Þjóðviljinn - 24.12.1960, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 24.12.1960, Qupperneq 8
r 8) JÓLABLAÐ ÞJÓBVILJANS 'íí\ ri'isíA‘,1 ril' íj.: -6io; n Jkíiiom oqi a i í tMV/iVvi-. -*j*> kí rnefj'irriíjk ulíu‘1 .ít.no’A>i i líiiriu't<crnof.i'i ,BÍont>ií Einar Laxness: AÐ LOKNUM Kafli úr vœnfanlegrl bók um Jón Guðmundsson (i: ; [’(i{iT'.iiíi; -.nirf i/Jívio'! go 6iq’i Jón Guðmundsson. Ilér hefst frásiicnin, ]»á cr Jjjóðfundinum er lokið. Trainpe gxeifi, hinn danski stiftamtmað- ur hefur látið slita honum skyndilega, til þess að hindra þjóðfundarmenn í að samþykkja róttækar kröfur um innlcnt stjórnfrelsi. Stiftamtmaður lief- ur fengið sent herlið tii lands- ins sér til styrktar, og hann sendir jafnóðuni skýrslur til stjórnarinnar um framferði fundarmanna. I. Skýrslurnar, sem Trampe stiftamt- maður sendi til stjórnarinnar um þjóðfundinn eru auðvitað ekki hlut- drægnislausar, en engin ástæða er til að véfengja, að rétt sé frá skýrt um viðbrögð fundarmanna meðan á fund- inum stóð. Merkustu skýrslurnar voru gerðar 10. og 17. ágúst, en sú seinni má teljast aðalskýrslan um viðburð- ina. Er stiftámtmaður þar óspar á að nefna nöfn þeirra manna, sem hann telur mestu æsingamennina. Að hans ájiti voru það Jón Sigurðsson, Jóp Guðmundsson (sem þá var sýslumað- ur í Skaftafellssýslu), Kristján Kristjánsson (land- og bæjarfógeti í Reykjavík), sr. Ilannes Stephensen á Ytra-Hólmi og sr. Halldór Jónsson á Hofi, sem hafi „sýnt mesta og skað- vænasta starfsemi“. bæði í fundarlok- in og eins meðan á fundi stóð. Geíur hann í báðum skýrslunum ógnþrungna lýsingu á því, hvernig reiði manna brauzt fram við hin skyndilegu slit fundarins þennan sögufræga dag 9. ágúst. Segist Trampe svo frá um framferði höfuðpauranna, — og til- tekur þá einkum Jónana, Jósep lækni Skaptason og Hannes Stephensen, — að þeir hafi þotið upp úr sætum sínum „under de vildeste Gebærder“, eins og það er orðað á dönskunni, lamið í borðin, steytt síðan hnefana framan í sig, „um leið og þeir hróp- uðu upp, -eptir því sem mér skildist í hávaðanum, að þeir mótmæltu í nafni konungs og laganna“. í>á kveður Trampe fundarmenn hafa haldið, eftir því sem hann bezt vissi, „ýmsa fundi. bæði stærri og minni, sumpart hjá Jóni sýslumanni Guðmundssyni, sum- part hjá assesor Christiansen." Enn- fremur skýrir hann svo frá, að eftir fundarlokin hafi þjóðfundarmenn haldið á veitingahús bæjarins til frek- ara skrafs og ráðagerða. Það mun þó ekki hafa orðið þegar í stað, ef betur er að gáð. Þá er fundarmenn stóðu vonsvikn- ir í sal Latínuskólans eftir fundar- slitin og tóku að ráða ráðum sínum, varð Jón Guðmundsson til þess að opna heimili sitt og bjóðá þessum skörulega hóp inngöngu. Það hefur verið minnisstæð stund þeim mönn- um, er leið áttu um miðbæ Reykja- víkur 9. ágúst 1851, að sjá flesta hina þjóðkjörnu fulltrúa fundarins halda saman í hóp út úr skólahúsinu. Sjá þá ganga niður túnið yfir gömlu skólabrúna, þar sem hún lá yfir læk- inn, en þar í grennd haíði hermanna- flokkurinn tekið sér stöðu, — og menn vissu, að byssurnar voru ekki tómar, — en um dátana var ekki hirt, heldur haldið rakleitt gegnum hjarta bæjar- ins yfir í Aðalstræti til ráðagerða í húsi Jóns Guðmundssonar. Það eru óyggjandi f.rásagnir til um það, að flokkurinn hafi farið þangað. Annars- vegar i bréfi, sem sr. Þórarinn Krist- jánsson á Prestbakka. hefur skriíað, en hann var einn aí þeim öríáu þjóð- kjörnu fulltrúum, sem dignuðu fyrir konugsvaldinu og gengu úr flokki hinna róttæku manna. Kveðst hann einmitt hafa skorizt úr leik þessa Jón Sigurðsson. hóps að fullu á þeirra fyrsta prívat íundi, er þeir héldu í húsi Jóns Guð muncssonar strax þegar þeir komu úr alþingissalnum.