Þjóðviljinn - 24.12.1955, Side 10
Frá einni aðalgötu Varsjárborgar, er hefur verið endur-
byggð að öllu eftir styrjöldina.
ins. Við eigum eldri bókmennt-
ir á okkar tungu heldur en
þei.r, því það var nokkrum öld-
um fyrr farið að skrifa bækur
á íslenzku en á pólsku. Áður
var þar allt skrifað á latínu.
En jafnframt þvi, að maður
harmar það hve lítið við eig-
um af verklegum menningar-
mmjum úr sögu okkar, þá
verður maður ennþá þakklatari
þeim mönnum, er sköpuðu okk-
ar fornminjar, — bókmennt-
irnar — því hvar hefðum við
án þeirra staðið nú með okkar
tur^gu og okkpr .þjóðarsögu?
Annað atriði sem náskylt er
þeqsu fyrrnefnda, er endurreisn
kirknanna. Pólska þjóðin er
kaþólsk, og ég held trúuð. Það
álit dreg ég af tvennu. Annað
er ,það, hve mikið kapp hefur
verjð lagt á endurreisn kirkn-
anna, en þær voru býsna marg-
ar í Varsjá fyrir styrjöldina.
Hvpr einasta gata, sem endur-
rei^t er, heldur sinni kirkju
eða sínum kirkjum, því við
sumar eru þær fleiri. Og kirkj-
urnar eru líka byggðar upp í
sama formi og var, og skreytt-
ar ,a. m. k. eins og mögulegt
er á sama hátt og áður.
í kaþólskum löndum eru
kirkjurnar opnar alla daga árs-
ins.og hver sem er getur geng-
ið inn og beðizt fyrir, fyrir
framan mynd síns uppáhalds-
dýrlings ef honum sýnist svo.
Ég þafði ekki orðið svo frægur
fyrr að koma inn í aðra ka-
þólska kirkju en þá einu sem
er í Reykjavík, en þarna skoð-
aði ég margar. Æfinlega var
eiíthvert fólk inni að gera
bæn sína. Sumar konurnar virt-
ust hafa þarna viðkomustað
á leið úr búðinni heim til sín,
þvi þær voru með böggla sem
þær sýnilega höfðu keypt.
Skreyting þinna gömlu ka-
þólsku kirkna er hreint ævin-
týri fyrir okkur, samanborið
við okkar fátæklegu kirkju-
kumbalda, hér á íslandi. En
þá kem ég aftur að því hvers
vegna svo mikið kapp er lagt
á að byggja kirkjurnar upp.
Auðvitað kemur þar til greina
sama viðhorf og gagnvart
öðrum gömlum byggingum.
Þær eru á sama hátt hluti af
hiniji fornu menningarerfð sem
skal varðveitast. En ég held að
þar komi ekki síður hitt til
greina, sem ég nefndi áðan að
allur f jöldi fólksins sé trú-
hneigður og þurfi því mjög
kirknanna með. Til dæmis sá
ég á einu verkamannaheimili
sem.ég kom inn í að búsáhöldin
í eldhúsinu voru mjög skreytt
helgimyndum, Og á sveita-
heimili einu sem ég kom einnig
inn í og skoðaði vandlega, voru
ábreiðurnar yfir rúmum fólks-
ins fagurlega útsaumaðar helgi-
myndum. Af þessu getur nátt-
úrlega hver dregið þær álykt-
anir sem hann vill. En mín á-
lyktun er þessi: Vegna trúar-
lífs síns þarf fólkið kirknanna
með, með öllum þeirra skreyt-
ingum og helgimyndum. Þess
vegna er af hálfu stjórnar-
valdanna lagt svo mikið kapp
á að endureisa þær og gera
þær sem líkastar og þær voru
áður, jafnvel þótt maður geti
tæpast varizt þeirri hugsun,
að sú feikna vinna sem í þetta
hefur verið lögð, hafi hlotið að
draga úr mjög nauðsynlegum
framkvæmdum á öðrum svið-
um, s. s. á sviði framleiðslunn-
ar eða nauðsynlegra íbúðabygg-
inga. En af því manni verður
svo titt hugsað heim, einmitt
í svona kringumstæðum, þá
gat ég ekki annað en minnzt
þess sem gerðist á íslandi fyrir
um það bil 400. árum. Þá fóru
hér fram siðaskiptin og lút-
herskan kom í stað kaþólsk-
unnar. Jafnframt voru íslenzku
kirkjurnar rúnar sínu skrauti
og ■ sínum dýrlingamyndum.
