Þjóðviljinn - 24.12.1960, Page 9

Þjóðviljinn - 24.12.1960, Page 9
JÓLABLAÐ ÞJÓÐVILJANS (9 leyfi til handa Jón| v,æri . algerlega vísað á bug. Einnig var lýst -vfir i'urðu mikilli á því kæriileýsi. sem’jón sýndi gagnvart embætti sínu og bæri honum skylda til að halda austur án tafar. Eítir því að dæma virðist Trampe hafa gert ráð fyrir, að Jón gegndi sýsiunni áfram, þrátt fyrir af- stöðu hans á fundinum. en varla helur það þó verið hugsað nema til vors- ins 1852, eða fram að þeim tíma, er setning hans í embættið til þriggja ára var útrunnin. Jón Guðmundsson var aftur á móti ekki í því skapi að láta þennan danska greifa skipa sér eitt eða annað, er hér var komið, heldur fastráðinn í því, að leysa það hlutverk af hendi. sem félagar hans höl'ðu falið honum. Út af fyrir sig harmaði hann ekki missi sýslunnar, en á hitt var að líta, að hann gat verið þess fullviss, að af- ieiðingar gerða hans mundu draga alvarlegan dilk á eftir sér. Hinn 14. ágúst hefur hann skril'að Trampe á nýt — ,.i en aldeies sömmelig Tone“, eins og segir i skýrslu Jóns Sigurðs- sonar. til stjórnarinnar um þessi við- skipti, — .,dog ikke uden Ytring af retfærdig Harme, over den umotiver- ede Beskyldning“ Ræðir hann um erfiðleika sína á að hverfa austur til embættis síns, eins og sakir stæðu, og þvi til styrktar lét hann fylgja með bréiinu yfirlýsingar, sem hann liafði afiað sér hjá tveimur mönnum. Önnur vár frá sr. Benedikt Sveinssyni í Norður-Vík í Mýrdal, sem Jón dvald- ist hjá veturinrr 1849—50, og telur har.n tormerki á þvi að geta hýst Jón með sama hætti og áður komandi vetur. Hin var frá Jóni landlækni Th'rstensen, sem staðl'estir. að hcilsu Jói.s sé svo íarið, að hann eigi af þeim sökum óhægt með að takast á hendur eri'ið ferðaiög, sem fylgi emb- æt’.i hans þar eystra, svo og að dveljast í óheilnæmu húsnæði. Þegar Trampe sendi gkýrslu sína síðar við- víkjandi Jýni, lót hann alvcg undir höíuð leggjast að senda þessar yfir- lýsingar með, þótt þær væru Jóni til málsbóta. Samkvæmt skýrslú Trampe og raun- ar fleiri heimildum virðist sem Jón ha:i í bréfi sínu óskað eítir lausn frá embætti sem settur sýslumaður í Skaftafellssýslu, og stiftamtmaður yrði að -enda mann þangað innan ákveðins tíma, sem tæki á. eigin ábyrgð við embættinu. Kveðst Trampe haía svar- að tilmælum Jóns samdægurs á þá lund, að Jón væri settur í embættið til þriggja ára af stjórninni og gæti þvl ekki horfið á brott úr því án síns samþykkis. Reynir Trampe að standa í vegi íyrir ráðagerðum Jóns, sem mest hann má> og binda hann í báða skó, ef svo má segja, til þess að haía sem t.ryggilegast tangarhald á hqnum, þegar hrinn sendir ákæru sina til stjórnarinnar. Hinn 15. ágúst mun Jón hafa hald- ið af stað austur á bóginn til að ganga frá málum sínum þar, áður en hann íæii í brott af landinu. Áður hafði harm tilgreint a.m.k. einn ákveðinn mann til að hlaupa í skarðið fyrir sig, Magnús Gíslason fyrrv. sýslumann í Mýrasýslu, en Trampe skeytti þvi engu. Og einmitt um þessar mundir vildi svo tii, að