Þjóðviljinn - 24.12.1955, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 24.12.1955, Blaðsíða 23
Prentun og hús- næði V. Á fyrstu árum blaðstns átti það að sjálfsögðu enga sjálf- stæða prentsmiðju. Það mikil- væga verkefni að prenta blað- ið varð því að leysa í sam- vinnu við prentsmiðjufirma, sem af viðskiptalegum ástæð- um einum hafði áhuga á að taka að sér prentunina. Prentsmiðja sú, sem samn- ingar tókust við var eigandi að þýzkri hraðpressusamstæðu frá 1914. Eigandinn var gam- all og taugaveiklaður karl, sem engan pólitískan áhuga hafði á þessu verki. Gelck því stundum í brösum um sam- vinnuna, en hinir gagnkvæmu hagsmimir voru þó það þung- ' ir á metunum, að ekki dró til samningsslita. Prentsmiðjan var staðsett nokkur hundruð metra frá rit- stjómarskrifstofnnúm’ svo að nauðsynlegt var að senda prófarkir á milli með sendlum. Slíkt eru að sjálfsögðu ekki heppiieg vinnubrögð við fyrir- tæki sem dagblað er, þar sem á síðustu minútunum fyrir prentun verður allt að gera í senn: skrifa fréttir, lesa próf- arkir, setja og prenta og af- greiða, svo að lesandinn fái allt sem nýjast og fljótast í hendur. Margar sögur eru til frá þessum árum, sem lýsa vel hinum ótal erfiðleikum, sem mættu starfsliðinu vegna ó- fullnægjandi starfsskilyrða. Eitt skipti mun það t.d. liafa komið fyrir, að sendill gleymdi sér við fótbolta á leiðinni tO ritstjómarinnar og þegar ha.nn birtist á síðustu mín- broti að vísu og án allra mynda og í því fundust engar auglýsingar. Útbreiðsla og afkoma Þegar afkoma og dreifingar- skilyrði blaðsins eru athuguð skal það haft í huga, að þá voru hin almennu dagblöð í London 20—24 síður í stóra broti, rikulega mynd- skreytt og-í milljóna upplög- um. Á þessum árum stóðu þau í óvenjulega harðri iimbyrðis samkeppni um kaupendurna. I þeirri baráttu var ekkert til sparað, enda stóð baráttan um líf og dauða þeirra sumra hverra. Er talið að kapphlaup þetta hafi kostað blaðkónga Fleet Street a.m.k. 3 milljón- ir sterlingspunda árin 1931— ’33. Er fróðlegt að minna á það í þessu sambandi sem eitt dæmi þessarar keppni, að Daily Herald óx að upplagi úr 400 þúsund eintökum á dag upp í 1 milljón og 750 þús- und. Mun blaðið hafa greitt í þann herkostnað eina mill- jón og 300 þúsund sterlings- pund eða sem næst eitt pund á hvem nýjan kaupanda. í þessu villta kapphlaupi gat Daily Worker að sjálfsögðu ekki treyst á aðra en áhuga- sama sjálfboðaliða og stuðn- ingsmenn og það hefur það á- vallt orðið að gera. Þau einu laun, sém það gat greitt, voru þakkir til þeirra sem bezt stóðu sig. Tekjur blaðsins byggðust eingöngu á sölu þess, þar sem um tekjur af auglýsingum var ekki að ræða á þeim árum og útunum áður en blaðið skyldi prentast var hann hágrátandi og sagðist hafa týnt forsíð- unni. Til alls var stofnað af van- efnum. Og þeir aðilar, sem r,áttu“ tækin og húsnæðið, sem nauðsynlegt var að nota, hugs- uðu aðeins um að hagnast á viðskiptunum. Og þar sem um ákveðna pólitíska andstæðinga var að ræða, sýndu þeir þar fyrir utan fyrirtækinu hinn mesta fjandskap og töfðu framgang og þróun þess eftir þeim leiðum, sem þeir höfðu nokkur tök á að nýta. T.d. hafði húseigandinn, sem leigði skrifstofuhúsnæðið, dregið svo lengi að gera leigusamninginn, að ekki reyndist kleift að gera ýmsar þær teknisku ráðstaf- anir, sem nauðsynlegar voru áður en fyrsta blaðið kom út. ftitstjómin varð því að vinna að fyrsta blaðinu daginn fyrir útkomu þess án ljóss, án hita og án símasambands. En rit- stjómin hafði lofað blaðinu 1. janúar og frá því mátti ekki víkja. Hinn 4. janúar hét leiðari blaðsins: Við kertaljós í gömlu og óþrifalegu pakkhúsi. Og þar sagði ritstjórinn m.a.: „Fyrsta verkalýðsblaðið í Bretlandi er skrifað af okkur við kertaljós og með kalda •fætur. En þótt skrifstofan sé köld, eru