Mest af því sem hægt var
að meta til peningagildis hafn-
aði í fjárhirzlum erlendra kon-
unga. En e. t. v. var það ekki
mesta tjónið. Siðaskiptunum
sást yfir þá staðreynd að dýr-
lingararnir voru snar þáttur í
trúarlífi þjóðarinnar á þeim
tíma, og þvi fannst þeir standa
sér miklu nær en „Herrann
einn á himnum uppi,“ sem það
átti nú að snúa sér til milli-
liðalaust. Og það eru meiri og
bétri söguskýrendur en ég, sem
komizt hafa að þeirri niður-
stöðu, að einmitt það, að svipta
þetta fólk allt í einu þessum
milligöngumönnum milli þess
og hins hæsta, sem það taldi
vera, hafi bezt rutt brautina
fyrir þá óhugnanlegu hjátrú,
sem einmitt gegnsýrði íslenzku
þjóðina næstu aldirnar á eftir.
Nú bið ég að skilja mig
ekki svo, að ég telji neina
hættu á að slík hjátrú færi að
rótfestast meðal pólsku þjóð-
arinnar, þótt eithvað væri dreg-
ið úr dýrlingadýrkuninni. Og
mér þykir meira að segja mjög
liklegt, að hinir menntuðu og
þrautreyndu leiðtogar hennar
séu upp úr henni vaxnir. En
það er þá jafnvíst að þeir ætla
ekki að svipta fólkið þessum
trúarlegu táknum meðan það
telur sér þau verðmæt, en gefa
því tíma til að vaxa upp úr
því sem úrelt kann að vera.
En kirkjubyggingamar munu
samt um framtíð halda sínu
ég ,að .nef.na það sem ,ég býst
yið að. ,sé .ef til- vill aðalþáttur-
inn í þessu, að bæði fólkið og
leiðtogar þess finni til skyld-
leikans með innsta kjarna krist-
indómsins og þess þjóðfélags-
forms, sem það er að byggja
upp.
En einmitt þetta sýndi mér
betur en nokkuð annað, sem ég
sá, hvílíkum ódæma firnum
af lýgi og blekkingum er haug-
að saman í hinum vestræna á-
róðri, um kúgun fólksins í
þessu landi sem öðrum slíkum,
þegar því er blákalt haldið
fram, að trúarbrögð og guðs-
dýrkun hverskonar sé bann-
fært og prestastéttinni ger-
eytt.
★
íbúðabyggingar, þar sem þær
voru byggðar að nýju voru yf-
irleitt byggðar í stórum blokk-
um, þó dálítið misjafnt eftir
því hvar í borginni var. Ég
hef áður minnst á andstæður
eyðileggingar og endurreisnar.
í Gyðingahverfinu svokallaða
sá ég þær einna gleggst. Eng-
inn hluti borgarinnar hafði
verið jafn gereyðilagður og
Gyðingahverfið, því þar var
ekki einu sinni lofað að standa
þvi sem staðið gat af sér
sprengjurnar og brunann, held-
ur höfðu þýzku hersveitirnar
íarið yfir það með skriðdrek-
um og jarðýtum og jafnað það
svo gjörsamlega við jörðu, að
tæpast er finnanlegur axlarhár
múrveggsstúfur uppistandandi
af þeim byggingum er þar voru.
Þannig er mestur hluti svæðis-
ins ennhá, því ■ það er aðeins
nýlega byrjað að byggja þar
upp.
