Þjóðviljinn - 24.12.1955, Page 9
9
Frá setningu heimsmóts œs kunnar í Varsjá s.l. sumar
Ásmundur Sigurðsson:
PÓLIMDSFERÐ
Eins og kunnugt er mörgum,
var Alþjóðasamband lýðræðis-
sinnaðrar æsku stofnað síðla
árs 1945 að nýlokinni síðari
heimsstyrjöldinni. Er markmið
þess m. a. að stuðla að gagn-
kvæmri kynningu milli æsku-
fólks hinna ýmsu þjóða og kyn-
flokka, og stuðla með því að
friði og bræðralagi allra þjóða
í milli. Til þess að ná þessu
marki, hefur ásamt fleiru ver-
ið farin sú leið, að halda al-
þjóðamót æskulýðsins annað-
hvort ár í ýmsum löndum. Hið
fimmta í röðinni var haldið á
s.l. sumri í Varsjá, — höfuð-
borg Póllands.
Sú venja hefur orðið gild<-
andi, að auk æskulýðs er mótin
sækir, hefur nefrrd sú í hverju
landi ér þátttöku þess stjórnar,
rétt til að bjóða fimm mönn-
um eða konum, sem sérstökum
boðsgestum. Undirritaður var
svo heppinn að verða fyrir
vali sem einn slikur boðsgest-
ur, og skulu nefndinni hér
með færðar hinar beztu þakkir
fyrir boðið.
Hér skal farið mjög fljótt
yfir sögu með að lýsa mótinu
sjálfu, því um það hefur þeg-
ar verið skrifað allmikið. Hinn
íslenzki hópur fór með „Drottn-
ingunni" frá Reykjavík til
Kaupmannahafnar. Var þaðan
farið með járnbrautarlest suður
til Gedser á Falstri, þar sem
við tók járnbrautarferja til
Warnemúnde í Austur-Þýzka-
landi. Þaðan var síðan haldið
með járnbrautarlest austur til
Varsjár, og var komið þangað
á föstudagsmorgni hinn 29. júli
tveim dögum áður en mótið
skyidi hefjast.
Voru þeir dagar vel þegnir,
til að skoða borgina og átta sig
lítið eitt. Þá daga voru sendi-
nefndir hinna ýmsu landa að
koma. Mjög voru þær misstór-
ar, sem við var að búast. Hin
stærsta var frá Þýzkalandi
3000 manns. Næst stærsta
frá Finnlandi 2000 manns. Yf-
irleitt skiptu þær hundruðum
og um eða yfir 1000 frá flestum
Evrópulöndum. Einnig voru
fjölmennir hópar víða úr öðrum
heimsálfum þótt misjafnt væri.
En alls sóttu mótið um 30.000
manns.
Setning mótsins fór fram
sunnudaginn 30. júlí og hófst
með skrúðgöngu hinna ýmsu
sendinefnda inn á íþróttavöll-
inn sem byggður hafði verið
végna mótsins.
Var hann í raun og veru
geysistórt útileikhús, hring-
myndað með upphækkuðum
sætaröðum að innanverðu, en
tröppur upp að ganga að utan,
og uppi blöktu fánar allra
þeirra þjóða, er þátt tóku í
mótinu. Var það ógleymanleg
sjón og áhrifarík að sjá skrúð-
göngu þessa fjölda, hvern hóp
fyrir sig, undir þjóðfána sínum,
í þjóðbúningum, syngjandi
þjóðsöngva sína. Það var ein
bezta lærdómslexía, sem ég hef
fengið, um hinn skilyrðislausa
jafna rétt allra manna, hvort
sem hörund þeirra er hvítt,
svart eða eitthvað þar á milli.
Og það sem ég gat komizt. yfir
að sjá af öðrum atriðum móts-
ins dró ekki úr þeim áhrifum.
