Þjóðviljinn - 29.06.1974, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 29.06.1974, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 29. júni 1974. Margrét Guðnadóttir prófessor: „Gróft tilrœði við eðlilega skoðanamvndun” Margrét Guönadóttir Þjóðviljinn leitaði til Margrétar Guðnadóttur prófessors og spurði hana álitsá þeim umfangsmiklu meiðyrðastef num sem „starfsfélagar" hennar við Háskóla íslands hafa nú hrundið af stað. Svar Margrétar fer hér á eftir: Mér finnst allt atferli for- sprakka þeirrar undirskriftasöfn- unar um óbreytt ástand i hersetu- málum, sem fram fór sl. vetur, vera gróft tilræði við eðlilega skoðanamyndun i lýðfrjálsu landi, — ekki bara stefnurnar, sem þeir kumpánar stofna nú til, heldur einnig allt atferli þeirra við framkvæmd undirskriftasöfn- unarinnar i vetur. Menn, sem taka að sér forustuhlutverk i stór- pólitisku máli, verða að hafa kjark i sér til að skiptast opinber- lega i ræðu og riti á skoðunum við þá, sem eru á öndverðum meiði. Engu sliku hefur verið til að dreifa með þessa huldumenn. Bæði fjölmiðlar og alls konar fé- lagasamtök buðu þeim 14-menn- ingum og herstöðvaandstæðing- um til opinberra umræðna um herstöðvamálið meðan undir- skriftasöfnunin stóð sem hæst. Alltaf voru svör þeirra kumpána hin sömu; við ræðum ekki málin, við söfnum bara undirskriftum; þ.e.a.s. hjá okkur fer fram opin atkvæðagreiðsla um herstöðva- málið, framkvæmd af þessum og hinum misjafnlega heiðarlegum einstaklingum, sem við höfum fengið undirskriftalista, sem hægt er að nota við hin óliklegustu skilyrði, en opinber umræða skal engin vera, þvi að við erum ekki til viðtals. í staðinn var svo visað á Varðberg. Sá félagsskapur virt- ist heldur þunnskipaður áhuga- mönnum um hersetu, þvi að oft- ast hafði hann engan að senda til að tala máli hernámsins nema Magnús Þórðarson, launaðan er- indreka þess hernaðarbandalags, sem haft er að yfirskini herset- unnar. Hefði verið ólikt vænlegra til eðlilegra skoðanaskipta að talsmaður hersetunnar hefði ekki átt hluta af tekjum sinum undir veru okkar i NATO. Ég harma það mjög, að starfsmenn Háskóla Islands skuli telja svona vinnu- brögð að áhugamálum sinum virðingu sinni samboðin, og skuli álita að eitthvað sé á svona hæp- inni gagnasöfnun byggjandi. Siðan kemur gagnaúrvinnslan. Enginn veit, hver skrifaði hvað. Ótal nöfn, bæði fölsuð og ófölsuð geta verið á listunum, án þess að frosprakkar undirskriftasöfn- unarinnar geti með nokkru móti vitað, hvort viðkomandi skrifaði nafn sitt sjálfur, eða einhver ann- ar i hans eða hennar stað. Og hvaðan komu heimildir til tölvu- úrvinnslu umræddra gagna, ef hver og einn gaf ekki sitt leyfi til slikrar úrvinnslu áður en undir- skrift fór fram? Ekki var einu sinni um það getið á listunum eða i þeim fjölmörgu auglýsingum um undirskriftasöfnunina, að slik gagnaúrvinnsla kynni að fara fram. Hvar eru svo tölvugögnin nú, mitt I hita kosningabarátt- unnar, þegar jafnframt hernáms- málinu er tekist á um, hvort Island á að halda efnalegu sjálf- stæði byggðu á innlendri stjórnat- vinnutækja eða verða láglauna- svæði i vasa erlendra auðhringa með lögsögu erlendra dómstóla jafnvel i sjálfu landhelgismálinu, sem enn er óútkljáð. Landsbúum ætti að vera enn i fersku minni forusta Sjálfstæðisflokksins i at- vinnumálum undir 12 ára við- reisn. Þvi er ekki vist, að allir þeir, sem skemmta sér við Kana- sjónvarp á siðkvöldum og vilja ekki missa þá skemmtan, séu endilega jafnframt að lýsa yfir þvi, að þeir vilji verða hjól i kosningamasklnu ihalds og at- vinnuleysis. Eftir allt brölt þessara vorra hugsjónamanna um hersetu standa svo landsbúar eftir með þá alvarlegu staðreynd, að kippt hefur verið gersamlega grund- vellinum undan þvi, að á næstu áratugum geti farið fram heiðar- leg og óháð þjóðaratkvæða- greiðsla um þetta viðkvæma deilumál. Hernámssinnar hafa nefnilega þegar merkt og skráð drjúgan hluta kjósenda með þeim hætti, að auðvelt ætti að vera að hafa samband við þá hvern og einn persónulega, eins og gert var i vetur leið, og hvetja þá til á- framhaldandi