Þjóðviljinn - 29.06.1974, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.06.1974, Blaðsíða 6
C StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 29. júnl 1974. UOÐVIUINN MALGAGN SÓSIALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Ctgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) ;Prentun: Blaöaprent h.f. AVARP ÞJOÐVILJANS TIL ALLRA LAUNAMANNA Þjóðviljinn snýr sér sérstaklega til launamanna i dag, daginn fyrir kjördag: Þið vitið að Alþýðubandalagsmenn eru i forustu i fjölmörgum stærstu verkalýðsfé- lögunum i landinu og í verkalýðssam- böndunum. Það eru Alþýðubandalags- menn sem hafa forustu i Verkamanna- sambandi íslands, í Málm- og skipa- smíðasambandi tslands, i Sambandi byggingamanna og i Landssambandi vörubifreiðastjóra. Alþýðubandalags- menn eru i forustu i stærstu verkalýðsfé- lögunum i Reykjavik: — Dagsbrún, Tré- smiðafélagi Reykjavíkur, Félagi járniðn- aðarmanna, Starfsstúlknafélaginu Sókn svo fátt eitt sé nefnt. Alþýðubandalags- menn eru einnig i forustu mikilvægustu svæðasambandanna. í kjarasamningum þegar harðast er deilt eru það jafnan Al- þýðubandalagsmenn sem i góðu samstarfi við aðra félaga í verkalýðssamtökunum, hafa forustuna. Eðvarð Sigurðsson, sem skipar 2. sæti G-listans i Reykjavik, er einhver traustasti baráttumaður verka- lýðshreyfingarinnar um áratugaskeið; það þekkið þið, launamenn, af eigin raun. Þið hafið til þessa kosið marga stjorn- málafiokka i þingkosningum, þó að þið hafið kosið Alþýðubandalagsmenn til for- ustu i verkalýðsfélögum. En þótt þið hafið áður, til dæmis i borg- arstjórnarkosningunum í Reykjavik, kos- ið aðra flokka gefst ykkur til þess tækifæri á morgun, að kjósa með ykkar eigin hags- munum. Sá launamaður, sem kýs Alþýðu- bandalagið, er að kjósa sina eigin fulltrúa og sina hagsmuni i öndvegi. Kjósi launa- menn aðra flokka eiga þeir það á hættu, að atkvæðin verði notuð gegn þeim. Enginn launamaður, sem gerir sér grein fyrir þessu samhengi, getur kosið annan flokk en Alþýðubandalagið þvi að enginn launa- maður vill i rauninni nota þau vopn, sem hann á, gegn sjálfum sér. Það væri hann að gera með þvi að kjósa til að mynda Sjálfstæðisflokkinn eða Alþýðuflokkinn. Enginn launamaður mun heldur nokkru sinni ganga yfir i andstæðingahópinn I verkföllum; það að kjósa Sjálfstæðisflokk- inn og Alþýðuflokkinn er i rauninni alveg samskonar aðgerð. Þjóðviljinn hvetur ykkur til að gera kjörseðilinn að vopni i kjarabaráttu ykk- ar. Þó að afkoma ykkar sé góð i dag, má það ekki gerast, að afturhaldsöflin nái völdunum í skjóli deyfðar og áhugaleysis. Það getur skipt um á einni nóttu og það er of seint að átta sig á kosninganóttina. Það, sem þið gerið I kjörklefanum, ræð- ur úrslitum. Takið eftir þvi, að Alþýðu- bandalagið er eini flokkurinn, sem fyrir þessar kosningar hefur lýst þvi yfir sem meginverkefni sinu, að varðveita kaup- mátt launanna. Enginn annar flokkur hef- ur lýst þessu yfir, en Framsóknarflokkur- inn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa hins vegar báðir lýst