Þjóðviljinn - 24.12.1960, Page 38

Þjóðviljinn - 24.12.1960, Page 38
38) JÓLABLAB ÞJÓBVILJANS -» Almennar tryggingar h.f. Pósthússtrœti 9 — Sími 1-77-00. — UMBOÐSMENN UM ALLT LAND —• TANDUR er tilvalið til gólíþvotta og hreingerninga og fer veL með málningu, lakk og aðra viðkvæma hluti. T A N D U R gerir tandur hreini. Brýnið fyrir börnunum að fara varlega með eldinn, OFT VELDUR LÍTILL NEISTI STÓRU BÁLI. almennar TANDUR þvotlalögur er mildur og ilmandi og fer vel með hendurnar. IA N D U R léttir og flýtir uppþvottiaum og skilar leir og borðbúnaði fitulausum. TANDUR þvær nælon og önnur gerviefni — ull og öll viðkvæm efni sérstaklega vel. Loffslag, mýrar og Völuspó Framhald af 37. síðu. — f íslenzkum fomsögum er sjaldan getið náttúruviðburða, eins og þú veizt, Þdr 'er einungis gtetið ■ um háttúru- hamfarir, ef hægt er að nota þafr í þágu .sögunnar, frásagnarinnar;' það er ekki gert atburðarms vegna, héldr ui* persónanna, sem sagt er frá. tfrá- sögn af náttúrufyrirbrigðunum er vaf- ið inn í frásögnina með þjóðsagnablæ. Við eigum frásagnir um eldgos og hraun í Kristnisögu, og' jafnvel í Land- námu, Harðarsögu og víðar, og auð- vitað í Völuspá. — Þú ferð í kringum spurninguna. Er góð lýsing á eldgosi í Völuspá, og hvers konar gos er það, sem höfund- ur hefur séð? — Þáð virðist mjög góð lýsing ð sprengigosi, en hvernig fer þá með .aldursákvörðun kvæðisins? Viltu ségja mér það? — Verður ekkert sprengigos hér S landi frá landnámsöld til 1104? ! — Við þekkjum það ekki. Við vit- um ekki, við hvaða gos er átt. — Sortnar ekki sól í hraungosi? Leikur ekki hár hiti við himin sjálf- an? — Það verður varla myrkur um miðian dag. Það er vafasamt, að það verði í hraungosum, en víslega hefur sól sortnað árið 1104. — Annað vitum við ekki. — En í Móðuharðindum. Þá ‘ var þreifandi myrkur um hádegi. — Það er eitthvað orðum aukið. Öskufallið var lítið, en askan virðist hafa verið eitruð og auk þess- hefur sumarið 1783 líklega verið hægviðra- samt, svo að mistrið hefur haldizt lengi í loftinu. — Ætlar þú ,að halda þvi fram, að Völuspá sé ort eftir 1104? — Nei, ég veit það ekki, en það er líklegast, að höfundur lýsi sprengi- gosi. Þarna er lýst hamförum, og þær verða 1104. >— En íslendingar voru vel kristnir um 1100. — Hvort er meiri heiðindómur að yrkja Vöiuspá um 1100 eða skrifa Snorra-Eddu á 13. öld? — Það er miklu meiri heiðindóm- ur í Völuspá. — Ef til vill, en kristinn íslending- ur þarf alls ekki að hai'a ort hana, ef þú heldur, að þeir hafi allir verið svo strangir í trúnni. Það getur vel verið, að höfundurinn sé norskur far- maður, heiðinn, ef þú vilt. — Það eru mjög mikil likindi til þess að goslýs- ir.gin í Völuspá eigi við gos, sem hefst með sprengingu, en hvorki gosið á Hellisheiði, Kristnitökugosið, né gos- ið úr Eldborg, sem lýst er í Land- námu, hefst á sprengingu. Það er allt og sumt. Annars hafa til jafnaðar orðið um 15 gos á öld, frá því að land byggðist. Það er margt eftir ó-* rannsakað. — Ég er því ekki harður á kenningunni. Á IIELLISHEIÐI — Við skulum heldur ræða liht jarðfræði. Þú minntist á Kristnitöku- hraunið. Diplómritgerð þín fjallaði um Hellisheiðina. Hvað getur þú sagt mér um hana? — Þar er af svo miklu að taka, að það er bezt við sleppum því. — Hvað haí'a runnið þar mörg hraun eftir landnám? — Á sögulegum tíma hafa runnið á þessu .svæði hraun frá fjórum eld- stöðvum; Kristnitökuhraun úr gos- sprur.gu á vestanverðri Hellisheiði: Þurrárhraun, Orustuhólshraun og Eld- borgarhraun; Bruninn eða Svína- hraunsbruninn, sem Þrengslavegurinn liggur yfir, en það eru tvö hraun, komin frá Eldborgum vestan Lamba- fells, og hraunskiki, kominn úr gígaröð norðan Fjallsins eina austan Bláfjalla. Goshrinurnar hafa sennilega verið

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.