Þjóðviljinn - 29.06.1974, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 29.06.1974, Blaðsíða 19
Laugardagur 29. júni 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 19 Arni Blandon: Ungir ihalds- menn elli- hrumir í anda 6g er oröinn leiður á þessu pólitlska þvargi i svona l'ang- an tima. Fyrst voru það borgarstjórnarkosningarnar og siðan mánuður fyrir þessar kosningar. Mér finnst umræð- an vera orðin all-útvötnuð og skrumkennd, sem vonlegt er. Ástandið á vinstri kantinum er dálitið tvíbent út af öllum þessum flokksbrotum. Fólk gerir flest ekki upp hug sinn fyrr en f kjörklefanum. En fólk, sem ekki vill kasta at- kvæði sinu á glæ á aö sjálf- sögðu að kjósa Alþýðubanda- lagiö, ef það vill reyna að koma í veg fyrir að fá yfir sig ihaldið. Mér finnst það vera áber- andi hjá ungum áhangendum Sjálfstæðisflokksins, hvaö þeim viröist vera mikill akkur i þvi að eldast fyrir aldur fram. Þeir vilja sýnast vera „fullorðnir menn og ábyrgir”. Ég nýt þess aftur á móti að vera ungur og róttækur. Ég finn mig ekki I þvi borgara- lega markmiði að veröa bjargálana og ráðsettur. Mér finnst gott að vera engum bundinn og hafa hugsjónir. Ég vil byrja á þvi að minnast á þessa undirskriftasöfnun „varins lands” og málshöfðanir þær sem forgöngumenn hennar hafa nú hafið á hendur nokkrum blaðamönnum o.fl. Stefnurnar eru út af fyrir sig hneykslanleg- ar og svivirðileg árás á tján- ingarfrelsið I landinu, en það hneykslar mig samt mest að þessum mönnum skuli liðast að hafa hér I frammi jafn stórfelld- ar persónunjósnir og um er aö ræða. Það er enginn vandi aö Hilmar Magnússon: Ungt fólk aðhyll- ist stefnu AB meir og meir Ég er nýkominn frá Svíþjóð, þar sem ég hef verið við nám i garöyrkju i þrjú ár, og ég verð að segja, aö ef ég miða við kynni min af stjórnmálaflokkum þar I landi, þá er Alþýðubandalagið eini flokkurinn hér á landi, sem hcldur uppi hreinni jafnaðar- stefnu. Það er eitt sinn svo með fólk hér á landi, að þótt það láti eins og pólitikin sé þvi óviðkomandi, þá eru allir meira og minna pólitiskir, það er hreinlega ekki hægt að komast hjá þvi, ef mað- ur les blöðin hérna. Mogginn hefur t.d. þau áhrif haft á mig, upp á siðkastiö, að ég verð heit- ari og heitari ihaldsandstæðing- ur, þvi meira sem ég les af þess- um óþverraáróöri þeirra. Alþýðubandalagið er að minu mati sá flokkur, sem kemur til með að auka fylgi sitt hlutfalls- lega mest i kosningunum á sunnudaginn kemur, ekki hvaö sist fyrir það hvað ungt fólk er farið að átta sig á þvi að það á samleið með þeim flokki. Allt það unga fólk, sem ég þekki og umgengst, sem veltir þessum málum fyrir sér á annaö borð, hefur undanfarið aðhyllst stefnu Alþýðubandalagsins, meir og meir, og það mun kjósa G-list- ann á sunnudaginn. Guðjón Skarphéðinsson: Afnám einkaréttar- ins er krafa dagsins Ég er enginn spámaöur, þess- vegna vil ég ekkert segja um kosningaúrslitin. En hitt er vist, aö ef Ihaldið kemst að, þá mun það seilast ofan I glatkistuna sina eftir gömlu ráðunum sin- um, en þeir gera sér ekki grein fyrir því þessir kallar að þau ráð duga ekki lengur. Hins vegar finnst mér þessi kosningabarátta hafa verið meö eindæmum leiðinleg, og mér finnst aö það hafi skort á það hjá núverandi stjórnarflokkum aö þeir leggðu það á boröið fyrir fólk I kosningabaráttunni, hvernig þeir hafa hugsað sér að bregðast við efnahagsvandan- um að afloknum kosningum. Baráttuaðferðirnar sem menn hafa i frammi i þvi skyni að reyna að pota sér á þing eru gatslitnar og úr sér gengnar að minu áliti. Það er allt I lagi með Alþingi i sjálfu sér, hlutverk þess er mestmegnis að skrá söguna um leiö og hún gerist, en hin eiginlega barátta fer fram i alit öðrum stofnunum i þjóðfé- laginu þar sem valdið liggur raunverulega, I Seðlabankan- um, Framkvæmdastofnun rik- isins, embættismannakerfinu og víðar, jafnvel I Frimúrarahöll- inni. Stundum er þó Alþingi i brennipunkti þegar veigamiklar ákvarðanir eru teknar, eins og t.d. þingrofsdaginn 5. mai sl. — Hverjar eru kröfur ungs fólks i dag? — Afnám einkaeignarréttar- ins erkrafa dagsins. Alltland og öll náttúruauðæfi á að þjóðnýta. Ailt ibúðarhúsnæði i einkaeign sömuleiðis. Þannig væri þjóðfé- lagið mun einfaldara en það er i dag og auðveldara að kljást við vandamálin. Þórir Steingrimsson: Island úr NATO — herinn burt, er númer eitt ganga i hús og safna upplýsing- um um skoðanir fólks og skrá