Tilætlunin var að þar skyldi
gróa gras yfir og allar menjar
útmást um byggð Gyðinganna i
þessari borg sem víðar. Af því
að ég er haldinn þeirri sérvizku
að hafa gaman af að mæla
marga hluti, sem ég sé og þykja
merkilegir, þá hélt ég eitt
kvöldið einn mins liðs þangað
út eftir og tók mál af einni
húsablokkinni, sem bar var í
smíðum. Þetta var vinkilbygg-
ing, byggð í tveim álmum og
reiknaðist mér flatarmál beggja
álmanna samanlagt um 3500
ferm. Þetta var 11 hæða bygg-
ing. Neðsta hæðin gerð fyrir
verzlanir og skrifstofur o. fl.
Hinar 10 hæðirnar fyrir íbúðir.
Ekki þori ég að fullyrða hve í-
búðirnar verða margar, en þykir
líklegt að þær séu ekki innan
við 400. Þannig byggingar rísa
nú á þessum stað, þar sem
svo var til stofnað fyrir 10 ár-
um rúmum, að ekki skyldi
mannleg byggð rísa framar.
Með þessu hef ég viljað gefa
dálitla hugmynd urn það, að
pólska þjóðin hefur ekki verið
iðjulaus síðan styrjöldinni lauk.
Því þótt Varsjá væri vafalaust
verst farin allra pólskra borga,
þá hefur víðar þurft mikið að
endurreisa. Og þótt ennþá sjá-
ist rústir miklar, þá er á því
enginn vafi, að svo stórkostleg
verk hafa verið unnin á þessum
eina áratug, að slíkt hefði á
engan hátt tekizt nema með
samstilltu átaki þjóðarinnar
allrar.
★
En ef til vill hugsa margir
á þessa leið: Hvernig er þá líð-
an fólksins? Er það ekki þrælk-
að til vinnu og skortir það ekki
flest af því sem við köllum
nauðsynjar, eins og haldið hef-
ur verið frarn?
Ég vildi svara þessum spurn-
ingum á þessa leið: Ég efast
ekkert um það, að þjóðin hafi
lagt mikið að sér þennan ára-
tug til að reisa land sitt úr
rústum, byggja atvinnulíf sitt
upp að nýju, á allt öðrum
grundvelli en áður var. Því
eins og hver maður skilur, þá
komst ég ekki yfir að skoða
nema lítinn hluta þess sem vert
var að sjá, T. d. gat ég ekki
skoðað nýjuverksmiðjuborgina,
Nova Huta, sem liggur austar
miklu en Varsjá. En sumir af
félögum mínum skoðuðu hana,
og þótti mikið til koma þess
stóriðnaðar, sem þar hefur ver-
ið upp byggður frá grunni. En
um líðan fólksins og viðhorf,
mun ég reyna að gefa svo hlut-
lausa lýsingu, sem unnt er eft-
ir því sem mér kom það fyrir
sjónir.
Fyrst tekur maður auðvitað
eftir fólkinu á götunni. Það
var yfirleitt vel útlítandi,
snyrtilega klætt, en eðlilega
fremur léttklætt vegna hitans.
Mér fannst kvenfólkið þó bet-
ur búið en karlmennirnir. En
það eitt að sjá fólk í stórborg
gefur auðvitað ófullnægjandi
hugmynd um líðan þjóðarinnar
sem heildar. Hins vegar kom
ég í tvær verksmiðjur, og á
fjögur heimili og þar notaði
ég tækifærið eftir beztu getu
til að kynnast því sem tími
vannst til.
Fyrst komst ég í hóp, sem
skoðaði bílaverksmiðju stóra,
sem er þó fyrst núna að ná hin-
um fulláætluðu afköstum, sem
er 25000 bílar á ári. En bygg-
ing verksmiðjunnar var ekki
hafin fyrr en nokkrum árum
eftir að styrjöldinni lauk, 1949
—1951. Þarna vinnur fjöldi
fólks, og ég spurðist sérstak-
lega fyrir um launakjörin.