stuðnings við her- setuna með sama hætti og þá, enn á ný án þess að eðlileg um- ræða um hin óliku viðhorf fari fram. Tel ég þarna mjög miður farið. Stefnur þær og réttarhöld sem forsprakkar undirskriftasöfn- ÁTTU ÞÖGNINA EINA DYGGÐA? Opið bréf til Jónatans Þórmundssonar frá örnólfur Arnason Kæri Jónatan. Mikil skapraun var mér að sjá mynd þina og nafn (hvorttveggja þögult að vfsu) I þeim rúmlega postulahópi sem komst upp með það að svlkjast eldhúsdyramegin inni islensku þjóðina og forfæra hana á svipaðan hátt og maður (náttúrulega þó ekki ég né þú) leggur drukkna konu. Og svo ert þú, ágæti vinur, þar að auki far- inn að stefna þeim fyrir rétt sem sáu til ykkar félaga — og sögðu til ykkar. Hvað gengur eiginlega að þér, drengur? Þú ert prófessor i lögfræði. En hefur réttlætiskennd þin einhversstaðar dottið ofan i flórinn undir þeim félagsskap sem þú ert kominn i? Við erum værukær og hrösul. Það þarf ég vist ekki að segja þér. 011 sölumennska byggir á þöglum veikleikum sem meirihluti okkar hefur. Venjulega hefur fólk eitt- hvert smásamviskubit af veik- leikum sinum, þó það njóti þess stundum þögult að láta undan þeim. En heyrðu, vinur, það stæra sig fáir af þeim nema I gamni. Örnólfi Árnasyni Hver ykkar var það sem fann uppá þvi að skira aumingjaskap fólks dyggð? Sjálfur Machiavelli hefði ekki gert betur I ykkar spor- um. En þú ætlaðir ekki að taka hann þér til fyrirmyndar, var það? Kjörórð ykkar eru þögnin og meirihlutinn. „Þeim mun þögulli sem maður er, þvi réttara hefur maður fyrir sér”. Þetta er vinsælt sjónarmið. Það fer i taugarnar á mörgum hvað aðrir eru tjáning- arliprir. Og þegar þeir sömu eru lika I sifellu að minna mann á það að maður hafi svikið hugsjón sina og land fyrir peninga og/eða látið vélast til bandalags við verstu andstæðinga mannúðarstefnu i heiminum, þá er eðlilegt að menn þrái þögnina. Og meira að segja samherjarnir sem hafa munninn fyrir neðan nefið fara i taugarnar á manni, þvi að þeir komast alltaf áfram I flokknum og láta þá þöglu vinna skitverkin. Og svo eruð þið ævinlega hýrudregnir. Kannski sviöur mönnum það sárast, þegar allt kemur til alls. Helst hefði ég kosið að gleyma þvi að þú lést hafa þig til þess að gerast einn af postulum skoðana- vændis og annars pólitlsks læpu- skapar og jafnvel að gleyma þvi að þú hafir átt þátt I þeim a.m.k. siðferöilega glæp að gera mögu- legt að dreifa meðal þeirra, sem áhuga hafa á, niðurstöðu fyrsta stjórnmálalega njósnamanntals sem ég hef spurnir af á Islandi. Já, ég hefði reynt að afsaka þig i huga mér — að þú hafir verið las- inn, eða haldinn dáleiðslu. En, Jónatan minn, þegar þú ert einnig orðinn einn af upphafsmönnum pólitiskra ofsókna á Islandi, þá get ég ekki litið undan. Þú ert i vondum félagsskap, Jónatan. Forðaðu þér úr honum á meðan þú getur kannski bjargað einhverju af þér. Með bestu óskum. örnólfur Arnason. Þegar haldreipið verður að hengingaról Ásamt taumlausum blekk- ingum um efnahagslegt hrun og öngþveiti virðist ihaldið telja undirstkriftasmölun „Varins lands” eitt aðal-hald- reipi sitt i komandi kosn- ingum. En ef aðferðirnar við undirskriftasmölunina eru athugaðar mætti ætla að þetta haldreipi gæti eins vel orðið ihaldinu hengingaról. Greinargóð kona, sem vinnur á fjölmennum vinnu- stað hér i borginni, hringdi til min og bað mig að koam þvi á framfæri hvernig undirskrift- anna var aflað á hennar vinnustað. A umræddum vinnustað vinna nokkrar full- orðan konur, á þeim aldri sem erfitt er að skipta um vinnu. Á milli þessara kvenna gekk verkstjórinn með undir- skriftarskjalið, útmálaði fyrir þeim þá yfirþyrmandi hættu sem okkur stafaði af Rússum og lét á sér skilja að þeir, sem ekki skrifuðu undir,myndu ekki verða til langframa á þessum vinnustað. I samtali við sögukonu mina á eftir, viðurkenndu þær að þær hefðu ekki þorað annað en skrifa undir, af ótta við að verða flæmdar af vinnustaðnum. Nokkrar yngri konur, sem undir skrifuðu, sögðust gera það vegna þess að þær vildu ekki missa Kanasjónvarpið. Óliklegt verður að teljast, að það fólk, sem með