Þjóðviljinn - 19.12.1972, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 19.12.1972, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur I!). desember 1972 Lúðvík Framhald af bls. 1. bóta almannatrygginga; þá var ákveðið að framlengja verð- stöðvun til áramóta og gera varð ráðstafanir til þess að tryggja fjármuni til að standa undir launahækkunum til opinberra starfsmanna. Gat ráðherrann þess að aðeins hækkun launa opinberra starfsmanna á næsta ári — 1973 — muni nema um 100 miljónum króna: Lúðvik spurði hvort stjórnar- andstæðingar væru andvigir ein- hverjum þeim ráðstöfunum sem hér voru nefndar — vissulega væri það heiöarlegra að koma fram úr skúmaskotunum en að vera með sifellt fjas um að allt væri að fara á höfuðið. Lúðvik fjallaði nokkuð um viðskipta- hallann og minnti á, að á móti neikvæðum viðskiptajöfnuði væri til eignir upp á þúsundir miljóna, þar sem væru skip og flugvélar, sem keypt hefðu verið til landsins i fyrra og i ár. Verðlagsþróunin Lúðvik Jósepsson sagði að framfærsluvisitalan hefði i valda- tið núverandi rikisstjórn hækkað úr 155 i 170 stig, eða um sem svaraði 9,7% á timabilinu; 4,9% á ári. Á sama tima liggur fyrir að verðlag erlendis hefur hækkað verulega. Þannig er upplýst af hálfu hagrannsóknardeildar að verðlag innflutnings okkar hafi á timabilinu frá 1971-72 hækkað að meðaltali um 9,25%. Verðlag i Bretlandi hækkaði i fyrra um 11% og á þessu ári um 10-11%. Þannig er ljóst, sagði ráðherrann, að rikisstjórnin verður ekki dæmd fyrir þær hækkanir sem Akiireyri Iljólbaröaviftgeröir. Iljólbarðasala. Snjóneglum notaða og nýja hjólbarða. (r íuriirií vi n n ustc > ( an BÓTI ÍN lljalteyrargötu I Akureyri. Simi 12025. Japönsku NYLON hjólbarðarnir. Allar vörubílastærðir. 825x20, — 900x20, — 1000x20 og 1100x20 seldar á Tollvörulagersverði gegn staðgreiðslu Verkstæðið opið alla daga fró kl. 7.30 til kl. 22.00. SKIPHOLTI 35, REYKJAVÍK, SÍMI 31055 JÓN SKAGAN JÖN SliAQAN AxLASkipd ATXINQLÍNU MÍNNÍNQAROQ MýNÖÍK AXLASKIPTI * A TUNGLINU Ævi manna er samslunginn vefur atvika, orsaka og afleiðinga. Ráðgáta lífsins verður því oftast torskilin og yfir henni hvílir hula óræðis og óskiljanleika. Oft verður manni ljóst hvernig lítil atvik verða aflgjafi stórra atburða í lífi einstaklinga og stórra hópa manna. Við lestur þessarar bókar séra Jóns Skagans verður manni þetta ljósara en áður. Frásögnin er ö!l lifandi og skemmtileg í einfaldleik hins frásagnarglaða sögumanns. Þessi bók er skemmtileg myndasýning úr hinu daglega lífi. ÞJÓÐSAGA BYGGGARÐI SELTJARNARNESI - SÍMAR 13510, 26155 OG 17059 óhjákvæmilegar rey'ndust og leyföar hafa verið. Miklu heldur væri hægt að áfellast hana fyrir aö hafa haldið of stift á verðlags- málunum. Við hækkanir erlendis bættust ennfremur hækkanir sem höfðu verið geymdar hér innan- lands úr tið fyrri stjórnar og auð- vitaö hlaut að koma til þess að þær launahækkanir, sem samið var um i des. 1971 hefðu einnig áhrif á verðlag i landinu. Núverandi rikisstjórn er ekki unnt að saka um þann vanda sem nú er viö að etja, nema menn vilji afnema þær launahækkanir, sem samiö var um i fyrra. Horfur í sjávarútvegi Lúðvik Jósepsson fjallaði enn- fremur um afkomuhorfur sjávar- útvegsins i ræðu sinni. Hann sagði að „valkostanefndin” hefði gert ráð fyrir að útflutningsverðlag sjávarafurða hækkaði á næsta ári um 4%. 1 fyrra varð verðmætis- aukning útfluttra fiskafurða 8-9% og i hitteð fyrra varð aukningin 25%. Frosinn fiskur hefur þegar hækkað um 6% eftir að nefndin gerði spá sina — og þó er árið sem spáð er um enn ekki upprunnið. Skreiðarframleiðendur hafa látið þess getið að þeir geri ráð fyrir 30-40% verðlagshækkunum á sin- um framleiðsluvörum á næsta ári. Þannig eru ýmsir bjartir þættir i myndinni, en ekkert þó unnt að fullyrða enn sem komið er. Vandinn er tvíþættur Sá vandi sem nú er við að etja i efnahagsálum er tviþættur. 