blaðamehn og starfs- lið vermt af ósigrandi kjarki hinnar róttæku verkalýðs- hreyfingar“. Þótt margt gengi á tréfót- um, komst blaðið samt út og það var aðalatriðið í augna- blikinu. Lesendurnir fengu í hendur 12 síðna blað í litlu David Ainley liðu mörg ár áður en blaðinu tókst að vinna sér grundvöll á því sviði. Enn þann dag í dag er sala blaðsins aðaltekju- lindin, þótt auglýsingarnar veiti nokkurn styrk nú orðið. Á því sera hér hefur verið nefnt er auðséð að fyrstu spor- in hafa verið fjárhagslega mjög erfið úrlausnar. Til þess að láta endana mætast um tekjur og gjöld varð því ekki um annað að ræða en að safna peningum. Fyrsta áætlunin hljóðaði upp á að safna a.m.k. 300 sterlingspundum mánaðarlega. Þetta tólcst og meira en það, því að fyrsta árið söfnuðust 5000 pun’d. Þetta góðæri hafði þau áhrif að 1. maí var mögu- legt að stækka blaðið um 6 síð- ur og var það 18 síður allt til 1940, þegar pappírsskömmtun var upp tekin í Bretlandi, en þá minnkaði það niður í sína upphaflegu stærð. mn «*"-«.-MWiHjira! •■T'•'?!<* ^ * "• f T*' ’. ■■föúkr,—■ Ðtiiltf Worleer T08CHLIGHT WEIXOMErlS>HSif TO THT M W PAPER Twnlv ihfiusaiui i Ih’i i' as lln' firs! ropifs i’oll ofl: itu- jtii'HV Sní.ití lo rrítdkTx ! : ,, "Vl ••"Brfsxawsií SfeSsS: immmk * ««. •»!«»*< .1 . .. I . '*v <- h . *•''*'•*-r: • • claiœs ‘ DO dyftsemcnt’ HW, WEEKS Tatikt fail tn raitc'fúill .1ss asgmWms. Í2%||p Ks-fefeSfeS...... t'O Enginecnt ptit ra»c for nwre pay today iVi'/cniíli of E'ÍráiÍÁT.i’itk- ycars, says jnpíHfr/r? • -jPoHítt wj Tr'"' : ......; :•. Fyrsta blaöið eftir En stöðugt verður blaðið að treysta á fylgjendur sína og stuðningsmenn um framlög upp í halla þann, sem er á rekstrinum. Og með fórnum og þrautseigju liefur brezk al- þýða séð blaði sínu fyrir fjár- miuium svo að rekstrinum væri borgið hverju sinni. Einn- ig hefur Kommúnistaflokkur- inn ætíð getað leitað til verka- lýðsins um stórframlög til uppbyggingar og aukningar á rekstrinum, þegar nauðsynlegt hefur verið. Sérstök deild er starfandi við blaðið, sem sér eingöngu um öflun söfnunarfjárins. Er það starf geysilega vel skipu- lagt og árangursríkt, ekki að- eins hvað fjárhaginn snertir heldur einnig pólitískt. Á seinni árum hefur oftast nær orðið að safna milli 35—40 þúsund pundum árlega upp í óumflýjanlegan halla. Síðasta áratug hefur Barb- ara Niven veitt söfnuninni forstöðu af frábærum dugnaði, hugkvæmni og samvizkusemi. Skrifar hún daglega í blaðið hvatningar og áskoranir til lesenda um að senda söfnun- inni fjármuni og birtir um leið tölur um árangur siðasta dags og söfnunarinnar í heild. í stuttu viðtali, sem ég átti við hana lét ég þess getið m.a., hve ég undraðist úthald hennar og hugkvæmni við að geta stöðugt árið um kring skrifað til lesenda um þetta ,,óintressanta“ efni og liafa þó oftast eitthvað nýtt að segja. Þótt ótrúlegt sé, era þessir pistlar hennar lifandi og endurtekningar furðu litl- ar, enda mikið lesnir og á- hrifarilcir. Hún sagðist vinna sér þetta mjög létt, því liún fengi alltaf eitthvað nýtt til að skrifa um frá lesendum sem skrifuðu henni. Hún fær þetta frá 40 upp í 300 bréf daglega allt árið um kring, „en“ bætti hún við „það kost- ar mig aðeins það, að ég verð að lesa þau öll, hvert og eitt einasta þeirra. Og með æfing- unni verður maður fljótur að sjá hvort í þeim er eitthvað, sem hægt er að nota í blaðið". Ofsóknir iBrezkt auðvald sá fljótt, að í því fólst mikil hætta að láta það viðgangast að komið væri á fót verkalýðsmálgagni sem Daily Worker. Þótt sölubann heildsalanna, sem fyrr er að vikið, væri al- varlegt áfall kom það í ljós að það eitt mundi ekki nægja til að stöðva útkomu blaðsins. Voru því strax frá upphafi ýmsar aðgerðir viðhafðar, til að koma rekstrinum á kné. Skrifstofur blaðsins voru t.d. stöðugt