Þjóðviljinn - 29.06.1974, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.06.1974, Blaðsíða 3
Laugardagur 29. júni 1974. WÓDVILJINN — SÍÐA 3 Þrátt fyrir ópólitískt eðli sitt varð Bí að Veita VL-ingum smá ofanígjöf ^ Stjórn Blaðamannafélags íslands rœddi málaferlin „Stjórn félagsins bendir á, að islensk löggjöf um meiðyrði þarf nauðsynlega endurskoðunar við, enda þótt ætið hljóti að vera óglögg mörk milli þess, sem einn telur tjáningarfrelsi og annar ærumeiðingar. Við þetta má svo bæta, að menn, sem beita sér fyr- ir pólitiskum aðgerðum á borð við undirskriftasöfnun Varins lands, hljóta að mega vera við þvi búnir, eins og aðstæður eru I Islensku þjóðfélagi I dag, að aðgerðir þeirra sæti harðri gagnrýni, þar sem hér er um að ræða deilumál, er skiptir þjóðinni i tvo andstæða hópa.” Þessa ofanigjöf gaf stjórn Blaðamannafélagsins hinum hör- undssáru VL-mönnum á fundi sinum á miðvikudaginn, en þar var gerð samþykkt I tilefni af tnálaferlunum gegn fjórum blaðamönnum Þjóðviljans. Hinir ákærðu blaðamenn vöktu athygli stéttarfélags sins á mála- vöxtum i bréfi snemma i vikunni, an i þvi bréfi sagði m.a. svo: „Það er skoðun undirritaðra, að málshöfðun VL-manna beinist i reynd að almennu prent- og tjáningarfrelsi i landinu og um leið gegn útgáfurétti pólitiskra málgagna. Við teljum að islenskir blaðamenn — sem að stórum hluta eru starfsmenn pólitiskra málgagna — hljóti þvi að láta sig málshöfðunina á hendur okkur sinhverju varða, enda er hér um að ræða aðgerðir til atvinnurógs sem óhjákvæmilega fellur á alla starfsstétt blaðamanna á tslandi. Með bréfi þessu vildum við vekja athygli Blaðamannafélags- ins á þessum einstæðu málaferl- um — umfangsmesta meiðyrða- máli sem höfðað hefur verið — og biðjum félagið að ihuga stöðu sina gagnvart slikri árás á prentfrelsi og starfsskilyrði blaðamanna”. Stjórn Blaðamannafélagsins lagði áherslu á það i samþykkt sinni, að félagið væri „ópólitiskt stéttarfélag, sem tekur ekki af- stöðu til pólitískra deilna”. Gæti félagið ekki „axlað þá lagalegu ábyrgð, sem félagsmenn þess kunna að baka sér með skrifum sinum”. Var greint frá þvi i samþykkt- inni, að stjórn félagsins hefði aldrei „haft afskipti af meiðyrða- málum sem höfðuð hafa verið gegn félagsmönnum Bí og telur ekki ástæðu til að breyta þeirri grundvallarreglu”. Þá var vakin athygli á þvi að VL-menn hafa ekki leitað til siða- reglunefndar félagsins, eins og öllum þeim er frjálst sem telja sér misboðið, heldur tóku þánn kost að rjúka beint I dómstólana sem þeir hafa „að sjálfsögðu fullan rétt til”. Formaður Blaðamannafélags- ins, Eiður Guðnason, tjáði Þjóð- viljanum, að stjórn félagsins hefði ákveðið að taka mál Þjóð- viljamanna aftur á dagskrá, þeg- ar dómur hefði verið kveðinn upp i undirrétti. hj— Þór Vigfússon Kosningabíll kratanna hvarf — en kona ein lánaði Alþýðuflokknum bil sinn fyrir kosningar — en billinn hvarf Sérkennilegt mál er nú upp ris- ið milli konu einnar og Alþýðu- flokksins. Fyrir borgarstjórnarkosning- arnar lánaði konan Alþýðuflokkn- um bil sinn. Bilinn munu ein- hverjir starfsmenn kosninga- skrifstofu hafa fengið til afnota. Eftir kosningar kom billinn ekki fram — hann var horfinn. Konan vildi fá bil sinn bættan. Kosningastjóri Alþýðuflokksins, Baldur Guðmundsson, vildi ekki kannast við að Alþýðuflokkurinn hefð notað bilinn. Konan bað þá lögfræðing sinn að annast málið. Þegar svo var komið, var lög- reglunni falið að finna bilinn. Eft- Stúdentaráð fordœmir VL- kœrur A fundi sinum 27. júni gerði stjórn SHÍ svofellda ályktun: Stjórn SHt fordæmir harðlega þær árásir á tjáningarfrelsi og frjálsa skoðanamyndun, sem 12 forystumenn undirskriftasöfnun- ar „varins lands” hafa nú uppi á hendur nokkrum einstaklingum, sem hafa leyft sér að hafa gagn- stæðar skoðanir við þá á hernámi tslands. Meðal þeirra sem vl-menn hafa stefnt eru núverandi