Þjóðviljinn - 24.12.1960, Síða 17

Þjóðviljinn - 24.12.1960, Síða 17
JÓLABLAÐ ÞJÓÐVILJANS (17 en svo var eins og allt snerist við i'yrir honum og við fengum ekki við neitt j-áðið. Við urðum því ákaflega fegin þegar Guðmundur Magnússon bauð ókkur Þyrilinn. Helgi var nú döígur áð' kaupa jörðina í fyrstu, því fjárhagurinn var örðinn tæpur eftir þessi erfiðu ár, en Bjarni á Geita- bergi stappaði í hann stálinu, svo við í-éðumst í það, og sáum sannarlega ekki eftir því. Ári seinna hefði hún verið orðin helmingi dýrari. — En Álagabrekkan, spyr ég að lokum, varð hún ykkur aidrei að fóta- kefli eins og svo mörgum öðrum? — Nei, það varð hún ekki. Helgi sló hana aldrei og við urðum heldur ekki fyrir neinu i sambandi við hana. En mér þótti brekkan svo falleg og að- laðandi, að það segi ég satt, ég fór þangað stundum þegar ég átti frjálsa stund og lagði mig þar og sofnaði, til þess ,að vita hvort mig dreymdi ekki eitthvað í sambandi við hana. En mig dreymdi þar aldrei neitt. Guðmundur Brynjólfsson 1911—1921. bjó á Litlasandi á árun- um 1911—21, eða rétt tíu ár. Hann hafði ekki dregið neina dul á það að hann vildi ekki.búa þar lengúr en tíu ár vegna álaganna, enda voru þau búin að sýna sig. Börnin voru líka nppkomin þau elztu og sérstaklega dugJeg, svo hann þurfti þeirra vegna að fá meira landrými og verksvið. Valgerður dóttir hans sem býr í Hvammi í Kjós og er ljósmóðir þar í sveit, staðfestir það að hann haí'i ekki kært sig um að búa þarna lengur en tíu ár. Hún segir að hann hafi held- ur aJdrei slegið brekkuna, nema það sem þau krakkarnir r.áðu með hríf- unum, ef þau stóðu á jaínsléttu. Kál- garðurinn í brekkunni var heldur ekki notaður. Hvergi segist Valgerður haía unað sér eins vel og á Litla- sandi. Guðmundur flutti að Miðdal í Kjós. Þá tekur Litjasandinn á 1921—1932. leigú Jón Helgason frá Þyrli. Ennþá var einn starfsglaður ungur bóndasonur, sem hyggur gott til þess að fá Litlasand- inn í vor og fara að búa. Jón var dugandi bóndi og framkvæmdasamur. Hann var þá nýkvæntur fyrri konu sinni He.rdísi Pétursdóttur frá Drag- hálsi. Fluttu þau að Litlasandi með dóttur á fyrsta ári. Herdís var frá- bærlega vel gefin kona, einörð í skapi og skörungur að allri gerð. Þeim bún- aðist þarna vel lengst af, enda sam- hent og áhugasöm og bættu jörðina eftir því sem föng voru á. Herdís undi þarna svo vel hag sín- um að hún sagðist óvíða hafa kunn- að betur við sig og hafði hún þó víða dvalið, vegna starfs síns. Kvaðst hún ekki kæra sig um að skipta, þótt þeim byðist stærri jörð. Ekki mun Jón hafa sannfærzt að óreyndu um varasemi Álagabrekkunn- ar. Sagt er að eitt sumarið þegar hart var um slægjur, en Jón bóndi búinn að skafa allt sem skafið varð í Litla- sandslandi og var að kroppa síðustu háarblettina af túninu, þá stóð brekkuskrattinn þarna ósnert og blasti við síðsumarsólinni, og hafi honum þá orðið það á að taka nokkur ljá- för inná þann bannhelga reit. Þrír Strandhreppingar riðu þann dag á fund inní Botnsdal, þeir Bjarni á Geitabergi, Ólafur á Þórisstöðum og Jón á Brekku. Þeim varð litið til vinstri handar er þeir riðu framhjá LitJasandi