Þótt hér sé bæði rúmsins
vegna og þess er áður hefur
verið frá mótinu sagt, sleppt
að lýsa einstökum atriðum, þá
skal þó á það bent, hve þýð-
ingarmikil er sú kynning sem
hægt er að fá á slíkum mótum,
þar sem fulltrúar hverrar þjóð-
ar leitast við að kynna það
sem eftirtektarverðast er í
menningu hennar og lífsviðhorf-
um. Og þótt hver einn einstakl-
ingur komist ekki yfir að skoða
nema hluta þess sem vert væri
að sjá, þá rýrir það ekki gildi
heiidaráhrifanna heidur þvert á
móti. Höfuðatriðið er að ein-
stakUngurinn haíi augu og
eyru opin, noti tímann og þau
tækifæri sem bezt gefast, til að
skapa sér sem heilbrigðasta yf-
irsýn, yfir þau margbreyti-
legu lífsviðhorf, sem sjónum
hans birtast.
Skal þá vikið að þeim þætti,
sem ég hef oftast verið spurður
um síðan heim kom, miklu
fremur en um mótið sjálft. Oft
hef ég verið spurður. á þessa
leið: Hvernig leizt þér á þama
austur frá? Hvernig voru Pól-
verjarnir? Hvað þótti þér
merkilegast af því sem þú sást?
Hér skal reynt að gefa nokkra
lýsingu á þvj sem séð varð
pólsku þjóðinni viðkomandi og
því sem maður þóttist geta
nokkurnveginn fyllilega rann-
reynt af því sem manni var
sagt. Verður þó rúmsins vegna
að stikla á því helzta.
Strax fyrsta daginn í Varsjá
mættu auganu tvær andstæð-
ur. Önnur var eyðilegging
stríðsins, þar sem ekki var
búið að afmá hana, og hin var
glæsileg uppbygging þar sem
hún hafði verið framkvæmd.
Og vilji maður geta dæmt á
réttan hátt um þá hluti sem
fyrir augun ber má aldrei
gleyma því, hvernig þama var
umhorfs fyrir 10 árum í lok
striðsins 1945.
Samkvæmt opinberum heim-
ildum var ein milljón íbúa i
Varsjárborg fyrir styrjöldina.
En síðla árs 1944 þegar borgin
var frelsuð úr höndum nazista-
herjanna þýzku höfðust við í
rústum hennar 130—150 þús.
manns. Hitt var annaðhvor-t
fallið eða flúið. Enda var hún
þá talin eyðilögð að 6/7 hlut-
um eða 85%. En svo hefur
uppbygging hennar verið ör, að
1947 var ibúatalan orðin 500
þúsund. og nú er hún aftur
komin upp í eina milljón. Við
getum gert okkur í hugarlund.
Reykjavík lagða i rústir að 6/7
hlutum, og a. m. k. 50 þús af
íbúum hennar fallna og flúna.
Hvernig yrði þeim innanbrjósts,
sem eftir lifðu?
Til sannindamerkis um að
frásagnimar ;af eyðileggingu
borgarinnar væru réttar, var
hvarvetna komið fyrir stórum
ljósmyndum af ýmsum stöðum
eins og þeir voru áður en upp-
byggingin hófst. Má á þeim
greiniiega þekkja umhverfið og
vegna þess hve mikil áherzla
hefur verið lögð á að byggja
í sama formi allt, sem einhver
menningartengsl hefur við for-
tíðina, gat maður með þvi að
skoða nákvæmlega þessar
myndir og bera þær saman við
hin uppbyggðu mannvirki,
sannfærzt betur en af nokkrum
frásögnum um það hvernig
borgin hefur litið út. En jafn-
framt sannfærzt.um það, hví-
lík risaafköst hafa þarna verið
framkvæmd á einum áratug.
Auðvitað voru ekki húsin ein
í rústum. Vatnsleiðslur, gas-
og rafmagnsleiðslur voru eyði-
lagðar. Borgin stendur á báðum
bökkum árinnar Vislu, og lágu
margar járnbrautarbrýr yfir
ána. Allar höfðu þær verið
sprengdar upp af Þjóðverjum á
undanhaldinu. Nú voru þær
komnar á aftur. Sumar þó að-
eins að þálfu leyti, því þær
voru tvöfaldar eða tvær hlið
við hlið. og var þá sumstaðar
ósett gólfið á aðra, þótt stöplar
væru komnir.
