Þjóðviljinn - 24.12.1963, Side 72

Þjóðviljinn - 24.12.1963, Side 72
Helgimyndir h.f. H/f Helgimyndir auglýsa í útvarpi og blöðum: Hafið þér athugað, að vér höfum úrval af hentugum jólagjöfum, og til þess að auðvelda yður valið skal örlítið talið: — guðsmæður í gylltum römmum, (tilvalin gjöf handa guðhræddum ömmum)', Kristar úr eir, Kristar úr brenndum leir, ódýrir Kristar, ofnir úr basti, einkar smekklegir Kristar úr lituðu plasti; fjölbreytt úrval af englum með hvítan væng, kjörnum til að hanga yfir kristinna barna sæng, merkisenglarnir Mikkjáll og Gabríel, (báðir úr krómuðum kopar, en ódýrir samt, og seljast fádæma vel)'; postularnir með passíuhár og skegg, í síðkufli eða buru úr sýrubrenndri furu, og geta bæði staðið á harðviðarhillu og hangið á vegg; (vér höfum þá einnig ellefu saman úr forláta eik á fæti úr tekki, ellefu? — já, því að Júdas seljum vér ekki)\ Margt fleira er hér við hæfi bæði fullorðinna og barna: postulínsmaría, pappajósep og pjátur jólastjarna; þá höfum vér einnig hundruð mynda úr tini af Hallgrími sálmaskáldi Péturssyni. (Hallgrímsmyndin er haglega steypt, hundódýr og mikið keypt)'. «11 n i 72 — JÓLABLAÐ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.