Jón hitti mann nokkurn, Árna Gíslason, sem þá var fyrir skömmu kominn til landsins að loknu prófi í dönskum lögum, því hinu sama, er Jón hafði lokið. Hafði hann ekki íengið veitingu fyrir neinu embætti ennþá og tjáði sig því fúsan til að gegna sýslumannsembættinu í Skafta- íellssýslu fyrir Jón meðan hann væri erlendis, svo framarlega sem stiftamt- maður vildi á það fallast. Gerði Jón nú enn á ný tilraun við Trampe. Ifann ítrekar íyrri tilmæli og bendir jafnframt á Árna Gíslason til að gegna stárfinu. En við það var ekki komandi, Trampe varð með engu móti haggað. Hann lýsti sig reiðubúinn að setja Árna í embættið á hans eigin ábyrgð, en alls ekki í forföllum Jóns. Svo fór Hka, að Árni fékk sýsluna og varð Jaiiglífur í þeirri stöðu. Nú var ten- ingunum kastað fyrir alvöru að því er Jón Guðmundsson varðaði. Þar sem hann auk ákafrar andstöðu við stjórnarfrumvarpið og forystu hins þjóðkjörna flokks. neitaði að hlýðn- ast íyrirskipunum um að hvería til embættisins. gat hann ekki annars vænzt en fyllstu hefndarráðstafana stiítamtmanns. Og ekki stóð á þeim. III. Aðalskýrsla Trampe til innanríkis- ráðuneytisins var samin eftir þessa viðureign við Jón, 17. ágúst. Þar á- kærir hann cins og fyrr íorsprakka þjóðíundarins og' reynir umí'ram allt að haga máli sínu svo, að hann geti verulega á þeim klekkt, sérstaklega embættismönnunum sem hann á hæg heimatökin við og þar er Jón Guð- rnundsson ei'stur á blaði. Er það hans tillaga, að stjórnin taki vel í taumana og láti eindregið í Ijós, svo að ekki verði um vil’.zt, að hún geti ekki þolað þá menn i embættum á íslandi,. sem g'erist svo djarfir að vinna gegn vilja hennar. Kann veit, að hann getur því ekki við komið að refsa aðaifyrirlið- anum, Jóni Sigurðssyni, en þv! íremur geri.r hann tillögur unr harðar aðgerðir gegn embættismpnnunum, sem hann hefur yfir að segja. Eftirfarandi orð í skýrslunni sýna vel, hve Trampe lék mikill hugur á að mýla hina frjáls- lyndu embættismenn, — kúga þá til að svikja þann málstað. sem þeir töldu réttastan: ,,Ef því á að breyta hugarfari manna til batnaðar og í meira samræmi við löggjöfina, þá verður það að minni hyggju einungis hægt á þann hátt, að stjórnin. sýni það skorinort, að hún þoli eigi þá menn í embættum, sem algjörlega og lögum gagnstætt reyna að vinna á móti löglegum tilgangi og aðgjörðum stjórnarinnar.“ Og einkanlega öllum öðrum til viðvörunar telur hann ,,nægi- legta að beita strangleika við ein- stöku menn“, sem sérstaklega hafa tii þess unnið. Nefnir hann enn með nöfnum þá menn sem að hans áliti hafi sýnt ,,skaðvænasta starfsemi" meðan á i'undinum stóð. Eftirtalda menn, í sömu röð og hér fer á eftir, telur hann að þurfi sérstakrar ráðningar við: Jón ' Guðmundsson, Kristján Kristjánsson, sr. Hannes Stephensen, sr. Iíalldór Jónsson og sr. Ólaf E. Johnsen. Hal'i þessir menn „sýnt æðis- genginn ákafa í því að vinna á móti þeim ilöglega tilgangi stjórnarinnar að koma hér á stjórnarskipun. sem á við landið. skv. þess löggrundvölluðu stöðu í ríkinu.