Svörin voru þessi: Allsstaðar
þar sem hægt er að koma við
ákvæðisvinnu, þá er hún við-
höfð eftir að mennirnir eru
orðnir vinnunni vanir. En með-
an þeir eru óvanir vinna þeir
tímavinnu, og þá eru launin
1200—1400 zloty á mánuði. En
þegar þeir eru orðnir æfðir
þá geíur ákvæðisvinnan þeim
oftast -yfir 2000—2500 zloty og
ýmsum yfir það.
Verkamennimir fögnuðu okk-
ur. Sögðust hafa 8 stunda
vinnudag, og létu vel yfir sér.
í einu var áberandi betur séð
fyrir þeim þar en stéttarbræðr-
um þeirra hér heima. Það var
á sviði heilsugæzlunnar. Við
verksmiðjuna var sérstakt
sjúkrahús, eingöngu fyrir hana.
Og þar fór m. a. fram læknis-
skoðun alls starfsfólksins.
Hin verksmiðjan sem ég skoð-
aði var ssélgætisyerksmiðja.
Það sem mesta eftirtekt mína
vakti í henni var stór salur
þar sem umbúðiriiar voru bún-
ar til, því þar vann eingöngu
blint fólk. Það mun heldur ekki
hafa verið svo fátt, sem sjón-
ina missti í styrjöldinni, og
vafalaust hefur það verið mik-
ið þjóðfélagsvandamál, ekki að-
eins í Póllandi heldur víða,
hvernig fá ætti því og öðru ör-
kumla fólki verkefni við sitt
hæfi, og gefa lífinu þannig
eitthvert gildi fyrir það. Ég
horfði lengi á unga stúlku
sem sat við stóra heftivél og
liefti saman pappakassa sem
bárust sniðnir til hennar. Ekki
kom það fyrir meðan ég sá,
að hún tæki feilhandtak, og
ég gat ekki betur séð en úr
svip hennar skini ánægja yfir
því að geta þannig unnið bæði
sjálfri sér óg öðrum að gagni.
Að öðru leyti var svipað um
fólkið að segja og á hinum
staðnum. Allir vildu gefa okk-
ur sælgæti, og gat hver sem
vildi farið burt með úttroðna
vasa.
Eins og ég sagði áðan kom
ég inn á fjögur heimil og
tvisvar sinnum á eitt þeirra.
Fyrst kom ég ásamt einum fé-
laga mínum, Kristjáni frá
Djúpalæk og konu hans, á
heimili embættismanns í þjón-
ustu ríkisins. Var hann for-
stjóri einhverrar skipulagning-
ardeildar opinberra fram-
kvæmda. Höfðu þeir Kristján
hitzt á læknisbiðstofu og tekið
tal saman og varð úr því heim-
boð. Þarna bjuggu þau hjón
með 2 ung börn, annað í vöggu,
í góðri tveggja herbergja íbúð,
vel búinni að húsgögnum en
án alls íburðar, Náttúrlega var
einnig forstofa, eldhús og bað.
Ég gat ekki stillt mig um að
sýna forvitni, máski fullmikla,
og komast eftir því hvað tekj-
umar væru miklar. Húsbóndinn
sagðist hafa 2500 zloty á mán-
uði, en auk þess ynni kona sín
einnig fyrir nokkurri upphæð.
Einnig spurði ég hvað íbúðin
kostaði, og sagði hann mér
að fyrir húsnæðið, gas, sem
þar er mikið notað til suðu,
og miðstöðvarhita þyrfti hann
að greiða 160 zloty á mánuði.
Það svarar til að vera aðeins
6,4% af launum mannsins. Þó
komst ég að því síðar að lægra
launaðir menn greiða minni
ieigu, allt niður í 1% af laun-
Um. Þetta mundu þykja góð
kjör hjá okkur, eða í vorri
höfuðborg, þar sem 30% launa
eða meira er ekki óalgeng
húsaleiga. Ýmislegt fleira,
sögðu þau okkur, sem ekki er
rúm til að minnast á. Ég bað
gikli . með,.sínu .skrauti, scm
. þá1tth.r ,géinayar. sögulegtai arf- lífsþægindi, cða jafnyel lífs-
. leifðar,Og að síðustu ætla
Eitt hinna fjölmörgu minnismerjkja sem prýða Varsjá.