Þjóðviljinn - 24.12.1955, Qupperneq 24
u
•við það, var að hvergi gæti
ég fengið betri fréttir af veð-
Eeiðunum heldur en i því.
Teiknarinn er kannski sá
iaiaður ritstjórnarinnar, sem
SÓzt má vanta. Hann kom
íyrst til blaðsins 1933 (Maro).
SSn hinn frægi „Gabriel11, sem
Ktú starfar við blaðið byrj-
®ði 1936. Hann er einhver
snjallasti teiknari brezkra
iblaða í dag. Sum stærstu blöð
Lundúna hafa boðið honum
itnargföld laun við það, sem
áann hefur hjá Daily Worker
vilji hann koma til sín. Hann
er látlaus og geðugur maður
og mér er minnisstætt, þegar
l'iami af alúð og góðvild sýndi
snér safn mynda á teiknistofu
Kinni, hvað hann lýsti starfi
íSÍnu af miklum áhuga, ekkert
var honum kærara en nýta
uiæfileika sína og getu í
'bágu þess málstaðar, sem
Ðaily Worker berst fyrir. Og
begar tslið barst að kauptil-
'boðum stórblaðanna sagði
láann með sinni mildu hóg-
værð: „Það er svo margt, sem
ekki er hægt að gera fyrir
peninga".
Blaðið birtir að sjálfsögðu
ýmsa sérþætti aðra, svo sem
íyrir kvenfólk, útvarps- og
sjónvarpsgagnrýni og smælki
íyrir börn. Kappkostað er að
gera fréttaþjónustuna sem
'bezta, bæði innlendar og er-
L’endar fréttir, og myndir eru
miklar og rekur blaðið sjálf-
stæða prentmyndagerð í þvi
sambandi.
En þótt margt sé gert til að
úáta blaðið ganga í augu hins
almenna lesanda, má ekki
'Joka augunum fyrir því að
blaðið hefur í grundvallarat-
riðum öðru og meira hlut-
verki að gegna. Strax í upp-
liafi var stefnuyfirlýsing þess
mörkuð í fáum dráttum á þá
ISeið, að það skyldi helga sig
samfylkingu verkalýðsstéttar-
innar brezku til þess að af-
nema hið kapitalíska þjóðfé-
íag. Hinir nauðsynlegu þættir
þeirrar baráttu voru meðal
annars þeir að vinna að því
með öllum ráðum að hefja
verkalýðsstéttina á hærra
menningarstig andlega og
efnahagslega með því m.a. að
berjast gegn lækkun launa,
gegn stöðugri og langri yfir-
vinnu og kannski þó framar
öllu gegn hinu, atvinnu-
leysinu, sem lengst af hef-
ur verið fylgifiskur auðvalds-
skipulagsins síðustu áratug-
ina. Ennfremur hefur það æ-
tíð háð harða og mikilvæga
baráttu fyrir hinum almennu
réttindum verkalýðsins, gegn
banni á verkföllum og gegn
skipan gerðadóma um launa-
kjör og öðru þvílíku.
Á liðnum árum hefur bar-
áttan speglazt í ýmsum mynd-
um og breytzt með breyttum
aðstæðum, en í eðli sínu hef-
ur þó fyrsta stefnuyfirlýsingin
verið fullgildur mælikvarði á
starf og stefnu blaðsins til
dagsins í dag.
1 alþjóðamálum hefur stefn-
an fyrst og fremst markazt
af því að varðveita friðinn og
hina friðsamlegu þróun í sam-
skiptum auðvaldsríkjanna
annars vegar og ríkja sósíal-
ismans hins vegar. Baráttan
gegn framgangi fasismans
skipaði þar öndvegLssess á ár-
unum fyrir síðustu styrjöld,
baráttan fyrir björgun Spán-
ar undan fasismanum, barátt-
an gegn Miinchenstefnu brezka
íhaldsins og fleira og fleira
því líkt. Allt eru þetta mál af
sömu rót runnin og hefðu
skipt sköpum fyrir þróun
heimsmálanna, ef betur hefði
ráðizt en raun bar vitni uöi.
Nýsköpunin 1948
The Only Paper Owned by
it’s Readers; eina dagblaðið í
eigu lesenda sinna. Þetta eru
einkunnarorð hins nýja Daily
Worker frá 1948.
Þegar það hafði setið í banni
á annað ár, prentsmiðja þess
eyðilögð af völdum styrjald-
arinnar, starfslið þess ýmist
í herþjónustu eða að gegna
öðrum skyldustörfum vegna
styrjaldarinnar, þá reis það
upp til nýs lífs 1942, sterkara
og áhrifaríkara en nokkru
sinni fyrr í sögu sinni.
Ótrúlega örðugleika þurfti
að yfirstíga, þegar blaðið hóf
að nýju göngu sína, hvað
snerti prentun og ritstjóm,
að sumu leyti svipaða og að
ýmsu leyti ekki auðveldari
heldur en þá, sem sköpuðust
á frumbýlisárunum.