undir eftirliti leyni- lögreglunnar. Voru hafðar gætur á öllum, sem skipti áttu við skrifstofurnar. Era til ýmsar sögur um skipti lögregl- unnar við starfsfólk og gesti blaðsins frá þeim árum, þótt ekki tækist eftir þeim leiðum að hnekkja gengi þess. Hinsvegar kom það fljótt á daginn, að yfirvöldin vissu hvar hlekkurinn var veikast- ur. Það er dýrt að gefa út dagblöð, ékki sízt í Bretlandi. Þess vegna var strax reynt að vega áð blaðinu með meið- yrðadómum og geysiháum sektum og fangelsunum starfs- fólks og jafnvel eigenda prent- smiðjunnar. Þetta leiddi meðal annars til þess að strax á fyrsta ári eftir slíka ofsókn varð blað- ið að minnka um tíma niður í 4 síður meginhluta vikunliar. Það mun vart hafa liðið nokk- urt ár, sem blaðið varð ekki fyrir meiri og minni áföllum aðeins vegna þessara skipu- lögðu ofsókna og vora í því sambandi margir smámunir notaðir sem átylla. Hámarki náðu ofsóknir þess- ar hinn 17. janúar 1941 þegar Morrison þáverandi innanrík- isráðherra bannaði útgáfu blaðsins. Bann þetta stóð meira en eitt og hálft ár eða fram til 26. ágúst 1942. Sá kapítuli í . sögu blaðsins, þegar það var i banni er ekki sá ómerkasti, þótt ekki sé rúm til að ræða hann hér. En baráttan fyrir afnárni banns- ins varð geysivíðtæk og fjöl- menn meðal verkalýðsins. Hún vann blaðinu þúsundir stuðn- ingsmanna og nýrra lesenda og réði úrslitum um það, að þvi var þó aflétt, en þá var sýnt að áskorun um það mirndi liafa orðio samþykkt á þingi T.U.C. (þingi verklýðssambandanna), sem háð var nokkra sáðar. Efnisval og starfslið Strax í upphafi var kapp- kostað að gera blaðið fjöl- breytt að efni og aðlaðandi út- lits eftir því sem aðstæður leyfðu, þótt segja megi að fyrstu árin hafi margt skort á að frambærilegt vÆri miðað við það sem nú tíðkast. Réði þar að sjálfsögðu fyrst og fremst fjáx’hagsspursmálið og kannslú í sumum tilfellum viss þröngsýni og skoitur á kunn- áttu. Samt urðu sumar „ný- ungar“ þess til eftirbreytni hinum stóru og auðugu blöð- um. T.d. byrjaði Daily Worker fyrst brezkra blaða að birta breytingarnar 1948 { leiðarann á fremstu síðu og hefur Daily Mail og fleiri blöð telcið það upp síðar, þótt þau vilji ekki viðurkenna hvaðan fordæmið sé. Á frumbýlisáranum hófust í blaðinu ýmsir mjög vinsælir þættir, sem era við líði eim þann dag í dag og þykja ó- missandi, svo sem Minnisbók verkamaxuisins (Worker’s Notebook), sem Walter Holm- es hefur lengst af skrifað og hlotið miklar vinsældir fyrir. Þá má nefna þáttinn Bi’auð og ost (Bread and Cheese), sem hirm þekkti þingmaður og framherji William Gallacher skrifaði lengst. íþróttafréttir hófu einnig' fljótlega göngu sína, en að skömmum tima liðnum voru þær felidar niður. Á þeim dög- mn munu þær hafa þótt helzti borgaralegt lesefni, sem aðeins sljóvguðu baráttuþrek verka- lýðsins. Fjögur ár liðu því þar til íþróttaþátturinn hóf aft- iu’ feiil sinn og þykir hánn nú ómissandi með öllu, enda' hefur liann yfir að ráða fyi’sta flokks stai-fsliði. Þá má ekki gleyma veðreiða- sérfræðingi blaðsins. En eina og kunnugt er era veði’eiöar ótrúlega vinsælar í Bretlandi og binda hugi almennings svo, að dagblöðin verða að eyða tiltölulega miklu rúmi í að skrifa um þær. Sérfræðingur blaðsins á þessu sviði er mjög dáður meðal lesenda og hafa stói’blöðixx boðið í hann stór- fé. Hann ér ómenntaður ,,kolcney“ úr East End, sem sagt er að fári aldrei á veð- reiðar, en geri hins vegar ekkert annað en umgangast hestana og þó sérstaklega hestamennina, Spádomar hans hafa þótt ótrútega sannir og mun blaðið vera meira keypt fyrir miklar veðreiðar aðeins vegna þessa. — Blaðasalinn, sem ég átti skipti við, hélt fram ýmsum blöðum meir en Daily Worker, en það fyrsta sem hann nefndi í sambaadi >

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.