Þjóðviljinn - 29.06.1974, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.06.1974, Blaðsíða 1
UOBVIUINN Laugardagur 29. júni 1974 — 39. árg. 110. tbl. irOTEK OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 7. | NEMA LAUGARDAGA TIL KL. 2. SUNNUDAGA MILLI KL. 1 OG 3 SlMI 40102 ÞÁÐ430RGAR SIG AÐVERZtA í KRON i dreifíblaðí sem Þjóð- viljinn gefur út í dag er grein eftir Magnús Kjartansson, ráðherra, efsta mann G-listans í Reykjavik. i greininni skýrir hann meðal annars frá þvi að samningar milli ólafs Jóhannessonar og Gunnars Thoroddsens um stjórnarmyndun hafi verið mjög á veg komnir fyrir þingrofið i vor. Orðrétt segir Magnús Kjartans- son: Magnús Kjartansson: Samningar Gunnars Thor og Olafs voru langt á veg komnir — um stjórnarmyndun. Þráðurinn verður tekinn upp aftur strax eftir kosningar bæti Alþýðubandalagið ekki verulega styrk sinn í kosningunum á morgun ,,í raun er Framsóknarflokkur- inn i þeim vanda að reyna að sætta ósættanlegar andstæður i forustuliði sinu, hann lfkist ösnu Bileams sem segir frá i 4. Móse- bók. Hún lenti i þeim vanda að reyna i senn að hlýða tveim hörð- um húsbændum, hljóp að boði þeirra ýmist til hægri eða vinstri, þar til hún komst á einstigi, gafst upp og lagðist niður. Það er ekki hægt að ná árangri i stjórnmálum til frambúðar án þess að þora að hafa stefnu. 1 raun hefur sá harði húsbóndi sem visar Framsókn til hægri, likt og ösnu Bileams, verið að verki um langt skeið. Það eru gróðaöflin bak við flokkinn — peningamennirnir, scm ekki eru i framboði, þcir sem reka hver annan úr störfum vegna ágrein- ings um það hver eigi að stjórna Frimúrarareglunni á islandi. Það cru mennirnir sem hafa notað hluta af fjármunum sambandsins til þess að stofna alræmd gróða- hlutafélög eins og Esso og Regin h.f., og þannig gengið i berhögg við upphaflegar hugsjónir sam- vinnuhreyfingarinnar, eins og Jónas Jónsson frá Hriflu lýsti manna best siðustu árin sem hann lifði. fcg hef áður minnst á það að ólafur Jóhannesson bauð Sjálfstæðisflokknum upp á svo- kallaða „þjóðstjórn” áður en þing var rofið. Hann hefur ekki séð neina ástæðu til þess að gefa skýrslu um þær viðræður i kosn- ingabaráttunni, en mér hafa sagt menn úr þingflokkum Framsókn- ar og Sjálfstæðisflokksins að samningar ólafs og Gunnars Thoroddsens hafi verið komnir mjög vel á veg. Það sem á strand- aði var það eitt að Sjálfstæðis- flokkurinn vildi ckki fallast á aö ólafur Jóhannesson yrði forsætis- ráðherra áfram og taldi sig auk þess kunna að ná sterkari stöðu með þvi að láta kjósa áður en samið yrði endanlega. Nái Al- þýðubandalagið ekki þvi áhrifa- valdi, sem dugar, verður þessi þráður tekinn upp þegar að kosn- ingum loknum. Þá vcrður fyrst boðið upp á „þjóðstjórn”, en hið eiginlega markmið verður ný helmingaskiptastjórn, hvað svo sem kjósendur Framsóknar- flokksins eöa Sjálfstæðisflokksins vilja”. VL-frambjóðandi pindur til sagna: Tölvugögnin notuð við kjörskrár- merkingar! „Menn geta imynd- að sér, hvort það hefði ekki verið handlegg- ur... að færa inn 55 þúsund nöfn hand- skrifuð inn á kjör- skrá”. Svo mæltist Unnari Stefánssyni, 2. manni á lista Alþýðu- flokksins á Suður- landi, þegar hann neyddist til að svara Þór Vigfússyni efnis- lega nokkrum spurn- ingum um tölvu- vinnslu VL. Unnar Stefánsson var einn af forgöngumönnum undir- skriftasöfnunar VL I vetur, en hann hefur verið undarlega hljóður um það framtak