Þjóðviljinn - 18.05.1974, Page 5
Laugardagur 18. mal 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Ellefu hundruð ára afmæli
Islandsbyggðar •
10.000 króna gullpeningur 500 króna silfurpeningur
27,75 mm að þvermáli 35 mm að þvermáli
1.000 króna silfurpeningur
39 mm að þvermáli
Bakhlið
peninganna
Seólabanki íslands gefur út gull- og silfurmynt
í tilefni af 1100 ára afmæli byggðar á íslandi.
Peningarnir eru þrír og þannig gerðir:
10.000 króna gullpeningur, 27,75 mm að þver-
máli og 15,5 gr aó þyngd. Á framhlið er mynd af
Ingólfi Arnarsyni er hann varpar öndvegissúlum
sínum fyrir borð.
1.000 króna silfurpeningur, 39 mm að þvermáli
og 30 gr að þyngd. Á framhlið er sýnt, hversu karl-
menn helguðu sér land. Skyldu þeir kveikja eld, er
sól var í austri að morgni, og síðan aðra elda, svo
að hvern sæi frá öðrum, uns sól væri í vestri.
Svæðið milli eldanna markaði stærð landnámsins.
500 króna silfurpeningur, 35 mm að þvermáli
og 20 gr að þyngd. Á framhlið er mynd af konu,
sem leiðir kú sér við hlið. Landnám kvenna skyldi
ekki vera víóara en svo, að kona gæti leitt um það
tvævetra kvígu vorlangan dag sólsetra millum.
Á bakhlið peninganna allra eru landvættirnar
fjórar, naut, fugl, dreki og bergrisi.
Gullpeningarnir eru 900/1000 að skírleika, sem
samsvarar nálægt 22 karötum, en silfurpeningarnir
eru 925/1000 að skírleika (sterling silfur).
Þröstur Magnússon teiknaði peningana, sem
slegnir eru hjá Royal Mint í London.
SÉRUNNIN SLÁTTA.
Hluti uppiags myntarinnar er sérlega vönduö,
sérunnin slátta (proof coins). Þessir peningar verða
með mattri áferð mynda og leturs, en sléttir fletir
gljáfægðir. Verða þeir seldir yfir nafnverði, enda
dýrari að gerð og ætlaðir fyrst og fremst til söfn-
unar. Þeir eru í vönduðum öskjum og fást ýmist
allir þrír eða silfurpeningarnir saman.
VENJULEG SLÁTTA
Meiri hluti myntarinnar verður hins vegar
sleginn eins og gerist um gjaldmiðil. Þessi slátta er
einnig fáanieg í öskjum, gullpeningurinn sér
og silfurpeningarnir saman.
PÖNTUN TIL SEÐLABANKA ÍSLANDS
Vinsamlega sendið mér neðangreinda þjóðhátíðarmynt 1974 að andvirði kr.................., og fylgir greiðsla
með þessari pöntun.
......öskjur (hámark3), sérunnin slátta, 1 gull-og 2 silfurpeningar á kr. 23.000.- = kr.......'............
......öskjur (hámark 5), sérunnin slátta, 2 silfurpeningar......á kr. 3.200.- = kr.
......öskjur (hámark 3), venjuleg siátta, 1 gullpeningur........á kr. 10.200- = kr.
......öskjur (hámark 5), venjuleg slátta, 2 silfurpeningar......á kr. 1.700- = kr.
Samtals kr.
NAFN:............................................................
HEIMILI:.........................................................
Scðlabankinn afgreiöir pantanir í þeirri röð, sem þær berast, þar til upplag þrýtur.
AÐ EIGNAST MYNTINA.
Þjóðhátíðarmyntina skal panta á þar tíl gerð-
um eyðublöðum hjá bönkum, sparisjóðum og
helstu myntsölum eða beint frá Seðlabanka íslands.
Staðgreiðsla fylgi pöntun. Dreifíng fer fram frá
pöntunarstað og verður auglýst sérstaklega.
TAKMARKAÐ UPPLAG.
Þeim, sem vilja tryggja sér myntina til eignar
eða gjafa, skal bent á, að bæði er upplag takmarkað
og jafnframt er búist við verulegri erlendri eftir-
spurn. Því er ráðlegt að gera pöntun strax. Til þess
að sem flestir geti eignast myntina, er nauðsynlegt
að setja hámark þess, sem hver getur pantað, við
þrjá gullpeninga af hvorri sláttu, en fímm af
hvorri samstæðu silfurpeninga, eins og nánar er
skýrt á pöntunarseðli.
Hámarksupplag myntarinnar er eftirfarandi:
SÉRUNNIN SLÁTTA
10.000 króna gullpeningur 8.000 stk.
1.000 króna silfurpeningur 58.000 stk.
500 króna silfurpeningur 58.000 stk.
VENJULEG SLÁTTA
10.000 króna gullpeningur 12.000 stk.
1.000 króna silfurpeningur 70.000 stk.
500 króna silfurpeningur 70.000 stk.
VERÐMÆT EIGN.
Vonast ertil, að þjóðhátíðarmyntin verði
safngripir, sem verða eigendum sínum til ánægju og
minja um merkan atburð í sögu þjóóarinnar.
Jafnframt eru peningarnir gjaldgeng íslensk mynt,
slegin úr gulli og silfri.
fÆA SEÐLABANKI
ISLANDS