Þjóðviljinn - 29.06.1974, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.06.1974, Blaðsíða 5
Laugardagur 29. júnl 1974. .ÞJÓÐVILJIIVN — SIÐA 5 . Virkjunarframkvæmdir hófust 1970 eins og ekkert hefði i skorist. Hæstaréttardómur féll, Þingey- ingar (landeigendur) stóðu með pálma og vopn i hönd. Þegar vinstri stjórnin kom til skjalanna 1971, ákvað hún von bráðar að virkja við Sigöldu og setja niður deilur með mönnum norður þar. í þvi sambandi gerði hún tillögu um linu norður Sprengisand. Norðlendingar tóku þvi rétt eins og þegar hundi er gefin heil kaka. Deilan leystist i mai 1973 svo að litla virkjunin dýra, sem unnið var að,komst þó i gagnið með haustinu. Hönnun og bygging orkuvers af meðalstærð tekur hjá okkur þvi miður ei skemmri tima en 6 til 8 ár. Laxárdeila setti þvi strik i reikninginn fyrir Norðlendinga. Það er alvöru-mál að láta mesta iðnaðarbæ landsins.Akureyri, búa við orkuskort. í þvi sambandi er það algjört hégómamál, hvaðan rafmagnið kemur. Það er hlut- verk Alþýðubandalagsins að eyða tortryggni milli sveita og þétt- býlis og á milli landshluta. Nú er jarðgufuvirkjun i Kröflu ákveðin, talið er unnt að reisa hana á skemmri tima en vatns- orkuver. Tengilina um byggðir komin vel á veg. Að hika er sama og tapa. Ég lit svo á, að vart beri að telja Laxárdeiluna einstæðan og fri- standandi atburð, hún á hliðstæð- ur erlendis. Hin alþjóðlega nátt- úruverndarstefna átti hér drjúga hlutdeild. En hitt mátti þó sin enn meira, hið þróttmikla afl landeig- endanna, sem er vafalitið af sama hagfræðilega bakgrunni sprottið og sú stefna sem nú ris æ hærra i þróunarlöndunuj, en það er að eiga hlutdeild i starfsem- >inni, en láta ekki aðra fara yfir lönd sin. Og er sú stefna farin að hafa viðtæk áhrif á fjármálaþró- unina. Hugleiðingar um hersetu hefðu verið dæmdar föðurlandssvik — Hvað viltu segja um herset- una? — Það ástand særir þjóðernis- tilfinningu mina. Ég er alinn upp norður i Eyjafirði hjá traustu bændafólki. Hugleiðingar, svo ég tali nú ekki um gjörðir, sem stuðla kynnu að her eða hersetu, hefðu verið dæmdar föðurlands- svik — lélegur Islendingur það. Ég varðveiti þessa lifsskoðun, enda er hún hluti siðgæðis. Fræði- lega virðist hún réttj gegnum all- an vopnaáróðurinn heyrist rödd Sameinuðu þjóðanna um nauðsyn á hlutlausum beltum menningar- þjóða til eflingar friði og öryggi i heiminum. Mér fellur miður þegar vel- gefnir menn halda þvi fram, að herinn sé hér okkar vegna, ég tel brostinn hlekk i siðgæðisvitund þeirra. Þrástagast er á þvi dag eftir dag að hér i Evrópu hefði brotist út styrjöld á siðari árum, ef Bandarikin hefðu ekki haft her- stöðvar sinar. En látum nú hug- ann hvarfla að sögunni hinumeg- in á hnettinum. Þar höfðu Banda- rikjamenn hverja herstöðina við aðra, og samkvæmt Evrópu- kenningunni hefði átt að haldast þar friður. Nei svo var þó aldeilis ekki, þar tókst Bandarikjamönn- um að koma af stað tveimur styrjöldum. I raun og veru höfum við ís- lendingar alls ekki efni á þvi að hafa hér svonefndar „varnar- stöðvar”. Þær draga bæði úr sið- ferðilegri og verklegri atorku þjóðarinnar. Þegar verið var að smeygja hernum inn, þá var þvi lætt að