Hins vegar breytti blaðið
svo um svip og gerð við end-
urreisnina að segja má, að það
hafi tekið þeim stakkasldpt-
um sem breytti því úr áróð-
ursblaði í raunverulegt nú-
tíma dagblað jafnhliða sínu
pólitíska hlutverki.
Það var strax ihafizt handa
um undirbúning að því að
leggja gmndvöll að framtíð-
arstarfinu og hinni raunveru-
legu viðreisn, sem hefja skyldi
að styrjöldinni lokinni.
Fred Pateman
Árið 1944 var lögð fram
eftirfarandi áætlun, sem talin
var grundvöllur þess, sem
byggja skyldi á um allar fram-
kvæmdir blaðinu til handa:
1. Kaupa skyldi prentvél af
fullkomnustu gerð.
2. Reisa skyldi nýja byggingu
fyrir blaðið og prentsmiðj-
una sem í öllu fullnægði
þeim kröfum, sem slík
starfsemi krafðist.
3. Afnám pappírsskömmtunar,
sem takmarkaði stærð
blaðsins og upplag.
Fjórum árum síðar var þessi
djarfa áætlun orðin að veru-
leika. 1. nóvember 1948 flutti
blaðið í nýtt 6 hæða stórhýsi
við Farringdon Roád, nokk-
urra mínútna gang frá Fleet
Street. Hús þetta er hið full-
komnasta að allri gerð og
skapar ritstjóm, prentsmiðju
og afgreiðslu hin beztu starfs-
skilyrði. Nýtizku hraðpressa
og öil nauðsynleg tæki til að
léysa af hendi góða prentun
voru í fyrsta skipti til stað-
ar.
Tuttugu þúsund manns
safnaðist saman kvöldið áður
umhverfis húsið til að fagna
hinu nýja blaði og hámarki
náði fögnuðurinn þegar rit-
stjórinn, William Rust, birtist
með fyrstu tvö eintökin, sem
hann seldi samstundis hæst-
bjóðanda á 45 pund hvort
(röskar 2000 krónur). Siðan
var hann gripinn af mann-
fjöldanum og borinn á gullstól
umhverfis bygginguna. Hrært
en glatt þusti starfsfólkið frá
skrifborðunum og vélunum út
i gluggana og fylgdist með
hinni heitu bylgju sigurgleð-
innar, sem bærðist með mann-
hafinu útifyrir sem þegar
hafði stöðvað alla umferð um
nærliggjandi götur.
Leiðari blaðsins hófst á
þessum orðum.
„Heill sé ykkur lesendur
Daily Worker, djörfustu bar-
áttumenn Bretlands fyrir
friði, lýðræði og sósíalisma. í
dag rætist draumurinn.
Draumurinn, sem þið hafið
barizt fyrir um margra ára
skeið, birtist sem veruleiki í
dag. Þið hafið nú í höndum
hið nýja Dailý Worker.
Mánudagurinn 1. nóv. er hinn
stóri dagur í sögu Daily
Worker. Þetta nýja blað er
sönnun, sem allir geta séð, um.
það, að hin byltingarsinnaða
ihreyfing í Bretlandi er fær um
að gefa út vandað nýtízku
dagblað. — Við höfum fjár-
magnið, tæknina, hæfnina og
fjöldaþátttökuna ....
Og minnizt þess, að hvert
einasta penny af hinum 240
þúsund sterlingspundum (ná-
lægt 11. miilj. kr.), sem þetta
hefur kóstað, hefur runnið úr
vösum og léttum sjóðum
verkalýðsstéttar þessa lands“.
Með hinu nýja blaðí var sú
breyting gerð á útgáfu þess,
að Kommúnistaflokkurinn var
ekki lengur hinn formlegi út-
gefandi blaðsins, heldur var
stofnað félagið The People’s
Press Printing Society
Ltd., sem er hinn form-
legi eigandi og útgefandi þess.
Félagsskapur þessi er þannig
byggður upp, að öllum er
heimill réttur til þátttöku í
honum, gegn greiðslu eins
sterlingspunds, sem þó þarf
ekki að greiðast í einu lagi.
Heimilt er þó félagsstjórnum
að synja um inntöku, ef gild-
ar ástæður eru fyrir hendi og
getur þá viðkomandi skotið
umsókn sinni til allsherjar-
fundar. Um allt landið eru
starfandi deildir þessa félags-
skapar og munu félagar vera
yfir 30 þúsund talsins, svo að
með réttu ber það nafnið: Eina
blaðið í eigu lesenda sinna.
Forustumennirnir
Hverjir eru það, sem stjórna
þessu blaði og bera ábyrgð á
rekstri þess?
Núverandi aðalritstjóri er
J. R. Campbell. Hann stend-
ur á sextugu og hefur verið í
námun tengslum við verka-
lýðshreyfinguna um 45 ára
skeið, og gegnt mörgum tnin-
aðarstörfum fyrir hana, eink-
anlega í sambandi við blaða-
útgáfu. Mun hann hafa starf-
hann gerðist ritstjóri blaðsins
„Clyde Worker“. Hann hóf
starf við Daily Worker nokkru
eftir stofnun þess og hefur
lengst af verið í starfsliði þess.