“ Til viðbótar þessu mun Trampe hafa komið til hugar að krefjast þess, að Jón yrði lögsótt- ur vegnq framferðis hans í sambandi við embættið, en hætt þó við að gera slíka tillögu af hlííð við Jón sakir góðrar frammistöðu hans í embættinu áður. Ekki er ólíklegt, að Trampe hafi tæpt á þessu atriði í skýrslu sinni 17. ágúst, enda er beinlínis hægt að draga siíka ályktun af vitneskju þeirri, sem til er um afdrif málsins hjá stjórninni í Kaupmannahöfn. Skal nú vikið lítillega að gangi máls- ins þar. Þeg'ar skýrsla Trampe komst á leið- arenda, í stjórnarskrifstofurnar í Kaupmannahöfn, var fljótlega tekið til að þinga um fyrirhugaðar hefndar- ráðstafanir. þótt menn hal'i e t.v. litið eitthvað mildari augum á málsatriði öll heldur en Trampe gerði í hita eft- irleiksins. Þó er svo rnikið vist, að innanrikisráðuneytið hefur 15. sept- ember ritað dómsmálaráðuneytinu bréf um mál Jóns Guðmundssonar. þar sem að því er vikið, að ástæðö sé fyrir hendi að höfða ókærumál gegn Jóni fyrir að yfirgefa embætti silt upp á eigin spýtur í banni stiftamtmanns. Svar dómsmálaráðherrans. A. W. Scheel kom 19. september og var undir þáð tekið, að vist mætti höfða mál gegn honum. en þar sem Jón mundi aðeins hljóta sektardóm var íremur ráðið frá þvi. Hinsvegar hlyti afleiðingin af gjörðum hans að verða sú, að hann fengi hvorki setnigu né skipun i nokkurt .embæíti. Það var að sjálfsögðu sú reísing. er þyngst kærni niður á Jóni Guðmundssyni, jafnframt því. sem Trampe greifa hef- ur verið kærkomið að fá vald til að beita henni. Stjórnin sendi skrifiegt svar sitt við skýrslum Trampe 27. september. og hafði það að geyma formlega fyrir- skipun um þær hefndarráðstafanir, sem Trampe mætti gera. Þar urðu harðast úti þeir 2 menn, sem fyrstir voru neíndir í aðalskýrslu Trampe frá 17. ágúst, Jón Guðmundsson og Kristján Kristjánsson. En fyrst og fremst var það Jón Guðmundsson, sem þyngstu refsinguna hlaut. með því bannað var að veita honum nokk- urt embætti, hvorki til frambúðar né heldur um stundarsakir, og skyldi amtmönnum tilkynnt sú ákvörðun. Þótt Kristjáni Kristjánssyni væri vik- ið frá land- og bæjarfógetaembættinu í Reykjavík, þá var það þó með eftir- launum, enda varð hann ekki harð- ara úti en svo, að skömmu eftir þetta komst hann í starf í íslenzku stjórn- ardeildinni í Kaupmannahöfn, og varð meira að segja síðar bæði sýslumaður og amtmaður. Mjög kom til tals að svifta klerk- ana þrjá, sr. Hannes á Ytra-Hólmi, Halldór á Hofi og Ólaf á Stað, kjól og kalli, svo sem Trampe hefur lagt til, en kirkjumálaróðherrann Madvig hefur talið slikt of harkalega að farið og snúizt gegn því. Aftur ó móti var sú fyrirskipun gefin með bréfi til stiítamtmanns 23. mai 1852, að öllum þeim embættismönnum, sem undirrit- að hefðu ávarpið til konungs 10. ágúst, skyldi synjað þingíararleyfis og yrði það auglýst, svo að kosning- arnar. sem fram áttu að fara á árinu, yrðu ekki til einskis í þeim kjör- dæmum, sem um var að ræða. Þar með tókst stjórninni að hindra þing- setu ýmissa ágætra