og varð þá Bjarna að orði: — Nú held ég að Jón minn megi fara að vara sig, þarna hefur hann seilzt heldur langt með ljáinn. Nokkru seinna misstu þau Sandshjónin kvígu framaf klettum og Jarpur Herdísar fannst stirðnaður á básr.um og þó lií- andi, skömmu eftir að hann var tek- inn á gjöf um haustið. Jón er ágætur fjármaður og bjó því vel á Litlasandi, hann húsaði bæinn að nýju, bæði bæjar- og pen- ingshús og girti túnið. En heldur mun honum hafa þótt þröngt um sig og vildi færa út kvíarnar. Hann keypti því Miðsandinn, byggði þar ágætt íbúðarhús og rafstöð, þá íyrstu á þessum slóðum. Um þetta leyti fór hann líka að hugsa til hreyfings, því náðartími hans var senn á enda, og hann ætlaði ekki að brenna sig á því soði að sitja of lengi. En það var margt sem tafði brottför hans, bygging íbúðarhússins á Miðsandi tók lengri tíma en ætl- að var í upphafi og ekki að neinu að hverfa þar, fyrr en húsið væri komið upp. En um þetta leyti veiktist kona Jóns og dó áður en þau gætu flutt í nýja húsið og var það mikið áfall fyrir heimilið. En nú gæti svo virzt sem Jón hefði ætlað sér að snúa á þau duldu öfl, sem staðnum ráða að sínum hluta, því eftir tíu ára búskap sem leiguliði, keypti hann jörðina og hugðist leggja hana undir Miðsandinn, sem hann haíði þá eignazt. En ekki virtist það koma að haldi að fara svona í kring- um hlutina. Nú voru þungir kreppu- tímar f.ramundan og Jóni varð erfitt eins og fleirum að standa í skilum með allar greiðslur, sem svo stórt fyrirtæki útheimti. Hann missti Litla- sandinn, sem hann var þá búinn að borga að hálfu, seljandinn tók hann aftur. án þess að greiða Jóni neitt til baka af kaupverði og tapaði hanri þar öllu sem hann var búinn að borga af jarðarve.rðinu og auk þess öllu sem hann hafði ]agt í kostnað við bygg- ingar og túngirðingu. Það var ógam- an að vera bóndi á þeim árum. Stefán Eyjólfsson frá 1934—1947. Drörgum keypti Litla- sand >af Jóni í Kalastaða- koti árið 1934. Stefán var fremur eignalítill þá eins og flestir á þeim árum. Hann kom sér þó upp allgóð- um bústoíni og bætti húsakost jarð- arinnar eftir föngum, og undi sér vel. ■En skjótt dró blikur á loft. Báðar Sandsjarðirnar voru hernumdar, fyrst af Bretum, síðan Ameríkönum. Þá varð engum vært þar með búskap lengur. Herinn settist að þar sem hon- um sýndist og bændur voru ekki að því spurðir. Þeir skipuðu upp sír.u drasli og hrúguðu því hvar sem þeim þóknaðist, og ekkert þótti þeim sjálf- sagðara en að byggja bragga í túnum íslenzkra bænda. Voru á annað hundr- að braggar í landi Litlasands, þegar flest var. Við vorum mállausir gagnvart þeim, segir Stefán. Og það var stríð. Við vissum ekki hvað við máttum eða máttum ekki og hreyfðum ekki mót- mælum fyrr en það var orðið um sein- an. Og þótt við kærðum yfir þjófn- aði eða skemmdum, sem við urðum fyrir, þá vorum við ekki virtir svars, hvað þá við fengjum nokkrar bætur. Ófrelsið var svo rnikið, að ógerlegt reyndist að eiga nokkrar skepnur hér, þurftum að fara til varðmanns og sýna veg'abréí okkar í hvert skipti sem kýr voru reknar eða sóttar í haga. Að smala fé í heiðinni var