Þjóðviljinn - 19.12.1972, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.12.1972, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN' Þriftjudagur 19. dcsember 1972 Tækniskóli á hrokhólunr Skoðanaskipti um tækninám og verkmenntun Fundur sá sem nemendur Tækniskólans boðuðu til þann 6. des. l.s. að Hótel Esju var tilraun til að vekja athygli á þvi hver staða þessarar mennta- stofnunar er i dag. — í Þjóðviljanum 8. þ.m. var lauslega sagt frá fundinum, en hér á eftir er reynt að gefa hugmynd af umræðum þeim, sem þarna fóru fram, — Fundarstjóri var Sigurður Hlöðvers- son og hann komst þannig að orði i fundarlok, að hver og einn yrði að meta árangurinn af þessum fundi, hinsvegar myndu nemendur ekki fremur hér eftir en hingað til una þvi silningsleysi sem rikt hefði frá upphafi um málefni skólans. — Fyrstur talaði formaður nemendafélags skólans, og er ræða hans birt hér á siðunni, en siðan hófust almennar umræður. Bjarni Kristjánsson, rektor Tækniskólans, geröi að umræðu- cfni álit verk- og tæknimennt- unarnefndar frá árinu 1971. Hann kvað framtiðarsýn nefndarinnar hafa verið þá að út úr væntanleg- um tækniháskóla myndu menn, þegar fram i sækti, ganga með það magn og gæði menntunar, sem þeim þóknaðist, og segja: Þetta kaiin cg,en ekki þetta mörg ár var ég i skóla. — Það hefði verið skoðun nefndarmanna, að vænlegast yrði að láta skóla- einingarnar starfa samkvæmt samræmdri lieildarnámsskrá. Bjarni sagði, að dag nytu náms- greinarnar mismunandi virð- ingar og tók sem dæmi annars vegar latinu og hinsvegar blikk- smiði, og sagði, aö i væntanlegri heildarnámsskrá myndi 1. punktur i blikksmiði metinn til jafns við 1 punkt i latinu Við liðum undan þvi tizkufyrir- bæri, sem landspróf og nám i menntaskóla er i dag sagði Bjarni. 1 nýrri skipan fræðslu- mála yrði sérhver skóli að viður- kenna það sem annar eða aðrir skólar hefðu gert. Pappirsgögn ekki nóg Sturla Böðvarsson sagði, að Tæknimenntunarnefndinni ætluðu að endast lengi þessi gögn. Hann kvaðst m.a. vilja benda á, að ekki væri nægjanlegt að semja svona álitsgerð, aðalatriðið væri að eitthvað kæmist til fram- kvæmda, og nauðsynlegt væri að það gerðist með „hæfilegum” hraða. Sturla lét i ljós ánægju með (opna bréfið’ sem nokkrir kennarar og nemendur sendu for- sætisráðherra, og sagði að nauð- synlegt væri að ræða þessa hluti þegar verið væri að tala um iðn- byltingu. Mestu máli skipti, að fyrjr hendi væri nægur og vel menntaður starfskraftur. Hann taldi, að ráðamenn hefðu farið öfugt að hlutunum, þegar þeir stofnuðu tækniskóla áður en komið hafði veriö á betri skipan i iðnnámið. Fyrst þurfti að gera iðnnámið nothæft, sagði Sturla. Kamiski farið of geist? Sveinbjörn Björnsson, form. skólanefndar Tækniskólans, sagði að liklega hefðum við farið okkur of geist í menntun tækni- fræðinga, og Tækniskólinn hefði óvart villzt nokkuð af braut strax i upphafi. Mönnum sem unnu að undirbúningi við stofnun skólans hefði ekki verið ljóst hvort stofna bæri tæknifræðinga- eða tækna- skóla. Það hefði raunverulega verið skólanum um megn að mennta strax tæknifræðinga, og eðlilegra hefði verið að byrja á menntun tækna. Sveinbjörn gat þess i umræðum á alþingi hefði komið fram að menntamálaráðherra hyggðist skipa nefnd til að semja lög um tækniháskóla og tæknaskóla og væri nefndinni ætlað að vinna i anda álits Verk- og tækni- menntunarnefndarinnar. Svein- björn kvað það nokkuð óljóst að hve miklu leyti væri unnt að fella saman nám tækna og verkfræði- nám, en bæði vegna mannafla, húsnæðis og af fjárhagslegum ástæðum væri nauðsynlegt að reyna að sameina eitthvaö af þessum verkefnum, þannig að þau yrðu kostnaðarminni en tveir sjálfstæðir skólar. Sveinbjörn sagði, að ráðuneytið ynni nú að því að leita að mönnum i fyrirhugaða nefnd og afla álits aðilja á þessu máli. Árni Snævarr ráðuneytisstjóri i iðnaðarráðuneytinu flutti fundin- um kveðjur iðnaðarráðherra, sem ekki sá sér fært, sökum anna, að koma á fundinn. — Arni sagði, að enda þótt Tækniskólinn heyrði ekki undir iðnaðarráðu- neytið, þá hefði það mikinn áhuga á viðgengni þessarar stofnunar. Hann minnti á þau drög iðn- þróunaráætlun, sem nýlega hefðu verið kynnt þjóðinni, þar sem m.a. væri stefnt að stórauknum útflutningi iðnaðarvara. Arni sagði, að vaxtarbroddurinn i at- Myndirnar hér á síðunni eru af „hrakhólum" Tækniskólans, eins og einn ræðumanna nefndi þær. 1. Skipholt 37, aðalhúsnæði skólans. 2. Viðbygging Vél- skólans, þar sem skólinn hefur aögang aö tilrauna- stofu, 3. Skipholt 70, þar sem danssalurinn „fannst" og kennt var um stundar- sakir, og svo 4. Hótel Esja, sem leysti danssalinn af hólmi. Þar eru nú 2 kennsulstofur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.