Þjóðviljinn - 24.12.1960, Síða 13

Þjóðviljinn - 24.12.1960, Síða 13
JÓLABLAÐ ÞJÓÐYILJANS (13 í':. X;: : :-ý ••• Á Hvalfjarðarströnd qg þar í grennd hefur iólki lengi ver- ið kunnugt að álög hvíjdu á jörðinni Litlasandi, þar mátti enginn búa lengur en tíu ár. Einnig var þar við túnið brekka sem ekki mátti slá. Hér verður reyr.t að íséra' rök fyrir þvi hversu görjiul þessi álög séu,’ rakin sága þeirra og sagt írá reynslu þeirra sem fyrir þessum á- Jögum urðu. Eitt með þvi undarlegra í náttúrunn- ar ríki eru álagablettirnir á ís- Jandi. Enginn veit tölu þeirra. Varla ér nokkurt þyggt ból án þess að hafa einn eða fleiri slíkan að státa af. Lándið er alþakið þessu iyrirbæri. Sk.vldú önnur lönti einnig haía svona merkilegar náttúrur? Enginn virðist vita neitt hvernig þeir" eru titkomnir upphaflega. eða hvernig íóikið fór að uppgötva þeirra undarlega eðli. Þjóðsagan gengur íramhjá þeim að mestu. þó skín í það sumstaðar að þeir séu eignaðir huldu- íóiki. Á slíkum vettvangi er alltaf heldur örðugt að koma við visindaleg- um rökum, en þessir staðir virðast hafa sannað eðli sitt svo rækilega, að þar tjóar ekki um að deila. Komið hefur fyrir að þetta hafi valdið mönnum þungum búsifjum, eu varla munu þess dæmi að jarðir hali íarið í eyði af þeim sökum. Þessi dul- armögn jarðarinnar virðast hiíta aíar ströngum lögmáium. Þau skaða þó engan sem virðir þau en þyrma held- ur engum sem ætlar að brjóta í bága við þau, eða fara í kringum þau. Og allra harðast verða þeir úti sem fara að slíku með spéskap og gorti um trú- Jeysi sitt á allt slíkt. En jafnvel þeim sem af ókunnugieika, eða nauðsyn,- br.jóta í bága við þetta, verður hált á því, þó minna segist á því að brjóta þetta náttúrulögmál fyrir óvizku, en af ásetr.ingi. Oftast eru þessi álög bundin ein- hverjum litlum bletti. sem.-. ek:kj,/itná; slá. þá á eitthvað að henda búpening- inn sem heyið étur. Sumstaðar má ekki beita íé, helzt á eyjar eða staði sem skepnur komast ekki á af sjálfs- dáðum. Þá er það einnig til að ekki má b.yggja hús á éir.hverjum fallegum stað. ,eða gera noklcurt jarðrask. ÞeSsi kynlega álagatrú hefur til skamms tíma átt sér djúpar rætur í hugum fólks hér á landi. Iíún heíur það líka sér til ágætis að vera hemill á ágirnd manna og yfirgang og minnir sífellt á það að varasamt sé að oínýta eða ganga of nærri jörðinni og bendir til þess að’ fólk hal’i haft hugboð um hættuna af rányrkju löngu áður en vísindin sönnuðu hana. í þessu felst líka sá mórall að ætla ekki sér einum allan hlut. Hvort sem bóndinn var eigandi járðar eða leiguliði, var hann jaín afdráttarlaust minntur á það að hann ræður ekki öllu sínu sjálíur, og vilji hann verða farsæll, skal hann fara að jörð sinni með gát, annars hefnir hún sin á honum. Þetta mun vera aríur frá forneskju og heiðri. Fólkið hefur haft hugboð um þessa bannhelgi jarðarinnar frá ómuilátíð. Svo forneskulegt og óraunhæft virð- ist þetta fyrirbæri, þessi dularreynsla al' viðbrögðum jarðarinnar, sé henr.i misboðið, að það hvarflar helzt að manni að það eigi rót sína að rekja til skyggni eða drauma, eða dulvitr- ana. Enn er til fjöldi íólks hér á landi sem getnr borið um reynslu s.’na af þessum hlutum. en fáum mun hal’a tekizt að afsanna þá, þótt fúsir væru til að reyna. II. I.illisandur á 1 Ivalíjarðarströnd er ekki Jar.dnámsjörð. Hann niun