Þjóðviljinn - 24.12.1960, Qupperneq 43

Þjóðviljinn - 24.12.1960, Qupperneq 43
JÓLABLAÐ ÞJÓ8VIL JANS (43 ■ tMp * l|»* Jaro i aloqum í’rp,n'.-:ald a£ bls. 17. IX. Aineríkanar lcomu hér rúmu ári seinna en Bretar. Þeir voru hér eins- konai. gestir í boði okkar, þó sam- kvæmt eigin luöfu. Það varð því að gera vel til þeirra, enda menn stórir uppá sig, byggðu t d. ekki bragga nema í grónu túni, helzt ný- xækí. Þó þetta væri sjóher, þurfti hann að hafa fótfestu á landi, og meðni annarra ítaka sem þeim voru veitl, fengu þeir allar landsnytjar af Litiasandi. enda Bretinn flosnaður upp þar, eftir að hafa beðið lægri hlut fyrir landvættum. Ekti var þó eigandi jarðarinnar, Stefán Eyjólfsson, virtur þess að neitt væri borið undir hann, ekkert mat eða úttekt fór frain við komu þessaxa nýju herra. Þeir drifu hafur- task ritt á land hvar sem þeim sýnd- ist, þessi fjárbeitarjörð var vist fram- lag okkar til styrjaldarinnar, og rík- isstjórnin átti að svara til saka. Á Flatanum, undir Álagabrekkunni reistu þeir b:rgðaskemmur sínar, stórar og ferlegar, en íbúðarbragga þar sem sléttast var tún bóndans. Aldrei hafði þvilíkur húsakostur sézt á þessu koti, ekki heldur svo ljótur. Þarna voru semsé staðsettar birgða- skemmur ameríska sjóhersins, en her- skipalægi var þá í Hvalfirði. Og fleira þurfti að gera en byggja mó- rauð hús y.fir dátana og draslið. Það spruttu upp olíu- og benzíngeymar útum holt og' hjalla, flestir voru þeir á Klifmelnum austurundir Bláskeggsá, en- í hliðinni austur frá túninu, var tvöföld geymaröð, sá neðsti og vest- asti sat alveg á brekkubrúninni. iÞetta voru stærstu og vönduðustu geymarnir, allir stálsoðnir og þóttu engin hrákasmiði. Nú sem þessum mannvirkjum var lokið, kom í jljós einn hættulegur galli á verkinu. Það halláði ffá- geym-i unum bæði niður að skemmunum, fullum af sprengjum og öðru dýrindi, og einnig að íbúðum yfirmanna hers- ins á túni bóndans. Að vísu var bær bóndans næst háskanum, en olli kannski minnstum áhyggjum, hafði svo litla hernaðarlega þýðingu. Hefðu þýzkir ómakað sig hingað á þessum tíma, þá var eitt vísasta skotmark þeirra olían í .hlíðum Litla- sands. Þetta komu amerískir flota- foringjar auga á af fádæma her- kænsku sinni, þó seint væri, og vildu íyrir hvern mun forða sér frá þeim geigvænlegu örlögum, að olían flæddi yfir þá einhverja skammdegisnóttina, eða brynni þeim á baki óvörum. Þeir lögðu því sína skárstu heila í bleyti og frömdu mikið ráðabrugg, ef tak- ast mætti að forða því að þeirra eig- in verk kæmu þeim sjálíum í koll. Niðurstaðan varð sú að grafa skurð eftir túninu éndilöngu frá norðri til suðurs, sem tæki við olíunni, ef til kæmi, og flytti hana til sjávar. Til þeirra framkvæmda þurftu þeir að rista sundur Álagabrekkuna vestan- til og sáu engin tormerki á. Þó munu íslendingar haía ymprað á þvi að hún væri ekki öll þar sem hún er séð, ráð- lögðu þeim að fara aðra leið og bentu þeim á mannvirki Breta og hvernig því lauk. Læmí, sögðu kanar og jórtruðu, þeir eru aumingjar upptil hópa og geta ekki neitt. Við höfum allt sem þarf til hlutanna og þetta verður ekki langrar stundar verk. Hjátrú höfðu þeir aldrei heyrt nefnda, Álög, hvað er það? Og héldu áfram að jórtra. Þeir grófu og grófu. Þaðj varð nokkurra metra breiður skurður eft- ir túninu endilöngu. Allt unnið þarna með fyrsta flokks nýtízku verkfær- um. Aðeins einn þröskuldur varð á v'egi hinnar amerísku verktækni: Á- lagabrekkan. Hin m,argauglýstú og heimsfrægu verkfæri þeirra, skurð- gröfur og jarðýtur beztu tegundar unnu ekki á henni, Ýmist stóðu verk- færin fösit, eða brotnuðu. Loks eft- ir mikið tjón á vinnuvélum og ótrú- legustu tafir