þjóðinni, að landið væri svo gæðasnautt, að hér væri vart lifvænlegt. Að vinna fyrir herinn eða i sambandi við hann var gert að einum lifvænlegasta atvinnu- veginum. En svo gott og gjöfult land og landgrunn eigum við, að þessu varð ekki haldið út til lengdar. Á sama hátt, meðan samið var við Aluswiss um aðeins 22 aura á kilowattstund af forgangsorku allt fram til 1997, var þvi haldið fram og þrástagast á þvi bæði i ræðu og riti, að vatnsföll yrðu verðlitil sem orkugjafar um eða fyrir 1980, kjarnorka átti að koma i staðinn. Landhelgismálið væri í stórfelldri hættu ef ihaldið kœmist til valda ásamt varaliði sinu úr Alþýðuflokknum eða Karvel Pálmasyni 3. febrúar 1971 lagði Alþýðubandalagið, fyrst allra flokka, fram tillögur sinar um stækkun landhelginnar. í tillögum Alþýðubandalagsins fólst þá strax sú meginstefna sem siðan var fylgt eftir kosningarnar 1971. í tillögunum voru þessi meginatriði: 1. Að gefin yrði út reglugerð um stækkun fisk- veiðilandhelginnar frá og með 1. desember 1971. 2. Að öðrum þjóðum yrði tilkynnt um 100 milna mengunarlögsögu. 3. Að tilkynna þeim þjóðum sem veiðar hafa stundað við ísland þessar ákvarðanir sérstak- lega. 4. Að undirbúa þátttöku íslands i hafréttarráð- stefnunni i samræmi við þessa ályktun. :elana mavo f ishingpéacéplan By Hull Oaily Mail Fishíng Reporter XpOR THE FIRST TIME in the Iceland fishing J- limit row, one of its leading officials has put forward a solution which would satisfy Britain’s trawler industry. The plan, suggested by the Mayo* of. Reyk.iavik at a House of Commons meeting last night, is for Britain and , Iceland to agree to lim.it and ward by. the Britisih trawlin-g industry as a possible solu- tion,” he said. PRESS IOEA . „ „ , , , .... “So far the Icelandic share the flsh catches within Government as a whole has the proposed 50-mile limit. rejected the suggestion. I If agreed to, this could hbpe Mr Grimaldsson will avert tfre head-on confronta- press this idea on his govern- tion between the two countries ment. which seems imminent on <‘The ball nnw lie« in Sívi6'' h TÍ611 IceI?.nd. is land’s court and an early reply due to ímpose the new limit. js expected from them after Mr Geir Grimaldsson, who, the latest talks. Hopefully Mr as Mayor of Reykjavik, plays Grimaldsson is reflectihg a a leading part in Icelandic change of attitude in Iceland, politics, gave his views last but at the moment there is last night at a joint Labour- nothing to show that this is Conservative fisheries com- happening.” Wesf HuHetÍSm Mrirefame« Mr Lain« and other tedera- Mr James tion representatives are due - onneon. to meet the joint Commons Mr Grimaldsson said the flsheries committ nextWi Crklippa úr breska daglbaðinu Daily Mail i Hull, 27. april 1972, þar sem segir frá „friðaráætlun” Geirs Hallgrimssonar. Blaðið taldi að nú væri loks að rofa til — fyrir Bretum I landhelgismálinu. Eftir að hinir flokkarnir höfðu haft þessar tillögur Alþýðu- bandalagsins i landhelgisnefnd þingflokkanna til athugunar i viku var efnt til fundar i nefndinni á ný. Lögðu allir flokkarnir fram sérstakar tillögur og kom þá i ljós að Alþýðubanadalagið