Aðalritstjóri hefur hann verið
síðan 1949, er William Rust
lézt.
Auk þess að vera ritstjóri
Daily Worker er hann einn af
meðlimum framkvæmdanefnd-
ar flokksins og tvímælalaust
einn af færustu forustumönn-
um hans, og góður ræðumað-
ur.
Aðalritarinn, David Ainley,
er framkvæmdastjóri P.P.P.S.,
sem er hinn raunverulegi eig-
andi og útgefandi blaðsins
eins og fyrr er að vikið. Hann
er 47 ára gamall, myndarlegur
og traustlegur maður með ró-
legt yfirbragð.
Hann hóf starf við blaðið
strax við stofnun þess og var
þá afgreiðslustióri f.vrir Norð-
ur-Eng'and og Skotland.
1 síðasta stríði vann hann
sem vélsmiður í flugvélaverk-
smiðju í Lancashire og var á
þeim árum formaður verka-
lýðsnefndar verksmiðjunnar.
Framkvæmdastjóri P P.P.S.,
gerðist. hann strax 1945, þeg-
ar sá fé'agsskapur var stofn-
aður.
Prentsmiðjustjórinn heitir
Fred Pateman, 44 ára gamall.
Geðugur maður og alúðlegur,
en nokkuð þreytulegur og má
sennilega telja það menj-
ar frá síðasta stríði.
Slíkt er mjög algengt að
því er mér virðist um menn
á hans aldri. Hann barðist víða
I síðasta stríði og var m.a.
í fyrstu sveitunum, sem gerðu
innrásina á meginlandið yfir
Ermarsund.
Hann kom að blaðinu 1932
og hafði þá nokkra reynslu í
blaðamennsku, enda lengst af
starfað í ritstjóm blaðsins og
árin liefur hann verið prent-
smiðjustióri. Áhugi hans á því
starfi var augljóslega mikill,
enda ber blaðið þess vott að
færir menn starfa við pientun
þess. Voru það ánægjulegar
stundir að ganga í fylgd hans
gegnum hina stóru vélasali og
njóta fræðslu hans og leið-
sagnar um hin flóknu störf
prentvélasamstæðnanna.
ábyrgð á rekstri og stefnu
blaðsins er ekki síður ástæða
til að nefna ýmsa aðra starfs-
menn, sem eru þekktir fyrir
afburða starfshæfni og dugn-
að, eins og ég hef vikið lítil-
lega að hér að framan.
Daily Worker
í dag
Blaðið er núna gefið út í
3 útgáfum daglega. Fyrsta út-
gáfan er prentuð strax eftir
að klukkan er orðin 6 sið-
degis. Sú útgáfa er einkum
ætluð Skotlandi og fer með
járnbrautarlestum, sem leggja
af stað kl. 7 og 8 s.d.
Þess má geta til fróðleiks,
að árið 1940 var hafizt handa
um útgáfu á sérstöku dagblaði
í Glasgow fyrir Skotland og
var meginstofn þess endur-
prentun á Lundúna Daily
Worker. Skotlands Daily
Worker var að sjálfsögðu
bannaður um leið og Daily
Worker í London og var ekki
endurreistur fyrr en í þessari
mynd.
Önnur útgáfa kemur kl. 9 á
kvöldin og er ætluð Norður-
og Mið-Englandi og írlandi.
Þriðja útgáfan, hin eiginlega
Lundúna útgáfa er svo prent-
uð klukkan eitt um nóttina.
Að meginefni eru allar þess-
ar útgáfur mjög líkar, allar
stærri greinar eru þær sömu,
en þó er talsvert annað snið
á forsíðu 1. og 3. útgáfu og
er venjulega skipt um aðal-
forsíðufrétt. Og að sjálfsögðu
bera útgáfurnar talsvert ann-
an svip, þegar fréttnæmir at-
burðir eru að gerast, sem vel
er fylgzt með af hálfu frétta-
mannanna.
Upplag blaðsins hefur verið
mjög misjafnt. Fyrst í stað
var það að sjálfsögðu lágt og
enn getur það ekki talizt stór-
blað í þeirri merkingu, þegar
Hæst mun upplagið hafa venð
laust eftir stríðið siðasta eða
um 120 þúsund eintök. Hins
vegar er því ekki leynt, að á-
\ óður kalda stríðsins hefur
haft nokkur áhrif á útbreiðslu
þess síðustu árin og mun upp-
lagið vera um 80—8ö þúsund
eintök daglega.
Þegar litið er yfir helztu
Lundúnablöðin sést það fljótt,
Framhald á 26. síðu.
að við biaðamennsku að meira-'
eða minnl leyti síðan 1915, er Þótt þessir menn beri mestá
Hiö nýja hús Daily Worker byggt 1948
var m. a. um tíma fréttarit-
stjóri þess. En síðustu fimm ' miðað er við stórblöðin brézku.