lífs- hætta, vorum þá oft eltir af dátum með hlaðnar byssur. Túnið eyðilögðu þeir gersamlega. Það var því sjálfgert að hætta. Stefán átti þó heima á Sandi tvö ár eftir komu hersins, húsin reif hann árið 1943, en átti jörðina til 1947, eða tæp þrettán ár, seldi þá íslerzka rík- inu hana. Hann býr nú á Akranesi. Ekki dugði neitt minna en tvö stór herveldi til að flæma burtu þenr.an granna og fölleita mann, trúlega síð- asta fjárbónda á Litlasandi. Talið er að hann hafi ekki farið þaðan með glöðu geði. Aðspurður segist Stefán aldrei hafa slegið Álagabrekkuna, og telur ekkert hafa komið fyrir sig. VIII. Litlisardur komst nú undir brezku krúnuna. En ekki nytjaði það heims- veldi jörðina svo lengi að það kæmi því í koll, og má þakka sínum Sæla, e!la hefði styrjöldin getað farið á annan veg! Það er ekki miklar upplýsingar að fá um búskap Breta á þessari ís- lerzku beitarjörð. Sannast þar enn að fólki gleymist gjarnan, það sem því er ójjúft að muna. Það er helzt ein og ein kímni- eða hrakfallasaga, sem enn er á kreiki. Innfæddir Strandarbændur tala um þá í ræstum vorkunnartón, eða eins og uppflosnaða búskussa úr öðrum landsfjórðungi, sem hafi átt þangað lítið erindi. Og ekki er hægt að merkja að þeim þyki neitt miður, að Bret- inn var ekki heldur neinn aufúsu- gestur hinum k.vrlegu landvættum Litlasands. Sagan af þvi, þegar þeir ætluðu að grafa sig inní Álagabrekk- una, gengur manna á milli í ýmsum útgáfum, og þótt þær séu ekki ajveg samhljóða, ber þær þó allar að sama brunni; það varð dýrt spaug. Eitthvað á þessa leið var mér sagt frá þeim stórmerkilegu framkvæmd- um, og set það hér til gamars: Þegar brezki herinn lagði undir sig Litlasand, þótti honum álitíegast bæj- arstæði á Flatanum undir Álagabrekk- unni. Þar var reist þvrping af brögg- um. Eins og fyrri daginn, var það amstursamt að stofna til búskapar og margt sem þurfti að taka til hendinni. Þótt þeir væru búnir að koma yfir sig þaki, þurfti að gera ýms önnur mann- virki. Eitt af því fyrsta sem þeir lögðu í að framkvæma á jörðinri, var það að láta hefja byggingu mikils jarðhúss fyrir kartöflugeymslu. Og þeir voru ekki lengi að sjá út staðinn; Brekkan sem blasti við, rétt stein- snar frá bröggunum þeirra, eldhús- dyramegin, gat varla hentugri verið. Þeir sem þarr.a fóru með mannafor- ráð urðu á eitt sáttir um að þar og hvergi annarsstaðar bæri að hola nið- Ur hinu mikla mannvirki, grafa það inní brekkuna. íslendingar nokkrir sem unnu hjá þeim og voru kunnugir dularmögnum staðarins, vildu vara þá við og sögðu þeim að það væri reynsla manna að bezt væri að hrófla sem minnst við brekkunni þeirri arna, og sögðu þeim ýmislegfr því tii sanninda. Vitanlega hlógu Bretar dátt að sög- um þeirra og gerðu skop að sin í. milli. Þeir sögðu við íslendingana að þeir væru svo hjátrúarfullir að þeir hlytu að vera náskyldir írum, svona væru írar alltaf. fullir af hjátrú og hirdurvitnum. gæt.u varla þverfótað fyrir huldufólki og slíku. En sá hlær bezt sem síðast hlær. Bretinn stríddi í ströngu á þessum tímum eins og oftar, heimsveldið var í hættu statt og þurfti að hafa öli spjót úti. Enginn