Þjóðviljinn - 24.12.1963, Page 59

Þjóðviljinn - 24.12.1963, Page 59
ELÍAS MAR. 0 QUIDAM á fjórum stigum I. stig: Mælt fram í morgunsárið Ég er yngsta kjarnorkuveldið. Ég er hinn tortímandi lúðurþeytari. Ég er handhafi fyrsta veðréttar í vonum ykkar. Ég er sá Quidam, sem þið aldrei getið borið kennsl á. Ef þið trúið ekki ég sé þetta skal ég hrópa fleira: Ég er elzta gamalmennið sömuleiðis, og blásari þýðustu söngpípunnar er ég. Ég er hinn ósigrandi, og ég er þegar kominn. Og ef þið nú trúið ég sé þetta, þarf ég varla að segja fleira, néheldur nokkur annar. m. stig: Ósköp grátleg reynsla tU’ 8 K 6 Mér varð snót i gullinskikkju feigðarboði, örlögvaldur. Brá sú mér í hrunadansinn. Hné ég á þeim palli. Mér varð ómur hörpu þýður svo sem tregans djúpi ekki. Dó hann aldrei mínu eyra, heldur nísti geð mitt. Mér varð dropi tærrar lindar ávið kossinn eiturslöngu, heitur þrýsti vör mér ungum, brenndi sár á ljóð mitt. IV. stig: Þegar ég var ungur .... Þegar ég var ungur prísaði ég vorið, prísaði þá líka lífið sem að beið mín. < II. stig: Léttúð Son minn þeir tóku og byrgðu hann í gröf, hann var dáinn drottni sín fyrir utan töf. Son minn þeir grétu og ortu um hann ljóð, Ijóðin urðu aldýr snilld og tárin sem blóð. Son minn þeir nefndu Hið Brostna Fyrirheit. En ég skipti mér ekki af neinu þessu, því ég var á ferð uppí sveit. Nú gerist ég gamall, og nú prísa ég dauðann, prísa sömuleiðis það sem handan bíður. Hitt má telja sannast, ég þagði yfir sumu og hélt á lofti ýmsu sem ég hefði ekki átt að hrópa um. Því kjarnorkuveldið fyrsta var ég ekki og engin kunni ég skil söngpípunni. Sigur minn sá einn að mega kallast Quidam, aðeins Quidam . . . . , (Febr. 1960) 3ÓLABLAÐ — 59

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.