hótunum, ýmist beinum eða dulbúnum, var þvingað til að setja nafn sitt undir ósómann, verðlauni ihaldið fyrir með þvi að gefa þvi atkvæði sitt á kjördegi. Björn Bjarnason unarinnar hafa nú byrjað eru mér þvi ekkert undrunarefni, heldur finnst mér hér um að ræða rökrétt framhald af framkvæmd undir- skriftasöfnunarinnar, og finnst að hér birtist enn ein spegilmyndin af pólitisku siðgæði þeirra kumpána, er fyrir henni stóðu. Ein er þó sú stefnan sem ég vil fordæma alveg sérstaklega. A ég þá við stefnu háskólaráðsmanna og háskólaprófessora, með fjár- kröfum og kröfum um tukthúsvist á hendur fyrrverandi og núver- andi ritstjóra Stúdentablaðsins; á hendur fyrrverandi ritstjóra m.a. vegna bréfs, er hann ritaði Há- skólaráði að gefnu tilefni. Við, starfsmenn skólans, hljót- um að taka afstöð.u til þessa máls opinberlega, ef við eigum ekki að eiga á hættu að vera talin meðsek um þetta athæfi. Min skoðun er sú, að eigi Háskólinn ekki að kafna undir nafni sem miðstöð visindaiðkana og frjálsrar hugs- unar, verði bæði kennarar og nemendur að njóta óskoraðs frelsis til að segja hug sinn allan um hvaða málefni sem er, án þess að eiga von á refsiaðgerðum inn- an úr stofnuninni eða réttarof- sóknum utan hennar. Þennan rétt á háskólaráð að reyna að tryggja okkur öllum, nemendum jafnt sem kennurum, hann er ekki bara fyrir fáa útvalda. Ég lit á það sem beina móðgun við háskólaráð, ef einstakir ráðsmenn reyna að nota það vald sem ráðinu er fengið til að klekkja á pólitiskum andstæð- ingum sinum i hópi stúdenta eða kennara. Vona ég að þetta verði i fyrsta og siðasta skiptið, sem há- skólakennarar hér og háskóla- ráðsmenn gera skólanum þá van- sæmd að stefna stúdentum og krefjast fébóta og fangelsana vegna bréfa til háskólaráðs. Hugsið ykkur fordæmið sem þetta atferli skapar um sambúð kenn- ara og nemenda i menntakerfinu öllu. Við herstöðvaandstæðinga, hvar i flokki sem þeir standa, vildi ég svo að lokum mega segja nokkur orð: Við erum æði mörg sem álitum inngöngu Islands i Atlantshafs- bandalagið, með táragasflóði, kylfuhöggum og þeim réttarof- sóknum gegn alþýðu sem á eftir fóru, einn svartasta smánarblett- inn á stjórnmálasögu siðari tima. Við erum ennþá fleiri, sem teljum að stjórnarskráin hafi verið gróf- lega brotin, þegar klikufundir ,,lýðræðisflokkanna”,sem svo nefna sig, kölluðu yfir okkur nú- verandi hersetu árið 1951 án þess að haft væri fyrir þvi að kalla saman Alþingi til að veita svo ör- lagariku máli þá lögformlegu af- greiðslu sem stjórnskipan okkar býður. Við, sem þannig hugsum, hljótum þvi að lita á allan stuðn- ing við óbreytt ástand hersetu mála sem aðild að stjórnarskrár- broti. Þeir 12 hernámspostular, sem beittu sinum einstæðu aðferðum við frjálsa skoðanamyndun i vet- ur og nú vilja upp reisa æru sina með fangelsunum og fésektum geta þvi endalaust haldið áfram að stefna nýju og nýju fólki úr okkar röðum. Félagar okkar sem þegar er búið að stefna eiga fram undan löng og ströng réttarhöld, sem þeir lagakrókasérfræðingar, er að málaferlunum standa, hafa væntanlega ekki anað út i, nema eiga töluverða von um vinning. Engir þessara félaga okkar eru fésterkir menn og fæstir þeirra eiga vist annað en börnin og skuldirnar. Við skulum þvi öll leggjast á eitt, góðir herstöðva- andstæðingar, og veita þeim her- námspostulum þá uppreisn æru sem hæfir. Næst, þegar eitthvert okkar eignast 50 króna pening, sem ekki þarf nauðsynlega að nota strax, er ráð að setja hann til hliðar ofan i skúffu, þann næsta og þarnæsta uns komnir eru 30 peningar I skúffuna. Þegar svo stundin kemur, og dómar byrja að falla yfir þeim mönnum, sem kjósa að lifa einir og óháðir i landi sinu og frábiðja sér hlutdeild i hryðjuverkum og hernaðarbrölti auðvaldsins og arðráni þess á varnarlausri alþýðu heimsins, skulum við hvert um sig reiða fram sjóði þessa og steypa þeim á nasir postúlanna, svo að hann Júdas fái að minnsta kosti sinn hlut greiddan i þeirri mynt sem hæfir. Reykjavik 25.júni 1974. Margrét Guðnadóttir, prófessor.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.