En það sem gerðist að styr-
öldinnl lokinni var í fám orðum
þetta: Flest fólkið sem á lífi
var og flúið hafði, sneri til
borgarinnar aftur og hóf upp-
byggingu hennar ásamt þeim
fáu, sem allan tímann höfðu
þraukað. Sérfræðingar sögðu
að þ|ð borgaði sig raunveru-
lega ekki að hreinsa þessar
rústir, eins gott væri að byggja
nýja borg á öðrum stað, En
á slíkar raddir var víst lítið
hlustað.
Höfuðborg Póllands skyldi
ekki flutt úr stað. Ég spurði
túlkinn okkar einu sinni hvort
það mundi satt vera, sem ég
hefði heyrt eftir Hitler: „Var-
sjá er aðeins punktur á landa-
bréfinu." Hann svaraði þvi tii,
að það væri ekki alveg rétt,
Hitler hefði sagt: „Varsjá er nú
aðeins nafn á landabréfinu/'
En það er ekki aðeins að búið
sé að byggja upp íbúðir fyrir
þá milljón íbúa sem í borginni
býr nú. Það er búið að byggja
verksmiðjur, menningarstöðvar
og kirkjur.
Og það sem ennfremur vek-
ur mjög eftirtekt, er það, hve
mikið kapp hefur verið lagt á,
að byggja borgina upp eins og
hún var óður, einkum allt það
sem sögulegt gildi hefur. Mjög
gamail borgarhluti, sem þeir
kalia gamla bæinn stendur á
vestri árbakkanum. Var það
stórt torg með fornum bygg-
ingum, sérkennileguin mjög,
sem aliar hafa verið byggðar
upp nákvæmlega í sama formi.
En þetta var því aðeins liægt
að gera, að fyrir styrjöldina
hafði húsameistar.askóHnn i
borginni haft það fyrir æf-
ingaverkefni handa nemendum
sínum að teikna upp gamla
bæinn stein fyrir stein. Þess-
ar teikningar voru til og tókst
að varðvéita þær, og hefði
vafalaust verið mjög erfitt eða
ómögulegt að öðrum kosti að
endurreisa gömlu byggingarnar
nákvæmlega í sama stíl.
En margur mun spyrja.
Hvers vegna er lagt syo mikið
kapp á þetta? Eru ekki þessar
gömlu byggingar óhagrænar,
miðað við kröfur núfímans?
Vel má vera að svo sé að
einhverju leyti a. m. k. En það
er ailt annað og meira sem hér
er um að ræða í augum þjóðar-
innar. Þessar eldgömlu bygg-
ingar eru nátengdar sögu þjóð-
arinnar, bera vitni menningu
hennar á löngu liðnum öldum.
Henni er það fyllilega ljóst,
að ei þessum gömlu menningar-
verðmætum væri glatað, væru
um leið slitin tengslin við a.
m.k. þann þátt fortíðarinnar, þá
er saga hennar um leið orðin
fátæklegri af slíkum áþreiían-
legum staðreyndum og þar með
hefur þjóðin glatað hluta af
sjálfri sér. Þoss vegna er svo
mikið kapp á það lagt, að slíta
ekki tengslin við fortíðina. En
við að kynnast þessu viðhorfi,
getur íslendingurinn ekki kom-
izt hjá að hugleiða það, hve
sjálfir við eigum lítið af slíkum
áþreifanlegum minjum úr okk-
ar sögu. Þó stöndum við á eima
sviði framar Pólverjum í þessu
efni, því sviði sem við erum
stoltust af og hefur öllu öðru
fremur skipað okkur á bekk
með menningarþjóðum heims-
Á pessu gamla málverici boðar presturinn konungi foHhPóllands.