og mótlæti gátu þeir mulið dálíið skarð í brekkuna og létu þar við sitja. Þetta er heldur lýgileg saga, fullkomnustu ameriskar vinnuvélar unnu ekki á einu ís- lenzku móabarði. Af hverju er jörðin þarna samansett? Eru þetta galdrar? Og næst er þá að spyrja: Kom svo nokkuð fyrir þá? Var þeim kannski refsað eins og öllum sem hreyfðu við þessari óheillamold? Það var óttalegt vandræðaástand á Könum þarna um þetta leyti, er svarið. En hvort það var nú beinlínis þessu að kenna, þá vildi svo undar- lega til, að það hvessti ansi illa á þá rétt á eftir, eitthvert allra versta veður sem fólk man eftir, (janúar- veðrið fræga, 15. jan. 1942). Og kom það nokkuð að sök? Það hefur aldrei heyrzt að hús fykju á Litlasandi -hjá íslendingurm Voru ekki traustar byggingar hjá þeim amrísku? Ja. það er nú það. Þetta var eins og skæðadrífa jái'nið og brakið úr helv. bröggunum þeirra, mikið að nokkur skyldi sleppa l fandi úr þeim. Og skjölin úr bragga yfirmannanna fuku útum ailar Miðsandsgrundir, nokkrir sneplar tíndir upp eftir rokið, bragginn snerist heilan hring í loft- inu og yfiroffisérinn flýði grátandi inní litla torfbæinn til bóndans, hinir séramir r ghéldu sér í bæjarkampinn og ýmist grétu eða h’ógu yfir ósköp- unum. Já, og svo var það skipalestin sem lagði af stað úr Hvalfirði um sama leyti og ýturnar stóðu fastar, ' á annað hundrað skip á leið til Múr- mansk, en spurðist aldrei framar til nema þrettán skipa úr þeirri lest. Og tvö olíuskip rak þarna uppá sandana í sama veðri. Þetta sýnist nú vera orðið allt nokkuð. Var kannski eitthvað fleira? Já, það var víst sitthvað fleira, eins og þetta með olíugeyminn, þennan. sem stóð vestast og neðst, niðri á brekkubrúnipni, hann hafði lagzt * al- ifig saman, nóttina eftir að þeir gerðu hervirkið í brekkunni. Kannski var það furðulegast af því öllu, rok- ið bögglaði hann tvöfaldan eins og hann væri úr pappa, þó var það e'nn af þeim stálsoðnu. Ekkert okkar vill taka það á sig að fullyrða að allt sé þetta göldrum brekkunnar að kenria, en það hittist svona á. Frægastir urðu Kanar þó áreiðan- lega fyrir skotfimi sina og lengst mun hún halda nafni þeirra á loít við Hvalfjörð. Þeir skutu nefnilega á draug. Það hefur ekki heyrzt að neinar aðrar þjóðir gerðu, að minnsta kosti óþekkt hér á landi. Það var heldur lítið brúk fyrir skotvopn í þessari afskekktu herstöð, þó var aldrei farið spönn frá rassi án þess að bera með sér byssu hlaðna. Fyrsf í stað var stundum skotin ein og ein rolla, eða þá æðarfugl, oft var byssunni líkað otað að fóthvötum smala sem þurfti að leita að fé sínu, eða víkja því frá húsum, því byssur þessar voru fyrst og fremst gerðar til þess að nota þær gegn mönnum. Alltaf sluppu þó smalarnir, en óþæg’’- legt gat það verið fyrir unglinga að heyra kúlurnar hvína í urðinni við hlið sér, en gæti hann sýnt vega- bréf sitt um skriður fjallanna við Hvalfjörð, mátti hann halda áfram að smala, með byssumann þó í hum- átt á eftir sér. Einusinni hittu þó vopnaberar þessir náunga sem ekki virtist smeykur við það sem þeir höfðu í höndunum, þetta var sauðþrátt kvikndi, lét sér ekki segjast við neitt. Varðmenn tveir voru á rölti um lágnættið að vorlagi innvið Blá- skeggsá. Sjá þeir þá mannrolu koma Framhald á bls. 45. ( J Ný húsgögn BOKÐSTOFUHÚSGÖGN, teak, eik, mahony — DAGSTOFUHÚSGÖGN, nýjar gerðir — SVEFN- HERBERGISHÚSGÖGN, teak, mahony — SVEFNSÓFAR, mikið úrvál — SVEFNBEKKIR o. m. fl. Hagkvæmir greiðsluskilmálar, — 10% afsláttur við staðgreiðslu. — Sendum gegn póstkröfu um land allt. HúsgagnaverzEun Axels Ey|óEfssonar Skipholti 7. — Símar 10117 — 18742.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.