Þjóðviljinn - 24.12.1963, Side 66

Þjóðviljinn - 24.12.1963, Side 66
LJÖTI ANDARUNGINN Framhald af 8. síðu. margar af frægustu film- stjöruum Bandaríkjanna. Eftir þriggja missera strangt nám fá nemendur að spreyta sig í aukahlutverk- um í aðalleikhúsinu undir leiðsögn frægra leikstjóra. t’essum leikaranemum tekst stundum að vekja á sér at- hygli í sviðsljósum leikhúss- ins og eru þá umboðsmenn kvikmyndafélaganna komnir á vettvang og hiiða þahnig rjómann af leikaraúrvali skóL ans. Einn dag gengur hann með skólafélaga sínum á þriðja misseri inn í lítinn sal í borg- inni og situr þar leikstjórinn Sidney Lumet við að ráða leikara i hlutverk að leikrit- inu ..The time of your life“, eft'r William Saroyan. t>ekktir leikarar tínast inn í hlutverkin smátt og smátt. L'ítið aukahlutverk þvælist þó fyrir leikstjóra og umsækj- endum Er það róni, sem kemur fimm sinnum inn á leiksviðið. Hátt yfir svona ófögnuð hafnir neita allir viðstaddir að gefa kost á sér í svona ó- merkilegt hlutverk og berast nú böndin að ungum leiknema á fyrsta misseri. Það varð úr, að Islending- urinn var ráðinn í þetta hlut- verk og vörpuðu flestir önd- inni léttar á staðnum. I einu borgarhverfa Los Angeles er hringtorg nokkurt alsett grófum trébekkjum og heitir Persian Square. Þetta hringtorg er þéttsetið af gömlum drykkjumönnum, sem sitja þar í einskonar barndómi með pela sína og ríkja þar einráðir eftir gam- alli hefð. Eru þarna furðuleg lit- brigði af mannlegri eymd. Þarna situr ungi leikarinn löngum stundum og nemur af þessum gnægtabrunni stíl og þankagang þessara manna. Honum tekst brátt að skapa lifandi persónu sprottna úr þessum jarðvegi og á hún þó lítinn hlut í leikritinu. Frumsýningarkvöldið renn. ur upp í Pasadena Playhouse og þegar róninn birtist öðru sinni á leiksviðinu fær hann mikið lófaklapp úr salnum. Ótvíræður leiksigur sögðu blöð borgarinnar daginn eftir. Mikið fjaðrafok. varð í skólan- um og þóttu reglur hans brotnar í hvívetna með leik- sigri nemenda á fyrsta miss- eri og komu nú í ljós margir efnismenn, sem hefðu viljað freista gæfunnar í þessu ó- merkilega hlutverki. Skriðan var þó komin af stað og gengu umboðsmenn kvikmyndafélaga eins og gráir kettir kringum þennan hamingjuhrólf. Kvikmyndatilboðum tók nú að rigna yfir hann. Þannig barst honum tilboð frá 20th Century Fox um sjö ára samning og hlutverk í kvikmyndinni „Einskonar bros“ byggða á sögu eftir Sagan. Hann átti að leika franskan stúdent og voru meðleikendur meðal annarra Rosanno Brazzi og Joau gamla Crawford. Honum leizt bezt á óþekkt- an leikstjóra að nafni George Deebee og var hann með raunsæismynd á prjónunum og peningalofoið upp á vas- ann frá kvikmyndafélaginu Paramount. Hann réði sig í stórt hlut- verk í þessari mynd. Á öðrum mánuði verksins var allt í einu hætt við töku hennar vegna hræðslu við ó- amerísku nefndina og pening- ar hættu að berast frá Para- mount. Svona kviknaði áhugi hans fyrir kvikmyndum og fékk hann inngöngu í kvikmynda- deild Háskóla Suður Kaliforn- iu og kynnti sér næstu mán- uði kvikmyndaleikstjórn og kvikmyndaleik. Eftir árs dvöl í Bandaríkj- unum varð hann samstiga við nokkra bandaríska kvik- myndaleikstjóra á flótta untíi- an óamerísku nefndinni til Evrópu og höfðu þeir gefizt upp við að koma hugmyud- um sínum í framkvæmd. Hann settist í kvikmynda- skólann í London og sat þar einn vetur og átti meðal ann- ars hlut að því að kvikmynda Gísl á Theater Work Shop fyrir sjónvarp. Mæddur af peningaleysi sneri hann heim á leið eftir langa útivist og réð sia: í Osta- og smjörsöluna. Hann var þá tuttugu og tveggja ára gamall. 7 Vorið 1961 hleypur allt f einu líf í kvikmyndatöku hér á landi og eru margir kvaddir á vettvang, sem geta mundað kvikmyndatökuvél. Útilegumaðurinn er kvadd- ur heim að Bessastöðum til skrafs og ráðagerða og verða hér þáttaskil á kaldsamri göngu um götur borgarinnar. Noregskonungur heimsækir ísland og er hvert fótmál þessa mæta konungs kvik- myndað á Suðvesturlandi. Skömmu síðar fær hann annað verkefni upp í hend- urnar. Það á að kvikmynda Landsmót Unkmennafélaga Islands að Laugum. Eiginlega sprakk form þeirrar kvikmyndar vegna of mikillar persónudýrkunar sambandsstjórnar, sem hafði ákveðnar hugmyndir um gerð slíkra kvikmynda. Undir lokin á mótinu smal- Framhald á 78. síðu. Nivea inniheldur Eucerit — efni skylt húðfitunni - frá því stafa hin góðu áhrif þess. /LiznvL/., 66 — JÓLABLAÐ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.