yfir að skerða verði sam- band verðlags og launa. Takið eftir, að ef þessir tveir flokkar skriða saman, eru kjör ykkar i stórfelldri hættu. Reynslan af samstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins er ykkur i fersku minni með iandflótta og atvinnuleysi, skertum kaup- mætti, afnámi verðlagseftirlits og gengis- lækkunum. Látið ekki ræna árangri áratuga starfs verkalýðshreyfingarinnar. Látið ykkar hagsmuni ráða þegar þið greiðið atkvæði i kjörklefanum. Hægri sveiflan í verki: Morgunblaðið heimtar Olgu Guðrúnu á geðveikrahæli I Morgunblaðinu 20. júní s.l. birtist greinarkorn/ sem óhjákvæmilega hlýtur að vekja athygli, jafnvel þótt f lestir séu löngu hættir að kippa sér upp við þau sóðaskrif, sem eru reglan i málflutningi þessa mál- gagns þeirra, sem ekki borga skattana sína. Pistill þessi er undirritaður af einhverjum Karli Sig- mundssyni og er þar hvatt til þess að Olga Guðrún Árnadóttir, sem gat sér gottorð fyrir skemmtilega nýbreytni í efnisvali í barnatímum útvarpsins/sé meðhöndluð sem geðsjúk- lingur, en sú er einmitt ein af aðferðunum, sem ein- ræðissinnaðir durgar nota til að þagga piður í góðu fólki, sem fer í taugarnar á þeim. Pistillinn er allur skrifaður i dæmigerðum götustrákatón; þar er talað um ..blaðrið I þessari stelpu” og siðan stendur skrifað: „Er fólk almennt hissa á, að leyft skuli vera að fara með svona vit- leysisbull eins og hún hristi þarna Alþýðubandalagið i Kópavogi Alþýðubandalagið I Kópavogi efnir til ferðar i Skaftafell dag- ana 6. og 7. júli. Farið verður frá Þinghóli laugardaginn 6. júli klukkan 8 ár- degis og komið heim sunnudaginn 7. júli um klukkan 23:00. — Þátttakendur hafi með sér tjöld. Nánar auglýst siðar. Upplýsingar i sima 41746,— Fjölmennum I feröina. Bókhaldsaðstoð meó tékkafærslum rFBÚNAÐARBANKINN Vfl/ REYKJAVÍK út úr sér i útvarpið okkar. Þessi stúlka þarf greinilega á læknis- hjálp að halda, þar sem hún getur fengiö róandi lyf viö ofstopa sin- um.” (Leturbr. min, dþ.) Með öðrum orðum sagt, Olga skal lokuð inni á Kleppi. Þótt alþjóð viti að visu hvers- konar persónuleikar ritstjórar Moggans eru, þykir ef til vill ein- hverjum að hér taki steininn úr. Mogginn hefur hvað eftir annað þóst hneykslast á þvi, að menn, sem gagnrýnt hafa þjóðfélags- kerfi Sovétrikjanna á hliðstæðan hátt og Olga Guðrún það islenska, væru lokaðir inni á geðveikrahæl- um og dælt i þá eiturlyfjum „við ofstopanum”. Hér hvetur Mogg- inn hinsvegar eindregið til þess að aðferðum þeim, sem hann þykist fordæma i Sovét, sé beitt til þess að útiloka frjálsa gagnrýni á tslandi. Þetta sannar ásamt með ótalmörgu öðru, að hatursmenn lýðræðis og mannréttinda eru allsstaðar hver öðrum likir, þótt þeir heiti ýmsum nöfnum eftir löndum og álfum, til dæmis þeir sem kalla sig kommúnista i Sovét og sjálfstæðismenn á íslandi. Það vekur óhjákvæmilega at- hygli að pistill eins og þessi skuli birtast i Mogganum einmitt i sama mund og hafnar eru viðtæk- ar réttarofsóknir á hendur is- lenskum hernámsandstæðingum undiryfirskyni sérstaklega