sitt á þingmálafundum á Suður- landi. Þór Vigfússon hefur tvlvegis spurt Unnar beinna spurninga um undirskriftasöfnunina, en Unnar reynst frámunalega tregur til svara. t gærkvöldi píndi Þór þessa játningu um kjörskrármerkingarnar út úr Unnari á almennum fundi I Vestmannaeyjum, en honum var útvarpað um Eyjar og upp á landið. Eru þvi mörg vitni að ummælum Unnars. Hvað kostar að vitna i Einar Braga? A þingmálafundi á Selfossi á þriðjudagskvöld lagði Þór þrjár spurningar fyrir Unnar um VL; tvær þær fyrri voru um tölvuvinnsluna, hvort og hvenær hún hefði farið fram, og ef svo var, þá hvers vegna. Sfðasta spurningin var um gjaldskrána á meiddri æru þeirra vl-manna, og hvað það kostaði aö gera fáein orð Einars Braga að sinum. Unnar skaut sér alveg und- an að svara gjaldskrárspurn- ingunni, en efnislega sagði hann um tölvuvinnsluna aö hún hefði farið fram „þegar liklega 10—12 dagar voru eftir af þessum mánuði sem þetta stóð yfir”. Hafi það verið gert að kröfu Þjóðviljans til þess að komast fyrir falsanir og tvirit- anir. „Ef ég man rétt, sagði tölv- an mér, að það væru rúm tvö þúsund kjósendur I Arnes- sýslu, sem skrifuðu undir þessa áskorun, og 975 Rangæ- ingar”, sagði Unnar hinn hróðugasti. Knúið á um fyllri svör 1 gærkvöldi, á Eyjafundin- um, vakti Þór athygli á þvl, hversu mjög vantaði á það, að vl-maðurinn Unnar Stefáns- son svaraði spurningum beint og efnislega um þessi hugöar- efni sln, Þvi vildi hann itreka spurninguna um gjaldskrána fyrir Unnar og bæta einni viö: „Hvar eru tölvugögnin og þær skrár sem unnar hafa verið upp úr undirskriftalist- unum? Er það satt, að þær hafi veriö afhentar ákveðnum stjórnmálaflokki?” Framhald á 17. siöu. Afturhaldsöflin kasta grímunni: Árangri kjarabar áttu verkafólks og st j órnmálabaráttu Alþýðubanda - lagsins skal rænt eftir kosningar I hringborðsumræðunum isjón- varpi i fyrrakvöld viðurkenndi Geir Halígrimsson eftir kröfu Lúðviks Jósepssonar hvað það væri sem Sjálfstæðisflokkurinn hygðist beita sér fyrir eftir kosn- ingar ef hann næði völdum. Það sem fram kom var þetta: — Gengið yrði lækkað um 20—30%. — Visitölubætur á laun yrðu bannaðar. — Niöurskurður félagslegra út- gjalda, og þá fyrst og fremst á sviði heilbrigðis- og trygginga- mála, sem taka nú til sin þriðjung allra almennra útgjalda rikisins. — Almennur samdráttur i öll- um atvinnuframkvæmdum með þvi að takmarka útlán stofnfjár- sjóða. Hér er átt við sjóöi eins og Fiskiveiðasjóð, Stofnlánadeild landbúnaðarins og Byggingasjóð rikisins, sem lánar til húsnæðis- mála. En það er ekki aðeins að Geir Hallgrimsson, sem hefur ljóstrað upp fyrir kosningar hvað ihaldiö hyggst gera. Jóhann Hafstein hefur komist að þeirri viturlegu niðurstöðu að nauðsynlegt sé að flytja til i þjóðfélaginu 24 þúsund miljónir frá launamönnum, en það jafngildir um 500 þúsund krónum á hverja fimm manna fjölskyldu. Það er engin tilviljun að Geir Hallgrimsson nefndi ein- mitt 500 þúsund krónur i sjón- varpsþættinum, en það er sú upp- hæð sem Sjálfstæðisflokkurinn vill hirða af almennum launatekj- um ef hann fær einn ráöiö ferö- inni. Við þessúm fyrirhuguðu árás- um ihaldsins eiga launamenn þaö eitt svar að kjósa Alþýðubanda- lagið, eina stjórnmálaflokkinn sem hefur lýst þvi yfir fyrir kosn- ingar að hann telji það höfuð- skyldu sina að varðveita kaup- mátt og lifskjör launamanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.