1 fyrsta lagi sá vandi að tryggja verður rikissjóði tekjur til þess að unnt verði að halda áfram niðri verðlagi og i öðru lagi sá vandi að tryggja útflutningsatvinnuvegun- um um 1000 miljónir króna. Þetta er vandinn — allur vandinn. Lúövik Jósepsson sagði siöan um ákvarðanir rikisstjórnarinnar nú: Grundvallarmunur Tillögur rikisstjórnarinnar eru mjög miðaðar við það hóf, sem á að vera á ráðstöfununum til eðli- legrar millifærslu. Við Alþýðu- bandalagsmenn erum ekki hrifnir af gengisfellingu. Þær hafa verið framkv. þannig til þessa, að visitalan hefur um leið verið tekin úr sambandi þannig, að hækkanir vegna gengisfellingarinnar hafa ekki fengið að koma fram i verð- laginu. Þess vegna hefur verka- lýðshreyfingin verið á móti gengisfellingum, en nú er gert ráð fyrir þvi að visitalan mæli áfram uppbætur á laun. Á þessu tvennu er auðvitað alger grundvallar- munur. Við Alþýðubandalags- menn hefðum fremur kosið al- menna millifærsluleið, en við stöndum að þeirri leið sem valin hefur verið, alveg eins og aðrir flokkar rikisstjórnarinnar. En þvi er ekki að neita að gengislækkun leiðir af sér hækkandi verðlag. Þá minntist LUðvik á nokkur atriði sem sér- staklega verða framkvæmd nú samhliða lækkun gengis islenzku krónunnar. í fyrsta lagi sagði ráðherrann að gera yrði ráðstafanir til þess að bæta kjör þeirra sem hafa lægstu launin með einhverjum viðbótargreiðslum. i öðru lagi verður tryggt að námsmenn okkar erlendis skaðist ekki vegna gengisfellingarinnar. i þriðja lagi er lagt til að sam- þykkt verði heimild til að lækka um 10-15% útgjöld fjárlaga til verkefna scm ekki eru beinlinis lögbundin og þýðir þetta um 500 milj. kr. lækkun fyrir rikissjóð. Stjórnarandstaðan mun hafa um það mörg orð, sagði Lúðvik Jósepsson, að Alþýðubandalagið hafi nú freklcga gengið á bak fyrri yfirlýsinga um gengis- fellingar. En það sem hér skiptir máli er framar öðru það, að stjórnarandstaðan segi þá um leið hvcrjar leiðir hún iiefði viljaö fara. Bankamál Sá vandi sem nú er við að glima er minni háttar og allar likur til að við komust yfir þann vanda fljótlega. En okkur Alþýðubandalagsmönnum er vel ljóst að til þess að unnt sé að koma i veg fyrir að framvegis verði að gripa til hliðstæðra ráð- stafana verður að gera miklu meira en að færa til ýmiss konar fjármuni. Það er ekki minnsti vafi á þvi að þjóðfélagsbygging okkar er alltof dýr og á ýmsum sviðum er allt of miklu eytt. Til þess að draga úr kostnaði við yfirbygginguna er ákveðið að leggja fram á þessu þingi frum- varp um sameiningu banka og hagræðingu i bankakerfinu. Þá minnti Lúðvik á tillöguflutninga Alþýðubandalagsmanna um oliu- dreifingarkerfið og einföldun þess. Voru farnir aö taka sig til í tauinu Þeim i stjórnarandstöðunni liður ósköp illa núna, sagði Lúð- vik. Þeir héldu að rikisstjórnin væri að falla og að þeirra stund rynni senn upp. Sumir þeirra munu hafa verið farnir að taka sig til i tauinu. Við getum sýnt þeim samúð — en þeir verða að biða lengi enn. Lófaklapp á pöllunum Mikill mannfjöldi fylgdist með umfæðunum á þingpöllum i gærdag meðan rætt var um gengismálin. Þegar Lúðvik lauk máli sinu hlaut hann dynjandi lófaklapp af pöllunum. Nánar er sagt frá umræðum um þessi mál i þingsjá Þjóðviljans á 3. siðu blaðsins i dag. Kínverjar ekki lengur bláir Nú hefur sú dagskipan gengið út frá æðstu stöðum i Kina að það séekki lengur til marks um gagn- by ltingarsinnað hugarfar og borgaralegt atferli að skarta i lit- klæöum. Eins og kunnugt er hafa Kin- verjar allir upp til hópa gengið i einföldum bláum einkennisfatn- aið undanfarin ár, og hefur ýmsum Utlendingum þótt það heldur tilbreytingarsnautt að horfa upp á hinar iðnu þúsundir að starfi og i leik, alla eins klædda. Menn hafa talaö um hinn bláa mauraher Kinverja. Fyrir svo sem 6 mánuðum varð stefnubreyting i þessu efni. Flokkurinn lét i ljós það álit að lit- skrúð og hæfileg sundurgerð i fatnaði væri ekki af hinu illa, og framgangur byltingarinnar væri ekki kominn undir aðskornum bláum fatnaði. Er nú komið mikið af alla vega litu fataefni og klæðisdúkum i verzlanir i Kina, og stefnubreytingin sést glöggt ef litið er yfir götulifið i kinverskri borg, að þvi er vestrænir frétta- menn herma. Hátíðahöld í Sovétríkjum MOSKVU 18/12. — Erlendir gestir flykkjast nú til Moskvu i sambandi við hátiðahöld vegna 50 ára afmælis Sovétrikj.Afmæl- ið er 30. des. , en aðalhátiðahöldin verða á fimmtudag, ,,til að lands- menn geti haldið upp á nýárið i friði og ró”, eins og talsmaður sóvétstjórnarinnar komst að orði i dag. Sósialisk riki senda stjórnar- formenn sina, nema Kina og Albania. Meðal annarra rikja sem senda stjórnarfulltrúa eru Trykland, lran, Indland, Bangla- desh og Finnland. Verkfall gegn flugránum KITTY HAWK 18/12. — allsherjarverkfalls á flugleiðum Formaður samtaka bandariskra heimsins, ef ekki verður fyrir lok flugmanna lýsti þvi yfir i dag, að næsta mánaðar samið um virkar samtökin myndu reyna að efna til aðgerðir gegn flugránum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.