Þjóðviljinn - 24.12.1955, Qupperneq 8
rauninni Kafa borgarbúar á ís-
landi lifað, ekki tímana tvenna
og þrenna, heldur marga. Gaml-
ir Reykvíkingar hafa lifað meiri
hreytingar en áður gerðust á
mörgum öldum. Tíminn hefur
þarna annað g'ildi, ekki sízt þá
er langnættið bannar nætur-
svefn, en í gömlum stórborgum,
sem hafa gamlan, gróinn mið-
bæ og jafngróna borgarastétt.
Til þess að geta skilið þessa
undarlegu og athafnasömu
borg, þyrfti maður helzt að
vera fútúristi. Það sem mestu
máli skiptir, er ekki það sem
fram er komið, heldur hitt,
sem ókomið er fram. Hvernig
sem maður vildi vanda sig að
lýsa því sem þegar er fyrir
hendi, þá er jafnvíst, að sú
lýsing yrði úreit á meðan verið
væri að skrifa hana. Breyt-
ingarnar eru svo snöggar, að
hugurinn hefur varla við, og
engu líkara en að hið ótrúleg-
asta sé hið raunverulegasta.
Allt er ein verðandi, allsstaðar
er bent á það sem koma skal
í stað þess sem er til bráða-
birgða. Höggmyndir af hetjum
og stórmennum frá liðnum
tímum gnæfa yfir grösum og
manngrúa, og það er auðséð,
að þessir fyrirmenn eru að
horfa móti framtíðinni. Stór-
hýsi, svo sem Þjóðleikhúsið, Há-
skólinn og Þjóðminjasafnið
gnæfa einnig sem sjálfgerðar
eyjar upp úr þessu umróti
hinnar verðandi borgar, og
benda til framtíðarinnar. Eðli
þessarar borgar er framkvæmd
og hugur, hún siglir hraðbyri
móti hinu ókomna, móti því
að verða mikil hafnar- og iðn-
aðarborg, frægt norrænt lær-
dómssetur, stórborgin í Atlanz-
hafi, seguiaflsvæði miííi hímiá
tveggja meginlanda. ÍÞað er
ekkert minna en þettá, sem
hún ætlar sér. íbúarnir benda
manni á það, að um hana geti
orðið þjóðleið milli Ameriku
og Evrópu, vegna þess hve
lega hennar er frábær til þess..
Og með tiHiti til hins ótrúlega
vaxtar sem er að hlaupa í
alla hluti, hví skyldi Reykja-
vík þá ekki einnig geta átt
mikla framtíð? Hin ofurstutta
saga hennar vitnar um það,
hið stórkostlega er dálæti henn-
ar og hið ótrúlega framkvæmd|'
hennar, og útlendingnum er
það fyllilega ljóst, að hverju
tækifæri, sem býðst, muni hún
taka.
Það er eitt hið merkilegasta
og ótrúlegasta, að landið um-
hverfis er eitt hið allra hrjóstr-
ugasta, sem fyrirfinnst á ís-
landi, og að þetta er samt sá
staður, sem einna elztar sagnir
eru um í þessu landi, og á
Norðurlöndum. Ingólfur Arn-
arson nam þama land og j
byggði bæ sinn. Hann hafði
þá verið svo lengi í landinu,
að hann þekkti marga staði
sem betri voru til að reisa bú á,
og ónumda að auki. Samt kaus
hann þenna stað, því þar rak
öndvegissúlurnar á land, þar
höfðu goð hans valið honum
samastað. Á næstu öldum varð
þessi staður ýmsum ófrægari í
sögum, því flestir voru betri. í
austurátt frá Reykjavík er á
fimmtíu kílómetra leiðum ekki
annað að sjá en hinar hrjóstr-
ugustu heiðar. í suðri er hinn
mikli skagi Reykjanes, allur
eldbrunninn, og ennþá hrjóstr-
ugri og verri, og beitilandið svo
magúrt sem mest má verða.
úti á þessu vogskoma
nesi, sem nú er bráðum allt
orðið að borgarstæði, og með-
fram vogunum norður af, norð-
ur að Esju, sem virðist rísa úr
sjó rétt fyrir utan hvern norð-
urglugga í bænum, en er þó í
margra mílna fjarlægð, eru
mjóar landræmur, þar sem
unnt er að stunda landbúnað.
Ég þori ekki að fullyrða, að
hið óskiljanlega staðarval Ing-
ólfs Arnarsonar sé lykill að
þeirri gátu sem Reykjavík
vorra daga er ókunnugum
manni, en það er fyrst á vor-
um dögum sem hin undarlega
ákvörðun átrúnaðargoða Ing-
ólfs Arnarsonar hefur fengið
sannarlega þýðingu fyrir Is-
land, og þær myrku og duldu
röksemdir, sem komu þessum
hinum fyrsta landnámsmanni
til að fleygja goðamyndum sín-
um í hafið, eru hvorki myrk-
ari né duldari en þau hulins-
öfl, sem nú eru að smiða ís-
landi framtíð með brauki og
bramli.
Borgin breiðist yfir dældir
og leiti á nesinu, þar sem áður
spratt lyngkló og mosi. Til að
sjá minna öll þessi nýju hús
helzt á fugla sem vaggast á
bárum. JEn aldrei hef ég séð
jafntært loft yfir jafnstórri
borg. Tumspirur og há sam-
býlishús gnæfa yfir byggðina,
en fáir reykháfar. Mikill hluti
borgarinnar hefur hitaveitu frá
heitu laugunum, sem borgin
dregur nafn af, og Ingóifur sá
fyrstur manna þá er hann fann
öndvegissúlurnar sínar úti á
nesinu, vatnsósa guðamyndir.
(Wochenpost)
— VUjið þér ekki brosa svolít-
ið , fröken?
(Eulenspiegelt
(Berliner Zelrtung)
lllllfllHllimiHIIIIHIHIIIIIHIMHMH
4UHMHUUMMMHMUUHHMII
LÝSI
• •
»g
MJOL
h.f.
við Hvaleyrarbrdut, Haínaríirði
Símar 9297 og 9697
Símneíni: Lýsimjöl
FRAMLEIÐSLUVÖRUR:
1
iftv 'ý' • • ,
■< ■
I
:
!
ii
! i
! |
i i
Gleftlleg jól!
Gleðflegt nýtt ár!
t :
i
•■.\v.
Þökkum viðskipin á liðna árinu
Fiskimjöl,
Síldarmjöl,
Síldarlýsi,
Þarskalýsi
RAFTÆKI h.f.
IIHIIIIUWIIIHHIIUIHIIIIIIIIIIIIIIIHIIIimilllllllHIIIIIHHIHHUMHIMMMIMUHO
M ■
i |
i i
Skólavöxðustíg 6