“ Hinsvegar kem- ur það fram í skýrslu sr. Ólafs E. Johnsen á Stað á Reykjanesi um fundinn. Þar segir, að eftir fundar- slitin haíi menn gengið .,úr þingsaln- um ofan i hús Jóns Guðmundssonar; mættu þar allir þjóðkjörir þingmenn, nema einn, nefnilega síra Þórarinn Kristjánsson —“ Og löngu síðar en þetta gerðist sagðist Sigurði íanga- verði Jónssyni. syni Jóns Guðmunds- sonar, svo frá, að honum væri sá at- burður í barnsminni, er flokkurinn kom til heimilis foreldra hans. Þetta litla atvik sýnir. kannski ekki síður en margt annað, hvernig Jón var boð- in og búinn til að veita hinni ungu írelsishreyíingu fslendinga allt það Jiðsinni, sem í hans. valdi stóð, þótt það kallaði yfir hann reiði yfirvald- anna í vaxandi mæli. Að loknum fundinum h.já Jóni var síðan haldið í veitingahús bæjarins til frekara fundarhalds, þar sem hent- ugra hefur verið fyrir svo stóran hóp að saínast saman. Þar samþykktu mehn að rita Páli amtmanni Melsted bréf, þar sem þeir lýstu sérstakri vanþóknun á framferði hans í íor- setastól, og að hann hefði brugðizt trausti þeirra manna. sem kusu hann til þessa embættis. Var það undirrit- að af 32 íulltrúum, en nokkrir skor- uðust undan, sakir venzia eða af hlífð við Melsted, þótt sumir þeirra lýstu yíir andúð sinni á framkomu hans við lok fundarins á annan hátt. Hér við má auka lítilli frásögn sem varðveitzt hefur, en hún er dæmi um þá ríku andúð, sem Páll Melsted hlaut íyrir framkomu sína þennan minni- stæða dag. Er hún höfð eftir einum fundarmanna, Páli bónda Sigurðssyni'í Árkvörn í Fljótshlíð, einorðum manni í hvívetna. Hann kvaðst hafa setið yztur við dyrnar í salnum, þegar fundinum lauk og með eigin orðum lýsir hann svo þeirri löngun, sem helzt haíi með sér bærzt, er höfðingj- arnir gengu út: „Andskoti langaði mig til að bregða faeti fyrir helvítið hann Pál, þegar hann gekk út úr salnum.“ Það var því að vonum að bréf l'und- armanna til amtmanns yrði all napurt, epda kveinkaði hann sér mjög undan því. Hinsvegar mátti segja, að hann bætti gráu ofan á svart með því að kæra íundarmenn fyrir stjórninni og hvetja hana til þess að hafa gætur á embættismönnunum sökum ofsa þeirra. Slík málaleitan hefur ekki bætt aðstöðu Jóns Guðmundssonar síðar. Geta má þess líka, að um kvöld- ið hafði Trampe boðið fundarmönnum til skilnaðarveizlu, svo sem lengi var siður við lok Alþingis, en það var þyngra í mönnum en svo, að þeir sæktu þessháttar gleðskap að sinni. Komu til veizlunnar aðeins 5 konung- kjörnir fulltrúar, svo að heldur litil reisn var yfir þessum þunnskipaða fagnaði. Daginn eftir, 10. ágúst, komu þjóð- fundarmenn aftur saman og sam- þykktu þá ávarp til konungs. Var þar skírskotað til fyrirheitsins frá 23. sept. 1848. sem rofið hafi verið af Trampe konungsíulltrúa, ennfremur önnur sakaratriði i hans garð. ásamt þeim kröíum, sem fundarmenn geri fyrir hönd íslendinga, eins og nú var á- statt: 1. Stjórn máleína landsins kom- ist í hendur þeirra manna, einkum innlendra, sem íslendingar beri traust til. 2. Frumvarp til grundvallarlaga, byggt á áliti meiri hluta 9 manna nefndar þjóðíundarins, verði lagt fyrir Trampe greifi. þing í landinu. 