og fyrrver- andi ritstjórar Stúdentablaðsins. Það kemur stúdentum ekki á óvart, að i hópi stefnenda er að finna háskólakennara, sem hafa áður sýnt hagsmunum stúdenta sérstaka óvild og hafa unnið gegn starfsemi SHI, meðþaðm.a. fyrir augum, að reyna að kippa grund- vellinum undan útgáfu Stúdenta- blaðsins. Með þessum aðgerðum sinum eru þessir menn, að æskja þess að stúdentar og aðrir starfsmenn háskólans taki til sinna ráða til að koma i veg fyrir að slíkir menn fái að móta það álit sem háskól- inn nýtur út á við. ir þvi sem Þjóðviljinn hefur frétt, fannst bíllinn næsta illa út leikinn. Var hann mikið skemmdur og hafði verið ekið mikið. Konan neitaði að taka við biln- um i þannig ástandi, enda billinn talinn ónýtur. Gylfa Þ. Gislasyni var skrifað bréf þann 12. júni sl. vegna þessa, og var farið fram á bætur vegna bilskemmdanna. 13. júni skrifaði hins vegar kosningastjórinn, Baldur Guðmundsson,konunni, og kvaðst ekki hafa haft „vörslu bilsins” — en það merkir að hann kveðst ekki hafa haft lyklana undir höndum. Enginn á kosn- ingaskrifstofu Alþýðuflokksins kannast við að hafa ekið bilnum, þótt vitanlega hljóti einhver að hafa tekið við bifreiðinni hjá kon- unni. Eftir þvi sem Þjóðviljinn hefur næst komist, sást til ferða ein- hverra tveggja manna á bil þess- um austur á Egilsstöðum — siðar fann lögreglan flakið i Reykjavik. Mál hefur nú verið höfðað gegn Alþýðuflokknum vegna þessa undarlega bilþjófnaðar. — GG Lygar Gunnars Thor Meðal þess, sem Gunnar Thor- oddsen, doktor i ærumeiðingum, lét út úr sér á útifundi Sjálfstæðis- flokksins á Lækjartorgi á fimmtudaginn, var, að Magnúsi Kjartanssyni hafi tekist „fyrir nær 200 miljónir króna, að tengja saman rafmagnsleysið i tveimur héruðum fyrir norðan”, eins og doktor i ærumeiðingum orðaði það svo smekklega, en með þessu átti hann við Skagafjarðarlinuna svonefndu. Þetta eru klára lygar eins og flest það, sem Sjálfstæðismenn hafa haldið fram i þessari kosn- ingabaráttu. Þessi lina hefur nú flutt um það bil 1 miljón kWst. og á sama tima hefur keyrsla diselstöðva til raf- magnsframleiðslu nær stöðvast á svæðinu, en keyrsla þeirra þann tima, sem samtengilinan nefur Aumingjar „Aðstandendur Varins lands’* eiga nú æru sina að verja fyrir ósvifnum árásum og persónuniði eins og þeir nefna það. Ekki treysta þeir sér til þess sjálfir, og illa virðist Morgun- blaðið duga til þeirra hluta. Dómstólarnir skulu vega og meta hvert orð sem um þá er sagt og á prent komið til peninga og fang- elsisára. Minni karla getur vart i islenskri sögu. Þeir þora ekki i umræður um sin háleitu pólitisku markmið, og þegar fólk á annarri skoðun segir meiningu sina á is lensku alþýðumáli þá hiaupa þeir aumingjarnir i felur á bak við lagakróka. Ég skora á menn að senda þessum vesalingum nokkur vel valin orð á prenti svo þeir geti fram eftir ævinni dundað við að stefna fólki og krefjast fjársekta og fangelsisvistar. Færi vel á að þeir kæmu ekki nálægt öðrum störfum það sem eftir er ævinnar. örn Friðriksson, járnsmiður Álftamýri 50, Rvik. verið i gagni, rúmar fimm vikur, hefði kostað á sjöundu miljón króna umfram það sem nú er. Það er vitað, að lagning þessar- ar linu mun þegar borga sig á þessu ári, og um ókomin ár mun hún spara Norðlendingum hundr- uð miljóna, sem bæjarlækja- og naflasjónarmið Sjálfstæðis- flokksins hefur kostað þessa þjóð i allt of mörg ár. Lygar prófessora og doktora breyta hér engu um. — úþ Hlekkjað kmd „Hlekkjað land” væri nær sanni að kalla undirskrifasamtök þau sem kölluðu sig „Varið land”, enda er þá ekki eins mikil hætta að menn rugli þeim saman við Sjáifstæðisflokkinn, sagði Þór Vigfússon i framboðsræðu á Sel- fossi á þriðjudagskvöldið. Var þessum orðum sérstaklega beint að Unnari Stefánssyni, krata og vl-manni, en annars staðar i blað- inu eru rakin orðaskipti þeirra. Þór sagði i ræðu sinni: Þar sem