eitt hafði fram að færa fastmótaðar tillögur i þessum efnum. Það eitt gerði tillögur um ákveðna stækkun landhelginnar og tima- setti gildistökuna. Það lagði afdráttarlaust til, að reiknað yrði með 100 milna mengunar- lögsögu. Þáverandi stjórnar- flokkar vildu enga bindandi af- stöðu taka i málinu. Fram- sóknarflokkurinn lagði aðal- áherslu á uppsögn samninganna við Breta og Vestur-Þjóðverja, en Hannibal lagði til að hafinn yrði undirbúningur að útfærslu landhelginnar i 50 milur amk. „eigi siðar en áður en alþjóða- ráðstefnan um réttarreglur á hafinu kemur saman ”, Vegna tregðu Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins náðist ekki samkomulag i land- helgisnefnd þingflokkanna. En stjórnarandstöðuflokkarnir náðu samkomulagi um þessi meginatriði: 1. Stækkun landhelginnar I 50 milur ákveðin. 2. Gildistökudagur eigi siðar en 1. september 1972. 3. Ákveðin vcrði 100 milna mengunarlögsaga. 4. Lýst verði yfir að samningarnir frá 1901 séu ekki bindandi fyrir íslendinga. Þessi stefna sigraði sem kunnugt er i kosningunum 1971 og landhelgin var færð út i 50 milur 1. september 1972. Stöðugt á svikráðum Ihaldið hefur æ siðan setið á svikráðum við 50 milna stefnuna. Forsvarsmenn þess og málgögn reyndu hvað eftir annað að hræða landsmenn fyrir útfærsluna frá henni, til dæmis með sifelldum forsiðu- hótunum I Morgunblaðinu um stórfellt og háskalegt þorska- strið. Forustumenn Alþýðu- flokksins kölluðu útfærslu- stefnuna „fruntaskap” og „ævintýramennsku” o.s.frv. Eftir að landhelgin hafði verið færð út var ætið reynt að gera sem allra minnst úr útfærsl- unni, að hún væri árangurslaus og einskis virði. Sagt var i Morgunblaðinu að Bretar hefðu fiskað meira við landið en áður, enda þótt Bretar sjálfir gæfu upp verulega lækkun á afla- tölum. Ljótur hlutur Geirs Sérstaklega er ljótur hlutur Geirs Hallgrimssonar i þessum málum. Hann fór hverja ferðina á fætur annarri til Briíssel til þess að ráðgast við NATO, eftir að bresku herskipin höfðu haldið hér uppi stórfelldum árásum á Islenskum fiskimiðum um nokkurt skeið. Geir Hallgrimsson fór utan meðan hann var borgarstjóri til þess að reyna að semja um lausn land- helgisdeilunnar á bak við islensk stjórnarvöld. Var skýrt frá þessu i bresku blaði sem hér birtist mynd af. Þá var ekki frýnilegur sá kaflinn sem Geir letraði með sjálfum sér i land- helgissöguna er hann fordæmdi aðgerðir landhelgisgæslunnar gegn landhelgisbrjótnum Everton. Fullvist má telja að ferill Geirs i landhelgismálinu sé einhver ógeðfelldasti kafli nokkurs islensks stjórnmála- manns i þessum málum. Eða Gunnar! Þegar ljóst var orðið að forusta Sjálfstæðisflokksins var bókstaflega fyrirlitin af almenningi vegna framkomu Eykons og Geirs I landhelgis- málinu, reyndi Gunnar Thoroddsen að bjarga flokki sinum á flot i nýju máli: 200 milur! En þar fór svo sem vænta mátti að þjóðin gerði grin að þeim félögum fyrir vikið. Jafnvel þótt Sjálfstæðisflokkur- inn legði til 500 milna landhelgi yrði ekki mark á honum tekið. Gunnar Thoroddsen hefur lika allan timann haft Haag-dóm- stólinn á bakinu og hefur bein- linis lýst þvi yfir að 200 milurnar færu til Haag. Hann vék sér undan