún fær krónu og ætlar að
kíkja.
Þá stendur upp einn hinna
gömlu manna og setur lok á
kíkinn og segir: Það er alveg
þýðingarlaust fyrir þig, þú
sérð ekki neitt góða. Eg sé
heldur ekki neitt þegar ég er
kenndur.
Hún segir ekkert en horfir
á hann hissa eins og svona
svívirðilega hafi aldrei nokkur
maður talað til hennar á lífs-
fæddri ævinni.
Það er velkomið seinna, seg-
ir hann, Þú sérð ekkert núna
góða, segir hann: Ég sé held-
ur ekkert þegar ég er kennd-
ur.
Þá segir sá sem gaf krón-
una: Hvað er þetta maður?
Ætlarðu ekki að lofa fröken-
inni að kíkja?
Það þýðir ekkert, segir sá
hvurs mátturinn er og dýrð-
in: Kennt fólk sér ekkert í
kíki.
Hvaða vitleysa, segir krónu-
gjafinn: Þvert á móti, segir
hann: Hún sér tvöfalt.
Nei, segir hinn og haggast
ekki við svo ísmeygileg rök:
Nei, kennt fólk sér ekkert í
kíki. Það sér allt í svíma. Það
sér allt í ringulreið. Á því
augnabliki verður hann odd-
viti hinnar öldnu sveitar í
krafti fræðimennsku sinnar.
En þegar hann rís sem hæst
er veldi hans ógnað með sví-
virðilegu bragði, því málsvari
konunnar segir: Hérna láttu
ihann hafa tvær krónur, vittu
hvort hann tekur ekki tvær
krónur, segir hann. Og fær
henni tvær krónur.
En vitjunartími byltingar-
innar er hjá liðinn og konan
bandar gamla manninum frá
sér og er bara farin og er
mállaus og skundar reikul
niður gráa möl stígsins með
krónur tvær. Fyrir neðan hól-
inn hjá Varðarhúsinu tekur
hún mann tali sem vantaði
kannski eitthvað í líf sitt og
beið. Og þau fara saraan.
Ojæja hún er búin að ná
sér í kavalér, sögðu gömlu
mennimir í kór og það hviss-
ar í þeim eins og í gömlum
trillubátum sem eru lengi að
hitna.
■ ■■■■■■■■■■■■■■■■»■■■■•■■■.■■■!>■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Góð bók er
bezta jólagjöfin
Þegar þér kaupið
jólabókina, þá
munið að kaupa
hana hjá okkur
★
jolaosmm íaio þer
fljóta afgreiðslu í
hinni smekklegu og
rúmgóðu búð okkar.
Bókabúð Móls og menningar
Skólavörðustíg 21 — Sími 5055