3. Verði slíkt þing kjörið eftir sömu kosningalögum og þjóðíundurinn. — í samræmi við til- lögu Þingvallafundar fyrr um sumarið voru 3 menn síðan kosnir í því skyni að íara með þetta ávarp til Kaup- mannahafnar og bera íram fyrir kon- ung. í nefndina voru kjörir þeir nafnarnir, Jón Guðmundsson og Jón Sigurðsson svo og Eggert sýslumaður Briem og skyldu þeir fara utan þegar um haustið þesara erinda. Má merkilegt þykja, að Jón Guð- mundsson skyldi taka að sér slíka för, þegar þess er gætt, að hann hafði haí't orloí frá sýslumannsstörf- um veturinn áður. En máski hafa ekki aðrir fengist til fararinnar, enda Jón raunar haft einróma traust manna og því þótt sjálfsagður. Þá er ekkí því að neita, að hann mun ekki tiltakanlega mikið haía lýst að hvería á ný aust- ur í Skaftafellssýslu og dveljast þar við sömu kringumstæður og veturinn 1849—50 (en kona hans og börn dvöldust þá i Reykjavík). Vart hefur þóJónórað fyrir því, að þessi sendiför mundi haía jafn aídrifaríkar afleið- ingar fyrir hann, eins og síðar kom á daginn, þótt auðvitað mætti hann renna nokkurn grun í, að reiði yfir- valdannna yrði honum þung í skauti. Ekki þurfti í grafgötur um það að ganga. að Trampe stiftamtmaður mundi verða hinn erfiðasti viðureignar og aldrei gerast hallur undir málstað þjóðfundarmanna við stjórnina í Kaupmannahöfn. Leið heldur ekki á iöngu, þar til Trampe sýndi svo ljóslega að ekki varð um villzt, að það voru engin vettlingatök, sem hann vildi iáta beita við landsmenn. M.a. hvatti hann stjórnina til að gefa í engu eítir í stjórnskipunarmálinu, en innlima landið sem fastast í danska ríkið. II. Skal nú næst gerr sagt frá viðskipt- um Jón Guðmundssonar við Trampe, sem fylgdu í kjölfar þjóðíundarins, þar sem þau höfðu hinar þýðingar- mestu afleiðingar fyrir allt líf Jóns og varpa um leið sérstöku ljósi á við- leitni hinna erlendu drottnara til að bæla niður vilja landsmanna og refsa- þeim með beinum ofsóknum. Jón til- kynnti Trampe 11. ágúst, að hann sé kosinn til umræddrar sendifarar og óskar eftir ferðaleyfi frá embætti s:nu þann tíma, sem ferðin muni taka. Jafnframt bauðst hann til þess að gera nauðsynlegar ráðstaíanir, sem tryggðu, að rekstur sýslumannsemb- ættisins í Skaftafellssýslu yrði í engu vanræktur þennan tíma. En Trampe var þyngra í skapí eft- ir aídrif fundarins en svo, að hann taéki slíka bón í mál. Þó gætir hann þess að veita Jóni ekkert svar fyrr en 13. ágúst. þegar hann þóttist viss um, að l'undarmenn væru á brott riðnir úr bænum og gætu þessvegna ekki eftir neitun hans kosið nýja menn, hvorki i stað Jóns né Eggerts Briem, sem var sýslumaður í Eyja- fjarðarsýslu og því undir sömU sök seldur og Jón. Gerði Jón tilraun til þess að fá svar 12. ágúst, en það tókst ekki, hvorki skriflegt né munn- legt og eigi að heldur fékk hann við- tal við Trampe. Degi síðar eða 13. ágúst fær Jón loks svar írá stiftamt- manni. sem dagsett var deginunr fyrr. Hljóðaði innihald bréfsins á þá lund, sem vita mátti íyrir, að tarar-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.