skyidi hælast um að það breytti mikilsverðum ákvörð- unum vegn.a islenzkrar hjátrúar. Þótt allt sé morandi í draugum heima hjá þeim sjálfum og þeir séu státrir af því, þá þótti þeim með ólikindum að þessir útkiálkabúar stæðu þeim jafn- fætis á bví sviði. Og nú skyldi þeim sýnt það. Færustu verkfræðingar voru begar byrjaðir að reikna út hæð lensd og breidd jarðhússins mikla og gera upp- kast að annarri gerð þess. Strax við fyrstu hentugleika, þegar sturd gæf- ist frá öðru bardúsi. skyldi gengið að því með oddi og egg að hefj.a fram- kvæmdir verksins. Voru íslendingarn- ir valdir til þess. En þá var það að íslendingar ge^ðust svo d.iaríir að harðneita að vinna það verk. Líklega hafa brezkn offísérarnir orðið dá- lítið hvumsa, ekki vanir mótmælum á stríðstímum. En Bretar hafa aUtaf kunnað þá list að tapa leik, jafnvel heilu stríði, á bann hátt að svo liti út sem þeir hefðu ekki tapaó. Olræt! Þeir voru jú ekki í herþjónust.u ís- lendingar og bví ekki hægt að skjóta þá fyrir þennan derring. Það var nóg annað handa þeim að gera. Það voru því valdir tveir brezkir til verksins. Snemma morguns lögðu þeir til atlögu við brekkuna. En ekki fór það orð af Bretum hérlend- is að þeir væru sérlega miklir verk- menn og öll vinnutæki þeirra virt- ust náleg.a úrelt skran, öilu verra en amboð þau sem íslenzkir notuðu þá, þegar gera þurfti jarðrask. Þeir höfðu ekki í höndunum annað en skóflur og haka af lakasta tagi, og urðu afköstin eftir því, þótt þeir bogruðu við verkið dagir.n á enda. Þegar dagur var kominn að kvöldi og sól bakvið Botnsheiði, voru þeir brezku komnir niðrúr grasrót brekk- unnar á kringlóttum bletti, ekki stórum. Þeir stungu niður skóflum sínurn, réttu bogin bökir og gengu til húsa að þvo sér. Meðan þeir átu kvöld- skattinn drógu þeir dár að íslenzku hjátrúnni og voru miklir af sér, sú var orðin sér rækilega til skammar. Ekkert hafði komið fyrir þá. En kvöldkulið á Ströndinni var þó með raprara móti. það var komin ylgja í sjó með aðfallinu, misvinda hvinur í lofti. Svo ér háttað á Litlasandi að þar er oftast mesta veðursasld, þó getur hvesst þar óþyrmilega, einkum á aust- an eða landsunnan. Og nú vijdi svo til þegar brezkir voru gengrir til náða um kvöldið, hvíldinni fegnir, að þá rauk hann einmitt upp með versta landsynningsrosa. Flatirn sem bragg- iar þeirra stóðu á liggur svo vel við landsynningnum, að þar nýtur hann sín einna bezt, enda hafa íslenzkir aldrei byggt hús þar svo vitað sé. En það varð til tíðinda þessa nótt, að sjór gekk bæði yfir og undir breta- byggðina um háflæði. Einnig það að bragg'i sá er þeir tveir sváfu í sem luku sínu dagsverki í Álagabrekkunni, hann tókst á Joft í heilu lagi. fauk yf- ir ræsta bragga og skall síðan til jarðar. Annar maðurinn dó samstund- is, hinn slasaðist. Einnig höfðu hinir braggarnir laskazt meira og minr.a og fleiri slys urðu á mönnum. Meira var ekki unnið í brekkunni á vegum brezka sjóhersins. En þótt verkið yrði svora endasleppt. sér þess enn merki; dálitla mojdarskál austan- til í Álagabrekkunni. Framhald á bls. 43,

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.