upp- haflega hafa' verið hluti af landnámi Kolgríms ins gamla sem bjó á Fer- stiklu. í llarðar sögu og Hólmverja ’C&t talað iém bæiiin Sand innarlega á Hvalfjarðarströnd. Þar háðu Strend- ir og JBotnyei'jaf ' ..knattleifea þg sköfuleíka“ éiriri vetur um jólaieýtið og þar bjó þá Þorvaldur bláskeggur. Hann mun hafa átt land að Blá- skeggsá, en enginn veit iergur hvort bær hans stóð á Miðsándi eða Litla- sandi, þó talið sé líklegra á MiðsandL Hvergi er þó sennilegra að verið hafi leikvöllúr þeirra Strenda og Botc- verja en á sandeyrinni fyrir neðan Litlasandstúnið, eða grundunum vest- ur að ár.ni. Nú eru landamerki Þyr- ils og Litlasands um Bláskeggsá. Fáar jarðir munu vera þekktari fyrir álög en Litlisandur. Þó minnist ég þess ekki að haía séð hans að neinu getið, þegar sagt er írá slikum stöðum. Væri þó ekki úr vegi að geta hans að einhverju, því svo er hacn kynngimagnaðúr að sanna þessi fornu ummæli enn í dag fyrir aug- unum á okkur. og verður komið að því síðar. Þó er Litlisandur kominn svo ræki- lega í eyði að hann á varla nafn sitt lengur. nema í gömlum kirkjubókum og hugum þeirra sem þekktu hann fyrir 1940. eða fyrir daga hernáms- ins. Því Litlisandur ler.ti í ástandinu strax á fyrstu dögum þess og hefur ekki borið sitt barr síðan. Þar sem áður var Litlisandur og Miðsandur. heitir nú aðeins á Söndunum og nú er þar bæði herstöð og hvalstöð, oliu- stöð og benzír.stöð, símstöð og menn- ingarmiðstöð (samkomuhús), auk þess veitingaskáli fyrir vegfarendúr og heilt braggaþorp þar sem áður var túnið á Miðsandi. Túnið sent kveðið var um ofarlega á siðustu öld: Á Miðsandi hampur. hör og hinna landa sprettur stör. Tún þessara bæja Jágu saman, að- skilin af litilli ársprænu ofan úr Bótnsheiði. Áin rfnnur þarna eftir sléttum eyrum hæg og gutlandi og vinaleg, en rétt ofar.við baéinn fer hún eftir djúpu móbergsgljúfri. Litlasandsbærinn stóð austan ár í hlý- lcgum hvammi umluktum á þrjá vegu. Nprður í'rá bænum í átt til heiðar er snhrbrött brekka grasivaxin, þar var oíi erfitt ungum smala að ganga upp- réttur á hörðum leðurskóm í sumar- hita. En þegar komið er upp á þessa b.rún, gleymist kannski að njóta út- sýnis því strax tekur við gínandi gjjúfur árinnar sem rennur í sveig þarna framhjá. Gljúfrið er ósýnilegt frá bænum, en að vita af því svona nálægt gerir dálitla spennu í i'ábreytta tilveru unglings, sem gætir þarna fjár og fjóspenings, varaður við að hætta sér of nálægt. Þetta falda gljúfur er eics og táknrænt fyrir eðli staðarins og viðsjálni, kreíst aðgátar, en dregur og lokkar og vekur þægileg- an hroll í sálinni. Austur frá bænum er lægri halli uppúr hvamminum og þ.ar er allt með felldu. En að sunnan. nokkur skref frá bænum, er veggbrött brekka niður að sléttri eyri sem nær útað sjónum um ílóð. Þ.jóðvegurinn lá um eyrina, eða neðarvið haná, og þarna er það í brekkunni suðuraf bænum, sem ekki má slá. Það er Álagabrekkan. Hún sker sig ekki úr á nokkurn hátt. nema hvað hún er snarbrött eícs og hlaðinn veggur, litið eitt inn- dregin að ofan, mótar'fyrir syllum eft- ir henni eridilangri, lítill kálgarður með torl'veggjum á einum , stað, vest- an hennar Var troðnicgur heiman frá hlaði niður að sjó. effir Halldóru B. Björnsson K______________________________________________________________/

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.