Þjóðviljinn - 24.12.1955, Síða 17

Þjóðviljinn - 24.12.1955, Síða 17
feikna miklum súlum, en risa- vaxnir ýstrubelgir tróna á miðju gólfi —• það eru guð- irnir. Þama brenna munkarn- ir reykelsi fyrir fólk, gegn ákveðinni þóknun, í heljar- stórum eirkötlum og voru þeir sneisafullir af ösku, svo að engin hindrun virtist vera lögð í veg hinna trúuðu — né heldur annarstaðar þar sem við komum og líkt stóð á. Við gengum nú yfir að fjallshlíðinni, en hún er öll sundurgrafin af leyndardóms- fullum hellisskútum og hver bergsnös skreytt goðamynd- um og öðru útflúri. I einum þessum helli er örlítið gat á þakinu, sem kallað er Himna- taugin, og er nokkuð örðugt að festa á því auga, enda bundinn átrúnaður við þetta örlögsíma. Samt heppnaðist mér það — svo var Búdda fyrir að þakka. Síðan drukkum við þarna grænt te undir berum himni, en hér um slóðir eru ræktaðar göfugustu tetegundir í Kína, þar á meðal hið svokallaða Lungsjing-te sem er heims- frægt. Unaðslegt var að sitja þama í þessu seiðmagnaða umhverfi, þar sem glaðlegt kínverskt alþýðufólk var á ferli fram og aftur innan um fornar minjar, en andi guða og skálda sveif yfir vatni og laufi. og strýkur þeim samtímis um handarhöldin, en þó sínum í hvora átt, þá tekur allt í einu að krauma í vatninu unz það þyrlast í gosúða upp fyrir barmana. Menn vita að það em hljóðbylgjur sem koma vatninu á þessa hreyfingu, en þó hefur aldrei tekizt að smíða samskonar ker, enda er Gosbrunnur fiskanna einn hinn mesti þjóðardýrgripur Kínverja. Fleira skal ekki sagt að sinni af hinni fögra, ógleym- anlegu Hangsjá,. enda erfitt að lýsa flestu því sem fyrir mann bar. En sífellt vakir hún í hug mér sem táknmynd hins nýja Kína: stórmerki fortíðarinnar blasa þar við umkringd alsælli náttúra — en starfsamt alþýðufólk, stolt og elskulegt í senn, líður framhjá á hraðri ferð inn í þá framtíð sem það sjálft er önnum kafið við að skapa. Er það mál sumra manna að sú framtíð muni verða mesta listaverk Kínverja. ★ Jóhannes úr Kötlum. Á LEIÐINNI heim frá Ling- jingsí bar okkur tvennt mark- vert fyrir augu — annað spá- nýtt, 'hitt ævafornt. Hið nýja var einföld gadda- vírsgirðing utan um stóra heilsuhælislóð sem varð á vegi okkar. Þetta var há girðing, sjálfsagt einir tíu strengir, og ekki fullgerð, en af því sem komið var mátti sjá að þarna var að fæðast hin sérkenni- legasta handíð, því á milli strengjanna voru riðnar alla- vega myndir og letranir úr vír og síðan var allt málað hinum fegurstu litum. Hér var gott dæmi um þrotlausa listfengi Kínverja í vinnu- brögðum — eða hverjir aðrir en þeir mundu láta sér detta í hug að skapa slíka skraut- girðingu úr venjulegum gadda- vír? Hið foma sem fyrir okkur bar var aftur á móti seytján alda gamalt eirker sem kall- ast Gosbrunnur fiskanna vegna þess að mynd af fjór- um fiskum er á botni þess. Nú þegar vatni er hellt í kerið og maður bleytir á sér lófana Götusalinn er eins og litskrúð- ugt blómabeð þar sem hann birt- ist með hinar fjölbreyttu, ísaum- uðu linakkhlifar sinar. Gömlu burðarstólamir eru orðnlr að Ieiguhjólum og hinir gamalþrælkuðu kúliar hafa stofnað stéttarfélög og tryggt o .sér jáfnrétti við aðra þegna. í Kína er engu sóað. Á sama tíma og verið er að grafa í stærstu kolanámu í heimi í Norð- urkína er iðið fólk í Peking að hnoða kolaryk til eldsneytis.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.