Þjóðviljinn - 24.12.1963, Side 43

Þjóðviljinn - 24.12.1963, Side 43
Veturinn 1917 á Núpi Framhald aí 38. síðu. vorum ungir, enda þurfti oft átak til að fara fram úr rúm- unum á morgnana. Að vísu var ágætur kolaofn í kjallar- anum og nóg af kolum, en við máttum ekki hita upp þarna inni, því að þá bráðnaði hél- an af veggjunum og gólfið hefði orðið eins og glerhált svell. Ekki bar á lasleika meðal okkar, þrátt fyrir þetta. Við vorum allir við ágæta heilsu þennan vetur, strákarnir. Skólahúsið okkar var stórt timburhús, hæðin fjórir metr- ar undir loft, og stúlknaher- bergi uppi. Á einu stúlknaher- bergjanna voru svalir og dyr út á þær. Kom það stundum fyrir, þegar nemendur gengu til náða á kvöldin, að einhverj- ir piltanna komust upp í stúlknaherbergið. Gerðist það helzt þegar skólastjóri var í embættisferð úti í sveitinni. t>á átti Björn kennari að gæta okkar. Hann var ekki eins þunnheyrður fyrjr ærslum okkar og skólastjórinn og var þvi frekar hægt að fara í kringum hann. Þegar Björa komst að því að ólæti væru uppi á loftinu, heyrðum við fótatak hang í stiganum. Varð venjulega að bjargast út um svaladyrnar og stökkva svo niður af svölunum. Það var hátt fall, en gerði ekki svo mikið til þegar snjór var und- ir. Ég man sérstaklega eftir svipnum á skólastjóra og kennara þegar spor sáust í snjónum um morguninn, spor eftir mann sem virtist hafa fallið beint af himnum ofan. Olli þetta oft miklum heila- brotum og bollaleggingum og vorum við strákarnir teknir til yfirheyrslu og yfir okkur les- in ströng áminningarræða. Skólastjóri var mikill sið- ferðisprédikari og sérstaklega heiðvirður í öllu lífemi eínu. Máttu piltar taka hann til fyrirmyndar í flestu. Ég, sem þessar línur rita, met mikils þá kynningu sem Bjössi velur foreldrum sínum gjafir Systkinin Sigga og Bjössi ræðast við um jólagjafir. Bjössi segir: — Handa honum pabba ætla ég að kaupa hátalara, enhanda mömmu hljóðkút! ....... ég var evo l&nsamur að öðl- ast af skólastjóranum, séra Sigtryggi Guðlaugssyni, á þessum árum. Sama má segja um kynnin af Birni Guð- mundssyni kennara, sem var heilbrigður maður, hreinn og beinn í öllu. Væri betur, ef skólarnir í dag mótuðu ungl- ingana því heilbrigði og frjáls- lyndi eem skólinn á Núpi gerði í tíð Sigtryggs skóla- stjóra. Það var ekki nóg að vera til, heldur varð hver og einn að vera maður í raun og sannleika, orðheldinn og sannur. Uppalendur æskunnar nú á tímum eni um of kæru- lausir. Barnið ráfar iðulega stefnulaust á milli ódyggð- anna og hrífst með straumi þeirra að einhverju leyti. Og hvað veldur? Það er hagnað- arvonin og peningaástin, sem fyllir upp það rúm í huga ýmissa kennifeðranna sem dyggðirnar bjuggu áður. Orri Uggason. Heimilistrygging er öryggi Heimilistrygging er óefað ódýrasta trygging sem völ er á, miðað við þá víðtæku vemd, er hún veitir heim- ilisföðurnum og allri fjölskyldunni. Heimilisfaðir með ábyrgðartilfinningu getur varla vanrækt að kynna. sér skilmála hennar og kjör. Leitið til skrifstofu vorr- ar, og vér erum ætíð til þjónustu. LAUGAVEG 178 SIMI 21120 'JÓLABLAÐ — 43

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.