þær hjá sér, jafnvel þó fólk segði bara já eða nei, þá er það nóg. Ef þeir vl-menn hefðu vjljað vcra heiðarlegir, þá hefðu þeir auðvitað getað látið lista slna liggja frammi á fundum, eins og herstöðvaandstæöingar gerðu fyrir nokkrum árum. Þá hcfði hver og einn ráðið það við sjálf- an sig hvort hann skráði sig á listann eða ekki. En i staðinn var gengið með listana I hús og þeim haldið að fólki, þannig að þaö hafði hreinlega engan frið fyrir þessum mönnum. Ég vil að þessir menn sanni það hvar tölvugögnin eru og I hvaö mörg- Framhald á 17. siöu. Alþýöubandalagiö Kosningaskrifstofur Alþýðubandalagsins: Reykjavik Aðalskrifstofa Alþýðubandalagsins er að Grettisgötu 3 og er hún opin frá kl. 9—22. Simi 28655. Þar eru veittar upplýsingar um allt er varöar kosningastarf Al- þýðubandalagsins. Þar er miðstöð utankjörstaðaatkvæða- greiöslu, simi 28124. Reykjaneskjördæmi: Aðalskrifstofan er i Þinghól i Kópavogi. Skrifstofan er opin frá kl. 10—12 og 13—22. Simi 41746. Kópavogur: skrifstofan einnig i Þinghól simi 41746. Hafnarfjörður: skrifstofan er i Góðtemplarahúsinu og opin öll kvöld, simi 53640. Keflavik: Skrifstofan er að Tjarnargötu 4, simi 92-3060. Opin frá kl. 14.00—22.00. Mosfellssveit Skrifstofan er hjá Runólfi Jónssyni, simi 66365. Vesturlandskjördæmi: Kosningaskrifstofan er i Félagsheimilinu Rein á Akranesi, simi 93-1630. Vestfjarðakjördæmi Aöalskrifstofa G-listans i Vestfjarðakjördæmi er að Hafnar- stræti 1 á Isafirði. Simi (94)-3985. Norðurland vestra: Kosningaskrifstofan á Siglufirði er að Suðurgötu 10, siminn er 96-71294. Kosningaskrifstofan áSauðárkrókier i Villa Nova og verður opin fyrst um sinn mánudags- og fimmtudagskvöld en siminn er 95- 5590. Norðurland eystra: Kosningaskrifstofan er á AkureyréaðGeislagötu lOogsiminner 96- 21875. Austurland: Aðalskrifstofa Alþýðubandalagsins i kjördæminu er i Neskaup- stað að Egilsbraut 11. Simar þar eru 97-7571 og 97-7268. Suðurlandskjördæmi: Aðalskrifstofan er á Selfossiað Þóristúni 1. Siminn er 99-1888 og er skrifstofan opin frá kl. 10-22. t Hveragerði er kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins — G- listans — aö Hverahlið 24, simi (99) 4488. Vestmannaeyjar: Simi kosningaskrifstofu Alþýðubandalagsins i Eyjum er 99-6900: miðstöð — 587. Skrifstofan er á Bárugötu 9. Kosningaskrifstofur á Austurlandi Aöalskrifstofa G-listans fyrir Austurland i Neskaupstað, Egils- braut 11, simar 7571 og 7268, opin daglega frá 16:00 til 19:00 og frá 20:00 til 22:00. Aðrar kosningaskrifstofur eru: A EgilsstöðumBjarkarhlið 4, simi 1387, opin daglega frá klukkan 16:00 til 19:00. Starfsmaður Magnús Magnússon. A Eskifirðiað Strandgötu 10, simi 6139, opin frá klukkan 17:00 - 19:00. Starfsmaður Guðjón Björnsson. (Heimasimi 6250.) A Höfn i Hornafirðiað Hafnarbraut 32, simi 8372, opin klukkan 16:00 — 19:00. Starfsmaður Heimir Þór Gislason. (Heimasimi 8148 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ A AUSTURLANDI Utankjörstaðaatkvœðagreiðsla Utankjörstaðarskrifstofa Alþýðubandalagsins er á Grettisgötu 3, simi: 28124. Alþýðubandalagsfólk! Látið skrifstofuna vita strax um alla kjósendur sem ekki verða heima á kjördag. 1 Reykjavik fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla fram i Hafnarbúðum alla virka daga kl. 10-12,14-18 og 20-22. Sunnudaga kl. 14-18. — ÍJti á landi er kosið hjá sýslumönnum, bæjarfógetum og hreppsstjórum. Umboðsmenn G-listans á Austurlandi Bakkafjörður: Magnús Jóhannsson, simstöðinni.. Vopnafjörður: Davið Vigfússon, simi 77. Borgarfjörður: Sigriður Eyjólfsdóttir, simi 7. Egilsstaðir (Fljótsdalshérað): Bjarkarhlið 4, simi 1387. Opin kl. 16—19. Einnig svarað i sima á skrifstofunni á öðrum timum. Seyðisfjörður: Gisli Sigurðsson, simi 2117. Neskaupstaður: Hjörleifur Guttormsson og Birgir Stefánsson, simar 7571 og 7268. Eskifjörður: Guðjón Björnsson, simi 6250. Reyöarfjörður: Alda Pétursdóttir, simi 4151. Fáskrúðsfjörður: Þorsteinn Bjarrason, simi 49. Stöövarfjöröur: Armann Jóhannsson, simi 23. Brciðdalsvik: Guðjón Sveinsson, simi 33. Djúpivogur: Eysteinn Guðjónsson, simi 35. Höfn I Hornafirði: Heimir Þór Gislason, simi 8148. Umboösmennirnir veita upplýsingar um utankjörfundarat- kvæðagreiðslu. Einnig veita þeir viðtöku framlögum I kosninga- sjóö G-listans. Styðjið kosningabaráttu G-listans. Alþýðubandalagið á Austurlandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.