að svara þvi I sjónvarps- þætti hvort Ihaldið myndi, ef það kæmist til valda, hlita úr- skurði um að 50 milurnar væru ógildar. En Gunnar var sam- mála Haag-dómstólnum um það meginatriði, að 50 milurnar væru einskis virði. Gylfi Það var utanrikisráðherra Alþýðuflokksins sem kallaði út- færslustefnu Lúðviks Jóseps- sonar „fruntaskap”, „siðleysi” og „ævintýramennsku”. Það var Alþýðuflokkurinn sem hengdi sig eins og hundsrófu aftan i Sjálfstæðisflokkinn i öllu landhelgismálinu; má minna á framkomu Gylfa I Everton- málinu og ódrengilega árás hans á starfslið landhelgisgæsl- unnar. En almennt má gefa Alþýðu- flokknum þá einkunn i land- helgismálinu að hann hafi engu breytt, nema þegar hann gerðist hjálparsveit ihaldsins til óþurftar. Lúðvik Jósepsson sjávarútvegs- ráðherra og forusta Alþýðu- bandalagsins I landheigismálinu réð úrslitum. Hannibal Framkoma forustumanna Samtaka frjálslyndra og vinstri manna i landhelgismálinu var yfirleitt heilsteypt. Þeir studdu þá stefnu sem Lúðvik Jósepsson hafði forustu um þrátt fyrir linjulegar úrtölur af og til. Tóku ráðherrar frjálslyndra þá gjarnan undir með Einari Agústssyni sem var iðulega ákaflega tregur til þess að fylgja fram markaðri stefnu. En þó tók steininn úr þegar Hannibal gerðist málsvari þess að sendur yrði málflytjandi til Haag. Raunar tók Þjóðviljinn og Alþýðubandalagið svo hraustlega á þessari afstöðu Hannibals að hann beinlinis hrökklaðist út úr rikisstjórninni fyrir vikið. En þess er vert að geta i þessu sambandi, að enginn þeirra félaga i vantraustinu, Hannibals, Gylfa eða Geirs, þorði nokkru sinni að gera það að tillögu sinni á alþingi að málflytjandi yrði sendur til Haag-dómstólsins. Treyst á Lúðvik Það var einkennandi fyrir af- stöðu þjóðarinnar i landhelgis- málinu, einkum á meðan þorskastriðið stóð yfir, að þjóðin treysti á forustu og einbeitni Lúðviks Jósepssonar og Alþýðu- bandalagsins. Þetta gramdist einstaka forustum önnum Framsóknarflokksins og þá einkum Olafi Jóhannessyni, for- sætisráðherra. Hann efndi til blaðamannafunda án sjávarút- vegsráðherrans, sem land- helgin heyrði þó undir, til þess að koma sjálfum sér á framfæri. Þó var alvarlegast hvernig Ólafur kom fram i sam- bandi við þá samninga, sem gerðir voru við Breta^gagnvart samráðherrum sinum. Verulegur árangur Verulegur árangur hefur náðst I landhelgismálinu, og fullvist er að enn meiri árangur næst ef unnt verður að forða þjóðinni frá óláni ihaldsstjórnar — hvernig sem hún yrði saman sett. En sá árangur sem náðst hefur er vitanlega i hættu, ef illa færi. Það traust sem þjóðin hafði á Lúðvík Jósepssyni i landhelgis- málinu er jafnheilt og það var fyrir einu ári eða svo þegar bresk herskip réðust að fiski- bátum okkar. Það traust byggist bæði á Lúðvik sem ein- staklingi og þeirri sterku forustu sem Alþýðubandalgið hafði i málinu. Alþýðubanda- lagið var eini stjórnmála- flokkurinn sem kom fram af fyllstú heilindum gagnvart hagsmunum islensku þjóðar- innar. Undirlægjuháttur gagn- vart stórveldum, hernaðar- bandalögum eða hrein og bein pólitisk hálfvelgja varð öðrum flokkum að fótakefli. —sv

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.