á framboðsfundum hér i kjördæminu gefst það sjald- gæfa og vandfengna tækifæri að ræða opinberlega við einn þeirra „hugprúðu dáta” sem i vetur stóðu að undirskrifasöfnun meðal þjóðarinnar til stuðnings kröfu um áframhaldandi hersetu i land- inu, nefnilega Unnar Stefánsson, annan frambjóðanda Alþýðu- flokksins, langar mig að beina til hans nokkrum spurningum. Reyndar hélt ég að hann mundi gera þessa undirskriftasöfnun að nokkru umræðuefni á framboðs- fundunum, en fram til þessa hef- ur hann ekki gert það, og það þótt 2svar hafi verið aðeins ýtt við honum. (Unnar gripur fram I: Ég skal hlusta!). Kemur þar vafa- laust til hans meðfædda hæ- verska. Hann hefur að visu rætt „varn- armálin” nokkuð, hann hefur skorað á okkur að hlýða ákalli Ólafs konungs og hefur reyndar löngum haft nokkrar áhyggjur af Norðmönnum, þegar rætt hefur verið um hersetu i þessu landi. Til dæmis sagði hann það á fundi i Reykjavik i vetur, að við mættum ekki gera frændum okkar, Norð- mönnum, það að reka hérðan her- inn, svo að hann yrði ekki að setj- ast að i Noregi. En það ætla ég ekki að ræða. Ég sný mér að undirskrifta- söfnuninni. Þar sem Unnar hefur ekki fundið hjá sér hvöt til að ræða hana, vil ég gefa honum til- efnið. Vissulega hefur hver sem er rétt til að skrifa undir hvað sem er. En ég spyr Unnar: Er það satt, sem sumir hafa verið að halda fram, að undir- skriftalistarnir hafi verið settir i tölvuvinnslu þann mánuð sem leið frá þvi að söfnun lauk þar til listarnir voru afhentir á alþingi? (Unnar svarar af bragði: Nei). Onnur spurning: Ef svo var, til hvers var það gert? Þriðja spurningin hlýtur reynd- ar að skipta okkur meðframbjóð- endur Unnars nokkru máli, sem og alla þá sem eiga við hann orða- stað á opinberum vettvangi. Að henni þarf pinulitinn formála. 18. janúar sl. skrifaði Einar Bragi skáld blaðagrein sem i var þetta, með leyfi fundarstjóra: „Upp er risinn hópur hug- prúðra dáta sem grátbiðja þjóð- ina að hefja minningarár 11 alda búsetu i landinu á þvi að undirrita beiðni um erlenda hersetu á ís- landi”. Fyrir þessi orð stefnir Unnar Einari Braga og krefst 600 þúsund króna. Dýr mundir Unnar allur. Nú gerði ég áðan um það bil sjötta part af þessum stefndu um- mælum að minum orðum. Á ég þá von á 100 þúsund króna kröfu? (Unnar kallar: Nei). Hvernig er eiginlega gjaldskrá- in ykkar, Unnar? Mig langar til þess að ljúka þessum orðum með tillögu til Unnars. Undirskriftasamtök hans kalla sig „Varið land”. Nú er Sjálf- stæðisflokkurinn að dreifa meðal landsmanna merkjum sem tákna eiga vilja berenda til að hafa hér hervarnir, enda standa á miðun- um orðin „Varið land”. Þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er nú búinn að taka upp þessi einkunnarorð Alþýðuflokksmannsins Unnars Stefánssonar, vil ég stinga þvi að honum, að hann beiti sér fyrir þvi að breyta nafninu á undirskrifta^- samtökum sinum, svo'~atLjmenn Framhaid á bls. 13 Hvað þýðir vl- merkt kjörskrá? Nú hefur það gerst, að einn þeirra 13 vixlara sem hrundu undirskriftasöfnun VI af stað i vetur, Unnar Stefánsson, hefur játað það opinberlega að tölvu- gögnin hafi verið hagnýtt i þágu kosninganna og til séu kjörskrár þar sem vl-merki hefur verið sett við hvern undirskrifanda. Þetta er einmitt það sem Þjóð- viljinn hefur margsinnis og itrek- að haldið fram. Vl-merkt kjörskrá I höndum Sjálfstæðisflokksins (eða krata) þýðir það, að flokkurinn getur lát- ið kosningasamala sina hafa samband við alla undirskrifendur og brýnt þá á þvi, að þeir hafi með undirskrift sinni játast undir stefnu flokksins. Ætlar þú að svikja nú, segir kosningasmalinn við frónarlambið. A sama hátt er hin merkta kjör- skrá nýtt til þess að senda út bréf og dreifimiða, t.d. limmiðana sem Sjálfstæðisflokkurinn gaf út um daginn, og yfirkjörstjórn hef- ur nú bannað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.