teygj- anlegrar meiðyrðalöggjafar. Þessi dæmi eru aðeins tvö af mörgum um fasistaúlfinn, sem þessa dagana gægist á sifellt ófyrirleitnari hátt undan lýöræð- issauðargæru ihaldsins. Þessi „hægri sveifla” er ekkert eins- dæmi fyrir tsland, kreppuástand- ið, sem nú virðist vofa yfir auð- valdsheiminum,er þegar farið að framkalla svipuð viðbrögð hjá i- haldsöflum og „þöglum meiri- hlutum” viða um lönd og á krepputimunum fyrir sfðari heimsstyrjöld, þegar afleiðingar slikrar hægri sveiflu urðu valda- taka nasista og fasista i mörgum löndum álfunnar ásamt með heimsstyrjöld og hryllilegustu ill- virkjum, sem sagan kann frá að greina. Aö sjálfsögðu þarf enginn að láta sér detta i hug að islenska i- haldið bregðist i þessum kring- umstæðum öðruvisi við en hlið- stæö öfl annarsstaðar i heimin- um. „Hugum mannanna svipar saman i Súdan og Grímsnesinu”, eins og hirðskáld Reykjavikuri- haldsins kvað. t þvi sambandi er lika hollt að hafa i huga að á árun- um fyrir siöari heimsstyrjöld var þorri hægri sinnaðra ungra manna i Reykjavik og viðar ým- ist nasistar eða á næstu grösum við þá, „ungir menn með hreinar hugsanir”, eins og málgögn Sjálf- stæðisflokksins orðuðu það. Eng- inn skyldi vera svo barnaiegur aö ætla að þessir menn, sem nú skipa eldri kynslóð ihaldsins og fésýslustéttarinnar, hafi skipt um lifsviðhorf við að tapa einni heimsstyrjöld, og aö sjálfsögðu hafa þeir alið yngri menn ihaids- flokksins upp i sinum anda. Þess má að endingu geta að umræddur pistill um Olgu Guðrúnu birtist i Veivakanda, þætti sem frægur er af endemum. Almannarómur hermir að þætti þessum sé ritstýrt af Magnúsi nokkrum Þórðarsyni, sem situr i útvarpsráði og ætla má að hafi þar það hlutverk af hálfu hús- bænda sinna i Nató að koma eftir mætti i veg fyrir að vinstri sinnað fólk hafi aðgang að þeim fjöl- miðli. Vitað er að Magnús þessi Natóháski er óþreytandi við að reka hniflana i fólk, sem starfar viö útvarpið og að hans íhaldsskiln- ingi er vinstri sinnað, og eftirtekt- Olga Guðrún þ.e.a.s.. blaðVið 1 .þessan stelp?i7 henni Olgu Guðrúnu Árnadóttur, sem rekin var frá barnatimanum i vetur sem leið. Er fólk almennt hissa á, að leyft skuli vera að fara með svona vitleysisbull eins og hún hristi þarna út úr sér i útvarpið okkar. Þessi stúlka þarf greinilega á læknishjálp að halda.'þar sem hún getur fengið róandi lyf við ofstopa sinum. Alla vega væri æskilogt, að við. sem hlustum á útvarp og sjón- varp, þvrftum ekki að heyra frá henni fyrr en hún hefur mannazt eitthvað og róazt á taugum. Segi menn svo aö Mogginn sé ekki opinn fyrir fyrirmyndum frá Sov- ét! arvert er að Velvakandi hefur sérstaklega verið helgaður sorp- kasti i einmitt það fólk. Atriði eins og þessi er hollt að hafa i huga þegar gengið verður til kosninga á sunnudaginn kem- ur. Haldi kjósendur ekki vöku sinni og svari fasistiskum tiltækj- um ihaldsins á viðeigandi hátt, gæti vel svo farið að þessar kosn- ingar yrðu þær siðustu lýðræðis- legu á Islandi. dþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.