embættismanna, presta, sýslumanna og skólakennara, sem þjóðíundinn sátu, og margir þeirra komu aldrei til Alþingis eftir þetta. Sr. Hannes Stephensen lét þó bann þetta ekkert á sér hrína, en tók kosningu sem þingmaður Borgar- fjarðarsýslu árið 1852 og kom til næsta þings eins og ekkert hefði í skorist. Var það í fullu samræmi við einbeitta íramkomu hans undaníarin ár. Annar prestur. sr. Guðmundur Einarsson á Kvennabrekku, hlaut og kosningu 1852 í Dalasýslu og kom til þings. en : þingsetu Jóseps . læknis Skaptasonar tókst að hindra, þctt kosningu hlyti hann hjá Hún- vetningum. Má telja undarlegt, að fyrr- greindu banni skyldi ekki betur fram- fylgt en raun varð á, en líkleg'a hefur Trampé ekki talið sig hafa allskostar bolmagn í þessum sökum. Hvað sem þessu ö’.lu viðvék. þá mátti óumdeilanlega fullyrða. að Jón Guðmundsson varð allra manna harðast úti í viðureigninni við hið er- lenda vald. Refsing hans bar, á allan hátt augljóst merki póHú'skrar of- sóknar og veitti mönnum visbendingu um það, hvers þeir mættu vænta, ef þeir leyfou sér að brjóta í bág við vilja dönsku stjórnarherranna. En þótt vegur Jóns ykist ekki meðal þeirra, þá jókst hann því betur meðal alþýðu manna, sem . ejnhuga að - heita má, stóð að baki aðgerða þjóðfundar- manna. Hún dáðist að ósérhlííni Jóns og einarðlegri framkomu hans gagn- vart illræmdu yfirvaldi. þá er hann lagði allan embættisframa sinn í söl- urnar fyrir baráttu í þágu stjórn- frelsis ættjarðar sinnar. Það var lika stórt skref, sem Jón var að stíga og átti áreiðanlega stærri þátt í umskipt- um á högum hans, en honum bjó í grun þetta viðburðaríka sumar. IV. ' Allt frá þeim iíma, er þjóðfundur- inn fór fram og til þessa dags hefur íslenzka þjóðin borið tilfinningar, sem eru sérstaks eðlis, til atburðanna 1851 og því varðveitt. minninguna um þá nær hjarta sínu en ýmsa aði'a atburði sögunnar. Framganga þeirra nafnanna, Jóns Sigurðssoar og Jóns Guðmundssonar. sem leiddi til þess, að þeir féllu í algera ónáð dönsku stjórn- arinnar, hefur s.'ðan verið metin sem aðdáanleg fyrirmynd að sönnum frels- ishetjum. í niðurlægingu þjóðarinnar höfðu þeir sýnt hvílíkt stolt bjó í brjósti hennar. Og til merkis um það, á hve ótvíræðan hátt var strax litið á þá nafnana og sr. Hannes sem höfuð- forystumenn.., þjóðfundarmanna, — hve ríkur þáttur þeirra varð í al- menningiívútund, — er sagjan sem lifði meðal fólks um það, að danski herflokkurinn, er hingað til lands kom að ósk Trampe, hefði fengið fyr- irskipun að skjóta þessa þrjá rnenn, ef til uppreisnar skyldi koma. Voru þeir þá auðkenndir á þennan hátt: ,,Den hvide“ sem var Jón Sigurðsson, „den halte“, Jón Guðmundsson og „den tykke“, sr. Hannes Stephehnsen. Vafalítið má þó telja, að hér sé um hugarburð einn að ræða, sem eigi ekki við nein lök að styðjast. Ifann er samt sem áður góður vitnisburður um viðhorf alþýðu til þessara þriggja manna. Þótt ekki sé um það að efast, að meirihluti íslendinga hafi staðið að

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.