Þjóðviljinn - 24.12.1963, Qupperneq 53

Þjóðviljinn - 24.12.1963, Qupperneq 53
Fjölteflið mikla hann taka ákvöröun og lagði um leið andlitið i virðulegar íellingar. — Ég get ekki mælt með Zeno. Ég hef mínar megin- reglur. Viðstaddir kinkuðu kolli tungir í bragði. — Ég á að tefia við Kereslof, sagði Pét- ur og horfði dapurlega á hand- ritið. — En Nottingham hefur á réttu að standa. Kereslof þekkti ég af af- spurn. Síðustu sex mánuðina hafði stærsta taflfélag Moskvu , haldið vikuleg mót með bisk- up á móti riddara. Kereslof hafði unnið öll. „Og ég á að tefla við Botvinnik," sagði Jón Bradley. Hann bætti við: „En ég stend með Nottingham. Við getum ekki sóma okkar vegna mælt með Seno.“ Botvinnik var ósköp venju- legur heimsmeistari. „Jæja — t>á það“, sagði ég. „Doktor Smidt. Ég er hræddur um að við neyðumst til þess að beina viðskiptum okkar til sviss- neska skáksambandsins." Þetta var hreinn og beinn , innblástur, og enn þann dag , i dag undrast ég hvað Notting- , ham sagði næst. Hann snéri ( sér að lögregluþjóninum: ; „Herra minn! Þér krefjizt 500 dollara tryggingu fyrir dr. Smidt?“ r „Stendur heima." ; Nottingham ljómaði. „Við eigum meir en það i sjóði'S ( spurði hann mig. , „Vissulega. Við eigum 514 dollara en þar af fara 500 f húsaleigu. Horfðu ekki svona á mig.“ ..Stjórn þessa félags“. sagði Nottingham. hátíðlega „fyrir- skipar þér hér með að gefa út 500 dala ávísun á dr. Srnidt." „Ertu genginn af göflunum", Spurði ég. „Hvar á ég að fá aðra 500 dollara fyrir húsaleig- una Þið neyðizt til að tefla skák úti á miðri götu!“ , „Þetta hér“ — svaraði Nott- ingham kuldalega — „er mesta afrek skákbókmenntanna síðan Murray gaf út Sögu skáktafls- ins. Þegar við höfum lesið , handritið er ég sannfærður um , að við getum fengið það prent- , að. Ætlar þú að reynast þránd- Ur í götu?“ Pétur Páll lét ekki á sér standa heldur sagði ásakandi: »,Þó þú getir ekki verið vin- Veittur Seno, gætirðu að minnsta kosti hugsað um hag félagsins og skáklistarinnar i heild. Þú hagar þér vægast eagt grunsamlega í þessu máli.” „Já en hann er ekki raun- Verulegur skákmaður,“ sagði Bobby Blaker í meðaumkunar- tón. „Við höfum aldrei haft gjaldkera sem kunni almenni- lega. mannganginn." L Og Nottingham bætti við: „Timi til kominn að fá sér annan og betri gjaldkera," „Látum svo verá“, sagði ég aumur. „Ég var bara að hugsa um það hvað ég á að segja við húseigandann í næstu viku. Hann er heldur ekki raunveru- legur skákmaður." Ég leit á lögregluþjóninn. „Gjörið svo vel að koma hér að borðinu. Ég skal gefa yður ávísun." En þá kom enn eitt babb í bátinn. Lögregluþjónninn leit í kring- um sig og sagði með ískaldri fyrirlitningu: „Ávísun frá hóo af skákmönnum. Ekki til f ð nefna! Prófessorinn kemur með mér.“ Og þá skeði minnisverður at- burður. Einn af óbreyttum félags- mönnum — réttara sagt sauð- svörtum almúganum — tók til orða. .,Ég er James Brown aí- þingismaður — einn af skák- idíótum þessa félags. Ég skal ábyrgjast þessa ávísun". Síðan heyrðist stól ýtt harka- lega til hliðar og járnbrautar- félagsmilljónerinn ruddi sér braut gegnum þvöguna. „Ég er Johnsson forstjóri Railvood h.f. Vér skákmenn stöndum saman á slíkum stundum sem þessari. Ég skal einnig ábyrgjast þessa ávísun. Og vel á minnzt. Nott- ingham. hafðu engar áhyggjur út af húsaleigunni. Alþingis- maðurinn og ég sjáum um það.“ Það var að mér komið að reiðast. Það var ég en ekki Nottingham, sem þurfti að hafa áhyggjur vegna leigunnar. En auðvitað tóku þér ekkert eftir mér. Ég var ekki raunveruleg- ur skákmaður. Lögregluþjónninn var nú hinn blíðasti. „Ég tek við pen- ingunum og skal sjá um ótak- markaða framlengingu á dval- arleyfi dr. Smidt. Nokkrum mínútum síðar stóð ég einn fyrir utan húsið og dró að mér svalan kvöldblæinn. Lögregluþjónninn gekk fram- hjá mér áleiðis að bifreið sinni. „Góða nótt“ sagði ég. Hann kipptist lítilsháttar við og leit síðan upp. Þegar hann svaraði virtist hann tala meir við sjálfan sig en mig. „Þetta var skrítið. Mér sýnd- ist lítil rotta hlaupa rnitli borða og tefla skák. Auðvitað tefla rottur ekki skák. Aðeins mannlegar verur." Hann leit á mig yfir gleraugun eins og maður, sem ekki veit hverju hann á að trúa. „Það skyldi þó aldrei hafa verið rotta þama inni?“ „Nei“ svaraði ég. „Þarna inni var engin rotta og raun- ar ekki mannlegar verur held- ur. Aðeins skákmenn." Milljónamæringurinn var að taka til í veskinu sínu. Allt í einu sagði hann stundarhátt: — Hva! Tíkall innan um peningana! i R -ilst JÓLiN NÁLGAST Við viljum minna félagsmenn og aðra á, að hjá okkur fáið þið flest það, er þarf til jólanna. Gagnlegar vörur til gjafa. Allt í jólabakstur- inn — Jólaávextina — Nýlenduvörur allskonar — Hreinlætisvörur — Tilbúinn fatnað — Vefn- aðarvöru — Skófatnað og aðrar fáanlegar nauð- synjar. — Gleðileg jól! Farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin! Eflið ykkar eigið verzlun- arfélag með því að skipta fyrst og fremst við það. Kaupfélag ísfirðinga □ VIÐGERÐIR OG □ LEIÐRETTINGAR □ A ATTAVITUM, Konráð Císlason Verbúð 4 v/, Tryggvagötu, Sími 15475. Gleðileg jól: Óskum öllum velgengni á komandi ári. Þökkum góð og ánægjuleg við- skipti á árinu sem er að líða. Kaupfélag Grundfírðinga Grafarnesi. JÓLABLAÐ - 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.